Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 25
„Fyrir maka minn var það eins og að vera ekki í sambúð en vera það samt „Mér er bara ómögulegt að fara út fyrir hússins dyr án þess að verða svona dökkur. NÁÐI ÁTTUM Í AFRÍKU Viðtal 25Helgarblað 24.–26. ágúst 2012 var svolítið skrýtin tilfinning þegar engir tölvupóstar bárust lengur og síminn hætti að hringja.“ Fór til Afríku Í stað þess að sitja heima í svartnætti hélt hann alla leið til Afríku þar sem hann fann sól og gleði. „Um leið og þessi fjölmiðlaumræða kom upp í byrjun desember um að ég yrði mögulega settur út úr þessari ríkis- stjórn lofaði ég sjálfum mér að nýta þá tækifærið og fara til systur minn- ar sem bjó í Mósambík ef það yrði niðurstaðan. Hún hafði búið þarna árum saman og ég hafði aldrei haft færi á að heimsækja hana. Mér var hratt og örugglega fleygt út úr ríkis- stjórninni og fór beint í bólusetningar í byrjun janúar.“ Eftir þrjár vikur í Mósambík og Suður-Afríku kom Árni Páll aftur heim með nýja sýn á lífið. Hann var alveg heillaður af Afríku og sökkti sér ofan í bækur um heimsálfuna og ber ástandið þar gjarna saman við sögu Íslands, sem hann segir að eigi sér margar hliðstæður. „Ég áttaði mig líka betur á því hvernig fáar rangar ákvarðanir geta dregið þjóðir niður í fátæktarástand. Það þarf ekki mik- ið til.“ En það var ekki bara sagan og efnahagslífið sem vakti áhuga hans. Fólkið og geta þess til að bjarga sér heillaði hann og sömuleiðis náttúran og dýralífið. „Einu sinni komum við keyrandi að fílahjörð sem lá á vegin- um. Þar voru í það minnsta tuttugu fílar sem höfðu sennilega sótt í hitann af veginum yfir nóttina. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Árni Páll sem sá öll helstu dýrin í frumskógin- um. Ljón, hlébarða, vísunda og nas- hyrninga. „Svo verð ég að viðurkenna að fyrir mér eru gíraffar merkilegustu dýrin. Það er allt annað að sjá þá úti í náttúrunni og það er svo fallegt að fylgjast með þeim hreyfa sig. En það er erfitt að komast að þeim.“ Um páskana var hann svo hepp- inn að komast í þingmannaferð til Úganda á fund Alþjóðaþingmanna- sambandsins. „Á þessu ári hef ég því fengið að kynnast Afríku og hún er stórkostleg. Ég er alveg heillaður og langar ótrúlega að fara aftur og sjá meira af Afríku. Þetta var svo mikil upplifun.“ Eignaðist barn 17 ára Fram að þessu hafði hann ekki farið mikið út fyrir menningarsvæði okk- ar. Hann fór í framhaldsnám í Belgíu og bjó í Brussel um þriggja ára skeið en lagði aldrei í nein langferðalög. „Þegar ég var ungur hafði ég öðrum hnöppum að hneppa,“ segir hann og kímir. Hann er þriggja barna faðir og byrjaði snemma. Elsta dóttir hans fæddist þegar hann var sautján ára. Hann var í sambandi með barnsmóður sinni og eftir að dóttir hans fæddist hófu þau sambúð. „Við bjuggum saman í fimm ár þannig að ég var í sambúð á menntaskólaárun- um og inn í háskólann. Það mótaði mig mjög mikið. Ég skynjaði það svo sterkt að ég var heppinn að eiga góða að og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.