Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 14
S málánafyrirtækin hafa verið harðlega gagnrýnd undan­ farið vegna starfsemi sinnar; einkum vegna gífurlega hárra vaxta og auglýsinga sem virð­ ist markvisst beint að unglingum. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hef­ ur DV reynst nær ómögulegt að ná tali af eigendum fyrirtækjanna. Þeir sem DV náði tali af vísuðu allir á aðra eða vildu ekki tala við blaðamann. Samtök smálánafyrirtækja Fyrirtækin Hraðpeningar, Smálán, Kredia og 1909 hafa stofnað með sér samtökin Útlán sem að sögn Óskars Þorgils Stefánssonar fram­ kvæmdastjóra Hraðpeninga, eru, „Samtök fjármálafyrirtækja án um­ sýslu fjármuna annarra.“ Múla er þó ekki aðili að þessum samtökum smá­ lánafyrirtækjanna. Samtökin Útlán eru hvergi skráð sem slík. Fyrirtækjunum er heimilt að reka hagsmunasamtök. „Smálánafyrirtæk­ in hafa ekkert komið til skoðunar hjá okkur. Hagsmunasamtök slíkra fyr­ irtækja eru ekki bönnuð samkvæmt samkeppnislögum en þau setja þeim þröngar skorður,“ segir Páll Gunnar Pálsson hjá Samkeppniseftirlitinu. Þrátt fyrir að fyrirtækin sem eru að baki samtökunum séu fjögur þá er í raun bara tveir aðilar að baki þeim þar sem sömu eigendur eru að Hrað­ peningum og 1909 og svo sömuleiðis Smálánum og Kredia. Skorri Rafn Rafnsson á fyrirtækið Hraðpeninga sem stofnaði svo 1909. Kredia og Smálán eru í eigu Leifs Al­ exander Haraldssonar. Auk þessara fjögurra fyrirtækja er einnig fyrir­ tækið Múla. Það félag er í eigu Ævars Rafns Björnssonar og Gunnars Sig­ urðssonar, fyrrum forstjóra Baugs. Talsmaður sem innheimtir Erfitt hefur reynst að ná tali af eig­ endum smálánafyrirtækjanna en DV freistaði þess að leita til þeirra til þess að fá svör við þeirri gagnrýni sem hefur verið áberandi undanfar­ ið og snýr að þeim lánum sem fyrir­ tækin veita. Enginn þeirra eiganda sem DV náði sambandi við vildi tjá sig og bentu allir á aðra. Forsvars­ menn þeirra fyrirtækja sem standa að baki samtökunum Útlán bentu á að hafa samband við talsmann sam­ takanna, Hauk Örn Birgisson. Ekki náðist í Hauk til þess að fá svör við spurningum. Hann var upptekinn á fundi þegar DV náði loks tali af hon­ um eftir ítrekaðar tilraunir og ætl­ aði að hafa samband þegar hann væri laus. Ekki varð af því. Haukur er hæstaréttalögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni en einnig skráður stjórnarformaður innheimtufyrir­ tækisins Inkasso sem meðal annarra hefur séð um að rukka inn vangoldin smálán fyrir smálánafyrirtækin. Þegar DV hafði samband við Ævar Rafn Björnsson, annan eiganda Múla, staðfesti hann að hann væri annar eigenda fyrirtækisins. „Já, ég er eig­ andi en ég starfa ekki fyrir félagið,“ sagði Ævar Rafn þegar DV náði tali af honum en vildi hvorki játa því né neita að Gunnar Sigurðsson, fyrrver­ andi forstjóri Baugs, væri líka einn eigenda. Hann benti blaðamanni á að tala við Birki Björnsson, fram­ kvæmdastjóra Múla, sem var raun­ ar sá eini sem svaraði spurningum blaðsins. Engin svör „Ég er stofnandi,“ sagði Skorri Rafn Rafnsson þegar DV hafði samband við hann til þess að fá staðfestingu á því að hann væri eigandi Hraðpen­ inga og Smálána. Einhverra hluta vegna vildi hann hvorki staðfesta né neita að hann ætti fyrirtækin. Þess í stað benti hann á að senda spurn­ ingar í tölvupósti á Óskar Þorgils Stef­ ánsson sem er framkvæmdastjóri Hraðpeninga. Það væri ekki hægt að tala við hann símleiðis en hann myndi svara tölvupósti. Þegar það var gert þá bárust svör frá Óskari í pósti: „Þar sem að við erum aðilar að samtökunum Útlán var sú ákvörðun tekin að talsmaður/lögfræðingur Út­ lána mun svara öllum fyrirspurnum fyrir hönd Hraðpeninga. Þar af leið­ andi get ég því miður ekki aðstoð­ að þig frekar að svo stöddu. Ég veit að Haukur mun svara öllum ykkar spurningum, hann er að vísu í við­ tali núna hjá Stöð 2 en hann svarar þér eflaust við fyrsta tækifæri,“ sagði í tölvupóstinum en eins og áður sagði þá náðist ekki í Hauk við gerð frétt­ arinnar. Þegar DV náði loks tali af honum símleiðis sagðist hann vera á fundi og gæti þess vegna ekki tjáð sig. Reynt var að ná í hann aftur en það gekk ekki eftir. Harðlega gagnrýndir Aðferðir fyrirtækjanna hafa verið harðlega gagnrýndar en þau hafa lán­ að fólki sem ekki myndi teljast láns­ hæft í banka vegna ónægrar greiðslu­ getu. Til að mynda ungmennum sem hafa ekki tekjur og því væntanlega ekki með greiðslugetu til að borga lánin til baka. Lánin bera mikla vexti og virðist vera auðvelt að safna upp háum skuldum á stuttum tíma. Með­ al annars var sagt frá því í DV á mánu­ dag að algengt væri að ungir vímu­ efnafíklar fjármögnuðu neyslu sína með smálánum og margir hefðu lent í vítahring vegna þeirra. Þar sögðu for­ eldrar fíkils frá því hvernig skuld son­ ar þeirra fór úr 116 þúsundum í 400 þúsund. Í miðvikudagsblaði DV var svo fjallað um auglýsingar fyrirtækj­ anna sem Andrés Jónsson almanna­ tengill sagði siðlausar og virðast eiga að höfða til ungmenna. Fyrirtæk­ in hafa líka verið gagnrýnd fyrir að kanna ekki greiðslugetu lántakenda sinna til hlítar. EigEndur í fElulEik 14 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað n Erfitt að ná tali af eigendum smálánafyrirtækjanna n Hafa stofnað með sér samtök Úr siðareglum Samtakanna Útlán en þær má lesa í heild sinni á http://samtokin-utlan.is/. n Lánveitendur skulu stunda ábyrgar lánveitingar og góða viðskiptahætti. n Lánveitingakerfið skal bera kennsl á viðskiptavininn með áreiðanlegum hætti. n Lánveitendur leitast við að tryggja að auglýsingar glepji ekki neytendur til að taka á sig meiri skuldir en þeir ráða við. n Tilskyldum upplýsingum og samn- ingsskilmálum skal komið á framfæri persónulega. n Markaðssetning, samningsskilmálar og innheimta lána skulu samræmast ákvæðum laga um neytendavernd sem og almennt viðurkenndum grundvallar- reglum neytendalaga. Um samtökin Útlán tekið af heimasíðu samtakanna n ÚTLÁN eru samtök fjármálafyrirtækja – án umsýslu fjármuna annarra. n Aðild að samtökunum eiga fyrirtæki, sem fjármagna útlán með eigin fé, án innlána. n Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni aðildarfélaga og að skapa heilbrigðan og eðlilegan ramma um starfsemina í sátt við samfélagið. Aðild Fyrirtæki sem óskar eftir aðild að samtökunum skal senda umsókn þess efnis til stjórnar. Með umsókn skulu fylgja samþykktir fyrirtækisins, síðasti ársreikningur og upplýsingar um starfs- svið þess. n Stjórn félagsins skipa Leifur A. Har- aldsson og Óskar Þorgils Stefánsson. n Talsmaður/Lögfræðingur félagsins er Haukur Örn Birgisson. Aðildarfyrirtæki 1909 ehf Hraðpeningar Kredia Smálán ehf Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Staðreyndir um smálánafyrirtæki samkvæmt heimasíðu Samtakanna Útlán Um starfsemi smálánafyrirtækja gilda lög nr. 33/2005 um fjarsölu fjár- málagerninga. Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með lögunum. 17.300 kr.,- Meðallánsfjárhæð smá- lánafyrirtækis til einstaklinga. 10.000 kr.,- Hæsta mögulega fyrsta lán einstaklinga undir 20 ára. 31.5 ára er meðalaldur viðskiptavina smálánafyrirtækja. 3,9% er hlutfall viðskiptavina smá- lánafyrirtækja undir 20 ára aldri. Skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að smálán sé veitt: n Einstaklingur má ekki vera á van- skilaskrá. n Einstaklingur má ekki vera skráður hjá Umboðsmanni skuldara. n Einstaklingur þarf að vera með skráð símanúmer og gilt debetkort. n Til þess að lántakandi geti hækkað lánsheimild sína þarf hann að standa í skilum á fyrri lánum, auk þess sem frekara greiðslumat fer fram innan smálánafyrirtækis. 150.000 kr.,- Er hámarkslán á einstakling. Lánsfjárhæðin er ekki veitt fyrr en eftir 13–15 skilvísar lántökur og frekara áhættumat á greiðslugetu innan smálánafyrirtækis. 91% af smálánum eru tekin frá kl 8 að morgni til kl. 20 að kvöldi. (Athugið. Þessar upplýsingar eru fengn- ar af heimasíðu Samtakanna Útlána) Særún býr í bílnum Sínum w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 20.–21. ágúst 2012 Mánudagur/Þriðjudagur 9 5 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . unglingar í skuldafeni smálánin fara í dóp„Þetta er svo siðlaust n Foreldrar eru ráðþrota n „Stórt vandamál,“ segir ráðgjafi á Vogi n „Kallaði þetta bara glæpafyrirtæki“ bjarni fluttur í glæsihús í Köben „Já, ég er bara nýfluttur „Ég vona að enginn sjái mig Veldu réttu fartölvuna n Allt sem þú þarft að vita um skólatölvuna n Tölvur sem sérfræðingar mæla með Pete burns í reðasafnið Aldrei fleiri svipt sig lífi ný leka- síða á íslandi bandarískir hermenn í krísu 14–1510–11 18–19 brasilíumenn vilja fjölmiðlaveldi 8 26 12 íslenskir fangar erlendis ekki gleymdir ræðismenn vinna launalaust n Öryrki í fjötrum fátæktar útt ekt Við tal 4 2–3 Réðust að kanínum og grýttu Jón n Lögreglumaður meiddist í átökum við ungmenni L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði um eittleytið að- faranótt þriðjudags afskipti af hópi drengja sem höfðu grýtt steinum í húsráðanda í Elliðaár- dalnum. Húsráðandinn, Jón Þor- geir Ragnarsson, segir málið hið alvarlegasta enda grjótkast ekkert annað en árás auk þess sem lög- reglumaður er óvinnufær eftir af- skipti af ungmennunum. DV greindi frá því á dögunum að Jón Þorgeir og Heiðar Hallsson gættu kanínanna í Elliðaárdalnum og hafa komið fyrir brettum, spýt- um, trjágreinum og ýmsu öðru á svæðinu til verndar kanínunum. Þar geta þær leitað sér skjóls og varið sig fyrir ágangi máva. Eftir umfjöllunina hefur verið talsverð- ur umgangur fólks um dalinn og hefur verið átroðningur á lóð Jóns Þorgeirs þar sem ungmenni eru öllum stundum næturinnar. Að- faranótt þriðjudags sauð upp úr þegar Jón Þorgeir reyndi að stöðva ungmennin sem sveifluðu háfum til að reyna að fanga kanínur. Hann skipti sér af og bað þau um að hætta. Drengirnir hentu þá grjóti í Jón sem hringdi á lögregluna og faldi sig í garðinum. Drengirn- ir héldu grjótkastinu áfram, en þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar hlupu þeir á brott. Einn drengjanna hljóp að bifreið og hugðist aka á brott. Lögreglu- maður kom að bifreiðinni og opn- aði dyrnar bílstjóramegin og hugð- ist ræða við piltinn sem er 17 ára. Pilturinn setti þá bifreiðina í bakkgír og hugðist komast und- an lögreglu. Við þetta klemmd- ist fótur lögreglumannsins undir hurðinni. Ökumaðurinn var síðan yf- irbugaður með piparúða af lög- reglumanninum sem þarna var einn og nokkuð meiddur á ökkla og þurfti að leita á slysadeild. Ök- umaðurinn var vistaður í fanga- geymslu eftir skoðun á slysadeild. Hann mun einnig hafa meiðst á fæti við handtökuna. Annar 16 ára piltur var handtekinn og var hann sóttur af foreldrum á lögreglustöð- ina. astasigrun@dv.is 10 Fréttir 22. ágúst 2012 Miðvikudagur Þann 24. ágúst drögum við út 5O milljónir á einn miða í Milljónaveltunn i. Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 22 24 6 ER VESKIÐ LÉTT? 5O MILLJÓNIR Á EINN MIÐA Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni. ÞÚ GETUR ENN VERIÐ MEÐ! TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á WWW.HHI.IS EÐA Í SÍMA 8OO 66 11 DRÖGUM 24. ÁGÚST Grýttur Jón Þorgeir reyndi að vernda kanínurnar. Þ ær eru í anda svona auglýs- inga sem höfða til táninga og námsmanna,“ segir Andr- és Jónsson almannatengill hjá Góðum samskiptum um auglýsingar smálánafyrirtækjanna. Athygli hefur vakið að auglýsingar flestra fyrirtækjanna fimm sem veita smálán hérlendis eru mjög áberandi í fjölmiðlum. „Þau virðast auglýsa mjög mikið,“ segir Andrés. Tvisvar hefur verið reynt að koma lögum yfir starfsemi smálánafyrir- tækja en í hvorugt skiptið komst frum- varpið í gegnum þingið, nú síðast vegna tímaskorts. Þriðju tilraunina á að gera núna í haust þegar frumvarpið verður lagt fram nánast óbreytt frá því síðast. DV hefur fjallað um skaðsemi smálána og á mánudag var fjallað um fíkla sem nota smálán til þess að kaupa sér vímuefni. Fjölmargir hafa lent í vítahring vegna lánanna en afar auðvelt er að fá lánin sem bera mjög háa vexti, sum upp í 600 prósent. Ólíkt auglýsingum fjármálafyr- irtækja Andrés segir auglýsingar smálánafyr- irtækjanna ólíkar þeim sem þekkjast hjá fjármálafyrirtækjum. Þegar ver- ið sé að auglýsa smálán sé sífellt ver- ið að sannfæra fólk hversu auðvelt sé að taka lán en ekkert talað um hvaða afleiðingar þær geta haft í för með sér. „Þetta er mjög ólíkt auglýsingum hjá hefðbundnum fjármálaþjónustufyr- irtækjum þar sem gert er út á traust og langtímasamband. Hjá þeim er það: „Vantar þig pening? Við reddum því! Við millifærum eftir korter.“ Það er gert sem mest úr því hvað þetta er lítið mál. Það er verið að gera út á hina mannlegu villu sem er að gera alltaf ráð fyrir að þetta reddist í framtíð- inni, að peningar falli af himni ofan. Þeir sem eru í lánastarfsemi vita það ósköp vel að svo er ekki. Það er ver- ið að nýta sér ákveðinn breyskleika. Flest okkar eru ekkert voðalega góð í því að átta okkur á því að við verðum ekkert endilega fjáðari þegar að því kemur að borga og við verðum líklega jafn blönk.“ Eiga að höfða til ungs fólks Auglýsingar smálánafyrirtækjanna virðast sumar hverjar sérstaklega eiga að höfða til ungs fólks. Aug- lýsingastjörnur Smálána eru til að mynda tveir litlir hundar sem tala saman á krúttlegan hátt. Fyrir versl- unarmannahelgina kom auglýsing frá fyrirtækinu þar sem hundarn- ir vildu ólmir skella sér á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum en komust ekki vegna peningaleysis. Þá gripu hundarnir á það ráð að taka sér smá- lán og málið var leyst. Andrés segir svona auglýsingar augljóslega beint til yngri neytenda. „Það fer ekkert á milli mála. Þessar auglýsingar eru þannig,“ segir hann og tekur fram að vissir hópar séu viðkvæmari fyrir slíkum gylliboðum eins og smálána- fyrirtækin bjóða upp á í auglýsingum sínum. „Ákveðnir hópar eru í áhættu. Til dæmis fatlaðir, þroskaheftir, sein- færir, fíkniefnaneytendur og fleiri,“ segir Andrés. Á gráu svæði siðferðilega Í fyrrnefndu frumvarpi sem stend- ur til að leggja fram á Alþingi í haust er lagt til að sett verði í lög upplýs- ingaskylda smálánafyrirtækjanna. „Í öllum auglýsingum, sem varða lánssamninga þar sem gefnar eru upplýsingar um vexti eða tölur varð- andi kostnað neytandans af lán- inu, verður gerð krafa um að fram komi staðlaðar upplýsingar, svo sem um útlánsvexti, árlega hlutfalls- tölu kostnaðar, lánsfjárhæð og lengd lánssamnings. Fyrir og við samn- ingsgerðina sjálfa eru síðan enn ít- arlegri upplýsingakröfur. Neytendur ættu því að vera vel upplýstir um þau kjör sem lánveitendur bjóða,“ segir í fréttatilkynningu sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið sendi frá sér á þriðjudag. „Miðað við fjölda þessara auglýs- inga þá virðast þessi fyrirtæki vera mjög arðbær. Þetta er mjög siðlaust, á mjög gráu svæði siðferðilega, sam- félagið verður að taka á því og lög- gjöfin ef hún getur,“ segir Andrés. „Þetta er mjög siðlaust“ n Almannatengill segir smálánafyrirtækin reyna að höfða til unglinga „Ákveðnir hópar eru í áhættu. Til dæm- is fatlaðir, þroskaheftir, seinfærir, fíkniefnaneyt- endur og fleiri“ Þegar að var gáð segjast þau hafa fengið þau svör að einstaklingurinn gæti skráð sjálfan sig af lista yfir að hann mætti ekki taka svona lán en þau hafa ekki fengið staðfest að hann hafi gert það. Fyrirtæki lána fyrir vímuefnum Þau segja það vera einn mest svekkj- andi að meðan þau láni ekki barninu sínu fyrir eiturlyfjum séu fyrirtæki úti í bæ tilbúin til að gera það. „Við höfum alltaf neitað að lána honum pening vegna þess að við vitum í hvað þetta fer. Að vita svo til þess að einhverjir gaurar úti í bæ séu að fjármagna þetta fyrir þau ger- ir mann mjög reiðan. Mann langar að gera einhvera ljóta hluti, maður er svo reiður inni í sér,“ segir móðir- in. „Þetta er það sem maður er reið- astur út í og það er ótrúlegt að þetta skuli ekki vera stoppað,“ segir hún og hristir höfuðið. Ætla ekki að borga skuldina Foreldrarnir ætla sér ekki að borga skuld sonarins. „Það kemur ekki til greina. Þetta eru bara glæpamenn. Frekar verður hann bara gjaldþrota, það kostar hann 250 þúsund krónur og þá fá þessir glæpamenn ekki krónu. Við vitum vel að það er ólöglegt að borga ekki sína skuldsetningu en þetta er bara siðlaust dæmi og þeir viður- kenna það sjálfir. Segja að þetta sé á gráu svæði. Af hverju er það ekki skoð- að af hverju þetta sé á gráu svæði?“ spyr faðirinn. „Hann á ekki neitt og það er ekkert hægt að taka af honum.“ „Það er verið að taka þessi lán þegar fólk er ekki í réttu ástandi, það myndi enginn lána manni sem kæmi blindfullur inn í banka 100 þúsund krónur. Hann yrði bara ekki afgreidd- ur. En svo er verið að lána þeim í þessu ástandi pening og ekki einu sinni athugað hvort viðkomandi sé borgunarmaður fyrir því. Þau gera sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera vegna þess hvernig ástandi þau eru í. Þetta er bara hröð lausn og skítt með það, skítt með afleiðingarn- ar,“ segir móðirin og segir foreldra í þessari stöðu ekki eiga að borga smá- lánaskuldir barna sinna. „Ég ráðlegg öllum sem eiga við þetta að stríða að borga ekki krónu. Hvað ætla þeir að gera, þeir geta ekki gengið á svona krakka, þeir eiga ekki neitt?“ „Við viljum að sjálfsögðu að hann borgi sitt. En hann er í meðferð núna og ég vil fá hann í lag áður en hann gerir það. Það þýðir ekkert fyrir okk- ur að hjálpa honum núna. Það þarf að sýna að hann sé í lagi. Ef að þetta kemst í lag núna, búið að borga og svo fellur hann þá er bara allt kom- ið í sama bullið aftur,“ segir faðirinn. Fjármagna neysluna með smálánum Það var í foreldrafræðslu með öðrum foreldrum fíkla á Vogi sem þau átt- Taka smálán fyrir dópi 10 Fréttir 20. ágúst 2012 Mánudagur Þ að sem mér fannst sláandi var hversu margir foreldrar voru sammála um að þessir krakkar væru að nota þessi smálán til þess að fjármagna neysluna, eins og okkar,“ segir móð- ir 19 ára gamals fíkils. Sonur hennar hefur notað lán frá smálánafyrirtækj- um til að fjármagna vímuefnaneyslu sína og er nú stórskuldugur. Báðir foreldrar drengsins, sem hér verða kölluð Gunnar og Elsa, setja stórt spurningamerki við starfsemi smá- lánafyrirtækjanna og spyrja hvort það geti talist eðlilegt að fyrirtæk- in láni ungum einstaklingum, sem margir hverjir myndu aldrei fá lán hjá venjulegum lánastofnunum, fyrir vímuefnaneyslu þeirra. Hjalti Björnsson, áfengisráðgjafi á Vogi, tekur í sama streng og segir vandamálið víðtækt. „Þetta er svo siðlaust“ Smálánafyrirtækjum á Íslandi hef- ur fjölgað hratt. Smálánin virka á þann hátt að send eru SMS-skilaboð eða farið inn á heimasíðu. Lánin eru veitt þeim sem eru 18 ára og eldri og yfir leitt eru þau afgreidd um leið. Hjá flestum fyrirtækjunum er hægt að fá lán frá 1.000 krónum og upp í 150 þúsund krónur. Vextir á þessum lánum eru langtum hærri en vextir á venjulegum lánum og standi fólk ekki í skilum er það fljótt að safna upp í háa skuld. „Ef maður kæmi vímaður til bankastjórans og bæði um 100 þús- und króna lán þá myndi enginn heil- vita bankastjóri lána manni í þannig ástandi. Þetta er svo siðlaust, það er ekkert verið að skoða í hvaða ástandi fólk er. Ekkert verið að ganga úr skugga um að fólk sé í lagi,“ segir Hjalti sem starfað hefur sem áfengis- ráðgjafi á Vogi um árabil. Hann hefur séð um foreldrahópa og segist hafa orðið sérstaklega var við það undan- farið hversu margir foreldrar tali um það að smálánafyrirtækin hreinlega fjármagni vímuefnaneyslu barna þeirra. Þetta sé stórt vandamál með- al ungra fíkla. Reyna að redda sér peningum Hjalti segir þetta fljótt að vinda upp á sig. „Þetta er voða mikið þannig að í fyrstu eru krakkar að fá lánuð efni. Það virðist vera mjög auðvelt í þess- um vímuefnaheimi að fá efni til að selja. Þau ætla svo kannski að selja efnin og fá þá einhvern ágóða af því og fá svo jafnvel efni til eigin nota. Sem fíklar nota þau alltaf meira en þau ætla sér og lenda fljótlega í erf- iðleikum í að standa í skilum við „dílera“ sína. Oft heyrir maður að þá byrji þau að reyna að redda sér peningum. Framan af löglega, með því að taka þessi smálán, svo lokast það og þá eru þau farin að stela og brjótast inn.“ Settur á lista Sonur Gunnars og Elsu tók fyrsta smálánið aðeins nokkrum dögum eftir að hann varð 18 ára. „Hann var nýorðinn 18 ára og þeir lánuðu honum pening, hann var ekki með vinnu og ekki á bótum eða neitt en samt lánuðu þeir honum pening þótt hann væri enginn borgunarmaður. Svo kom það í ljós að hann hafði tek- ið þetta lán og það var ekkert borg- að enda hafði hann enga peninga til þess að borga með. Hann fór svo á sjó og þegar hann kom af sjónum vildi hann borga þetta lán. Þá var þetta ekki nema 40 þúsund króna lán,“ seg- ir faðir hans en lánið var upphaflega í kringum 10 þúsund krónur. Faðir hans fór á fund í smálána- fyrirtækinu þar sem sonur hans hafði tekið lánið og náði að semja um greiðslu við og upphæðin var lækk- uð. „Ég fór svo í kjölfarið á fund hjá lögfræðingi þarna til að ganga frá þessu. Þar var upphæðin lækkuð og borguð. Þar viðurkenndi hún, lög- fræðingurinn, að þessi lán væru á gráu svæði,“ segir faðirinn. Þegar þau ræddu lánið og í hvaða ástandi sonur þeirra var þegar hann tók það segja foreldrarnir að lög- fræðingurinn hafi tjáð þeim að hann gæti látið setja sig á lista til að hann gæti ekki tekið slíkt lán. „Lög- fræðingurinn sagði við okkur að það væri hægt að setja hann á lista þannig að hann gæti ekki fengið svona lán. Hann bað um það sjálfur að það yrði gert af því að hann á við fíkniefna- vandamál að stríða og tók þessi lán í tómri vitleysu. Hún samþykkti það og í raun og tók af okkur loforð um að það væri gert.“ Úr 116 í 400 þúsund Sonur þeirra náði svo að halda sér á beinu brautinni í smátíma en fljót- lega fór að halla undan fæti hjá hon- um aftur. Foreldrana grunaði þó ekki að hann væri að taka smálánin þar sem þau stóðu í þeirri trú að hann gæti það ekki lengur, þar sem hann væri á fyrrgreindum lista. „Það fóru svo að berast reikningar hingað heim og þá sáum við að hann hafði verið að taka þessi helvítis smá- lán,“ segir faðir hans. „Ég hringdi þarna upp eftir og í fyrstu ætlaði maðurinn ekki að gefa mér upp hvað sonur okkar skuldaði mikið því að hann væri orðinn 18 ára gamall. Hann ítrekaði það við mig að samtal- ið væri tekið upp en ég sagði að mér væri alveg sama og kallaði þetta bara glæpafyrirtæki. Ég gerði syni okkar þá grein fyr- ir því að hann byggi á okkar heim- ili, við sæjum um hann og hann yrði að segja mér þetta. Þá kom í ljós að heildarlánin hjá honum voru 116 þúsund krónur. Með lögfræði- kostnaði og vöxtum var upphæð- in hins vegar 400 þúsund krónur,“ segir faðirinn en það er sú upphæð sem piltinum er gert að greiða og skuldin er komin í innheimtu hjá lögfræðingi. Foreldrunum kom þetta mikið á óvart, ekki síst vegna þess að þeir töldu að honum yrðu ekki veitt smálán vegna þess að hann hefði verið settur á lista yfir þá sem gætu ekki tekið lánin. „Ef maður kæmi vímaður til bankastjórans og bæði um 100 þúsund króna lán þá myndi enginn heilvita bankastjóri lána manni í þannig ástandi. Þetta er svo siðlaust. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Úttekt Í mars síðastliðnum fjallaði DV um að smálánafyrirtækin Kredia og Hrað­ peningar væru með hlutfallslega fleiri viðskiptavini á aldrinum 18–19 ára en sem nemur hlutfalli viðskipta­ vina Landsbankans, eins stærsta við­ skiptabanka landsins, á aldrinum 18–25 ára sem eru með yfirdrátt. Samkvæmt upplýsingnum frá smálánafyrirtækj­ unum eru níu prósent viðskiptavina undir 20 ára en samkvæmt gögnum frá Landsbankanum eru átta prósent þeirra sem eru með yfirdráttarlán 25 ára eða yngri. Hærri vextir Upphæðirnar sem einstaklingar hafa möguleika á að fá í gegnum smálána­ fyrirtækin eru þó umtalsvert lægri en þær sem einstaklingar geta fengið sem yfirdráttarheimild hjá bönkunum. Vext­ irnir á yfirdráttarlánum eru þó ekkert í líkingu við það sem gerist hjá smálána­ fyrirtækjunum og eru því smálánin umtalsvert kostnaðarsamari en yfir­ dráttarlán. Kröfurnar sem gerðar eru á lántakendur yfirdráttarlána eru þó ekki ósvipaðar þeim sem gerðar eru á lán­ takendur smálána. Smálánafyrirtækin hafa flest einfald­ ar reglur sem snúast um að viðskipta­ vinir megi ekki vera á vanskilaskrá, skjólstæðingar umboðsmanns skuldara eða eiga útistandandi skuldir við fyrir­ tækin. Þar að auki kveða skilmálar flestra fyrirtækjanna á um að viðskipta­ vinur sé með virkan farsíma og netfang. Falla ekki undir nein lög „Þau falla ekki undir nein lög, ekki undir lög um neytendalán vegna tímalengd­ ar og ekki undir lög um fjármálafyrirtæki þar sem þetta eru ekki endurgreiðanleg­ ir fjármunir. Þau hafa því fallið svolítið á milli,“ sagði Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, í samtali við DV í mars. Þá stóðu vonir til að tekið yrði á þessu í nýjum neytenda­ lögum og að í þeim yrðu væntanlega gerðar kröfur um greiðslu­ og lánshæf­ ismat auk bættrar upplýsingagjafar til lántakenda. „Eins og er verður fólk bara að passa sig og vera meðvitað en okk­ ur finnst það ekki nóg. Þarna er verið að ráðast á viðkvæma hópa og í raun er ver­ ið að veiða fólk í gildru. Það hefur einnig gengið illa að uppræta þessa starfsemi í löndum í kringum okkur, svo sem Sví­ þjóð og Finnlandi, og það er ekkert lakari neytendavernd þar. Málið er að það er atvinnufrelsi hér á landi og ég gæti í raun boðið þér lán með 2.000 prósenta vöxt­ um ef þú vilt taka það,“ sagði hún. Hún sagði að þeir sem væru í góðri fjármálastöðu færu í banka og fengju lán þar. Smálán höfðuðu meira til fólks sem væri í slæmri stöðu og gæti ekki fengið lán á annan hátt. „Ég man eftir bréfi frá ungu pari en konan hafði tekið smálán. Hann tók svo lán til að greiða hennar lán og svo koll af kolli. Þetta verður vítahringur sem erfitt er að kom­ ast út úr, þó svo upphæðirnar séu ekki háar,“ sagði hún. Frumvarp í burðarliðnum Frumvarp til laga um neytendalán er nú til meðferðar hjá efnahags­ og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið tekur meðal annars til smálánafyrir­ tækja og eru þeim sett ítarleg skilyrði fyrir lánveitingum. Taki lögin gildi munu fyrirtækin þurfa að greina frá öllum kostnaði vegna lántöku í kynningar­ efni sínu auk þeirrar heildarfjárhæð­ ar sem lántakandi þarf að greiða. Þá þurfa fyrirtækin, áður en lánin eru veitt, að kynna lántakendum afleiðingar þess að standa ekki í skilum. Upplýsa þarf lántakendur um allar breytingar á vaxtakjörum áður en þær taka gildi og verða fyrirtækin jafnframt skylduð til að meta lánshæfi viðskiptavina. Neyt­ endastofa mun annast eftirlit með starfsemi smálánafyrirtækja. n Fleiri ungir taka lán Frumvarp sem tekur á smálánunum í vinnslu Vandamálið víðtækt Hjalti Björnsson áfengisráðgjafi. 14. mars 2012 n Fíklar í skuldafeni vegna smálána n Foreldrar ósáttir og segja þetta siðlaust Fréttir 11Mánudagur 20. ágúst 2012 uðu sig á hversu víðtækt vandamál- ið væri. Á fundinum voru um tíu aðr- ir foreldrar og flestir höfðu þeir sömu sögu að segja. Börnin voru sokkin í skuldafen og flest þeirra skulduðu smálán. Þessari fræðslu stjórnaði einmitt Hjalti sem sá á þessum sama fundi að þetta væri æði stórt vanda- mál. „Ég held að allir þeir sem áttu börn sem voru orðin 18 ára hafi haft þessa sömu sögu að segja. Þau höfðu fjármagnað neysluna með smálán- um og skulduðu mörg stórar upp- hæðir vegna þessa,“ segir Gunnar. Hjalti tekur í sama streng. „Það kom mér á óvart hversu stórt þetta vandamál er. Það er ólíðanlegt að það séu einhver svona fyrirtæki að fjármagna neysluna. Nánast allir foreldrar á fundinum sem áttu börn sem voru orðin 18 ára höfðu sömu sögu að segja af þessum smálán- um.“ Flest nota lánin „Þetta eru nokkur fyrirtæki og á stutt- um tíma getur þú náð þér í kannski hátt í hálfa milljón með því að fá hæsta lán á hverjum stað,“ segir Hjalti en ofan á það bætast vextir. Ef lánið er svo ekki greitt og fer í skuld getur lánsupphæðin margfaldast eins og í tilfelli sonar Elsu og Gunnars. „Foreldrar reyna oft að bjarga börn- unum fyrst og borga. Reyna að koma í veg fyrir að þau lendi í vandræð- um því þau óttast líka þessi fyrirtæki enda virðast þau líka gera út á ótta hjá fólki. Svo ef þú borgar ekki strax bara tvöfalda þeir upphæðina, eins og það hjálpi eitthvað,“ segir Hjalti. Af þeim sem hann þekkir segir hann flesta sem séu sokknir í þetta skuldafen smálánanna vera 18–19 ára. „Þau virðast vera að fara mjög illa út úr þessu. Þetta eru krakkar sem eru farnir að nota þessi efni og orðin háð. Þeir eru kannski ekkert það illa farnir en þeir þurfa efnin sín. Þá opn- ast bara þessi leið fyrir þá. Eins og ég sé þetta eru flestir krakkarnir sem koma inn í meðferð, ekki allir en langflestir, að nota þessi lán og eru í vandræðum með þau,“ segir hann. „Reynum að forðast þetta“ „Ef það koma upp svona tilvik setj- um við viðkomandi á svartlista og lokum á hann,“ segir Birkir Björns- son, framkvæmdastjóri Múla. „Við reynum að forðast þetta eins og heitan eldinn. Allir okkar viðskipta- vinir fara í greiðslumat sem tengt er opinberum gögnum.“ Hann fullyrð- ir að flestir af viðskiptavinum Múla séu komnir yfir þrítugt og aðeins 5 prósent viðskiptavina séu und- ir tvítugu. Þá geti þeir aðeins feng- ið 10 þúsund króna lán en vextirnir séu í samræmi við almenna vaxta- töflu og fari eftir lánatímabili. Að sögn Óskars Stefánssonar, rekstrarstjóra Hraðpeninga, eru viðskiptavinir félagsins þeir sömu og fá lán hjá öðrum fjármálastofn- unum og þurfa því að standast lánshæfismat. „Einstaklingar yngri en 20 ára fá ekki hærra lán en 10 til 15 þúsund krónur við fyrstu lán- töku og þá fyrst eftir að hafa stað- ist lánshæfismat,“ segir hann. Ekki náðist í forsvarsmenn fleiri smá- lánafyrirtækja við vinnslu greinar- innar. n Siðlaust Foreldrarnir eru ósáttir við að sonur þeirra fái lán hjá smálánafyr- irtækjum þegar hann er ekki borgunar- maður fyrir lánunum. 116 þúsund króna lán hans er komið í 400 þúsund krónur. „Hann var ekki með vinnu og ekki á bótum eða neitt en samt lánuðu þeir honum Siðlaust Foreldrarnir eru ósáttir við að sonur þeirra fái lán hjá smálánafyrirtækjum þegar hann sé ekki borgunarmaður fyrir lánunum. 116 þúsund króna lán hans er komið í 400 þúsund krónur. Siðlaust Andrés segir auglýsingarnar í anda auglýsinga sem eiga að höfða til táninga og námsmanna. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ekkert stórmál Hundurinn í auglýsingu Smálána segir ekkert stórmál að taka smálán. Þeir sem hafa lent í vítahring smálánanna eru líklega ósammála því. 20. ágúst sl. „Þetta er mjög ólíkt auglýsingum hjá hefðbundnum fjármála- þjónustufyrirtækjum Auðvelt að taka lán Smálánafyrirtækin hafa mikið verið gagnrýnd undanfarið, meðal annars útaf því hversu auðvelt er að fá lán. 20. ágúst sl. 22. ágúst sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.