Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 23
Þetta var klúður Útilokum enga möguleika Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri tímaritsins Júlíu, um plakat af Chris Brown. – DV.isVíðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra eftir að tilkynnt var um sprengju í vél á Keflavíkurflugvelli. – DV.is Jóhanna er siðlaus! Spurningin „Ég ætla bara að kíkja í bæinn, ekkert sérstakt.“ Haukur Óskarsson 18 ára sjómaður. „Ég ætla að kíkja á lífið í bænum og sjá hvað er að gerast.“ Guðbjörg Erla Ársælsdóttir 19 ára jafningjafræðari „Ég ætla að hitta góðan hóp og gera eitthvað afskaplega menningarlegt.“ Níels Thibaud Girerd 18 ára altmuligtmand „Bara kíkja í bæinn með vinkon- um mínum og skoða dagskrána.“ Kristín Guðmundsdóttir 19 ára afgreiðslukona „Ég ætla örugglega að kíkja á tónleika og hitta alla vinina.“ Arna Þorbjörg Halldórsdóttir 19 ára afgreiðslukona í gleraugnabúð Hvað ætlar þú að gera á Menn- ingarnótt? 1 „Mér hefur verið nauðgað sex sinnum“ Halldóra Kristjánsdóttir greinir frá alvarlegum afleiðingum kynferðisof- beldis í viðtali í DV. 2 Borguðu herbergi en sváfu í gámi Fjölskylda sem gisti á Klausturhofi segist illa svikin. 3 Valgeir á hausinn Einleikjahátíðin Act Alone fór vel fram, fyrir utan óheppilegt fall Valgeirs Guðjónssonar. 4 „Hann seldi mig fyrir sjónvarp“ Konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi fara sumar endurtekið inn í ofbeldisfull sambönd. 5 „Peningarnir hans gátu ekki keypt hjarta mitt“ Vala Grand segist aldrei hafa þurft að kvarta yfir því að fá ekki athygli frá hinu kyninu. 6 Nakin á forsíðunni Fyrirstætan Miranda Kerr situr fyrir í háum stígvélum einum fata á forsíðu nýjasta tímariti Harper’s Bazaar. Mest lesið á DV.is Heimspeki hjartans É g reyni alltaf annað veifið að vekja athygli á fallegri hugsun; skapandi hugflæði og ekki síst gagnrýninni hugsun þeirra sem leitast við bæta heiminn. Meðvitað og ómeðvitað vitna ég því oft í heimspekinga og stórmenni sem auðgað hafa mannlíf með gæsku sinni og göfuglyndi. Ég held nefnilega að fögur hugsun sé það afl sem við þurfum meira og minna að treysta á. Sumt fólk segir, að tal um fagra hugsun, ást, dygðir og góð gildi, fái oft- ast á sig tilgerðarlegan blæ; að ástar- hjal verði svo auðveldlega að vemmi- legri klisju. Sumir halda því meira að segja fram að allt tal um réttlæti sé ekki annað en væmin tugga. En hvað sem líður dómum manna, vil ég – fyrir alla muni – halda á lofti fallegri hugsun og reyni að sýna jákvæðni og bjartsýni í verkum mínum. Að vísu neyðist ég alltaf annað slagið til að tuða og þarf stundum að brjóta odd af oflæti mínu og ráðast að mönnum sem ég tel að skaði samfélag okkar með orðum sín- um og gjörðum. Reyndar tel ég það hreina og klára skyldu mína að benda á það sem miður fer og betur mætti fara. Og, það sem meira er, ég rembist við að vera réttlátur og sýni alla þá sanngirni sem ég hef yfir að ráða. Ég reyni t.d. að láta klingja hressilega við- vörunarbjöllum, þegar mér sýnist að fólk ætli að hjálpa fulltrúum helm- ingaskipta aftur til sætis við stjórnvöl skútunnar góðu. Og ég hika ekki við að taka upp hanskann fyrir þá ríkisstjórn sem af veikum mætti hefur á síðustu þremur árum reynt að rétta kúrsinn. Ég held nefnilega að í jöfnuði felist réttlæti og ég held að það beri vott um mikinn andlegan þroska, þegar fólk kýs nægjusemi í stað græðgi. Þegar ég tala um heimspeki hjart- ans, er ég að tala um hugtak sem ég ætla svo sannarlega að vona að eigi eftir að festa sig í sessi. Reyndar gæti ég notað blaðsíður margra doðranta til að útskýra hvað ég á við með heimspeki hjartans. En svo ég grípi til stuttu setn- inganna (sem ég hef lært að láta virka), þá er grunntónn hugtaksins sá, að með hjartagæsku verði heimurinn betri. Ég vil einfaldlega benda fólki á þá yndis- legu staðreynd, að ef við komum auga á okkar innri fegurð og náum að virkja einlæga sjálfsvirðingu til góðra verka, þá munum við uppskera allt hið besta. Víst er letin lýjandi, hennar afl er þó þess virði að halda á lofti, því ef hún kemur okkur hjá neikvæðri fram- kvæmd, þá á hún fyllilega rétt á sér. Andleg leti er þó allajafna til óþurft- ar og ætti ekki að fá frið hjá neinum manni. Við þurfum engan æsing, ekk- ert tildur og ekkert prjál, því sú hugsun sem á rætur í fullkominni kyrrð getur blómstrað og fært okkur meiri fegurð en öll þau verk sem unnin eru með óhófi, græðgi, siðblindu og dekri við fáa á kostnað heildarinnar. Og það vill svo skemmtilega til, að heimspeki hjartans kemur akkúrat við sögu á tónleikum núna um helgina, þar eð Þorvaldur Gylfason (sem er með pistil á síðunni hérna við hliðina), hefur samið tónlist við 13 sonnettur eftir mig og þá tónlist hefur Þór- ir Baldursson útsett. Frumflutning- ur herlegheitanna verður í Kaldalóni í Hörpunni, klukkan 20:00 á Menn- ingarnótt. Flytjendur: Garðar Cortes, tenór, Bergþór Pálsson, barítón, Selma Guðmundsdóttir, píanó og Gunnar Kvaran, selló. Og auðvitað er ókeypis inn. Einn þann kostinn á ég þó sem öllum getur líkað; af hógværðinni hef ég nóg en henni er lítið flíkað. J óhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sýnir tilburði siðleysis með hátterni sínu. Svarthöfði sat í mak- indum í sófanum að horfa kvöld- fréttirnar þegar fréttirnar bárust. Þar sem hann saup á ylvolgum kakóbollan- um sagði fréttakonan honum fregnirn- ar hræðilegu. Svarthöfði hrökk í kút og kakóið sullaðist villt og galið. Sorgarstig- in tóku við með afneitun í fararbroddi. „Jóhanna vill ekki fylgja Ólafi á flug- völlinn?“ Stamaði hann út úr sér, stein- hissa í kakómaríneruðum sófanum. Sektarkenndin gerði síðan vart við sig og Svarthöfða fannst sem hann ætti einhvern veginn sök í málinu. Var það Svarthöfði sem fékk Jóhönnu til að hugsa svona? Af hverju vill hún að ein- hver lögreglustjóri í Keflavík fylgi for- setanum, frekar en hún sjálf eða Ásta á Alþingi? Svo varð Svarthöfði reiður. „Ólaf- ur á rétt á því að einhver sem er honum samboðinn fylgi honum,“ hugsaði hann. Forsætisráðherrann vill að ótýndir lög- reglumenn fylgi forsetanum í flug. En það er hefð fyrir því, og hefur verið frá fæðingu lýðveldisins, að háttsettur emb- ættismaður – eins og forsætisráðherra – fylgi honum! Annað væri ekki samboðið virðingu hans. Ólafur er konungur okkar, rex magn- ificus, jafnvel þótt hann sé kjörinn. Við lítum til hans í leit að leiðsögn, gleði okkar og tár eru bundin hon- um. Hann hefur líka áunnið sér miklu meiri virðingu en einhver konungbor- inn plebbi, og Jóhanna vill taka þennan helsta virðingarvott af honum! Að hon- um sé fylgt, líkt og honum sæmir! Jú jú, það er alveg rétt, fylgdarmaðurinn þarf að standa eins og þvara við brott- fararhliðið á meðan að forsetinn sýpur flugkaffið og bíður eftir brottför. Kannski hefur hann eitthvað betra að gera. En þetta er ekki spurning um það! Þetta er spurning um frelsi, lýðræði, réttlæti! Með þessum tillögum sýnir Jó- hanna að hún er siðlaus! Hún byrjar að afnema þessa grundvallarhefð í réttar- ríkinu og áður en við vitum af þarf Ólaf- ur að fara að keyra sjálfur um eins og hver annar afdalabóndi. „Hvað er svo næst?“ Spyr Svarthöfði sig. Á að afnema stjórnarskrána? Á að leggja niður réttar- kerfið eins og það leggur sig? Er það ekki líka bara ein stór hefð? Svarthöfði er nú handviss um að forsætisráðherrann sé ekkert annað anarkisti sem fyrirlítur skoðanir allra velmeinandi og hefða- elskandi þegna landsins. Bátur í þoku Það lá dularfull og þétt suddamóða yfir suðvesturhorni landsins á fimmtudag sem byrgði mönnum sýn. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Umræða 23Helgarblað 17.–19. ágúst 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Maður fer nú svona rólega af stað Gylfi Héðinsson, annar eiganda BYGG sem er nú í stórsókn. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.