Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 42
Gakktu í barndóm og bættu lífsgæðin n Þú getur dregið úr streitu og bætt líkamlega heilsu Þ að upplifa flestir á einhverj- um tímapunkti löngunina til að verða aftur barn. Það er hægt að gera ýmislegt til að ganga aftur í barndóm og eitt af því er að nota þá hönd sem þú notar ekki venjulega til að gera ýmsa hlut. Sértu rétthendur, prófaðu að nota vinstri höndina til að bursta tennur, setja á þig varalit, borða og jafnvel skrifa. Með þessu þarftu að einbeita þér mun meira við að gera daglega hluti en ella. Þetta er ekki einungis skemmtileg æfing heldur hefur hún mikla kosti í för með sér. „Þetta get- ur hjálpað okkur að verða sveigjan- legri og lætur okkur sjá að við erum aldrei of gömul til að læra eitthvað nýtt,“ segir Jan Chozen Bayz, lækn- ir og Zen-kennari í bókinni How to Train a Wild Elephant. Í bókinni fjallar Bayz um það hvernig það að einbeita okkur að öllu sem við ger- um og að vera meðvituð um það get- ur dregið úr streitu, bætt líkamlega heilsu og lífsgæði. Hún hefur þróað röð æfinga sem hægt er að nota í daglegum venjum. Þar á meðal eru ráð eins og að draga djúpt andann áður en svarað er í síma, vera með- vituð um og skipta um stellingar yfir daginn og vera meðvitaður um hvað og hvernig maður borðar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að nota hina höndina og fróðlegt að sjá hvort það hafi áhrif. 42 Lífsstíll 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Spurning 1 Þú færð tölvupóst frá App Store sem segir að þú þurfir að uppfæra persónuupp- lýsingar þínar. Þú ert skráður notandi hjá App Store. Hvað gerir þú? o 1. Opna tölvupóstinn og set inn umbeðnar upplýsingar. o 2. Svara póstinum og spyr hvort hann sé ósvikinn. o 3. Hef samband við App Store í gegnum heimasíðu þeirra og spyr hvort fyrirtækið sé að senda slíkan póst til viðskiptavina sinna. o 4. Eyði póstinum. Spurning 2 Þú færð tölvupóst frá Western Union um að einhver hafi sent háar fjárhæðir til eiganda þess netfangs. Eina sem þú þurfir að gera er að senda upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang. Til að geta millifært peningana til þín þurfi þeir auk þess að fá afrit af vegabréfinu þínu og ökuskírteini. Hvað gerir þú? o 1. Sendi umbeðnar upplýsingar o 2. Sendi einungis nafn og heimilisfang en þori ekki að senda afrit af vegabréfi og ökuskírteini. o 3. Eyði póstinum. Spurning 3 Þú ert með PayPal reikning á netinu og færð tölvupóst frá þeim um að reikn- ingurinn þinn hafi verið tengdur við nýtt netfang sem þú kannast ekki við. Þú þurfir því að annað hvort að loka reikningnum eða að uppfæra kóðann þinn í þar til gerðu viðhengi sem fylgir póstinum. Hvað gerir þú? o 1. Opna viðhengið og uppfæri upplýsingarnar um mig. o 2. Svara póstinum og bið um að eyða nýja nýja netfanginu. o 3. Hef samband við PayPal í gegnum heimasíðu þeirra og athuga hvort tölvupósturinn sé virkilega frá þeim. o 4. Eyði póstinum. Spurning 4 Þú færð tölvupóst um það að netfangið þitt hafi verið dregið út í lottói og þú hafir unnið 1.000.000 dali. Þá ertu beðin/n um að senda ýmsar persónulegar upplýsingar og eftir það verði haft samband við þig. Hvað gerir þú? o 1. Sendi umbeðnar upplýsingar o 2. Svara póstinum og bið um nánari upplýsingar um vinninginn. o 3. Eyði póstinum og vona að þetta hafi verið svindl. Ekki láta plata þig í nEthEimum n Ekki gefa upp persónuupplýsingar þegar þú ert beðinn um það í tölvupósti Þ að er mikilvægt að vera gagnrýnin/n þegar þú færð tölvupóst þar sem þú ert beðin/n um upplýsingar. Á forbrug.dk má finna próf um það hve auðvelt það er að plata þig á netinu. Taktu prófið og sjáðu hvar þú stendur Niðurstöður Merkir oftast við svar númer 1: Það er mjög auðvelt að plata þig. Passaðu vel upp á allar persónuupplýsingar í framtíðinni. Merkir oftast við svar númer 2: Þú ert oft efins en ekki nógu oft. Aldrei svara slíkum póstum. Merkir oftast við svar númer 3 eða 4: Þú lætur ekki plata þig. Þú stendur þig vel. Svindla á netinu Það eru fjölmargir sem reyna að fá við- kvæmar upplýsingar hjá þér á netinu. Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að þykir ekki söluvænt að segja frá því að maður þyngist. Flestir segja fréttir af því að þeir léttist en þegja yfir því þegar kílóin koma til baka. Sjálfur hef ég meira gaman af því að segja frá því þegar kílóin fjúka. En það er ekki sanngjarnt í ferlinu annað en horfast í augu við hvorutveggja. Það eru komnir tæplega 20 mánuðir síðan ég hóf heilsu- byltinguna. Á tólf mánuðum fóru 40 kíló, eða sem samsvarar 3,3 kílóum á mánuði. Það ánægju- lega, ef maður horf- ir þannig á málið, er að síðan hafa aðeins komið þrjú kíló til baka. Vandinn er hins vegar sá að ég skil ekki hvers vegna. Ég stunda fjallgöngur grimmt og borða hollt en allt stendur fast. Ég er enn að svæla í mig sykur- lausri ab-mjólkinni með múslí sem er ekkert nema trefjar og annað náttúrulegt dót. Og enn- þá er brauðbannið í gildi. Ég nota undantekningalítið hrökkbrauð þar sem eini munaðurinn er ostur. Og kvöldverðurinn er grænmeti með hreinu kjöti eða fiski. Þetta er nákvæmlega sama fæðið og hjálp- aði mér að losna við 40 kílóin. Eini munaðurinn og sukkið felst í því að ég fæ mér stöku sinnum rjómaís. Í erfiðum göngum leyfi ég mér þann munað að fá mér suðusúkkulaði eða annað sætmeti. Og fjöllin sem ég klíf hafa hækkað en ekki lækkað. Esjan er jafnvel al- gengari en Úlfarsfellið og að baki eru yfir 1.000 metra há fjöll. Þeir félagar mínir í 52 fjalla klúbbi Ferðafélagsins sem gerst þekkja segja eðlilegt að mað- ur þyngist eftir að ákveðnu lág- marki er náð. Mér skilst að fólk í grenningarfasa hafi lent á barmi taugaáfalls vegna þess að það tók að þyngjast upp úr þurru. Þetta mun að sögn fróðra snúast um að vöðvar taka að safnast upp í stað spiksins áður. Vonandi er þetta skýringin á því að ég er að berjast við kyrrstöðu og það sem virðist vera undanhald. Í fjögur ár hataði ég vigtina mína sem fékk mín vegna að ryk- falla. Ég lifði í þeirri blekkingu að þyngd mín væri mun minni en raunveruleikinn sagði til um. Þannig trúði ég því að ég væri 110 kíló þegar raun- veruleikinn var 135 kíló. Áður hef ég lýst áfall- inu við að sjá þá tölu birtast á fjand- ans vigtinni. En þarna komum við að lykilatriði þessa pistils. Í stað þess að sniðganga vigtina og lifa í blekkingu er nauðsynlegt að horf- ast í augu við ástandið eins og það er. Leiðin til baka liggur um vegi sannleikans. Blekkingin leiðir að- eins til þess að vandinn stækkar og lífsgæðin versna. Þetta er játningapistill. Ég hef ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan mig og elska vigtina eins og sjálfan mig. Það er því með bros á vör að ég viðurkenni á mig þrjú kíló. En ég leita jafnframt leiða til að svæla þau í burtu aftur og komast niður í fyrri þyngd. Fjöll- in munu hækka og hitaeiningum fækka þar til ég næ þeim áfanga sem að er stefnt. Ég þyngdist um þrjú kíló Gleði Við erum aldrei of gömul að læra eitthvað nýtt. MyNd PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.