Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 21
V
ið rætur Telaithrion-fjalls á
grísku eyjunni Evia býr hóp-
ur fólks sem á það sameigin-
legt að hafa flúið slæmt efna-
hagsástand á meginlandi Grikklands.
Fólkið býr þar í eins konar komm-
únu og ræktar meðal annars græn-
meti og ávexti sem það borðar eða
selur á mörkuðum í skiptum fyr-
ir önnur matvæli og nauðsynjavörur.
Tíu manns hafa fasta búsetu í komm-
únunni en mun fleiri hafast þar við að
jafnaði; hátt í hundrað manns hafa
búið í kommúnunni síðan henni var
komið á laggirnar fyrir tveimur árum.
Margir koma og fara og dvelja þar allt
frá nokkrum dögum til nokkurra vikna
eða mánaða.
Fékk nóg
„Kreppan virtist hafa áhrif alls staðar
– í heilbrigðisþjónustunni, mennta-
kerfinu og innviðum samfélagsins.
Þannig að við ákváðum að prófa eitt-
hvað annað,“ segir Apostolos Sianos,
29 ára vefsíðuhönnuður og einn stofn-
enda kommúnunnar, í samtali við
breska ríkisútvarpið, BBC. Sianos var
í góðu starfi í höfuðborginni Aþenu
þegar efnahagsþrengingarnar fóru að
hafa sín áhrif. Vorið 2010, þegar grísk
stjórnvöld tilkynntu um stórtækar
niðurskurðaraðgerðir, segist Sianos
hafa fengið nóg. Hann sagði upp starfi
sínu, losaði sig við íbúð sína og flutti
frá Aþenu til Evia ásamt þremur kunn-
ingjum sínum frá Aþenu.
Var stressaður
Það var árið 2008 sem Sianos kynnt-
ist einstaklingum á spjallsíðu á netinu
sem aðhylltust sömu hugmyndafræði
og hann. Þeir spjölluðu um kosti og
galla þess að setja upp sjálfbært sam-
félag og létu loks verða af því fyrir tæp-
um tveimur árum. „Ég var svolítið
stressaður þegar ég ákvað að segja
skilið við borgarlífið og láta verða af
þessu,“ viðurkennir Sianos en bætir
við: „En nú get ég ekki ímyndað mér
að ég vilji lifa þeim lífsstíl aftur.“
Fyrst um sinn bjuggu aðeins þeir
fjórir í kommúnunni. Á undanförnum
mánuðum hefur áhugi fólks á þessu
litla samfélagi aukist mikið í kjöl-
far versnandi stöðu efnahagsmála í
Grikklandi; sífellt fleiri verða atvinnu-
lausir á sama tíma og gjaldþrotum fyr-
irtækja fjölgar.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
ar sem háskólinn í Þessalóníku fram-
kvæmdi sögðust 76 prósent Grikkja
vilja flytja úr landi. En þar sem fjöl-
margir hafa ekki efni á því er dreifbýli
og sveitir Grikklands annar möguleiki
og segir Sianos að margir virðist hafa
áhuga á að lifa í sjálfbærum samfélög-
um þar sem lífið snýst um annað en
peninga. Hann segir að margir hafi
haft samband til að fá ráðleggingar
um sjálfbæran lífsstíl og lífræna rækt-
un.
Kreppan ekki neikvæð
„Gríska kreppan er ekki neikvæð að
öllu leyti,“ segir Sianos en eflaust eru
ekki allir á sama máli um þá skoðun
hans enda hafa lífsgæði margra
Grikkja versnað mikið. Hann bend-
ir á að kreppan ætti að vekja fólk til
umhugsunar um samfélagið sem það
býr í og vekja upp spurningar um það
hvort kerfið virki í raun og veru. „Það
sem aðrir sáu sem alþjóðalega fjár-
málakreppu sáum við einfaldlega
sem samfélagskreppu.“
Landið sem kommúnan stendur á
er í eigu föður Sianos og hafast íbúar
þar við í tjöldum og litlum kofum sem
byggðir hafa verið á undanförnum
mánuðum. Sianos og félagar undir-
bjuggu sig vel áður en þeir létu til
skarar skríða; þeir notuðu veraldar-
vefinn til að fá ýmsar ráðleggingar,
meðal annars um það hvernig á að
búa til sápu og hvernig er best að
losna við lífrænan úrgang án þess að
skaða náttúruna.
Enn sem komið er hefur lífið í
kommúnunni gengið vel fyrir sig
og eru flestir íbúar þar komnir til að
vera, það á að minnsta kosti við í til-
felli Sianos.
Flúði kreppuna og
stoFnaði samFélag
n Búa í kommúnu á grísku eyjunni Evia n Sáu tækifæri í slæmu efnahagsástandi
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Í sátt og samlyndi
Tíu einstaklingar hafa fasta
búsetu í kommúnunni. Fleiri
dvelja þó þar alla jafna enda
kemur fólk og fer.
Smeykur fyrst Sianos segist hafa
verið stressaður áður en hann ákvað
að yfirgefa borgarlífið. Í dag er hann þó
mjög ánægður með þá ákvörðun sína.
Sjálfbært samfélag Íbúar rækta meðal
annars ávexti og grænmeti. Allt sem þeir
borða ekki sjálfir fer á markað þar sem því er
skipt út fyrir aðrar nauðsynjarvörur.
„Gríska
kreppan er
ekki neikvæð að
öllu leyti
Erlent 21Helgarblað 24.–26. ágúst 2012
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Sjóðheit
á toppnum!
Forvitnileg bók
fyrir helgina
Vasabrotsbæ
kur/skáldverk 15.–21.08.2012