Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Gælir við þingframboð n Gunnar I. Birgisson hefur ekki tekið ákvörðun M enn hafa rætt það við mig en ég er ekki búinn að taka ákvörðun,“ segir Gunn- ar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, aðspurður hvort hann ætli sér í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins fyrir alþingiskosn- ingar. Hann bætir við:  „Ég hef enga ákvörðun tekið um það.“ Gunnar er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi en það var fyrir þremur árum sem hann lét af störfum sem bæjarstjóri Kópavogsbæjar eftir umfjöllun um viðskipti sveitarfélags- ins við útgáfufyrirtækið Frjálsa miðl- un. Framsóknarmenn í Kópavogi höfðu þá krafist þess að Gunnar viki úr bæjarstjórastólnum eftir að upp- lýsingar lágu fyrir um tugmilljóna við- skipti bæjarins við fyrirtæki dóttur hans Frjálsa miðlun. Gunnar fór í prófkjörsslag við Ár- mann Kr. Ólafsson, núverandi bæjar- stjóra Kópavogsbæjar, um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en Ármann hafði betur í þeirri baráttu og lenti Gunnar í þriðja sæti á lista flokksins. Í maí síðastliðnum var hann dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í sekt vegna brota tengdra störfum hans fyrir Lífeyrissjóð starfs- manna Kópavogs. Féll dómur um málið í Héraðsdómi Reykjaness en þar var hann dæmdur ásamt Sigrúnu Ágústu Bragadóttur fyrir að hafa veitt Fjármálaeftirlitinu rangar upplýs- ingar um lánveitingar lífeyrissjóðsins til bæjarsjóðs Kópavogsbæjar. Gunnar var stjórnarformaður sjóðsins og Sig- rún Ágústa framkvæmdastjóri. R íkisbankinn Landsbankinn hf. afskrifaði rúmlega millj- arð króna af 1.800 milljóna króna skuldum pítsukeðj- unnar Domino’s þegar fyr- irtækið var selt til Birgis Bieltvedt og meðfjárfesta hans í fyrra. Þetta kem- ur fram í ársreikningi móðurfélags Domino’s á Íslandi, Pizza-Pizza ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í lok ágúst síðast- liðins. Orðrétt segir í ársreikningnum um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins: „Nettó áhrifin af fjárhags- legu endurskipulagningunni eru 1.069 millj.kr. og eru sýnd sérstaklega í rekstrarreikningi.“ Birgir Bieldvedt hafði átt Dom- ino’s á Íslandi um árabil áður en hann keypti fyrirtækið í fyrra og var hluti af skuldunum tilkominn í eigenda- tíð hans. Árið 2005 seldi Birgir pítsu- keðjuna til Magnúsar Kristinssonar, fjárfestis og útgerðarmanns í Eyjum. Þá þegar var fyrirtækið orðið mjög skuldsett. Í ársreikningi Pizza-Pizza það ár kom fram að heildarskuld- ir félagsins hefðu aukist um milljarð á milli ára – farið úr 200 milljónum króna og upp í 1.200 milljónir. Þessi mikla skuldsetning hvíldi á félaginu næstu árin á eftir. Hagnaður upp á nærri 900 milljónir Vegna áhrifa fjárhagslegrar endur- skipulagningar Domino’s – niður- fellingar á skuldum félagsins – skil- aði Pizza-Pizza hagnaði upp á 885 milljónir króna í fyrra. Tekjur Pizza- Pizza námu rúmlega 1.855 milljón- um og skilaði félagið ríflega 30 millj- óna króna hagnaði áður en tekið er tillit til bókfærðs hagnaðar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Því var hagnaður af rekstri Domino’s á Íslandi í fyrra sem er breyting frá árinu 2010 þegar tap var á rekstrinum upp á nærri 17 milljón- ir króna. Heildarskuldir Pizza-Pizza í árs- lok 2011 námu rúmlega 526 milljón- um króna en höfðu numið rúmlega 1.824 milljónum í árslok 2010. Miðað við ársreikning Pizza-Pizza er Dom- ino’s á Íslandi komið aftur á beinu brautina í kjölfar efnahagshrunsins, afskrifta og eigendabreytinga. Birgi stór hluthafi Í ársreikningnum kemur auk þess fram að stærsti birgir Pizza-Pizza ehf., Nautica ehf., sé jafnframt ann- ar af stærstu hluthöfum félagsins. Birgir Bieltvedt á Eyju fjárfestingar- félag, sem á 55 prósenta hlut í Domino’s, en Nautica á 35 pró- senta hlut. Eigendur Nautica eru Högni Pétur Sigurðsson og Sigurð- ur S. Pétursson og tveir Þjóðverjar. Skuldir Pizza-Pizza eru að hluta til við Nautica. Nautica er íslenskt eignarhalds- félag sem sérhæfir sig í heildsölu á matvörumarkaði. Félagið er í eigu sömu aðila og þýska fyrirtæk- ið Intertrade Sigurdsson & Partner í Hamborg í Þýskalandi en það fyr- irtæki sérhæfir sig meðal annars í heildsölu á matvöru til Domino’s- pítsustaða. Í ársreikningi félagsins kemur fram að eignarhluturinn í Domino’s er bókfærður á 91 milljón króna. Félagið á eignir upp á rúm- lega 194 milljónir króna og skuldar rúmlega 57 milljónir. Afskrifuðu milljArð hjá Domino’s pizzA n Domino‘s komið á beinu brautina eftir afskriftir og eigendabreytingar„Nettó áhrifin af fjárhagslegu endurskipulagningunni eru 1.069 millj.kr. og eru sýnd sérstaklega í rekstr- arreikningi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Afskriftir staðfestar Afskriftir Domino’s á Íslandi eru staðfestar í ársreikningi móðurfélags pítsukeðjunnar. Birgir Bieltvedt var eigandi Domino‘s til ársins 2005 og stofnaði til skuldanna að hluta og keypti félag- ið svo aftur í fyrra. Hagfræðingur hrósar stjórninni Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í New York, segir óvinsældir ríkisstjórn- arinnar vera einkennilegar í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið. Hann segir núverandi ríkisstjórn hafa kom- ið mörgum stórum og mikilvæg- um málum í gegn á skömmum tíma. Þetta skrifar hann í grein í Fréttablaðið á fimmtudag þar sem hann segir: „Ísland er í ótrúlega góðri stöðu í dag aðeins þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem þessi ríkisstjórn tók eiga mik- inn þátt í þessum viðsnúningi. Ég vona að hún njóti sannmælis hvað það varðar.“ Jón var efnahagsráð- gjafi Geirs Hilmars Haarde, sem gegndi forsætisráðherraemb- ættinu þegar hrunið varð. Þá nefn- ir hann þá aðgerð stjórnarinnar að hafa rekið Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. „Ég hvet lesend- ur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri.“ Selja Hús- gagnahöllina Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við Byko, og fjölskylda hans, hafa ákveðið að selja Hús- gagnahöllina úr Norvikur-versl- unarveldinu. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Húsgagnahöll- in var í eigu Norvikur sem á með- al annars Byko, Elko, Intersport og Kaupás sem rekur Nóatún og Krónuna. Kaupendur eru að sögn Viðskiptablaðsins bræðurnir Guð- mundur Gauti og Egill Reynisson sem eiga verslanirnar Betra bak og Dorma. Kaupverðið er ekki gef- ið upp en í umfjöllun Viðskipta- blaðsins kemur fram að Hús- gagnahöllin hafi ekki þótt „passa inn í púsluspil Norvikur“ og því var ákveðið að selja. Einnig kemur fram að húsnæði Húsgagnahallar- innar, sem Kaupás keypti upphaf- lega árið 2000, verði áfram í eigu Norvikur. Á þing? Orðrómur hefur verið uppi um að Gunnar stefni á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.