Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 22
Sandkorn S íðustu vikur og mánuði hefur verið talsverð umræða um upprisu íslensks efnahagslífs í erlendum fjölmiðlum. Inn- takið í þeirri umfjöllun er að Íslendingar hafi náð að rétta hagkerfi sitt við á tiltölulega skömmum tíma eft- ir bankahrunið árið 2008. Spurt er af hverju Ísland hafi náð sér svo vel á strik eftir víðtækt hrun – breska útvarpsstöð- in BBC World Service er til að mynda með þátt í vinnslu þar sem reynt er að svara þessari spurningu. Staða annarrar evrópskrar eyþjóð- ar, Írlands, er gjarnan nefnd í sömu andránni sem dæmi um þjóð sem ekki hefur tekist eins vel að rísa upp eftir erfið leika sína 2008 og stórkost- lega skuldsetningu. Í tilfelli Íslands og Írlands var bankakerfi landanna orðið margfalt stærra en hagkerfi þeirra. Þessi stækkun íslenskra og írskra banka var í báðum tilfellum fjármögnuð að mestu með erlendu lánsfé – aðallega þýsku – sem síðan var endurlánað til fjárfesta og neytenda í heimalöndunum. Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, skrifaði í vikunni grein í breska blaðið Financial Times þar sem hann ræðir um þessa upprisu Íslands, af hverju hún stafi og hvaða lærdóma aðrar skuldsettar þjóðir geti dregið af henni. Í greininni nefnir Steingrímur réttilega að hluta af skýr- ingunni á upprisu Íslands sé að finna í ákvörðunum sem ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Samfylkingarinnar tók í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins á haustmánuðum 2008. Steingrímur nefnir sérstaklega þá ákvörðun að reyna ekki að bjarga íslensku viðskiptabönk- unum þremur – sem mynduðu um 85 prósent af bankakerfi landsins – heldur voru þeir látnir falla. Þrír nýir bankar voru svo stofnaðir á rústum hinna hrundu banka en skuldir þeirra gömlu sátu eftir í þrotabúum þeirra sem enn er unnið að uppgjöri á. Þá nefnir Stein- grímur neyðarlögin sem tryggðu inni- stæður sparifjáreigenda með því að gera eignir þeirra í bönkunum að for- gangskröfum í bú þeirra. Fyrri ástæðan sem Steingrímur nefnir er líklega sú mikilvægasta þegar spurningunni um upprisu Íslands er svarað. Kannski gerir Steingrímur henni ekki alveg nægilega hátt und- ir höfði í umfjöllun sinni. Á einföldu máli þýddi sú ákvörðun íslenska rík- isins að reyna ekki að bjarga íslenska bankakerfinu að þeir erlendu bankar sem lánað höfðu íslensku bönkunum 100 milljarða dollara, 12 þúsund millj- arða króna, stóðu frammi fyrir því að tapa stórum hluta lánanna. Í hruninu skulduðu íslensku bankarnir sem nam 850 prósentum af landsframleiðslu. Þýskir bankar – stærstu lánveitendur íslensku bankanna – hafa til að mynda nú þegar tapað 21 milljarði dollara, um 2.500 milljörðum íslenskra króna, á lánveitingum til þeirra. Auðvitað, líkt og Steingrímur bendir á, var þetta eina rökrétta ákvörðunin sem íslensk stjórnvöld gátu tekið þegar litið er til stærðar íslenska bankakerfisins haustið 2008. Íslenska hagkerfið gat ekki stað- ið undir þessari skuldsetningu. Þessi ákvörðun þýddi að íslenskir skattgreið- endur þurftu blessunarlega ekki að axla ábyrgðina á erlendri skuldsetningu ís- lensku bankanna á árunum fyrir hrun heldur þeir aðilar sem sýndu þann dómgreindarbrest að lána þeim. Íslendingar gátu því byrjað aftur á núlli, ef svo má segja, eftir hrunið 2008 og hafið uppbyggingu í skjóli falls við- skiptabankanna þriggja og án þess að íbúar landsins þyrftu að greiða skuldir þeirra. Auðvitað hafði hrun ís- lensku bankanna fjölmargar slæmar afleiðingar í för með sér en ein af þeim var ekki sú að ábyrgðin á öllum skuld- um bankanna færðist yfir á herðar skattgreiðenda. Til samanburðar ákvað írska ríkið hins vegar að ábyrgjast all- ar skuldir írsku bankanna, ekki aðeins innistæður viðskiptavina þeirra. Fyr- ir vikið féllu um 100 þúsund dollara skuldir, 12 milljónir króna, á hvert írskt heimili. Ef Íslendingar hefðu farið sömu leið og ríkið hefði ábyrgst skuldir ís- lensku bankanna hefðu 100 milljarða dollara skuldir þeirra fallið á almenn- ing í landinu, um 330 þúsund dollarar á hvern einstakling, tæplega 40 millj- ónir króna. Slíkur skuldaklafi hefði sett verulegt strik í reikninginn í endurreisn íslensks efnahagslífs, líkt og í tilfelli Ír- lands – til samanburðar mældist at- vinnuleysi á Íslandi 4 prósent í júlí en tæp 15 prósent á Írlandi. Ísland borgaði ekki skuldir sinna óreiðumanna en Írar gerðu það. Þegar litið er til þessarar helstu ástæðu fyrir því af hverju íslenska efna- hagskerfið hefur náð sér nokkuð vel á strik – hagvöxtur var 3,1 prósent í fyrra – eftir það allsherjar bankahrun sem hér varð árið 2008 efast ég um að Ís- lendingar ættu að hreykja sér um of af upprisunni. Steingrímur J. sagði í grein sinni í Financial Times að aðrar evrópskar þjóðir í skuldavanda gætu lært af því hvernig Íslendingar brugð- ust við hruninu um haustið 2008. Vandamálið er hins vegar það að þær Evrópuþjóðir sem eiga í hvað mest- um erfiðleikum um þessar mundir geta ekki tekið þá ákvörðun að láta erlenda kröfu hafa banka sinna sitja uppi með tapið af lánveitingum til þeirra. Slík- ar ákvarðanir einstakra landa eins og Grikklands, Spánar og Portúgals gætu komið af stað alvarlegum keðjuverk- unum í efnahagskerfi Evrópu; dómínó- áhrifum sem gætu haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér líkt og ef bandaríska ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja stærstu fjármálafyrirtækjun- um þar í landi ekki til fé um haustið 2008 í hinni svokölluðu TARP-áætlun. Þar að auki liggur fyrir að Evrópusam- bandið og alþjóðasamfélagið myndi ekki líða það að fjölmenn ríki eins og Spánn myndu gera slíkt til að bjarga eigin skinni. Þá er einnig óvíst að þess- ar þjóðir myndu láta sér detta í hug í alvöru að fara þessa íslensku leið: Írar gerðu það ekki og Spánverjar myndu ekki gera það heldur. Ísland er nægilega lítið land til að geta komist upp með að ábyrgjast ekki skuldir fjármálafyrirtækja sinna og láta áhættusækna erlenda kröfuhafa sitja uppi með tapið. Sú ákvörðun hafði heldur ekki sýnilegar alvarlegar keðju- verkandi afleiðingar í för með sér, líkt og sambærileg ákvörðun gæti gert hjá tug- milljóna þjóðum sem skulda margfalt meira í heildina en íslensku bankarnir. Þó svo að Ísland hafi farið þessa leið, þjóðinni til blessunar, þá er óheppilegt að íslenskir ráðamenn eins og Stein- grímur J. bendi öðrum þjóðum á að feta í fótspor Íslendinga – þær geta það ekki og mega það ekki. Íslenska leiðin er ekki gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir; skuldaskil Íslendinga eru ekki æskileg til útflutnings. Þetta sjónarmið, að Ís- land sé fært um að kenna öðrum þjóð- um hvernig eigi að endurreisa hrunið hagkerfi, lyktar af sams konar þjóðern- isdrambi og sú mantra góðærisins að Íslendingar geti kennt öðrum þjóðum nútímabankastarfsemi og -viðskipti. Ís- lendingar settu ekki í heimsmet í góðri bankastarfsemi fyrir hrun og hafa held- ur ekki sett met í vel heppnaðri endur- reisn eftir hrun. Þjóð á eðlilega auð- veldara með að ná sér eftir skuldafyllerí ef aðrir borga brúsann. Gunna Dís dýr n Kostnaður við þáttagerð Ríkisútvarpsins á Höfn í Hornafirði fór mörg hundr- uð prósent fram úr áætl- un. Heimilt hafði verið að leggja rúmar þrjár milljón- ir í verkefnið en það endaði í 13 milljónum. Það var hin vinsæla útvarpskona Gunna Dís Emilsdóttir sem stóð að þáttagerðinni sem gekk út á að taka til í bænum og skreyta. Nú er ljóst að bæjar- stjórinn er í klandri. „Handhafar forseta“ n Þingkonan Vigdís Hauks- dóttir er þekkt fyrir að koma vel fyrir sig orði og hafa mörg um- mæli henn- ar fengið vængi. Frægt varð þegar hún sakaði ríkisstjórn- ina um að „kasta grjóti úr steinhúsi“ og sagðist á engan hátt „stinga höfðinu í steininn“. Þing- konan heldur uppteknum hætti. Á Facebook-síðu sinni talar hún nú um „handhafa forseta“. Vigdís hefur upp- skorið miklar vinsældir fyrir frasa sína. Guðlaugi vorkennt n Til eru þeir sem hafa ríka samúð með þingmannin- um Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem varð fyrir því að ljóstr- að var upp um bankabrall hans. Nú blasir við að Gunn- ar Andersen, fyrrverandi for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur verið ákærður. Sjálfur hefur Guðlaugur nefnt að ástæða sé til að rannsaka fleiri ,,leka“. Guðlaugur hef- ur raunar sjálfur verið bor- inn sökum um að hafa lek- ið bankaupplýsingum um Gunnar Andersen. Leynistyrkirnir n Það er full ástæða fyrir Guðlaug Þór Þórðarson þing- mann að tryggja að sem minnstum upplýsingum um hann verði lekið. Leynd hvílir yfir ofurstyrkjum sem hann fékk en þing- maðurinn á Íslandsmet í styrkjaþægni. Landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins skor- aði á sínum tíma á Guðlaug að hætta þingmennsku en hann fór ekki að þeirri kröfu. Leyndarhjúpur er enn yfir styrkjunum en DV upplýsti á sínum tíma að stór hluti kom frá Baugi og aðilum tengdum félaginu. Þetta er 100 prósent ósatt Bjarni Ármannsson um það hvort hann eigi smálánafyrirtæki. – DV Aron var efstur á blaði Knútur Hauksson, formaður HSÍ. – Vísir Skuldaskil litla Íslands „ Íslenska leiðin er ekki gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir; skuldaskil Íslendinga eru ekki æskileg til útflutnings. Hinn pottþétti píkurígur P íkuuppþotin í ríki Pútíns forseta, sýna okkur eitt andlit kúgunar og um leið þann veruleika sem við neyðumst til að horfast í augu við ef tjáningarfrelsi er ekki virt. Einsog áður hefur komið fram í veraldar- sögunni, er frelsi til tjáningar grunnur tilveruréttar. En frelsi mitt má þó aldrei ná svo langt að það skerði frelsi þitt, ágæti lesandi. Vissulega er frelsið línu- dans, þar sem sumir leyfa sér að fara yfir strikið, á meðan aðrir reyna ávallt að halda sig réttum megin. Nýlegt dæmi um línudans frelsis er ákæra sem virtur maður flaggar þessa dagana. En sá ágæti maður vill meina að hann sjálfur sé „flokksjálkur“. Hann rak víst augun í það í þýsku vefriti, að fulltrúi í hinu framliðna stjórnlaga- ráði, sagði að flokksjálkur í Sjálfstæðis- flokki hefði soðið saman kæru til þess eins að reyna að eyðileggja stjórnlaga- þing og hefði svo sjálfur dæmt í málinu sem hann undirbjó. En sagt er að hann sé andsnúinn því að Íslendingar eign- ist nýja stjórnarskrá. Flokksjálkurinn er hvergi nefndur á nafn í téðri grein. En nú vill svo skemmtilega til að Jón Steinar Gunnlaugsson (sem að fárra mati fékk sæti í Hæstarétti vegna þess að hann var hæfasti umsækjandinn), vill meina að hann sé umræddur flokksjálkur. Hann þarf því að sanna það fyrir dómstólum að hann hafi feng- ið embætti sitt í gegnum flokksklíku, því þannig mun honum takast að sanna á sig flokksjálksnafnbótina. Jón Steinar nýtir semsagt frelsi sitt til að sverja það að hann sé flokksjálkur. Er þetta ekki hinn íslenski píkurígur í hnotskurn? Að standa fast á rétti sínum! Annað dæmi er sótt í það frelsi sem forseti vor leyfir sér að viðhafa á kostnað okkar hinna. En máli mínu til stuðnings og þá útfrá þeirri al- mennu virðingu sem við sýnum frelsi samferðafólksins, vil ég nefna, að um daginn gekk ég upp hlíðar Esjunn- ar og hitti þar forsetann, frú hans og hund þeirra. Ætli ég hafi ekki séð 10 eða 12 hunda á ferð um hlíðina þenn- an daginn, allir voru þeir í bandi nema hundur forseta Íslands. En forsetafrú- in gargaði og gjammaði í hvert sinn sem hundurinn sýndi öðrum hundum tennurnar. Og nú vill svo skemmtilega til, að ég þekki fólk sem er svo hrætt við hunda, að það hefði logað af ótta ef það hefði hitt hund forsetans og hina gjammandi frú í Esjuhlíðum. Sumt fólk temur sér þann sið að teygja frelsi sitt inn á frelsi hinna. En það er akkúrat sú hegðun forsetans sem virðist ætla að eyðileggja það orð- spor sem embættið hefur lengi not- ið. Valdhroki hefur aldrei gert menn stærri en þeir eru í raun og veru. Hvort fylgd á flugvöll er táknræn peninga- eyðsla eða hégómlegt tildur, er auka- atriði á meðan aðalatriðið er píku- rígurinn; leyfi okkar hinna til að mótmæla framferði þess sem tekur sér aukið frelsi í skjóli óhóflegs sjálfsálits. Vort lýðræði er línudans, þar lausnir best má finna ef miðast frelsi forsetans við frelsi okkar hinna. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.