Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 26
njóta aðstoðar. Við bjuggum í skjóli
foreldra hennar og foreldrar mín
ir aðstoðuðu okkur fjárhagslega.
Ég áttaði mig á því að það er ekk
ert sjálfgefið að klára nám og koma
undir sig fótunum við þessar að
stæður. Sem gerði það að verkum
að í pólitík hef ég verið mjög upp
tekinn af því að skapa tækifæri fyr
ir ungt fólk. Það fyrsta sem ég gerði
sem félagsmálaráðherra var að taka
á vanda atvinnulauss ungs fólks án
starfsmenntunar sem sat fast í að
stæðum sem það komst ekki út úr.
Mér hefur líka alltaf fundist öfug
snúið að vera með kerfi þar sem fólk
getur fengið námslán í háskóla en
fólk með börn á framfæri fær ekki
námslán í framhaldsskóla. Ég var
heppinn en það eru ekki allir svona
heppnir. Það er mjög auðvelt að
detta úr skóla og missa taktinn. Þess
vegna skiptir svo miklu máli að tæki
færin séu til staðar, svo fólk geti axl
að ábyrgð og þroskast um leið.“
Þótt barneignir hafi ekki ver
ið á dagskrá var það heldur ekk
ert áfall að verða pabbi svo ungur.
„Þetta bara gerðist og ég hafði ekk
ert val um það hvort ég væri tilbú
inn eða ekki. Ég varð bara að axla
þessa ábyrgð og það stórkostlega
við mannlegt eðli er að geta mín óx
með mér. Hæfileiki mannsins til að
rísa undir erfiðum aðstæðum er svo
mikill og fólk kemst í gegnum ótrú
legustu aðstæður.
Börn eru blessun. Þetta er hluti af
lífinu og eins og önnur reynsla hjálp
ar það þér að vaxa að verða foreldri.“
Saknaði fjölskyldulífsins
Fimm árum síðar var sambandið
komið að endimörkum og þau slitu
samvistum. Árni Páll var enn ungur
maður en hann hafði enga löngun
til að rasa út, eins og það er kallað.
„Þroskinn er svo sérkennilegur að þá
upplifði ég ákveðið misvægi í þroska.
Ég var ungur maður sem upplifði
söknuð eftir daglegu samneyti við
barn og fjölskyldulífi. Lífsreynslan
breytir þér og lifir með þér alla tíð.
Þú verður ekki aftur sautján ára. Þú
heldur áfram þar sem frá var horfið.“
Nokkrum árum síðar rakst hann
á konu á ganginum í utanríkisráðu
neytinu. Hann var þá nýkominn
heim eftir nám og farinn að vinna
þar. Þessi kona, Sigrún Eyjólfsdótt
ir, vakti áhuga Árna Páls, sem sótt
ist mikið í að tala við hana og bauð
henni síðan á stefnumót. Sam
bandið vatt hratt upp á sig og nú
eru þau búin að vera saman í tutt
ugu ár. Hann er þó ekki með hring
og aðspurður segist hann aldrei hafa
komið því í verk að gifta sig. „Ég sé
heldur ekki að það breyti neinu.“
Laustengdur heimilinu
Hjónaband segir ekkert til um það
hversu heitt maður elskar maka
sinn og það bindur enga saman,
ekki frekar en sambúð. Það sem
þarf hins vegar til að samband gangi
er samvinna, frelsi og traust. „Síð
an þarf maður að sýna maka sín
um skilning,“ bætir hann við og
segir að Sigrún sé ótrúleg. „Hún
hefur náttúrulega þurft að ganga í
gegnum ýmislegt. Þessum tíma frá
hruni fylgdi svo mikið rót og ég varð
skyndilega mjög laustengdur heim
ilinu. Í raun breyttist allt. Fram að
hruni var pólitík mikið líkari venju
legu starfi en þarna fór allt á hvolf.
Ég gleymi því aldrei þegar ég var
að ganga eftir götu í bænum fyrstu
dagana eftir hrun og bláókunn
ugt fólk kom upp að mér í losti og
óskaði okkur stjórnmálamönnunum
góðs gengis. Þetta var einstakt. Síðan
skapaðist órói þegar fólki fannst það
ekki fá skýr svör. Þetta var trauma
tískt ástand, óvissa um afkomu, ótti
um framtíðina og vonleysi. Seinna
kom upp reiði og hún þarf að fá útrás
og þróast yfir í rökræðu sem þarf
síðan að fá að þroskast. Við erum
í þessu ferli núna, það hefur tekið
tíma og það hefur verið sérstakt að
upplifa þetta.“
Hann snýr kaffibollanum í hönd
um sér á meðan hann rifjar þetta
upp. „Það var gæfa að ég var ekki
með ung börn.“ Yngsti sonur hans er
19 ára og stjúpsonur hans er 22 ára.
„Dóttir mín á hins vegar fjögurra
ára gamlan dreng og ég sá ekki mik
ið af honum á þessum tíma,“ segir
Árni Páll og andvarpar. „Fólk í öll
um starfsgreinum upplifir mikl
ar vinnutarnir og álag einhvern tí
mann. Það var hins vegar skrýtið
að lifa langan tíma þar sem það er
aldrei hægt að ýta hlutunum á und
an sér og velja það að fara heim úr
vinnunni því verkefnin sem bíða úr
lausnar eru endalaus. Árum saman
ertu stöðugt að afstýra brýnu hættu
ástandi eða taka á málum sem þarfn
ast tafarlausrar úrlausnar. Hugurinn
er stöðugt við verkefnin. Fyrir maka
minn var það eins og að vera ekki í
sambúð en vera það samt. Þannig að
það fylgdi því ákveðinn léttir þegar
þessu tímabili lauk.“
Óttast rangar ákvarðanir
Árni Páll er samt hvergi nærri
hættur. Hann ber Jóhönnu vel
söguna og segir að hún hafi reynst
honum vel þegar hann var að stíga
sín fyrstu skref sem ráðherra en hafi
á sama tíma verið hörð og veitt að
hald. Hún eigi glæstan feril að baki.
Það sé hins vegar umhugsunar
vert að allir sem eru í fararbroddi í
þjóðlífinu hafi verið í lykilhlutverk
um í kosningabaráttunni árið 1987.
„Það er kominn tími til að færa
stjórnmálin til framtíðar og takast
á við viðfangsefni dagsins í dag. Við
verðum að finna nýja leið til þess
að tala saman og nálgast verkefnin
af þeirri alvöru sem þau eiga skil
ið. Ópin og köllin á Alþingi eru eng
um til hróss en þau eru afleiðing af
því að við tölum ekki saman, stjórn
og stjórnarandstaða. Ótrúlega lítill
hluti stórra mála er ræddur þannig
að um þau náist samstaða. Annars
staðar á Norðurlöndunum er mun
algengara að stór mál séu afgreidd
með miklum meirihluta. Það ger
ir það að verkum að þau breyt
ast í lýðræðislegri meðferð en fyrir
vikið sameinast menn um grund
vallarhagsmuni.“
Nú er brýnt að greina hvað fór úr
skeiðis, segir hann: „Hvað gerði það
að verkum að við sitjum uppi með
bankahrun og gjaldeyrishöft eftir
stutt tímabil þar sem milliríkjavið
skipti voru frjáls. Ég óttast að ef við
greinum þetta ekki rétt munum við
taka rangar ákvarðanir. Ég óttast líka
að við munum ekki megna að halda
samfélaginu opnu og frjálsu heldur
leka aftur inn í haftasamfélagið, sem
þýðir þá að lífskjör hér dragast aftur
úr og okkar besta fólk fer úr landi.“
Breyttar áherslur
Hann er fastur fyrir en vill ekki stað
festa formannsframboð. „Það eina
sem ég er algjörlega sannfærður um
er að við þurfum sterka nýja og skýra
framtíðarsýn sem mun leiða landið og
flokkinn í rétta átt. Ég ver allri minni
orku í það að leggja mitt af mörkum
til að skapa hana og mun halda því
áfram. Hvert það leiðir mig mun flokk
urinn ákveða. Flokkurinn mun finna
mér stað. Ef þær aðstæður skapast og
það er vilji flokksmanna geng ég í það
verk eins og önnur sem mér hafa verið
falin. Ég þarf ekki að vera ráðherra til
að vera ráðherra. Það sem skiptir máli
núna er hvernig við tökum stjórnmálin
úr fornu fari og færum þau inn í fram
tíðina.
Hins vegar get ég ekki tekið
ákvörðun um framboð til formanns
sem ég veit ekki hvenær eða hvern
ig á að velja. Jóhanna hefur sagt að
hún ætli að gefa út yfirlýsingu um sína
stöðu og sína framtíð núna í haust.
Mér finnst eðlilegt að heyra hvað hún
hefur að segja.“
Tíminn frá hruni hefur markað sín
spor. „Þessi reynsla hefur litað mig
mjög. Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að koma að úrlausn erfiðra mála
en það breytti mér líka. Það breytti því
til dæmis hvað mér þykir mikilvægt, í
pólitík og lífinu. Ég var ráðherra í erf
iðu embætti á mesta örlagatíma í sögu
þjóðarinnar og það er eiginlega ekkert
sem kemur í staðinn fyrir það. Mínum
persónulega metnaði er fullsvalað og
núna er það mikið skýrara fyrir mér af
hverju ég er að þessu. Ég vil hafa áhrif
á samfélagið. Við þurfum að skilja ný
fengna reynslu, bæta úr veikleikum og
hafa sjálfstraust og metnað til að vera
þjóð meðal þjóða.“
26 Viðtal 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
Ódýr Heilsársdekk Á Tilboði
Dekkverk Lyngási 20 Garðabæ
Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á :D
Opið alla daga 10-19 Laugardaga og Sunnudaga líka
Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar ;)
Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður
175/65R14 44.000 kr. 39.000 kr. 59.000 kr.
165/70R14 44.000 kr. 41.000 kr. 62.000 kr.
175/70R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr.
185/60R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr.
185/65R14 47.000 kr. 42.000 kr. 63.000 kr.
185/70R14 49.000 kr. 44.000 kr. 66.000 kr.
Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður
175/65R15 53.000 kr. 48.000 kr. 71.000 kr.
185/60R15 54.000 kr. 49.000 kr. 72.000 kr.
185/65R15 52.000 kr. 47.000 kr. 70.000 kr.
195/50R15 54.000 kr. 49.000 kr. 72.000 kr.
195/60R15 55.000 kr. 50.000 kr. 74.000 kr.
195/65R15 56.000 kr. 51.000 kr. 75.000 kr.
215/65R15 68.000 kr. 63.000 kr. 91.000 kr.
235/75R15 95.000 kr. 89.000 kr. 127.000 kr.
Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður
205/50R16 69.000 kr. 64.000 kr. 92.000 kr.
205/55R16 66.000 kr. 61.000 kr. 88.000 kr.
205/60R16 71.000 kr. 66.000 kr. 95.000 kr.
215/55R16 69.000 kr. 64.000 kr. 92.000 kr.
215/65R16 79.000 kr. 73.000 kr. 106.000 kr.
215/60R16 79.000 kr. 74.000 kr. 106.000 kr.
225/55R16 77.000 kr. 72.000 kr. 103.000 kr.
225/60R16 75.000 kr. 69.000 kr. 100.000 kr.
Stærð Verð 4stk undirsett Verð 4stk án vinnu Verð áður
205/50R17 76.000 kr. 71.000 kr. 102.000 kr.
225/45R17 74.000 kr. 69.000 kr. 99.000 kr.
215/55R17 85.000 kr. 80.000 kr. 114.000 kr.
Ódýr Heilsársdekk Á Tilboði
Dekkverk Lyngási 20 Garðabæ
Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á :D
Opið alla daga 10-19 Laugardaga og Sunnudaga líka
Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar ;)
e kverk Lyngási 20 Garða æ
Við erum alltaf með ódýrasta verðið sem við getum boðið upp á.
Opið all d ga frá 10-19, laugardaga o s nnudaga líka.
Þó að við sofum stundum yfir okkur um helgar.
Sjá nánar á www.dekkverk.is
„Ég var ungur mað-
ur sem upplifði
söknuð eftir daglegu
samneyti við barn og
fjölskyldulífi.
„Þá hugsaði ég
bara: Vá! Þetta eru
íslensk stjórnmál í hnot-
skurn. Best að gera ekk-
ert nýtt og halda áfram
með sama leikritið.
Annar maður Árni Páll er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
koma að úrlausn erfiðra mála en
segir að það hafi breytt sér og
sínum áherslum. Hann hafi verið
ráðherra á mesta örlagatíma í sögu
þjóðarinnar og í raun komi ekkert í
staðinn fyrir það.