Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Side 54
Bjarni og blámennirnir
n Bjarni Harðarson sýpur enn seyðið af eldfimum ummælum um „blámenn“ í Reykjavík
F
ræg urðu ummæli Bjarna
Harðarsonar, þá upplýsinga-
fulltrúa Jóns Bjarnasonar
fyrrverandi sjávarútvegs -og
landbúnaðarráðherra, um blá-
menn. Sagði hann á málefnafundi
Vinstri grænna um aðild að ESB
árið 2010 að sumir Íslendingar
byggðu andstöðu sína við inn-
göngu í Evrópusambandið á því
að vilja ekki mæta „blámönnum“ á
götu í Reykjavík. Sjálfur gerði hann
ekki athugasemdir við slíka afstöðu
– sagðist vel geta unnið með þeim
sem hefðu uppi slík viðhorf.
Ummælin voru eldfim og því
var meðal annars haldið fram að
Bjarni vildi vinna með rasistum.
Það þótti því mörgum kostulegt
að mæta Bjarna á götu í Reykja-
vík með þeldökkum Frökkum sem
hann aðstoðaði við vinnslu heim-
ildarmyndar. „Þeir eru að vinna
þátt um kynjaverur á Íslandi, álfa
og huldufólk og við erum einmitt
að tala við hana Sigríði Klingen-
berg núna,“ sagði Bjarni í samtali
við blaðamann.
„Þeir eru frá franskri sjónvarps-
stöð, G8 og jú, þetta hefur vakið
athygli og það er bara kostulegt að
súpa enn seyðið af þessu,“ sagði
hann glaður í bragði.
54 Fólk 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
Aðstoðar við gerð heim-
ildarmyndar „Þeir eru frá
franskri sjónvarpsstöð, G8, og jú,
þetta hefur vakið athygli og það
er bara kostulegt að súpa enn
seyðið af þessu,“ sagði Bjarni
glaður í bragði.
Fékk og gaf
á lúðurinn
Halldór Halldórsson – Dóri DNA
– stundar um þessar mundir box
af miklu kappi hjá Box-skólanum.
Halldór hefur lengi haft áhuga á
bardagaíþróttum og meðal annars
séð um að lýsa UFC á Stöð 2 Sport.
Það er eini atvinnuboxari Íslands
fyrr og síðar, Skúli Ármannsson,
sem rekur Box-skólann og þjálfar
þar. Á Facebook-síðu skólans má sjá
Halldór berjast við Sigurð Gústavs-
son ljóðskáld og fráfarandi formann
Orator, félags lögfræðinema við HÍ.
Bardaginn er jafn og spennandi og
skiptast þeir félagarnir, sem báð-
ir eru aldir upp í Mosfellsdalnum,
á að gefa hvor öðrum „nice ones“
eins og Skúli kallar jafnan góð högg.
„Mjög sárir“
„Við vorum mjög sárir eftir tapið,“
segir grínistinn Steindi Jr. um sig og
Auðun Blöndal félaga sinn í nýjasta
tölublaði Monitor. Steindi vísar
þar í þáttinn Evrópska drauminn
þar sem Steindi og Auddi töpuðu
á síðustu metrunum með minnsta
mun. „Við vorum líka búnir að
leggja helling á okkur. Ég var til
dæmis búinn að fara í fallhlífar-
stökk og ég er loft- og flughrædd-
asti maður í heimi.“ Steindi segir þó
sárindin hafa staðið stutt yfir enda
lokakvöldið í Amsterdam á föstu-
degi og ekki hægt annað en að vera
kátur þar. Steindinn er þó ákveðinn
og segist vilja „rematch“ við þá
Sveppa og Pétur Jóhann.
Hús fyrir 100
milljónir
Heiðar Helguson hefur keypt sér
hús á Sunnuvegi í Reykjavík sem
kostaði litlar 100 milljónir króna.
Frá þessu greinir Fréttablaðið en
íþróttamaður ársins spilar nú með
Cardiff City eftir að hafa fært sig
um set frá QPR þar sem hann átti
stórgott tímabil framan af en var
mikið meiddur eftir áramót. Heið-
ar hittir fyrir aðra knattspyrnugoð-
sögn á Sunnuveginum en þar á
Ríkharður Daðason einnig hús en
hann þótti standa sig með prýði
í EM-sjónvarpi RÚV í sumar og
aldrei að vita nema Ríkharður verði
áberandi á skjánum næstu árin.
„Var alltaf
í góðu skapi“
T
ony var alltaf í góðu skapi og
það var alltaf frábært and-
rúmsloft í kringum myndirnar
hans,“ segir kvikmyndafram-
leiðandinn Sigurjón Sighvats-
son um vin sinn Tony Scott sem nú-
verið féll fyrir eigin hendi. Sigurjón og
Tony kynntust þegar leikstjórinn var
að vinna að frægustu mynd sinni, Top
Gun, árið 1986. „Það var mjög gaman
að vinna með Tony og í gegnum árin
óx með okkur kunningsskapur,“ en
minnstu munaði að Sigurjón tæki að
sér að stýra stórfyrirtæki Tony og bróð-
ur hans Ridley Scott.
„Ég framleiddi tónlistarmynd-
böndin við lögin í Top Gun,“ segir Sig-
urjón um hvernig hann kynntist Tony.
„Ég hafði þá nýlega stofnað fyrirtækið
mitt, Propaganda films, og var frekar
nýr í bransanum en einhver mælti
með mér við Tony,“ en Sigurjón gerði
meðal annars myndböndin við hina
ódauðlegu smelli Take My Breath
Away og Dangerzone. Það fyrrnefnda
hlaut bæði Óskarsverðlaun og Golden
Globe-verðlaun auk fjölda annarra
verðlauna. „Það má segja að þetta hafi
verið með fyrstu skiptunum þar sem
tónlist úr kvikmynd sló svona rosalega
í gegn.“
Sigurjón segir að vinnudagarn-
ir með Tony hafi alltaf verið langir en
þrátt fyrir það hélt hann alltaf góð-
um móral á vinnustað. „Eins og ég
sagði þá var alltaf frábært andrúms-
loft í kringum Tony og alltaf mikið af
góðu fólki,“ en Tony gerði auk Top Gun
myndir eins og Days of Thunder, True
Romance, Crimson Tide og Deja Vu.
Tony er bróðir stórleikstjórans
Ridley Scott sem var hér á landi í fyrra
að taka upp myndina Prometheus en
Tony var einn framleiðenda hennar.
„Þeir báðu mig um að reka fyrirtækið
sitt Scott Free árið 1999 og samninga-
viðræðurnar um það voru langt á veg
komnar. En svo gekk það ekki upp. Ég
var þarna sem maður Tony´s og það
hefði getað orðið erfitt starfsumhverfi
þar sem Ridley var svona stærri bróð-
irinn í þessu fyrirtæki. Þannig að um-
boðsmennirnir mínir mæltu ekki með
því.“
Sigurjón segir að fráfall Tony hafi
komið mjög á óvart. „Maður trúði því
ekki að eitthvað svona gæti komið fyr-
ir Tony,“ segir Sigurjón en leikstjór-
inn svipti sig lífi með því að stökkva
fram af Vincent Thomas-brúnni í
San Pedro. „Maður er ekki alveg bú-
inn að setja þetta saman ennþá. Þetta
er frekar mikið sjokk.“ Sigurjón segir
Tony hafa verið ungan í anda og alltaf
vel á sig kominn líkamlega. „Hann
var mikill klifurgarpur og alltaf í rosa
formi,“ sagði Sigurjón að lokum um
Tony en hann verður borinn til graf-
ar við einkaathöfn í Los Angeles um
helgina. Tony skilur eftir sig eiginkonu
og tvo syni.
asgeir@dv.iss
n Sigurjón Sighvats um Tony Scott n Var boðið að stýra Scott Free
Tony Scott Gerði auk Top Gun myndir
eins og Days of Thunder, True Romance,
Crimson Tide og Deja Vu.
Ridley Scott Kveður
bróður sinn hinsta
sinni um helgina.
Sigurjón Sighvats
Kynntist Tony í
kringum Top Gun.