Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 34
34 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað ára var raðmorðinginn Jeffrey Dahmer þegar hann framdi sitt fyrsta morð. Dahmer er einn þekktasti raðmorðingi Bandaríkjanna en á 13 ára tímabili, frá 1978 til 1991, myrti hann sautján drengi eða unga karlmenn. Dahmer var haldinn ná- hneigð og stundaði einnig mannát. Flest fórnarlamba Dahmers voru af afrískum eða asískum uppruna. Hann fékk fimmtán- faldan lífstíðardóm, 957 ára dóm, árið 1992. Tveimur árum eftir að hann hóf afplánun var hann myrtur af samföngum sínum. A nthony Walker var breskur drengur af afrísku bergi brotinn. Hann var fædd- ur 21. febrúar 1987 og átti heima í Liverpool á Englandi ásamt móður sinni, Gee Walker, föður sínum, Steve Wal- ker, og þremur systkinum. Anthony náði ekki tuttugu ára aldri því hann var myrtur þann 30. júlí 2005. Þann örlagaríka dag beið Ant- hony í mestu makindum, ásamt kærustu sinni Louise Thompson og frænda, Marcus Binns, á strætó- stoppistöð við Huyton-garð í Liver- pool. Birtist þá ekki unglingur í hettupeysu og réðst að Anthony að ósekju með ógnandi tilburðum og rasískum ummælum. Louise og Marcus leist ekki á blikuna og hlupu eftir hjálp og þegar þau snéru aftur komu þau að Anthony, nær dauða en lífi, enda með ísaxarblað á kafi í höfðinu. Sjúkraflutningamenn komu Ant- hony á sjúkrahús, en hann komst aldrei til meðvitundar og lést af áverkum sínum sex klukkustund- um síðar. Handteknir á John Lennon-flugvellinum Ódæðismennirnir, Paul Taylor og frændi hans Michael Barton (hálf- bróðir knattspyrnumannsins Joey Barton, fyrir þá sem fylgjast með enska boltanum), höfðu í kjölfar verknaðarins fataskipti og fóru til Amsterdam í Hollandi. En því fór fjarri að þeir þyrftu ekki að svara fyrir glæp sinn því þeir voru handteknir á John Lennon- flugvellinum í Liverpool (nefndum í höfuðið á Bítlinum John Lennon, fyrir þá sem ungir eru að árum og kannast kannski ekki við þá hljóm- sveit), þegar þeir snéru aftur til Eng- lands. Foreldrum tvímenninganna var tilkynnt að óbermin væru sterk- lega grunuð um árásina – reyndar þeir sem helst væru grunaðir. Síðar var réttað yfir þessum fé- legu frændum og lýsti Paul Taylor sig sekan um morðið, en Michael Barton neitaði sök. Barton var engu að síður sakfelldur fyrir morðið á grundvelli þess að hann hafði átt upptökin á strætóstoppistöðinni og að auki útvegað morðvopnið. Þann 30. nóvember, 2005, voru þeir sakfelldir fyrir morð af rasísk- um toga og dómur kveðinn upp daginn eftir. Þrír vitorðsmenn Þegar upp var staðið fékk Paul Taylor, sem hafði veitt Anthony síðasta höggið, 23 ára dóm og átta mánuðum betur. Michael Barton fékk 17 ára og átta mánaða dóm fyrir sinn þátt. Gert er ráð fyrir því að sá fyrrnefndi losni úr fangelsi í ágúst 2028, þá 43 ára að aldri, og sá síðarnefndi í ágúst 2023, þá 35 ára. Dómarinn hafði á orði að frænd- urnir hefðu gerst sekir um „hrylli- lega fyrirsát“ og „rasíska árás sem væri eitur í beinum allra siðaðra samfélaga“. En ekki voru öll kurl komin til grafar því frændurnir höfðu notið hjálpar við flóttann til Amsterdam og síðar voru þrír menn sakfelldir vegna þess. Þann 10. maí 2006 var Robert Williams sakfelldur fyrir að hafa út- vegað Paul og Michael fé og bókað fyrir þá hótelherbergi í Amsterdam – hann fékk tveggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir vikið. Paul nokk- ur Morson fékk ellefu mánaða dóm fyrir að útvega frændunum bíl til að flýja á og Trace Garner viðurkenndi að hafa veitt þeim aðstoð og fékk fyr- ir sinn þátt ellefu mánaða skilorðs- bundinn dóm og var gert að skila 50 klukkustundum í þegnskylduvinnu. Fyrirgefning og hatur Viðhorf móður Anthonys og kær- ustu hans til morðingja hans eru afar ólík. Móðir Anthonys lýsti viðhorfum sínum á eftirfarandi máta: „Ég verð að fyrirgefa þeim. Ég má ekki upplifa reiði og hatur, því það er það sem varð syni mín- um að bana.“ Louise, kærasta Anthonys, er á öndverðum meiði og sagðist hún aldrei munu fyrirgefa morðingjun- um: „Ég hata þá fyrir það sem þeir gerðu. Nú hafa þessir tveir illu menn tekið hann [Anthony] frá mér. Mér finnst enn eins og hann sé nálægur. Í gær sendi ég Anthony smáskilaboð og sagði honum að hann [Michael Barton] hefði verið sakfelldur. Mér fannst eðlilegt að gera það.“ Í óspurðum fréttum má geta þess að í apríl 2006 bárust frétt- ir þess efnis að samfangar Micha- els Barton hefðu gengið í skrokk á honum þar sem hann afplánar dóm sinn í Moorland-fangelsinu skammt frá Doncaster í Suður-Jór- víkurskíri. kolbeinn@dv.is n Anthony fórnarlamb kynþáttahaturs n Beið blásaklaus eftir strætó Banað á Biðstöð Leystu óvænt gamalt morðmál Tveir morðingjar í hverfinu Þ egar lögreglan leitaði fórnarlamba Cleveland- fjöldamorðingjans Anth ony Sowell árið 2009 fann hún líkamsleifar konu sem ljóst var að hann hafði ekki myrt, en DNA úr öðrum karlmanni fannst á líkinu. Sowell myrti ellefu konur á árunum 2007 til 2009 og faldi lík þeirra bæði á heimili sínu og í grennd við það. Hann var dæmdur til dauða- refsingar í ágúst árið 2011 fyrir morðin. Lögreglan hafði búist við að finna fleiri fórnarlömb Sowells en það hvarflaði ekki að þeim að þeir myndu finna ann- an morðingja og leysa þannig mun eldra morðmál. Eftir að tólfta líkið fannst án DNA úr Sowell var rann- sóknarteymi falið að rann- saka 75 óupplýst morðmál frá árinu 1980 í um sex kílómetra radíus frá heimili hans. Rann- sóknarlögreglan áttaði sig fljót- lega á að annar morðingi hlyti að hafa látið til skarar skríða í hverfinu. Í ljós kom að tólfta lík- ið sem fannst var af hinni 27 ára gömlu Mary Thomas sem hvarf árið 1989. DNA á líkamsleifum hennar tengdi Joseph Harwell við morðið en þegar Thomas fannst sat hann inni fyrir morð á annarri konu. Thomas var ákærður fyrir að nema á brott, nauðga og myrða tvær konur. „Ég hata þá fyrir það sem þeir gerðu Myrtur með ísöxi Anthony Walker var fórnarlamb tveggja kynþáttahatara. 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.