Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 4
4 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Gælir við þingframboð n Gunnar I. Birgisson hefur ekki tekið ákvörðun M enn hafa rætt það við mig en ég er ekki búinn að taka ákvörðun,“ segir Gunn- ar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, aðspurður hvort hann ætli sér í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins fyrir alþingiskosn- ingar. Hann bætir við:  „Ég hef enga ákvörðun tekið um það.“ Gunnar er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi en það var fyrir þremur árum sem hann lét af störfum sem bæjarstjóri Kópavogsbæjar eftir umfjöllun um viðskipti sveitarfélags- ins við útgáfufyrirtækið Frjálsa miðl- un. Framsóknarmenn í Kópavogi höfðu þá krafist þess að Gunnar viki úr bæjarstjórastólnum eftir að upp- lýsingar lágu fyrir um tugmilljóna við- skipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans Frjálsa miðlun. Gunnar fór í prófkjörsslag við Ár- mann Kr. Ólafsson, núverandi bæjar- stjóra Kópavogsbæjar, um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en Ármann hafði betur í þeirri baráttu og lenti Gunnar í þriðja sæti á lista flokksins. Í maí síðastliðnum var hann dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdra störfum hans fyrir Lífeyrissjóð starfs- manna Kópavogs. Féll dómur um málið í Héraðsdómi Reykjaness en þar var hann dæmdur ásamt Sigrúnu Ágústu Bragadóttur fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýs- ingar um lánveitingar lífeyrissjóðsins til bæjarsjóðs Kópavogsbæjar. Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins og Sig- rún Ágústa framkvæmdastjóri. R íkisbankinn Landsbankinn hf. afskrifaði rúmlega millj- arð króna af 1.800 milljóna króna skuldum pítsukeðj- unnar Domino’s þegar fyr- irtækið var selt til Birgis Bieltvedt og meðfjárfesta hans í fyrra. Þetta kem- ur fram í ársreikningi móðurfélags Domino’s á Íslandi, Pizza-Pizza ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í lok ágúst síðast- liðins. Orðrétt segir í ársreikningnum um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins: „Nettó áhrifin af fjárhags- legu endurskipulagningunni eru 1.069 millj.kr. og eru sýnd sérstaklega í rekstrarreikningi.“ Birgir Bieldvedt hafði átt Dom- ino’s á Íslandi um árabil áður en hann keypti fyrirtækið í fyrra og var hluti af skuldunum tilkominn í eigenda- tíð hans. Árið 2005 seldi Birgir pítsu- keðjuna til Magnúsar Kristinssonar, fjárfestis og útgerðarmanns í Eyjum. Þá þegar var fyrirtækið orðið mjög skuldsett. Í ársreikningi Pizza-Pizza það ár kom fram að heildarskuld- ir félagsins hefðu aukist um milljarð á milli ára – farið úr 200 milljónum króna og upp í 1.200 milljónir. Þessi mikla skuldsetning hvíldi á félaginu næstu árin á eftir. Hagnaður upp á nærri 900 milljónir Vegna áhrifa fjárhagslegrar endur- skipulagningar Domino’s – niður- fellingar á skuldum félagsins – skil- aði Pizza-Pizza hagnaði upp á 885 milljónir króna í fyrra. Tekjur Pizza- Pizza námu rúmlega 1.855 milljón- um og skilaði félagið ríflega 30 millj- óna króna hagnaði áður en tekið er tillit til bókfærðs hagnaðar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Því var hagnaður af rekstri Domino’s á Íslandi í fyrra sem er breyting frá árinu 2010 þegar tap var á rekstrinum upp á nærri 17 milljón- ir króna. Heildarskuldir Pizza-Pizza í árs- lok 2011 námu rúmlega 526 milljón- um króna en höfðu numið rúmlega 1.824 milljónum í árslok 2010. Miðað við ársreikning Pizza-Pizza er Dom- ino’s á Íslandi komið aftur á beinu brautina í kjölfar efnahagshrunsins, afskrifta og eigendabreytinga. Birgi stór hluthafi Í ársreikningnum kemur auk þess fram að stærsti birgir Pizza-Pizza ehf., Nautica ehf., sé jafnframt ann- ar af stærstu hluthöfum félagsins. Birgir Bieltvedt á Eyju fjárfestingar- félag, sem á 55 prósenta hlut í Domino’s, en Nautica á 35 pró- senta hlut. Eigendur Nautica eru Högni Pétur Sigurðsson og Sigurð- ur S. Pétursson og tveir Þjóðverjar. Skuldir Pizza-Pizza eru að hluta til við Nautica. Nautica er íslenskt eignarhalds- félag sem sérhæfir sig í heildsölu á matvörumarkaði. Félagið er í eigu sömu aðila og þýska fyrirtæk- ið Intertrade Sigurdsson & Partner í Hamborg í Þýskalandi en það fyr- irtæki sérhæfir sig meðal annars í heildsölu á matvöru til Domino’s- pítsustaða. Í ársreikningi félagsins kemur fram að eignarhluturinn í Domino’s er bókfærður á 91 milljón króna. Félagið á eignir upp á rúm- lega 194 milljónir króna og skuldar rúmlega 57 milljónir. Afskrifuðu milljArð hjá Domino’s pizzA n Domino‘s komið á beinu brautina eftir afskriftir og eigendabreytingar„Nettó áhrifin af fjárhagslegu endurskipulagningunni eru 1.069 millj.kr. og eru sýnd sérstaklega í rekstr- arreikningi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Afskriftir staðfestar Afskriftir Domino’s á Íslandi eru staðfestar í ársreikningi móðurfélags pítsukeðjunnar. Birgir Bieltvedt var eigandi Domino‘s til ársins 2005 og stofnaði til skuldanna að hluta og keypti félag- ið svo aftur í fyrra. Hagfræðingur hrósar stjórninni Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í New York, segir óvinsældir ríkisstjórn- arinnar vera einkennilegar í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið. Hann segir núverandi ríkisstjórn hafa kom- ið mörgum stórum og mikilvæg- um málum í gegn á skömmum tíma. Þetta skrifar hann í grein í Fréttablaðið á fimmtudag þar sem hann segir: „Ísland er í ótrúlega góðri stöðu í dag aðeins þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem þessi ríkisstjórn tók eiga mik- inn þátt í þessum viðsnúningi. Ég vona að hún njóti sannmælis hvað það varðar.“ Jón var efnahagsráð- gjafi Geirs Hilmars Haarde, sem gegndi forsætisráðherraemb- ættinu þegar hrunið varð. Þá nefn- ir hann þá aðgerð stjórnarinnar að hafa rekið Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. „Ég hvet lesend- ur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri.“ Selja Hús- gagnahöllina Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við Byko, og fjölskylda hans, hafa ákveðið að selja Hús- gagnahöllina úr Norvikur-versl- unarveldinu. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Húsgagnahöll- in var í eigu Norvikur sem á með- al annars Byko, Elko, Intersport og Kaupás sem rekur Nóatún og Krónuna. Kaupendur eru að sögn Viðskiptablaðsins bræðurnir Guð- mundur Gauti og Egill Reynisson sem eiga verslanirnar Betra bak og Dorma. Kaupverðið er ekki gef- ið upp en í umfjöllun Viðskipta- blaðsins kemur fram að Hús- gagnahöllin hafi ekki þótt „passa inn í púsluspil Norvikur“ og því var ákveðið að selja. Einnig kemur fram að húsnæði Húsgagnahallar- innar, sem Kaupás keypti upphaf- lega árið 2000, verði áfram í eigu Norvikur. Á þing? Orðrómur hefur verið uppi um að Gunnar stefni á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.