Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Page 24
24 Viðtal 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
S
trax í æsku hafði hann
brennandi áhuga á pólitík
og var farinn að þvælast um
skrifstofur Alþýðubandalags-
ins í Kópavogi tíu ára gam-
all. Pólitíkin heillaði því að í gegn-
um hana var hægt að gera breytingar
á samfélaginu og hann hafði þungar
áhyggjur af þjóðfrelsismálum, her
í landi og því öllu saman. Reynd-
ar var hann líka mjög upptekinn af
réttindabaráttu blökkumanna, las sér
til um hana og gaf út blað þar sem
hann skrifaði greinar um aðskilnað-
arstefnuna.
Hann var frekar alvörugefið barn
sem las mikið og gekk Keflavíkur-
göngur, söng í kór, þar sem fámenn-
ur en harðsnúinn hópur stráka sýndi
fram á að þeir gætu alveg sungið í
kór eins og stelpurnar, og reyndi fyrir
sér í fótbolta, þótt hann væri reynd-
ar ekkert sérstakur og hreyfði sig
helst til lítið á vellinum. Annað en nú
þegar hann hleypur maraþon sér til
skemmtunar.
Þrátt fyrir að nú séu liðin 35 ár frá
þessum þvælingi í Kópavogi er áhugi
hans á pólitík jafnbrennandi og áður.
Þrátt fyrir allt sem á undan er geng-
ið, hér varð hrun, hann varð ráðherra
og var síðan fleygt úr ríkisstjórninni,
heldur hann ótrauður áfram. Mark-
miðið er að gera flokkinn að leið-
andi afli í íslenskum stjórnmálum til
frambúðar og tryggja íslensku þjóð-
inni opið og frjálst samfélag. Árni Páll
Árnason tekur brosandi á móti mér á
ganginum í Austurstræti 14, þar eru
þingmenn Samfylkingarinnar með
skrifstofur og hann á hornið, hefur
útsýni yfir bæði Austurstræti og Póst-
hússtræti og nýtur þess mjög. Stend-
ur stundum og starir út um gluggann,
fylgist með mannlífinu og hugsar.
Mótmæli pabba
Hann snýr sér svo að mér og segir:
„Pabbi var dæmdur. Hann var einn
af þeim sem réðust inn í Alþingishús-
ið 30. mars 1949 þegar Ísland gekk í
Nató. Það varð honum og mömmu
dýrt spaug. Pabba var meinað að
kenna vegna skoðana sinna, tapaði
prestkosningum og í á annan ára-
tug átti hann erfitt með að fá vinnu.
Mamma hafði fengið styrk til náms
í Bandaríkjunum en hann var aftur-
kallaður vegna þess að þau byrjuðu
saman.
Kannski kviknaði minn pólitíski
áhugi út frá þessari sögu. Pabbi var
alveg laus við flokkslínuhugsun og
var enginn Moskvu-agent. Hann
var bara ungur maður sem óttaðist
um sjálfstæði þjóðarinnar og hafði
áhyggjur af því að hún myndi sog-
ast inn í alvarleg átök,“ segir Árni Páll
sem gekk sína fyrstu Keflavíkurgöngu
þegar hann var níu ára. Hann gekk
einn, pabbi hélt sig heima. „Hann
lét aldrei sjá sig nálægt mótmælum
framar. Hann var bólusettur fyrir lífs-
tíð í íslenskum stjórnmálum,“ segir
Árni Páll hlæjandi.
Að lokum fennti yfir og faðir hans
fékk prestakall fyrir vestan árið 1961.
Þá höfðu þau hjónin verið að kenna
vandræðaunglingum og seinna
varð það grunnur að fornámi fyrir
krakka sem höfðu dottið úr skóla.
Þar fæddist Árni Páll og bjó til sex ára
aldurs. Það er hans heima og í hvert
sinn sem hann fer vestur hitnar hon-
um um hjartað. Nú er hann á leið
þangað í bláberjaleit.
Fylgst með honum
En þótt hann hafi ekki verið fæddur
þegar foreldrar hans gengu í gegnum
mestu erfiðleikana markaði reynsla
þeirra hann að mörgu leyti. „Þetta
hafði djúpstæð áhrif á mig þannig
að þrátt fyrir að ég hafi frá barnæsku
haft óseðjandi áhuga á pólitík hef ég
algjöra óbeit á pólitísku ofstæki. Það
hefur fylgt mér. Að sjá það tjón sem
pólitísk rétttrúnaðarstefna getur haft
olli því að ég varð mjög var um mig.
Þó að ég hafi byrjað minn feril í Al-
þýðubandalaginu, hinu ysta vinstri,
hef ég allaf átt mjög erfitt með póli-
tískan trúarhita og um leið og menn
fara í dogmatískar trúarstellingar í
pólitík vakna með mér efasemdir. Það
var holl lexía frá föðurhúsum,“ segir
hann alvarlegur.
Eftir þetta tóku foreldrar hans
aldrei opinberlega þátt í pólitískri um-
ræðu og voru alla tíð óflokksbundnir.
„Þau höfðu líka óskaplegar áhyggj-
ur þegar ég gekk í Alþýðubandalagið
og óttuðust að það myndi verða mér
mikið fótakefli og valda því að ég gæti
ekki fengið vinnu framvegis.“
Kaldhæðni örlaganna hagaði því
þannig að hann upplifði síðan hvern-
ig fennti yfir kalda stríðið. „Ég var for-
maður æskulýðsfylkingar Alþýðu-
bandalagsins og fór að ég held í fyrstu
boðsferðina til Bandaríkjanna sem al-
þýðusambandsmanni var boðið í árið
1990. Ég fór síðan að vinna í utanríkis-
þjónustunni og fór þaðan til Nató árið
1995. Það hefði þótt óhugsandi fimm
árum fyrr.“
Aðspurður hvort sími hans hafi
verið hleraður á þessum tíma segist
hann ekki vita það en hann hafi ver-
ið upplýstur um að með honum var
fylgst. Það hafi seinna verið staðfest.
Hins vegar hafi hann alltaf gert ráð
fyrir því að hann væri undir eftirliti á
meðan hann starfaði fyrir Nató, enda
stór njósnamál nýafstaðin í höfuð-
stöðvunum þegar hann kom þangað.
„Þetta sýnir kannski hvað hlutirnir
breyttust hratt við lok kalda stríðsins.“
Leikur í bíómynd
Árni Páll stendur upp og fer fram
að sækja kaffi. Hann er orðinn grá-
skeggjaður. Húð hans er þó sólbrún
að vanda, en það hefur verið umtalað
hversu dökka húð hann hefur. „Ég
skil að menn tali um það eins og hvað
annað en þegar menn í pólitík eru
farnir að gera húðlit manna að um-
talsefni í pólitískri orðræðu þá finnst
mér þeir almennt vera „off limits“,“
segir Árni Páll.
Hann tekur það þó ekki mjög
nærri sér. Það er heldur ekki eins
og hann sé alltaf í ljósum. Liturinn
kemur frá móðurættinni, þar eru all-
ir svona, og hann þyrfti að pakka sér
í plast ef hann ætlaði ekki að fá lit.
„Mér er bara ómögulegt að fara út fyr-
ir hússins dyr án þess að verða svona
dökkur. Húðliturinn virðist reyndar
ágerast með aldrinum, ég verð alltaf
dekkri og dekkri.“
Skeggið er aftur á móti til komið
vegna þess að hann er að leika í bíó-
mynd. „Ég er statisti. Hlutverkið er
í sjálfu sér ekkert merkilegt en það
veldur því að ég mun ekki raka skegg-
ið fyrr en tökum lýkur. Benedikt Er-
lingsson er gamall vinur minn og ég
held að hann þurfi að níðast á vin-
um sínum til að fá statista sem eru
til í að húka dögum saman á hestum
á Kaldadal. Ég fæ ekkert að segja og
á allt eins von á því að verða klippt-
ur út.“
Það væri þá ekki í fyrsta sinn.
Þegar hann var tólf ára gekk hann
Keflavíkurgöngu fyrir Punktur punkt-
ur komma strik. „Ég var í svo góðri
æfingu í að ganga Keflavíkurgöngu
að það var lítið mál. En ég sást aldrei
í myndinni,“ segir hann og hlær. „Það
er spurning hvort ég muni sjást í
þessari.“
Sér ekki eftir neinu
Hann kemur sér betur fyrir í brún-
um leðursófanum. Í gluggakistunni
á bak við hann eru myndir frá ferlin-
um. Þær eru reyndar allt í kring. Árni
Páll hefur raðað í kringum sig hlutum
sem eru honum kærir, honum þykja
skondnir eða marka feril hans með
einhverjum hætti.
Á einni myndinni syngur hann
baráttusöng verkamanna af mikilli
innlifun með steyttan hnefann á lofti.
Við hlið hans standa Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra og Ólafur
Ragnar Grímsson forseti. „Þeir höfðu
vit á því að halda að sér höndum,“
segir Árni Páll og hlær. Þetta er reynd-
ar ein af uppáhaldsmyndum hans.
Hér er líka skipunarbréf forsetans frá
því að Árni Páll tók við efnahags- og
viðskiptaráðuneytinu. Skjalið er út-
krotað því forsetinn prófarkalas það
og leiðrétti villurnar með penna áður
en hann skrifaði undir og afhenti
Árna Páli skjalið.
Þegar hann horfir til baka er hann
sáttur við lífið og þær ákvarðanir sem
hann hefur tekið. „Þegar ég horfi til
baka yfir líf mitt finnst mér allt hafa
farið á besta veg. Jafnvel hlutir sem ég
var ósáttur við þegar þeir urðu hafa
reynst mér til góðs.“
Sem ráðherra þurfti hann að vinna
hratt og hugsa hratt. „Allar stórar
ákvarðanir hef ég tekið að yfirveguðu
ráði samkvæmt bestu vitund. Í ein-
hverjum tilvikum hefði ég tekið aðrar
ákvarðanir ef ég hefði haft meiri tíma
og upplýsingar. Þegar á heildina er
litið er ég samt sáttur. Ég held að það
hafi tekist vel að vinna úr mesta áfall-
inu. En þótt það sé liðið hjá þurfum
við enn að vinna að því að halda sam-
félaginu opnu og tryggja samkeppn-
ishæf lífskjör hér á landi. Það hefur
ekkert gengið neitt sérstaklega vel
undanfarin ár.“
Stjórnmálin sem leikrit
Hann segir frá því af mikilli innlif-
un að hann hafi orðið fyrir sérstæðri
upplifun þegar hann var við tökur
í vikunni. „Það þurfti að taka sömu
senuna aftur og aftur. Aðstoðarleik-
stjórinn kallaði síðan yfir hópinn:
„Núna höldum við áfram. Við skul-
um gera klárt. Við erum enn að leika
sama leikritið. Allir gera eins og þeir
gerðu áður, við höldum bara áfram.“
Þegar ég heyrði þetta þá hugsaði ég
bara: Vá! Þetta eru íslensk stjórnmál
í hnotskurn. Best að gera ekkert nýtt
og halda áfram með sama leikritið.
Það er minn ótti, að menn sýni
með verkum sínum að þeir hafi ekk-
ert lært. Kannski er þetta bara leik-
rit sem enginn hefur hug á að breyta.
Það er ágætt að það komi þá í ljós.
Ég vona að svo verði ekki en kannski
verður ekki við það ráðið.“
Fram undan er kosningabarátta.
Þá kemur best í ljós hvort einhver lær-
dómur hafi verið dreginn af hruninu.
„Við megum ekki missa okkur í hefð-
bundna kosningabaráttu með enda-
lausum yfirboðum og gamaldags
rugli. Við erum í viðkvæmri stöðu og
þurfum að rjúfa einangrun okkar og
gæta þess að það sé afgangur í ríkis-
kassanum. Við getum ekki talað með
steigurlæti og karlagrobbi og látið
eins og við búum í besta heimi allra
heima. Ef kosningabaráttan verður
þannig núna að ríkisstjórnarflokk-
arnir stæra sig og lofa ríkisútgjöld-
um út um allar trissur og stjórnar-
andstaðan yfirbýður í allar áttir, þá er
greinilegt að enginn hefur lært neitt
af því sem gerðist hérna.“
Hústökumenn á þingi
Þrátt fyrir hrakspár telur hann Sam-
fylkinguna hafa burði til að vera leið-
andi afl í íslenskum stjórnmálum. „Ég
tek eftir því að allt of margir tala eins
og þeir hafi þegar gefist upp. Sumir
af mínum vinum virðast upplifa það
þannig að við eigum ekki möguleika
til þess að vera burðarflokkur leng-
ur en eitt kjörtímabil. Það er eins og
menn líti á sig sem hústökumenn í
húsi Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafi
óvart náð tökum á húsinu og ætli að
gera allt sem þeir mögulega geta þar
til hinn réttborni húsráðandi kem-
ur heim. Þá ráði hann að sjálfsögðu
öllu. Ég neita að trúa því,“ segir hann
ákveðinn. „Það er ekkert í spilunum
sem segir að íslensk þjóð hafi áhuga
á framtíðarsýn sem felur í sér hafta-
samfélag og einangrunarhyggju sem
virðist vera það eina sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur fram að færa. Ég
sé ekki að hann verði ráðandi afl eft-
ir næstu kosningar. Það verður þá af
því að við ákveðum að gera hann að
ráðandi afli með því að gefa eftir hug-
myndalega forystu og afhenda hon-
um hana.“
Sjálfur hefur hann nýtt tímann frá
því að hann hætti sem ráðherra til
að hugsa, skrifa og móta hugmynd-
ir. „Í grunninn snýst þetta allt um
hugmyndir. Flokkur sem hefur ekki
skýra framtíðarsýn hefur lítil áhrif.
Núna nýti ég reynslu mína til þess að
hugsa hluti upp á nýtt og leggja það
betur fyrir mér í hvaða átt við eigum
að fara.“
Árni Páll hefur sent frá sér hvern
greinaflokkinn á fætur öðrum og seg-
ir að það hjálpi honum að skilja allt
sem á undan er gengið. „Ég er að
klára einn greinaflokkinn núna. Ég
hefði kannski ekki átt að birta fyrstu
greinarnar fyrr en ég var búinn með
þær allar en stundum þarf þetta að-
eins að setjast. Þá tek ég pásu og finn
taktinn. Svo get ég haldið áfram.“
Þjóðin á betra skilið
Sem kunnugt er var Árni Páll látinn
víkja eftir tæplega 500 daga í starfi.
Hann hefur blendnar tilfinningar
gagnvart því. „Á þessu eru tvær hlið-
ar. Önnur er sú hvernig það bar að og
sá ráðherrakapall sem þar var lagð-
ur og ekki sér fyrir endann á. Ég held
að engum sé greiði gerður með los-
arabrag á stjórn efnahags- og ríkis-
fjármála á þessum tímum og fráleitt
að fjármálaráðherra sé skipaður til
nokkurra mánaða í senn. Ég held að
þjóðin og flokkurinn eigi betra skilið.“
Hann krossleggur hendurnar og
segir að það hafi hins vegar verið
mjög hollt fyrir hann persónulega.
„Það eina sem þú veist þegar þú verð-
ur ráðherra er að þú hættir að vera
ráðherra. Þú átt enga heimtingu á að
fá morgundaginn. Þetta starf er öðru-
vísi en öll önnur störf að því leyti. Þú
verður að hegða þér eins og hver dag-
ur sé þinn síðasti og afkasta miklu
hratt.“
Hann segist heldur ekki vilja vera
ráðherra bara til að vera ráðherra.
„Ástæðan fyrir því að ég vil vera í
stjórnmálum er til þess að breyta ein-
hverju og þú verður að hafa umboð til
þess. Það eru margar stöður sem geta
skapað möguleika til breytinga og
það að sitja inni á ráðherraskrifstofu
er ekkert endilega besta leiðin. Þú
kannt að hafa betri tækifæri til þess
annars staðar. Sem ráðherra þarftu
líka að taka endalausar ákvarðanir
um það hvernig landinu er stjórnað
sem hefur kannski ekkert með póli-
tík að gera.“
Dagskráin tæmdist
Nýtt ár markaði nýtt upphaf og Árni
Páll hætti þann 31. desember 2011.
Hann hafði þá starfað sem félags-
málaráðherra og seinna tók hann
við sem efnahags- og viðskiptaráð-
herra, stöðu sem Steingrímur J. Sig-
fússon gegnir núna. Í nokkrar vik-
ur hafði verið umtalað að Árni Páll
yrði mögulega settur af en sjálfum
var honum haldið utan við þær um-
ræður. „Ég vissi ekki neitt fyrr en ég
mætti á þingflokksfundinn kvöldið
fyrir gamlársdag og heyrði tíðindin
um leið og félagar mínir. Það hefði
ekkert skaðað að fá að vita þetta fyrr
en ég uni ákvörðunum flokksfélaga
minna,“ segir hann hugsi.
Næstu dagar voru svolítið skrýtn-
ir, svo ekki sé meira sagt. „Ég var enn
með Blackberry-símann sem ráð-
herrar hafa þegar dagbókin mín var
færð til eftirmannsins. Allt í einu var
ekkert á dagskrá hjá mér nema klipp-
ing 8. febrúar. Ég var búinn að vera
að glíma við öll þessi þungu og erf-
iðu verkefni og skyndilega voru engar
væntingar um mitt vinnuframlag. Ég
var ekki inni í lúppunni lengur og það
Hann var ráðherra í tæpa 500 daga áður en hann var settur af. Eftir miklar annir
þagnaði síminn skyndilega og tölvupósturinn hætti að berast. Hann fór því til
Afríku þar sem hann fann gleðina. Árni Páll Árnason fer yfir ferilinn með Ingibjörgu
Dögg Kjartansdóttur en hann er hvergi nærri hættur og útilokar ekki formannsfram-
boð. Hann segir einnig frá kvikmyndinni sem hann leikur í, hvernig það var að verða
faðir sautján ára og alast upp hjá föður sem var dæmdur fyrir mótmæli. „Pabba var meinað
að kenna vegna
skoðana sinna, tapaði
prestkosningum og í á
annan áratug átti hann
erfitt með að fá vinnu.
NÁÐI ÁTTUM Í AFRÍKU
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal