Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Page 6
Jóhanna gefur ekkert upp
n Ólíklegt að hún tilkynni um framhaldið um helgina
J
óhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra og formaður Samfylk-
ingarinnar, heldur áformum um
hvort hún hyggist gefa kost á
sér til áframhaldandi formannssetu
leyndum. Viðmælendur DV telja afar
ólíklegt að hún tilkynni nokkuð um
ætlanir sínar á flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar á laugardag. Árni
Páll Árnason segir í helgarviðtali í
DV í dag að hann sé opinn fyrir for-
mennsku. „Ég er ekki að fara að til-
kynna neitt á laugardag,“ svaraði
hann þó spurður hvort hann ætlaði
að tilkynna um framboð á fundinum.
Reglur við val á framboðslista verða
til umræðu á fundinum. Þá er ljóst að
Jóhanna mun bera undir fundinn til-
lögu sína að ráðherraskipan. Katrín
Júlíusdóttir snýr aftur til starfa á næst-
unni eftir barneignarleyfi en Odd-
ný Sturludóttir fjármálaráðherra varð
ráðherra um síðustu áramót í kjölfar
uppstokkunar í ríkisstjórn.
Ráðherrum hefur því fækkað í
átta og ljóst að hjá Samfylkingunni er
einum ofaukið. Jóhanna hefur ekk-
ert gefið upp en á sínum tíma sagðist
Oddný aðeins verma sæti Katrínar.
Prófkjörsreglur samfylkingarinn-
ar voru harkalega gagnrýndar í um-
bótaskýrslu flokksins þar sem þau
voru kölluð „viðsjárvert sundrungar-
afl“. „Eins má benda á að þeir sem ná
frama innan flokksins vegna stuðn-
ings hópa utan hans geta sjálfir haft
tilhneigingu til að líta svo á að ábyrgð
og trúnaður sé frekar við þessa hópa
heldur en við flokkinn sjálfan. Van-
traust flokksmanna á þessum for-
ystumönnum getur því verið á rök-
um reist,“ segir í umbótaskýrslunni.
Deildar meiningar eru inn-
an flokksins um hversu langt skuli
ganga frá opnum prófkjörum. Ólík-
legt er að Samfylkingin starfi enn eft-
ir „galopnum prófkjörum“ þar sem
öllum gefst færi á að bjóða fram og
kjósa, bæði flokksfélögum og öðrum.
Hópur fólks hefur hins vegar lagt til
að kosningarétt í prófkjöri hafi einnig
þeir sem skrifi undir stuðningsyfir-
lýsingu fyrir framboðsfrest, þótt
ekki verði krafist flokksaðildar. Mikl-
ir hagsmunir eru í húfi fyrir sitjandi
þingmenn og því ljóst að prófkjörs-
mál verða þungamiðja fundarins.
6 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
Lilja ekki formaður Samstöðu:
Axlar
ábyrgð á
„fylgistapi“
Þingkonan Lilja Mósesdóttir
mun ekki gefa kost á sér í emb-
ætti formanns Samstöðu, flokks
lýðræðis og velferðar, á lands-
fundi flokksins í byrjun október.
Þannig hyggst Lilja „axla ábyrgð
á fylgistapi flokksins undanfarna
mánuði“ eins og hún orðaði það í
yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á
fimmtudag.
Þrátt fyrir þetta ætlar Lilja vera
félagsmaður í Samstöðu áfram en
fram að næstu alþingiskosning-
um ætlar hún að einbeita sér að
störfum sínum á þingi. Lilja nefnir
fleiri ástæður fyrir ákvörðun sinni
en fylgistap flokksins undanfarna
mánuði. Þannig gagnrýnir hún
landslagið sem ný stjórnmálaöfl
þurfa að starfa í harðlega. „Þyngst
vegur mikill aðstöðumunur milli
stjórnmálaflokka hvað varðar fjár-
framlög úr ríkissjóði og aðgengi
að fjölmiðlum. Árlegt framlag til
ríkisstyrktu stjórnmálaflokkanna
nemur á bilinu 22–90 milljónum,
það er til: Samfylkingar, Sjálfstæð-
isflokks, Vinstri grænna, Fram-
sóknar og Borgarahreyfingar/
Dögunar. Nýjum stjórnmálasam-
tökum er hins vegar gert að fjár-
magna kosningabaráttu sína með
styrkjum fram að kosningum.
Markmiðið er að koma í veg fyr-
ir að ný framboð ógni tilverurétti
ríkisstyrktu stjórnmálaflokkanna.
Á Alþingi eru ný stjórnmálasam-
tök auk þess áhrifalaus,“ segir Lilja
og bætir við að viðvarandi fjár-
skortur nýrra stjórnmálasamtaka
dragi úr möguleikum þeirra til að
halda úti starfsemi, sambærilegri
við þá sem gerist hjá ríkisstyrktu
stjórnmálaflokkunum. Skortur á
sýnileika og takmörkuð samskipti
við kjósendur komi í veg fyrir að
ný framboð nái nógu miklu fylgi
til að verða ráðandi afl í íslenskri
pólitík.
Þ
remur starfsmönnum hjá
álverinu í Straumsvík hef-
ur verið sagt upp vegna
tengsla við fjársvika-
mál á dekkjaverkstæðinu
Sólningu. Mennirnir urðu upp-
vísir að því í júní að kaupa dekk
frá Sólningu í gegnum álverið og
selja áfram. Grunur er um að þeir
séu samverkamenn starfsmanns
dekkjaverkstæðisins sem handtek-
inn var í júní, grunaður um fjár-
drátt úr Sólningu.
Lögreglan hefur handtekið
mennina og yfirheyrt vegna máls-
ins og staðfestir að málin séu að
öllum líkindum tengd. Rannsókn
er ekki langt á veg komin vegna
sumarleyfa starfsmanna hjá lög-
reglunni. Forsvarsmaður Rio Tinto
Alcan neitar því ekki að þremur
starfsmönnum fyrirtækisins hafi
verið sagt upp vegna málsins en
vildi heldur ekki staðfesta frásögn-
ina þegar DV hafði samband.
Handteknir vegna rannsóknar
Starfsmennirnir þrír urðu, eftir því
sem DV kemst næst, uppvísir að
því að kaupa dekk frá Sólningu í
gegnum álverið og selja þau áfram
sjálfir. Þeir voru handteknir af lög-
reglu í tengslum við málið í Sóln-
ingu. Þar var tveimur starfsmönn-
um sagt upp í kjölfar málsins og
annar þeirra var handtekinn. Báð-
ir starfsmennirnir höfðu starfað hjá
verkstæðinu um árabil. Samkvæmt
einni heimild DV var einn þeirra
sem var rekinn þó ekki viðriðinn
fjársvikamálið, heldur var honum
sagt upp vegna annars máls.
Leiddur út í járnum
Að sögn sjónarvotts var hinn hand-
tekni leiddur í járnum út úr Sóln-
ingu í júní. Síðar fannst gámur
með dekkjum sem svikin höfðu
verið út úr fyrirtækinu heima hjá
öðrum starfsmanni Sólningar, en
þetta hefur ekki fengist staðfest frá
lögreglu. Það er hins vegar stað-
fest af lögreglunni að starfsmenn í
Straumsvík hafi einnig verið hand-
teknir vegna málsins og að þeim
hafi verið sagt upp í kjölfarið.
Lögreglan er enn að reyna að
átta sig á umfangi málsins en ein
heimild nefnir við DV að umfang
svikanna sé yfir hundrað millj-
ónir og að þau nái yfir margra ára
tímabil. Önnur heimild nefndi að
svikin væru upp á að minnstu 10 til
15 milljónir. Lögreglan vill ekki tjá
sig um málið og því er ekkert stað-
fest í þeim efnum.
Falsaðir sölureikningar
Fjársvik starfsmannsins munu hafa
verið afar víðtæk en samkvæmt
heimildum DV var smuga í sölu-
kerfi Sólningar sem gerði starfs-
fólki kleift að skrifa út falsaða
reikninga. Þannig hafi umræddur
starfsmaður svikið út háar fjárhæð-
ir með því að skrifa upp á sölur sem
aldrei áttu sér stað. Mun hann hafa
skrifað út reikninga fyrir vörum
sem hann síðan kom sjálfur í verð.
Þannig gátu svikin bæði snúið að
Sólningu en einnig viðskiptavin-
um fyrirtækisins. Landsbankinn
seldi nýlega fyrirtækið og í kjölfarið
fór það í áreiðanleikakönnun. Það
mun vera þá sem að upp komst um
misferlið. Sólning Kópavogi ehf. er
hjólbarðaverkstæði og innflutn-
ingsfyrirtæki með langa sögu að
baki.
Fjársvik Sólningar
ná til Straumsvíkur
n Fölsuðu sölureikninga verkstæðisins og komu sjálfir dekkjum í verð
„Að sögn
sjónarvotts
var hinn handtekni
leiddur út úr Sóln-
ingu í járnum í júní
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
Grunaðir Þremur starfsmönnum
álversins í Straumsvík var sagt upp
vegna málsins sem upp kom í Sólningu
og hafði lögreglan afskipti af þeim.
Sólning Starfsmaður var handtekinn hjá dekkjaverkstæðinu Sólningu, grunaður um víðtæk
fjársvik með því að falsa sölureikninga.
Tilkynnir ekkert Innan Sam-
fylkingarinnar er talið ólíklegt að
Jóhanna tilkynni um hvort hún
stefni á að leiða flokkinn áfram.
mynd eyþÓr árnaSon
Fjórðu
tónleikarnir
Miðar á þriðju tónleika Stuð-
manna í Eldborgarsal Hörpu seld-
ust upp líkt og þeir fyrri á örfáum
klukkustundum. Fjórðu og síðustu
tónleikar sveitarinnar í þessari
tónleikaröð verða laugardaginn
6. október klukkan 23. „Þetta er
frábært!“ segir Jakob Frímann
Magnússon aðspurður. „Við þurf-
um heldur betur að vanda okkur
núna.“
Miðasala á þessa síðustu tón-
leika að sinni hefst í dag, föstudag,
klukkan 12 í Hörpu og á midi.is.