Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 10
10 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
L
aun handhafa forsetavalds
hafa ekki verið lækkuð á kjör-
tímabilinu þrátt fyrir að lækk-
un þeirra hafi verið á dag-
skránni í rúmlega þrjú ár.
Tvívegis hafa frumvörp um lækk-
un handhafalaunanna dagað uppi
á borðum forseta Alþingis við þing-
lok. Þó er nokkuð rík samstaða með-
al þingmanna um lækkun launanna
samkvæmt heimildum DV. Í júní árið
2009 lýsti Jóhanna Sigurðardóttir,
forsætisráðherra, því yfir að afnema
ætti greiðslur til handhafa forseta-
valds en af því hefur ekki orðið.
Helgi Hjörvar og Árni Þór Sigurðs-
son, flutningsmenn frumvarpanna
tveggja, segja báðir í samtali við DV
að til standi að taka málið upp aftur
á næsta þingi.
Lögðu til 80 prósenta lækkun
Undir forystu Helga Hjörvar, þing-
manns Samfylkingarinnar, lagði efna-
hags- og viðskiptanefnd fram frum-
varp í ágúst árið 2009 þar sem kveðið
var á um umtalsverða lækkun hand-
hafalaunanna. Í því var gert ráð fyr-
ir að handhafarnir nytu samanlagt
fimmtungs launa forseta í fjarveru
hans og var því um að ræða 80 pró-
senta launalækkun.
Helgi Hjörvar segir samstöðu hafa
ríkt um málið í nefndinni. „En í þing-
lok, þegar samið var milli stjórnar og
stjórnarandstöðu um hvaða mál næðu
fram að ganga og hver ekki, þá var
andstaða við að afgreiða þetta og þess
vegna varð það ekki að lögum,“ seg-
ir Helgi í samtali við DV. Þá hafi fram-
sóknarmenn mælt gegn frumvarpinu
með Vigdísi Hauksdóttur í fararbroddi.
„Við munum taka málið aftur upp í
haust,“ segir Helgi að lokum.
Í höndum þingforseta
Þingmenn Framsóknarflokksins
virðast ekki á einu máli þegar kem-
ur að launum staðgengla forseta. Til
dæmis var Gunnar Bragi Sveinsson,
þingmaður flokksins, í hópi sjö þing-
manna sem lögðu fram frumvarp
á liðnu þingi um að laun handhafa
forsetavalds skyldu aflögð með öllu.
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins
var Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
Vinstri grænna.
Þetta frumvarp hlaut sömu örlög
og það fyrra. „Ég fékk þetta frumvarp
ekki á dagskrá en ég reikna með að
endurflytja það á næsta þingi,“ seg-
ir Árni Þór en kveðst ekki vita hvers
vegna frumvarpið hafi ekki verið tek-
ið fyrir. „Ég get ekki svarað því, ég
ræð náttúrulega ekki dagskrá þings-
ins. Þetta snýst bara um dagskrár-
valdið á þinginu. Það er hjá forseta
þingsins sem er einvaldur um það
hvaða mál fara á dagskrá.“
Um 10 milljónir á ári
Handhafar forsetavaldsins eru for-
sætisráðherra, forseti Alþingis og for-
seti Hæstaréttar. Í fjarveru forseta njóta
þeir samanlagt jafnhárra launa og for-
setinn gerir alla jafnan. Samkvæmt
greinargerð nokkurra þingmanna,
sem lögðu á liðnu þingi fram frumvarp
um launalækkun handhafanna, nem-
ur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa
um 10 milljónum á ári. Það gerir um
280 þúsund krónur í mánaðartekjur
fyrir hvern handhafa sem leggjast ofan
á aðrar launagreiðslur þeirra.
„Mjög svo takmarkað
vinnuframlag“
Skyldur handhafa forsetavalds felast
aðallega í lögbundnum aðgerðum
líkt og að staðfesta lög frá Alþingi.
Þar að auki er hefð fyrir því að einn
handhafanna fylgi forseta til og frá
Keflavíkurflugvelli vegna utanferða
forseta. Að undanförnu hefur ver-
ið deilt nokkuð um nauðsyn þeirrar
hefðar. Forsætisráðherra hefur lýst
því yfir að sér þyki fylgdin óþörf en
forsetinn er ekki á sama máli.
Í kvöldfréttum RÚV á þriðju-
daginn var fjallað um bréfaskipti
forseta og forsætisráðherra vegna
fylgdar handhafanna. Í bréfi sínu
til forsætisráðherra víkur forseti að
launagreiðslum staðgengla sinna og
minnir á orð forsætisráðherra um að
afnema ætti launin. Þar talar forset-
inn meðal annars um „hið mjög svo
takmarkaða vinnuframlag handhaf-
anna“ og segist ekki vilja taka afstöðu
til forsetafylgdar handhafanna uns
ljóst er hvort þær breytingar sem for-
sætisráðherra hefur boðað varðandi
laun þeirra verði að veruleika. Í svar-
bréfi forsætisráðherra, sem dagsett
er í febrúar árið 2011, er ítrekuð fyrri
yfirlýsing um að til standi að endur-
skoða lög um launagreiðslur til stað-
gengla forseta.
Laun handhafa
eru enn óbreytt
n Frumvörp um launalækkun handhafa forsetavalds ekki tekin fyrir
„Þetta snýst bara
um dagskrárvaldið
á þinginu. Það er hjá for-
seta þingsins sem er ein-
valdur um það hvaða mál
fara á dagskrá.
Handhafar á góðum launum Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Markús Sigur-
björnsson, forseti Hæstaréttar, eru handhafar forsetavalds í fjarveru forseta. Á árunum 2004–2009 voru mánaðarlaun hvers handhafa að
meðaltali um 280 þúsund krónur ofan á aðrar tekjur.
Lagði til afnám handhafalauna Árni
Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna,
fór fyrir hópi þingmanna sem lögðu á síð-
asta þingi til algjört afnám launa til handa
staðgenglum forseta. Frumvarpið var ekki
tekið fyrir.
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Leituðu konu
Björgunarsveitamenn á Aust-
urlandi leituðu á miðvikudags-
kvöld franskrar konu sem skil-
aði sér ekki á tilsettum tíma úr
göngu. Starfsfólk gistiheimilis,
þar sem konan var gestur, hafði
samband við lögreglu og til-
kynnti að hennar væri saknað.
Konan hugðist ganga Hvannagil
í Lóni en gangan tekur að jafnaði
4–5 tíma.
Björgunarsveitir frá Höfn og
Djúpavogi voru kallaðar til leit-
arinnar, sem og leitarhunda-
teymi af Austurlandi og fannst
konan rétt eftir klukkan hálf tíu.
Hún var þá á göngu í Hvannagil-
inu og hafði villst af leið en var
komin á slóðann aftur þegar hún
fannst. Amaði ekkert að henni.
Ökumaður í
vímu með þýfi
Lögreglan á Suðurnesjum handtók
á þriðjudag ökumann sem grun-
aður var um akstur undir áhrif-
um fíkniefna. Hann heimilaði leit
í bifreið sinni. Í farangurgeymslu
hennar fundust fimm verkfæra-
töskur og tvö iðnaðarvesti. Í einni
töskunni fannst meðal annars
hæðarkíkir að verðmæti á þriðja
hundrað þúsund. Í kjölfar þessa
gerði lögregla húsleit heima hjá
manninum, að fenginni heimild. Í
geymslu sem hann hafði til afnota
fundust ýmis tæki og tól, þar á
meðal höggborvél og stingsög.
Grunur leikur á að um þýfi sé að
ræða að sögn lögreglu.
Mældist á 150
kílómetra hraða
Lögreglan á Suðurnesjum klippti
í vikunni númer af sex bifreiðum
sem voru ýmist óskoðaðar eða
ótryggðar. Þá óku fjórir ökumenn
yfir löglegum hámarkshraða á
Reykjanesbraut. Sá sem hraðast
ók mældist á 150 kílómetra hraða.
Loks voru höfð afskipti af öku-
manni sem hafði ekki spennt bíl-
belti og talaði í síma, án handfrjáls
búnaðar, meðan á akstrinum stóð.
Klæðningar og viðgerðir
á gömlum húsgögnum
Iðnbúð 5 - 210 Garðabæ - Sími: 554 1133 - asgrimur@bolstra.is