Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 20
S pennan eykst í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum, en þriðjudaginn 6. nóvem- ber ganga yfir 100 milljón- ir Bandríkjamanna að kjör- borðinu til að kjósa sér forseta. Valið stendur sem kunnugt er á milli sitj- andi forseta, demókratans og hins þeldökka Barack Hussein Obama og hins hvíta repúblíkana, Mitt Romney. Útlit er fyrir dýrustu kosningabar- áttu í sögu Bandaríkjanna, en talið er að allt að 6–7 milljörðum dollara, eða sem nemur 720–850 milljörðum ís- lenskra króna, verði brennt að þessu sinni. Samfara forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um margt annað í 50 fylkjum landsins, þannig að peningarnir fara ekki bara í þessa fjóra karla sem berjast um starf for- seta og varaforseta þessa valdamesta ríkis heims. Hver er Paul Ryan? Síðustu daga hefur miklu púðri ver- ið eytt á val Mitt Romney á varafor- setaefni sínu, fulltrúadeildarþing- manninum Paul Ryan. Um leið og valið var klárt fóru fjölmiðlar af stað og spurðu: „Hver er Paul Ryan?“ Í kjósendakönnun sem gerð var voru aðeins 39 prósent sem töldu valið á honum vera gott eða mjög gott, en þetta hlutfall var mun hærra hjá síð- ustu varaforsetaefnum repúblíkana, Söruh Palin og Dick Cheney. Það sem liggur því fyrir hjá repúblikönum er hreinlega að koma Paul Ryan á kortið hjá kjósendum og kynna hann og hugmyndir hans rækilega. Ekki þarf að kynna núver- andi varaforseta fyrir bandarísku þjóðinni, en almennt er talið að hinn reynslumikli Joe Biden hafi staðið sig vel sem varaforseti. Hlutverk vara- forseta er fyrst og fremst að taka við stjórninni ef eitthvað kemur fyrir for- setann. Slíkt gerðist til dæmis þegar demókratinn John F. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 í Dallas í Texas. Þá steig Lyndon B. Johnson inn á sviðið sem forseti Bandaríkj- anna. Hið sama gerði Gerald Ford árið 1974, þegar repúblíkaninn Ric- hard M. Nixon sagði af sér vegna Wa- tergate-njósnamálsins. Yngri útgáfa af Mitt Romney Þegar skoðaðar eru myndir af þeim Romney og Ryan gæti einhverjum dottið í hug að Romney hafi með þessu vali verið að velja yngri út- gáfu af sjálfum sér, til að notast við gegn Obama. Enda sagði einn helsti refurinn í bandarískum stjórnmál- um, hinn frægi ráðgjafi Karl Rove (sem sumir segja að hafi „skapað“ George Bush yngri sem forseta), á Fox News, að valið á varaforsetaefni segði meira um forsetaefnið sjálft en varaforsetaefnið! Rove telur að Ryan sé mikill baráttumaður og góður í fara herferðina sem þarf til að sigra Obama. En það er deginum ljósara að þeir eiga samleið og á heima- síðu framboðsins segjast þeir fél- agar ætla að ,,endurreisa mikil- fengleika Bandaríkjanna og byggja upp sterka millistétt að nýju“. Sjálf- ur vill Ryan innleiða það sem kall- að er umbóta-íhaldsstefna (e. re- form conservatism) og hann leggur mikla áherslu á að ná niður fjárlaga- halla Bandaríkjanna, sem er gríðar- legur. Til dæmis eyða Bandaríkin um 40 prósentum af öllum útgjöldum til hernaðarmála á heimsvísu og því kannski ekki skrýtið að fjárlagahall- inn sé mikill. Þá vill Ryan að eigin sögn „koma Bandaríkjunum í vinnu að nýju“, en þar hefur atvinnuleysi verið mjög mikið að undanförnu. Fjárlaga- hallinn á sér þó langa sögu og hafa margir forsetar fengið mikinn halla í arf frá fyrirrennurum sínum. Þar er Barack Obama engin undantekning. Ungur og íhaldssamur fjölskyldumaður Paul Ryan er fæddur árið 1970 og því aðeins 42 ára gamall. Hann er giftur og á þrjú börn með eigin- konu sinni, Janna Little. Hann er frá Wisconsin-fylki, í miðvesturhluta Bandaríkjanna og er yngstur af fimm systkinum. Fjölskyldan á rætur sínar að rekja til Írlands, en móðir hans er af þýskum og enskum ættum. Ryan útskrifaðist með BA-gráðu í stjórn- mála- og hagfræði frá háskólanum í Miami á Flórída. Leið Paul Ryan inn á þing Banda- ríkjanna lá þangað árið 1998 og varð hann annar yngsti þingmaðurinn á bandaríska þinginu. Frá þessum tímapunkti hefur hann verið sigur- sæll og unnið endurkosningar reglu- lega og því haldið þingsæti sínu. Hann hefur tryggt sér mikið fjár- magn í kosningasjóð sinn, sem er sá „feitasti“ meðal þingmanna fulltrúa- deildarinnar. Hann má samkvæmt reglum þingsins bjóða sig aftur fram, þrátt fyrir að hann hafi nú verið valinn varaforsetaefni Repúblíkana- flokksins. Tapi þeir Romney og Ryan hverfur hann því aftur til þingstarfa. Jöfn staða í könnunum En hvernig er staðan núna sam- kvæmt könnunum? Hún er í raun mjög jöfn og aðeins nokkur prósentu- stig sem skilja þá Obama og Romn- ey að. Í könnun sem gerð var á veg- um George Washington-háskólans fyrir skömmu, var Obama með 50 prósenta fylgi en Romney með 47 prósent. Á vefsíðunni politico.com kemur fram að atvinnumálin séu sá þáttur se m dragi mest úr vinsældum Obama. Það er líka alþekkt staðreynd úr bandarískum stjórnmálum að þar skipta efnahags- og atvinnumálin mjög miklu máli í afstöðu kjósenda. Umdeildar tillögur Paul Ryan hefur mikið látið til sín taka í málum sem varða fjármál og hafa ýmsar hugmyndir hans um niður- skurð verið umdeildar. Það á við bæði um mennta- og heilbrigðismál. Til dæmis hefur hann lagt til að vextir verði á bandarískum lánum til náms- manna meðan á námi stendur. Árið 2008 lagði hann fram sín eigin fjár- lög, The Ryan Budget, sem meðal annars innihéldu róttækar breytingar á Medicare-heilbrigðiskerfinu, sem margir hægrimenn telja að eigi að leggja af, því það brjóti jafnvel gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. En þessi fjárlög Ryan fengu ekki brautargengi. Síðan þá hefur hann lagt fram fjölda tillagna á þessu sviði, en ekki haft ár- angur sem erfiði. Á móti fóstureyðingum en með byssueign Fóstureyðingar eru mikið hitamál í bandarískum stjórnmálum og er Paul Ryan alfarið andsnúinn þeim. Hann er það sem kallað er ,,pro-life“ á ensku, það er hann telur að réttur- inn til lífs sé nánast heilagur. Þá er hann á móti vígðri sambúð samkyn- hneigðra, en hann styður mjög ötul- lega frjálsa byssueign Bandaríkja- manna. Til dæmis kaus hann gegn löggjöf sem kvað á um hert eftirlit með byssukaupum. Hann er því óskakandídat NRA, samtaka byssu- eigenda, National Rifle Association. Á sviði utanríkismála hefur Paul Ryan nánast enga reynslu, enda al- farið einbeitt sér að fjármálum bandaríska alríkisins, eins og sést hér að framan. Hnefaleikakeppnin! Hann kemur vel fyrir í viðtölum og virðist alvöruþrunginn, ábyrgðar- fullur maður, sem setur fjölskyldu og íhaldsgildi í forgrunn. Hann er á sömu línu og Mitt Romney og þarf að vera það. Þá er það bara spurningin hvort þeim tekst að skapa sannfær- andi dúett og hvort demókratar komi til með að finna höggstað á þeim í mótleikjum sínum. Nú fer sá tími í hönd að allt verður gert (í herbúðum beggja!) til þess að koma miklu höggi á andstæðinginn. Þetta er í raun eins og hnefaleikakeppni, þar sem best er að gera út af við andstæðinginn með rothöggi. Þá á hann sér ekki viðreisn- ar von. Og sigurvegarinn, hann tek- ur allt. n 20 Erlent 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Bjargar Ryan Romney? n Hinn ungi og írsk-ættaði Paul D. Ryan er ferskt blóð fyrir Romney, en lítt þekktur Glaðir á góðri stund og snarlíkir Mitt Romney og vara- forsetaefni hans, Paul D. Ryan, skellihlæja hvor að öðrum á kosningafundi við herskipið USS Missouri í Virginíu-fylki þann 11. ágúst síðastliðinn. MYnd: ReUteRs Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Tengsl við Teboðshreyfinguna Paul Ryan hefur verið á fundum með fjársterkum „Teboðsmönnum“. Svokölluð Teboðs- hreyfing hefur verið áberandi í bandarískum stjórnmálum að undanförnu. Ekki er um eigin- leg stjórnmálasamtök að ræða, heldur hóp af fólki sem sameinast um ákveðnar skoðanir og gildi, sem oftar en ekki tengjast hugmyndum um algert frelsi einstaklingsins. Fylgis- menn „Teboðsins“ telja til dæmis margir hverjir að leggja eigi bandaríska alríkið niður. Rætur nafnsins liggja í baráttu íbúa Boston gegn nýlenduherrunum, Bretum, á mótunarár- um Bandaríkjanna í kringum 1770. Í frétt í The New York Times, sem birtist þann 13. ágúst síðastliðinn kemur fram að Paul Ryan hafi verið á fundi með nokkur hundruð vellauðugum hægrimönnum í hópi sem kallast „America for Prosperity“ (Hagsæld fyrir Ameríku). Sá hópur hefur samkvæmt fréttinni sterk tengsl inn í Teboðið og segir enn fremur að verið sé að reyna að gera það að raunverulegu afli í bandarískum stjórnmálum. Í þessu kunnast þó að felast hættur fyrir Romney og Ryan, því mjög mikilvægt er fyrir forsetaframbjóðendur að ná fylginu á miðju stjórnmálanna og óákveðna fylginu. Daðri þeir Romney og Ryan of mikið við ysta hægrið, kann það því að skemma fyrir þeim. En þar eru hins vegar miklir fjármunir. Talsmenn Hagsældar fyrir Ameríku tilkynntu fyrir skömmu að hópurinn myndi verja allt að 25 milljónum dollara í ellefu fylkjum, til þess eins að koma Barack Obama frá völdum. Það eru um 2,8 milljarðar íslenskra króna. Ungur og orkuríkur Paul Ryan er með yngstu þingmönnum á bandaríska þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.