Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 46
A
ron Kristjánsson, þjálfari
karlaliðs Hauka í hand-
knattleik, mun fá það verð-
uga verkefni að taka við
íslenska landsliðinu í hand-
bolta. Tilkynnt var um ráðningu Arons
á blaðamannafundi á Hótel Loftleið-
um á miðvikudag. Aron mun þar með
reyna að feta í fótspor Guðmundar
Guðmundssonar, sigursælasta þjálf-
ara Íslands frá upphafi, sem hætti með
liðið eftir Ólympíuleikana í London.
Guðmundur vann til verðlauna með
liðinu á tveimur stórmótum; silfur á
Ólympíuleikunum í Peking 2008 og
brons á Evrópumótinu í Austurríki
2010. DV ræddi við tvo handbolta-
spekinga og fékk þá til að leggja mat á
það sem koma skal undir stjórn Arons.
Það rétta í stöðunni
„Mér finnst þessi ráðning vera sú
rétta í stöðunni,“ segir handbolta-
þjálfari sem þekkir vel til Arons um
ráðninguna. Hann segir að í raun
hafi enginn annar þjálfari kom-
ið til greina, að minnsta kosti ekki
sem starfar hér á landi, þó þjálfarar
á borð við Dag Sigurðsson og Patrek
Jóhannesson hefðu verið góðir kost-
ir. Dagur Sigurðsson er sem kunnugt
er þjálfari Füchse Berlin en Patrekur
er þjálfari austurríska landsliðsins.
Sem fyrr segir verður ekki auðvelt
að feta í fótspor Guðmundar, þjálf-
arans sem kom Íslandi í fremstu röð
meðal handboltaþjóða. „Það verð-
ur ekki auðvelt en ég held samt að
honum muni farnast vel. Hann er
toppþjálfari og hefur sýnt það hér á
landi,“ segir viðmælandi DV en rifjar
þó upp að Aron hafi átt erfiðan tíma
sem þjálfari í Þýskalandi. Hann tók
við Hannover-Burgdorf í mars 2010
en var látinn taka pokann sinn í febr-
úar 2011, þar sem gengi liðsins þótti
ekki standa undir væntingum.
Aðspurður hvort Aron muni koma
með einhverjar áherslubreytingar
segir viðmælandinn að hann hafi
ekki trú á því. „Ég held að hann muni
reyna að byggja á sama grunni. Mér
fannst hann tala þannig eftir blaða-
mannafundinn.“
Guðjón áfram – Ólafur út?
Flest bendir til þess að Ólafur Stef-
ánsson, einn besti handknattleiks-
maður heims og máttarstólpi liðsins
undanfarinn áratug, muni leggja
skóna á hilluna. Ólafur hefur þó
ekki gefið það formlega út og sagð-
ist Aron á fundi með blaðamönn-
um vona að Ólafur spilaði áfram
með liðinu. Þá gaf hornamaður-
inn Guðjón Valur Sigurðsson það til
kynna eftir tapið gegn Ungverjum
á Ólympíuleikunum að möguleiki
væri á að hann myndi hætta að leika
með landsliðinu. „Ég held að enginn
muni hætta nema Ólafur Stefáns-
son kannski. Guðjón Valur verð-
ur yngri en Ólafur er núna á næstu
ólympíuleikum og hann hefur enga
ástæðu til að hætta,“ segir þjálfarinn.
Áhyggjur af reynsluleysi
DV ræddi einnig við fyrrverandi leik-
mann íslenska landsliðsins um ráðn-
ingu Arons. Óhætt er að segja að hon-
um lítist vel á ráðninguna þó hann
hafi vissulega áhyggjur af reynsluleysi
hans með landslið. Það sé erfitt verk-
efni að stilla saman strengina á stór-
mótum þegar stutt er á milli leikja og
það muni taka á taugarnar. Aron sé þó
sterkur karakter en hafi þó ekki endi-
lega verið besti kosturinn. „Auðvitað
hefði Dagur Sigurðsson verið vænleg-
asti kosturinn. En Aron er flottur þjálf-
ari og er búinn að vinna sér inn mikla
virðingu síðustu árin,“ segir lands-
liðsmaðurinn fyrrverandi sem telur
að Aron muni ekki eiga í erfiðleikum
með að vinna sér inn virðingu meðal
leikmanna landsliðsins.
Öfugt við þjálfarann sem DV ræddi
við telur hann að Aron muni koma
með áherslubreytingar í hópinn og
væntanlega yngja liðið talsvert upp.
„Ef hann gerir eins og Viggó Sigurðs-
son gerði árin 2004 til 2007 og yngir
liðið upp þá mun hann fá kredit fyr-
ir það. Ég er að vona að hann taki tvö
ár í að yngja hópinn upp. Króatar og
Slóvenar hafa gert þetta með góðum
árangri.“
Varðandi breytingar á leikskipulagi
segir viðmælandi blaðsins að Aron
muni örugglega breyta varnarleikn-
um og jafnvel fleiri þáttum í leik
liðsins. „Ég sé hann fyrir mér fara sín-
ar leiðir. Hann mun ekki halda sama
varnarleik til dæmis. Það var fáránlegt
að þetta skyldi virka – þannig séð. Það
spilar ekkert lið þennan varnarleik í
heiminum þannig að ég held að hann
muni koma með einhverjar nýjungar
inn í þetta.“
Ástríðufullur
Aðspurður hvernig karakter Aron hafi
að geyma segir landsliðsmaðurinn
fyrrverandi að Aron sé mikill ástríðu-
maður. „Þegar hann var sjálfur að spila
var hann rosalega blóðheitur. Hann
hefur samt elst vel – eins og gott rauð-
vín. Hann er greindur og skynsamur
og hefur róast með árunum. Hann er
með mikla ástríðu fyrir handbolta;
hann skilur leikinn og er góður stjórn-
andi. Hann fær alla til að virka, er ná-
inn leikmönnum og það kemur til með
að hjálpa.“
Aron hóf þjálfaraferil sinn í meist-
araflokki árið 2004 þegar hann tók
við liði Skjern í Danmörku en hann
lék áður með liðinu og á um það bil
100 landsleiki að baki sem leikmað-
ur. Eftir að hann hætti með Hannover-
Burgdorf árið 2011 tók hann við
Haukaliðinu og gerði það að deildar-
meistara í vor. Landsliðsmaðurinn
fyrrverandi sem DV ræddi við seg-
ir að árangur hans með Hauka á síð-
asta tímabili hafi verið athyglisverður.
„Hann gerði tiltölulega lélegt Haukalið
að frábæru liði. Í fyrra rúlluðu þeir
upp deildinni með nánast sama liði og
var árið áður þegar það gat ekki neitt.
Hann er rosalega góður í að mótivera
leikmenn en það er vissulega svolítið
öðruvísi að mótivera leikmenn í ís-
lensku deildinni en leikmenn lands-
liðsins sem spila í bestu liðum í heimi.“
Erfiðir tímar í nánd
Þó að Aroni sé lýst sem góðum þjálf-
ara segir landsliðsmaðurinn fyrrver-
andi að almenningur verði að stilla
væntingum sínum í hóf. Kynslóða-
skipti séu hjá íslenska landsliðinu
með brotthvarfi Ólafs og nú sé erf-
iður tími til að taka við landsliðinu.
„Það hvílir þvílík ábyrgð á herðum
hans og það er ekki öfundsvert að
taka við liðinu eftir árangurinn sem
Gummi náði. Ég hefði ekki treyst mér
í það sjálfur. Fólk verður að gera sér
grein fyrir því að landsliðið er ekki að
fara í sömu hæðir og það gerði undir
stjórn Gumma þannig að fólk verður
að stilla væntingum í hóf.“
Hann bætir við að Ólafur Stefáns-
son og Guðjón Valur Sigurðsson hafi
ávallt verið bestu leikmenn Íslands á
stórmótum síðustu ára og verið leið-
togar liðsins. Eitt af erfiðustu verk-
efnum Arons verði að finna leikmenn
sem geti verið leiðtogar – sérstaklega
ef Guðjón Valur gefur ekki kost á sér
áfram. „Það þarf sterka karaktera til
að ná árangri og bera þetta uppi. Það
er rosalega mikilvægt að leikmenn
haldi jafnvæginu.“
Viðmælandi blaðsins segist ekki
hafa trú á öðru en að leikmenn
landsliðsins muni taka nýja þjálfar-
anum vel og segir hann að ráðning
Arons hafi legið í loftinu lengi. Allir
sem koma að landsliðinu hafi því vit-
að hver yrði næsti þjálfari fyrir löngu.
„Ég held að þetta sé verst geymda
leyndarmál ársins. Allir í hand-
boltaheiminum vissu að hann væri
að taka við þessu og ég held að allir
séu búnir að sætta sig við það enda
var hann besti kosturinn. Ég held að
hann muni standa sig. Þessi gaur er
fáránlega lunkinn við að ná árangri
og ég hef fulla trú á honum.“
46 Sport 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
Verkefnin sem
eru fram undan
Undankeppni EM 2014
6. riðill
Ísland
Hvíta-Rússland
Rúmenía
Slóvenía
31. september
Ísland – Hvíta-Rússland
4. október
Rúmenía – Ísland
3. eða 4. apríl 2013
Slóvenía – Ísland
6. eða 7. apríl 2013
Ísland – Slóvenía
12. eða 13. apríl 2013
Hvíta-Rússland – Ísland
15. eða 16. júní 2013
Ísland – Rúmenía
HM 2013 á Spáni
B-riðill
Ísland
Makedónía
Katar
Rússland
Danmörk
Chile
12. janúar
Ísland – Rússland
13. janúar
Chile – Ísland
15. janúar
Ísland – Makedónía
16. janúar
Ísland – Danmörk
18. janúar
Ísland – Katar
Stóra prófið Aron var kynntur sem nýr þjálfari landsliðsins á miðvikudag. Hans bíður verðugt verkefni en viðmælendur DV hafa mikla trú á
honum. Mynd EyÞÓr ÁrnaSon
n Aroni Kristjánssyni er lýst sem ástríðufullum toppþjálfara n Smááhyggjur af reynsluleysi
Aron mun fArA
sínAr eigin leiðir
„Fólk verður að
gera sér grein fyr-
ir því að landsliðið er ekki
að fara í sömu hæðir og
það gerði undir stjórn
Gumma þannig að fólk
verður að stilla vænting-
um í hóf.
„Hann er
greindur
og skynsamur
og hefur róast
með árunum
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is