Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 29
Viðtal 29Helgarblað 24.–26. ágúst 2012
upptekin í dansi og leiklist. „Við vin-
konurnar höfðum engan tíma til að
vera til vandræða. En englar vorum
við ekki. Týpan mótast oft á unglings-
árunum og þá fer maður að máta sig
inn í einhverja hópa og finna sér fyr-
irmyndir.
Ég man að ef ég fór í skólann á
morgnana í fötum sem mér fannst
ekki réttu týpu-fötin fyrir mig var
ég sjúklega meðvituð um það allan
daginn. Það var svo vandræðalegt.
Mig langaði mest heim að skipta um
föt. Ég fór líka í gegnum tímabil þar
sem ég litaði hárið á mér kolsvart og
klippti það stutt. Þá vildi ég prófa að
vera töff týpa með stutt hár. Aldrei
aftur! Það tók mig svo tvö ár að safna
hári aftur.“
Hún segir tímann úti í London
hafa verið frábæran. „Ég var kom-
in með umboðsmann þarna úti og
hafði fengið lítið hlutverk í breskum
sjónvarpsþáttum. En svo bauðst mér
aðalhlutverkið í Dís, kom heim í þrjá
mánuði og eitt leiddi af öðru. Ég stóð
á krossgötum. Átti ég að hafna verk-
efnum hér heima og fara aftur út í
óvissuna? Ég fór aldrei út aftur. Ég
var í fyrstu í sambandi við umboðs-
manninn en slíkt gengur aldrei upp
ef maður er ekki á svæðinu.
Ég hef aldrei átt einhvern sérstak-
an draum um að meika það erlendis.
Ég hef sett orkuna í aðra hluti. Ekki
það að ég myndi alveg leika í stórri
mynd af það byðist. En það er ekki
markmið í sjálfu sér. Aðalmálið er að
vinna að skemmtilegum og ögrandi
verkefnum og ég var tilbúin að koma
heim aftur eftir þrjú ár í burtu. Það
var ekkert þar sem togaði í mig leng-
ur og ég hafði losnað við útþrána.
Hins vegar finn ég fyrir sorg yfir að
hafa skilið við dansinn. Ég finn það
alltaf meira á undanförnum árum.
Dansarinn í mér er ekki fullnægður.“
Tekur örlögin í eigin hendur
Sambýlismaður Álfrúnar er leikar-
inn Friðrik Friðriksson. Dætur þeirra
heita Margrét, fjögurra ára, og Kol-
brún Helga, sem er eins árs. Þau Frið-
rik kynntust þegar þau unnu saman í
leikritinu Eldað með Elvis. „Svo unn-
um við aftur saman í söngleiknum
Fame. Þá fóru hjólin að snúast,“ seg-
ir hún brosandi en bætir aðspurð
við að hún hafi lítið pælt í kostum og
göllum þess að deita annan leikara.
„Maður hugsar ekkert þannig þegar
maður verður ástfanginn og mér datt
aldrei í hug að það væri eitthvað nei-
kvætt enda er það oft þannig að fólk
með sömu ástríðu eða áhuga á því
sama tengist.“
Þau hafa unnið mikið saman og
eru bæði í leikhópnum Ég og vinir
mínir. „Við eigum örugglega eftir að
vinna meira saman. Þetta er það lítill
bransi að það væri ansi merkilegt ef
við ættum ekki eftir að lenda saman á
næstu árum. Að mínu mati eru fleiri
kostir en gallar við að vera gift leik-
ara. Á milli okkar ríkir gagnkvæm-
ur skilningur. Það getur orðið ansi
mikið tilfinningalegt og andlegt álag
í kringum tarnir og þá er ekki verra
að eiga maka sem skilur mann. Okk-
ur hefur gengið vel að vinna saman
en við komumst ekki hjá því að taka
vinnuna heim með okkur. En við höf-
um bæði brennandi áhuga á því sem
við gerum svo það er allt í góðu.“
Hún segir enga samkeppni ríkja
þeirra á milli. „Við þurfum mjög
sjaldan að sækja um sama hlutverk-
ið enda ekki af sama kyni og ólík í út-
liti. En vissulega getur stundum verið
gaman í vinnunni hjá öðru en leiðin-
legt hjá hinu. Þá náum við að styðja
hvort annað.
Þetta er ansi sérstakur bransi
og það getur verið erfitt að vita af
hverju maður er ekki valinn og að
vera undir hælinn settur hjá öðr-
um með það hvort maður fái vinnu.
Þá er gott að setja upp eigin verk
og vera sinn eigin herra. Það færir
manni sjálfstraust að taka örlögin í
eigin hendur.“
Kasólétt á sviði
Vinnutími leikarans er á kvöldin og
um helgar. Álfrún segir fjölskyldulífið
hafa blandast furðuvel við leiklistina.
Allavega hingað til. Hún var komin
átta mánuði á leið þegar Verði þér að
góðu var frumsýnt og var aftur mætt
upp á svið þegar Kolbrún Helga var
aðeins nokkurra vikna. Annars hafi
hún lítið leikið síðan sú yngri kom í
heiminn. „Hingað til hafa sýningar
okkar ekki skarast en ballið byrjar í
október þegar Friðrik byrjar aftur í
Þjóðleikhúsinu. Þá er ég í Gulleyj-
unni í Borgarleikhúsinu en Friðrik í
Dýrunum í Hálsaskógi. Við erum
heppin að hafa ömmur og afa sem
geta hlaupið undir bagga. Þau eru
líka mörg leikarapörin og einhvern
veginn gengur þetta upp,“ segir hún
og bætir við að móðurhlutverkið
sé bæði skemmtilegt og krefjandi.
„Maður lærir eitthvað af krökkun-
um á hverjum degi. Þau segja allt
beint út og grípa hvaðeina sem mað-
ur lætur út úr sér. Maður fær alveg í
hausinn ef maður hegðar sér ekki al-
mennilega.
Eldri stelpan okkar er mjög tilf-
inninganæm og upprennandi leik-
kona og listamaður. Ég hugsa að hún
hafi orkuna og skapið frá mér þótt
pabbinn andmæli því alveg örugg-
lega. Sú yngri er rólegri og vör um
sig en hún er ennþá að sækja í sig
veðrið. Hún dansaði við teknó inni
í bumbunni á mér uppi á sviði og
það á eftir að koma í ljós hversu mik-
il áhrif það leikhúsuppeldi á eftir að
hafa á hana.
Með móðurhlutverkinu hættir
leikhúsið að vera það eina sem
skiptir máli. Nú hef ég eitthvað ann-
að sem er stærra og breytir sjón-
arhorninu. Fyrir vikið er ég afslapp-
aðri, rólegri og jarðtengdari og það
nýtist vel í listsköpunina. Ég hef
alltaf verið orkumikil og hef gott af
því að fá aðeins meiri botn og jarð-
tengingu.“
Hún segist hafa notið sum-
arsins með fjölskyldunni og að
þau Friðrik séu dugleg að leika við
stelpurnar. „Við elskum að fara í
sund og útilegu. Eða bara út í garð
að moka. Það er alltaf hægt að
finna sér eitthvað skemmtilegt að
gera. Ég veit ekki hvernig það er í
öðrum fjölskyldum en hjá okkur
er oftast mikið stuð. Við erum að
grínast, dansa og leika. Sumum
myndi örugglega finnast við skrít-
in,“ segir hún brosandi og bætir við
að hún sé hamingjusömust þegar
hún sé í kringum fjölskylduna og
fólkið sem henni þykir vænst um.
„Helst með bros á vör, bara eitt-
hvað að fíflast. Svo fylgir því líka
rosalega góð tilfinning að fylgja
verkefni úr vör sem maður hef-
ur unnið lengi að. Það fylgir því
skemmtileg og jákvæð spenna sem
gefur lífinu lit.“ n
Fjölskyldan Álfrún Helga segir móðurhlutverkið hafa breytt henni þannig að nú skipti
fleira máli en bara leikhúsið.