Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 46
46 Sport 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað City vinnur aftur 1 Manchester City Sæti í fyrra: 1 Þjálfari/ráðinn: Roberto Mancini / 19. december 2009 Lykilmaður: Yaya Toure Fylgstu með: Sergio Aguero Komnir: Jack Rodwell frá Everton Farnir: Wayne Bridge til Brighton (lán), Greg Cunningham til Bristol City, Omar Elabdellaoui til Feyenoord (lán), Owen Hargreaves Engan skal undra að Manchester City skuli vera spáð titlinum í ár. Liðið er ógnarsterkt og hefur að lágmarki tvo heimsklassa leikmenn í hverri stöðu. Leikmennirnir mæta fullir sjálfstraust til leiks eftir að hafa unnið titilinn í vor og Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. Carlos Tevez er búinn að sættast við stjórann og með hann innan­ borðs er liðið líklegt til alls. City hefur titilvörnina gegn nýliðum Southampton en sækja svo Liverpool heim á Anfield. 2 Manchester United Sæti í fyrra: 2 Þjálfari/ráðinn: Sir Alex Ferguson / 6. nóvember 1986 Lykilmaður: Wayne Rooney Fylgstu með: Shinji Kagawa Komnir: Shinji Kagawa frá Borussia Dortmund, Nick Powell frá Crewe, Robin van Persie frá Arsenal, Angelo Henriquez frá Universidad de Chile Farnir: Ben Amos til Hull (lán), Reece Brown til Coventry (lán), John Cofie til Sheffield United (lán), Fabio Da Silva til QPR (lán), Ritchke De Laet til Leicester, Matthew James til Leicester, Park Ji­Sung til QPR, Tomasz Kuszczak til Brighton, Oliver Norwood til Huddersfield, Michael Owen, Paul Pogba til Juventus Ef það er eitthvað sem læra má af síðustu árum og áratugum þá er það sú staðreynd að Manch ester United verður í baráttunni um titilinn. Á því verður engin undantekning þetta árið. Sóknartengiliðurinn öflugi Shinji Kagawa er genginn til liðs við félagið og Robin van Persie einnig. Sóknarlínan er því ekki óárennileg, svo ekki sé meira sagt. United mætir Everton á útivelli í fyrsta leik, erfiður leikur, en fær svo Fulham í heimsókn. 3 Chelsea Sæti í fyrra: 6 Þjálfari/ráðinn: Roberto Di Matteo / 4. mars 2012 Lykilmaður: Frank Lampard Fylgstu með: Eden Hazard Komnir: Eden Hazard frá Lille, Thorgan Hazard frá Lens, Marko Marin frá Werder Bremen, Oscar frá Internacional Farnir:José Bosingwa, Thibaut Courtois til Atlético Madrid (lán), Ulises Davila til Sabadell (lán), Kevin de Bruyne til Werder Bremen (lán), Matej Delac til Guimaraes (lán), Didier Drogba til Shanghai Shenhua, Ben Gordon til Birmingham (lán), Rohan Ince til Yeovil (lán), Tomás Kalas til Vitesse (lán), Salomon Kalou til Lille, Milan Lakovic til Guimaraes (lán), Romelu Lukaku til WBA (lán), Jacob Mellis til Barnsley, Sam Walkere til Bristol Rovers (lán), Patrick van Aanholt til Vitesse (lán) Evrópumeistararnir í Chelsea mæta fullir sjálfs­ trausts til leiks eftir að hafa, öllum að óvörum, unnið Meistaradeildina í vor. Verður þetta tímabil­ ið sem Torres slær í gegn með Lundúnaliðinu? Félagið hefur misst nokkra gamalgróna leikmenn eins og Drogba og Salomon Kalou en samdi á móti við einn efnilegasta bitann á markaðnum; sóknar­ og miðjumanninn Eden Hazard frá Lille í Frakklandi. Óhætt er að spá Chelsea Meistara­ deildarsæti á komandi leiktíð. Chelsea mætir Wigan á útivelli í fyrsta leik. 4 Arsenal Sæti í fyrra: 3 Þjálfari/ráðinn: Arsene Wenger Lykilmaður: Santi Cazorla Fylgstu með: Olivier Giroud Komnir: Santi Cazorla frá Málaga, Olivier Giroud frá Montpellier, Lukas Podolski frá Köln Farnir: Benik Afobe til Bolton (lán), Manuel Almunia til Watford, Tom Cruise til Torquay, Denilson til Sao Paulo (lán, framlengt), Gavin Hoyte til Dagenham & Redbridge, Damian Martinez til Oxford (lán), Ryo Miyaichi til Wigan (lán), Jeffrey Monakana til Preston, Robin Van Persie til Manchester United Arsenal lét aftur frá sér lykilmann. Í fyrra fóru Cesc Fabregas og Samir Nasri frá félaginu og nú fór Robin van Persie, einn besti framherji heims og markakóngur deildarinnar í fyrra, til Manchester United. Það verður þó ekki sagt að félagið verði framherjalaust því Arsene Wenger keypti tvo stórlaxa í sumar; þá Oliver Giroud frá Montpellier og Lukas Podolski frá FC Köln. Liðið mætir Sundarland og Stoke í fyrstu umferðunum. 5 Liverpool Sæti í fyrra: 8 Þjálfari/ráðinn: Brendan Rodgers / 1. júní 2012 Lykilmaður: Steven Gerrard Fylgstu með: Luis Suarez Komnir: Joe Allen frá Swansea, Fabio Borini frá Roma Farnir: David Amoo til Preston, Alberto Aquilani til Fior­ entina, Fabio Aurelio til Gremio, Craig Bellamy til Cardiff, Stephen Darby til Bradford City, Dirk Kuyt til Fenerbahce, Henoc Mukendi til Northampton (lán), Joe Rafferty til Rochdale, Maxi Rodríguez til Newell‘s Old Bys, Toni Silva til Barnsley Verður þetta tímabilið sem Liverpool veldur ekki vonbrigð­ um? Enn er búið að skipta um stjóra en Brendan Rodgers tók við liðinu í sumar, eftir að hafa slegið í gegn með Swansea. Joe Allen fylgdi honum yfir en þess utan hefur Rodgers aðeins keypt Fabio Borini frá Roma. Hópurinn virðist jafnvel þynnri en í fyrra enda eru Craig Bellamy, Fabio Aurelio og Dirk Kuyt horfnir á braut auk þess sem Alberto Aquilani er alfar­ inn til Ítalíu. Þetta gæti orðið erfitt tímabil, eina ferðina enn. Fyrstu umferðirnar munu skipta sköpum. Liðið mætir West Brom í fyrsta leik en svo Manchester City og Arsenal. 6 Tottenham Sæti í fyrra: 4 Þjálfari/ráðinn: Andre Villas­Boas / 3. júlí 2012 Lykilmaður: Gareth Bale Fylgstu með: Gylfi Þór Sigurðsson Komnir: Gylfi Þór Sigurðsson frá Hoffenheim, Jan Vertong­ hen frá Ajax Farnir: Ben Alnwick til Barnsley, Lee Angol til Wycombe Wanderers, Vedran Corluka til Lokomotiv Moskva, Ryan Fredericks til Brentford (lán), Bongani Khumalo til PAOK Saloniki (lán), Ledley King, hættur, Niko Kranjcar til Dynamo Kiev, Massimo Luongo til Ipswich (lán), Ryan Nelsen til QPR, Steven Pienaar til Everton, Louis Saha Það verður gaman að horfa á Tottenham á tímabilinu sem framundan er. Liðið hefur spilað stórskemmtilega knattspyrnu undanfarin ár auk þess sem Íslandsundrið Gylfi Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Lundúnaliðið. Óvíst er hvað verður um miðjumanninn knáa Luca Modric en annars eru allir lykilmenn síðasta tímabils á sínum stað. Tottenham vantar tilfinnanlega góðan framherja en líklegt þykir að úr því verði bætt áður en tímabilið byrjar. Gaman verður að sjá hvaða áhrif knattspyrnustjórinn Andre Villas­Boas hefur á spilamennskuna. Tottenham getur unnið öll lið á góðum degi. Þeir byrja á Newcastle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.