Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 30
Nýtur þess að hætta 30 Viðtal 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað N úna er það bara nafla- skoðun – að reyna komast að því hvað það er sem ég ætla að gera í framtíðinni,“ segir afreksíþróttakonan Ragna Ingólfsdóttir sem hefur lagt spaðann á hilluna eftir langan og farsælan feril í badminton. Ragna er nýkomin heim af ólympíuleikun- um í London þar sem hún stóð sig glæsilega. Hún sigraði andstæðing sinn frá Litháen en varð að lúta í lægri haldi fyrir þeirri kínversku sem spilaði fyrir hönd Hollands, eftir afar spennandi viðureign. Komin með nóg „Ég var alveg ákveðin í því að hætta. Nú hef ég æft í 20 ár og þar af tvisvar á dag í tíu ár. Ég hef ferðast einu sinni til tvisvar í mánuði um allan heim til að keppa, hef náð öllum mínum markmiðum, hef komist á tvenna ólympíuleika og unnið fullt af Íslandsmeistaratitlum. Nú er nóg komið og tími til að gera eitt- hvað annað,“ segir Ragna ákveðin og bætir við að eins og staðan sé í dag eigi hún ekki eftir að sakna íþróttarinnar. „Þetta er búið að vera eins og krefjandi starf og ég þarf að fá nokkurra vikna frí frá þessu öllu saman. Fá smá fjarlægð. Badminton mun alltaf vera stór hluti af mínu lífi og ég hef mikla reynslu í þessu sporti. Reynslu sem ég á einhvern tímann eftir að miðla áfram. En ekki strax. Ég er bara al- gjörlega komin með nóg og vil fara að gera eitthvað annað.“ Réttindalaust íþróttafólk Ragna vakti athygli á síðasta ári þegar hún steig fram og gagnrýndi litla styrki til afreksíþróttafólks á Ís- landi. Hún sagði að það gæti verið erfitt að einbeita sér að íþróttinni á meðan ógreiddir reikningar hlæð- ust upp. Aðspurð segir hún peninga ekki koma nálægt þeirri ákvörðun að hætta. „Nei alls ekki. Ég var ekk- ert að pæla í fjárhagslegu hliðinni. Ég var mjög heppin með styrki fyrir síðustu ólympíuleika en fyrir þessa leika var erfiðara að fá styrki. Eftir að hafa vakið athygli á málinu tókst það og eftir það gekk þetta ágæt- lega. Þetta getur samt verið ótrúlegt basl. Íþróttamenn tala um þetta sín á milli enda erum við flest í sömu sporum. Það versta, að mínu mati, er að standa uppi svona réttinda- laus. Ég hef aldrei verið í níu til fimm vinnu og hef því ekki öðlast nein réttindi. Ef ég færi í fæðingar- orlof fengi ég fáránlega lítinn pen- ing. Afreksíþróttafólk ætti frekar að fá meiri réttindi. Það finnst mér. En svoleiðis er það ekki. Við erum al- veg óþekkt í kerfinu.“ Ánægð, stolt og montin Ragna gengur sátt frá ferlinum og er stolt af frammistöðu sinni í London. „Ég er bara ótrúlega ánægð, stolt og ofsalega montin með þennan árangur á ólympíuleikunum. Ég stefndi að því að vinna leik og það tókst. Mér fannst ég líka standa mig vel í baráttunni við þessa kínversku og gekk sátt frá þeim leik. Spenn- an var mikil, sem var skemmtilegt. Ef ég hefði klárað þetta í annarri lotu veit maður ekki hvað hefði gerst í þeirri þriðju. Hún var orðin mjög þreytt. Ég var það líka en mér sýndist hún alveg búin á því.“ Hún segir þátttöku á ólympíuleikum ólýsanlega lífs- reynslu. „Leikarnir í London voru ótrúlega skemmtilegir. Ég var alls ekki viss um að Englendingum tæk- ist að gera þetta jafn vel og Kín- verjum. En eftir lokaathöfnina fór ég á fésbókina og skrifaði að þetta hefði verið flottara og skemmti- legra en í Peking. Sem er ótrú- legt. Það er í rauninni ekki hægt að setja út á neitt – bæði opnunar- og Ragna Ingólfsdóttir afreksíþróttakona hefur lagt spaðann á hilluna eftir langan og farsælan feril í badminton. Ragna er orðin 29 ára gömul og finnst tímabært að snúa sér að einhverju öðru. Hún óttast ekki tómarúmið sem íþróttin skilur eftir sig né það að verða feit þegar hún hættir að æfa. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Rögnu um ferilinn, nýafstaðna ólympíuleika og framtíðina. „Þegar margir keppendur á ólympíuleikunum höfðu lokið sinni keppni fóru þeir beint á McDonald’s Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.