Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 36
Álfar út úr hól 36 Menning 28.–30. september 2012 Helgarblað L ífið er erfitt en með því að hafa húmor fyrir því öðlastu hæfi- lega fjarlægð til að geta hlegið að hörmungunum. Einhvern veginn þannig lýsti leikstjór- inn Sólveig Anspach hugmynd- um sínum um lífið í viðtali við Fred Channel á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í þessum mánuði. Nýjasta kvikmynd Sólveigar er Queen of Montreuil, opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, er einmitt tragíkómedía þar sem húmornum er beitt til þess að varpa ljósi á sorglegan harmleik. Aska í keri Myndin gerist snemmsumars þegar Agathe (Florence Loiret-Calle) er ný- komin aftur heim til sín í Montreuil, úthverfi Parísar sem er vinsælt á meðal listamanna sökum þess hve ódýrt er að búa þar. Agathe, sem er rúmlega þrítug kvikmyndagerðarkona, er á leiðinni aftur í hverfið sitt eftir að hafa misst eiginmanninn í bílslysi úti í heimi. Þar sem hún situr sorgmædd á flugvellinum í upphafi myndar, með ösku fyrrum mannsins í eftirminni- legu keri, hittir hún fyrir íslensku mæðginin Önnu (Didda Jónsdóttir) og Úlf (Úlfur Ægisson). Þau eru einhvers- konar efnahagslegir flóttamenn, sem festust í París þegar flugfélagið þeirra fór á hausinn rétt eins og íslenska efna- hagskerfið allt. Mæðginin fá inni hjá Agathe og í kjölfarið upphefst vægast sagt furðuleg atburðarás þar sem Úlfur verður náinn sæljóni og Anna fær starf sem kranamaður. Boðskapur myndarinnar virðist vera sá að taka lífinu með ró, sleppa því að æsa sig og gefa kæruleysinu lausan tauminn. Þannig ná mæðgin- in með nærveru sinni smám saman að hjálpa Agathe að komast yfir andlát eiginmannsins. Hrunið Þannig fjallar kvikmyndin um hrunið, hið efnahagslega rétt eins og hið persónulega, og mismunandi leiðir til þess að takast á við það. Þrátt fyrir hinn alvarlega tón sem andlát eiginmanns Agathe setur í upphafi er aldrei langt í hinar spaugilegu hlið- ar. Þannig eru íslensku mæðginin eins og álfar út úr hól inni á heimili Agathe, og úr takti við hinn sorglega veruleika hennar. Anna gerir til að mynda fátt annað en að reykja vel feitar jónur heilu og hálfu dagana eða alveg þangað til hún fær vinnu sem kranamaður. Óvissan um hvenær þau komist loksins heim til Íslands virðist engin áhrif hafa á mæðginin en þeim virð- ist alveg sama hversu lengi þau þurfa að hanga í annarra manna íbúð í Frakklandi. Í kæruleysislegu hangsi sínu gengur allt upp, þau finna sér vinnu í hverfinu, Úlfur í þvottahúsi og Anna uppi í byggingarkrana, og finna sig á þessum nýja stað í lífinu þar sem allt gengur upp. Þetta er fög- ur fantasía en hún verður einhverra hluta vegna nokkuð einfeldnings- leg og ótrúverðug í Drottningunni í Montreuil. Yfirtaka Diddu Kvikmyndataka og klipping eru til fyrirmyndar. Florence Loiret-Caille sýnir afspyrnu góðan leik alla myndina og heldur henni í rauninni uppi með öllum þeim tilfinninga- skala sem hún fer í gegnum. Það er til að mynda afar eftirminnilegt at- riði nærri enda myndarinnar þar sem hún skelfur úti í horni á baðher- berginu sínu. Þrátt fyrir góðar, ferskar og skemmtilegar hugmyndir tókst ekki að gera þessa kvikmynd eins góða og hægt hefði verið. Í fyrrnefndu viðtali á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum var Sólveig spurð út í persónuna sem Didda Jónsdóttir leikur og hvort hún ætti sér einhverja fyrirmynd. Svar Sólveigar var á þá leið að fyrirmyndin væri Didda sjálf, einstakur karakter sem hún vildi færa á hvíta tjaldið. Kannski liggur galli myndarinn- ar einmitt í því. Didda Jónsdóttir er keyrð eins og hún leggur sig inn í kvikmynd þar sem hún tekur yfir rýmið með öllum sínum kostum og göllum. Alveg eins og álfur út úr hól, sem virkar stundum en stundum hreint ekki. Úlfur stendur sig ágæt- lega sem Úlfur en leikstjórinn hefði ef til vill mátt leikstýra mæðginun- um meira. Þá hefði mögulega verið hægt að sjá þessa tvo heima renna á náttúrulegri hátt saman, hina til- finningasömu frönsku Agathe, og hin óútreiknanlegu íslensku mæðgin. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Bíómynd Drottningin í Montreuil Leikstjórn: Sólveig Anspach Leikarar: Florence Loiret-Caille, Didda Jóns- dóttir, Úlfur Ægisson, Eric Caruso Handrit: Sólveig Anspach og Jean-Luc Gaget Kvikmyndataka: Isabelle Razavet Tónlist: Martin Wheeler Í úthverfi í París Drottningin í Montreuil gerist í úthverfi í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.