Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 6
Kæra lögð fram út af bóKhaldsKerfinu Rannsóknin hófst í maí n Hópur Íslendinga handtekinn í Danmörku vegna dópsmygls D eild innan dönsku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæp- astarfssemi hóf að rannsaka um- fangsmikið smyglmál sem teygir anga sína til Íslands í lok maí á þessu ári. Rannsóknin var unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld á Íslandi og í Nor- egi en grunur lék á að hópur Íslendinga væri ítrekað að smygla eiturlyfjum inn til Norðurlandanna. „Rannsóknin leiddi fljótt í ljós að höfuðpaurinn í málinu er 38 gamall Íslendingur sem býr á Spáni, “ segir Steffen Thaaning Steffensen, yfirmað- ur í deild sem rannsakar skipulagða glæpi innan dönsku lögreglunnar. Um 16. ágúst síðastliðinn kom í ljós að nokkrir aðilar innan smygl- hringsins höfðu farið til Hollands til að undirbúa eiturlyfjasmygl. Þegar þeir lentu í Danmörku var burðardýrið, 54 ára karlmaður frá Chile með franskan ríkisborgararétt, veitt eftirför og í kjöl- farið handtekinn. Í bifreið hans fundust 12 kíló af am- fetamíni í 1 kílóa pakkningum sem geymdar voru undir sæti bifreiðarinn- ar. Í byrjun september kom í ljós að fleiri aðilar sem tengjast málinu hefðu aftur farið til Hollands og þann 13. september voru tveir ungir Íslendingar handteknir er þeir keyrðu yfir landa- mæri til Haslev á Sjálandi. Þar fundust 22 kíló af amfetamíni og 0,6 kíló af e- töflum. Hinn meinti höfuðpaur, Guð- mundur Ingi Þóroddson var handtek- inn í kjölfarið ásamt Íslendingum á aldrinum 28–34 ára. Auk eiturlyfjanna var lagt hald á 9 mm skammbyssu. n 6 Fréttir Fíkniefni Hluti eiturlyfjanna sem fundust falin í bifreið Íslendinganna. Róbert Wessman fjárfestir: „Hef engar afskriftir fengið“ Róbert Wessman hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöll- unar Morgunblaðsins um um- talsverðar afskriftir hans hjá ís- lenskum fjármálastofnunum. Í yfirlýsingu Róberts kem- ur fram að Morgunblaðið greini frá því að íslenskir fjárfestar eigi umtalsverða fjármuni er- lendis og hafi flutt þá til lands- ins með afslætti í gegnum fjár- festingaleið Seðlabankans. Vill Róbert meina að þar sé gefið til kynna að hann eigi þar í hlut. Í yfirlýsingunni fullyrðir Róbert að hann hafi engar af- skriftir fengið hjá íslenskum fjármálastofnunum. Jafnframt að hann hafi ekki flutt fjármuni til landsins eins og greint er frá í umfjöllun blaðsins. Róbert segist hafa farið þess á leit við ábyrgðarmenn frétt- arinnar að leiðrétta hana og jafnframt biðjast afsökunar á umræddri umfjöllun en við því hafi ekki verið orðið. Með rang- zfærslum Morgunblaðsins hafi gróflega verið vegið að mann- orði hans. „Ég staðfesti hér með að ég hef engar afskriftir fengið hjá íslenskum fjármálastofnunum. Jafnframt hef ég ekki flutt fjár- muni til landsins eins og greint er frá í umfjöllun blaðsins. Lyfja- fyrirtækið Alvogen, sem ég veiti forstöðu og tengd félög hafa hins vegar flutt fjármuni til Ís- lands í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa þeir fjármunir verið nýttir til upp- byggingar félagsins á Íslandi. Í því samhengi má benda á að frá því Alvogen hóf starfsemi sína hér á landi hafa skapast um 20 ný störf. Með rangfærsl- um Morgunblaðsins er gróf- lega vegið að mannorði mínu. Ég hef í dag ítrekað óskað eftir leiðréttingu blaðsins og frétta- vefs þess, mbl.is, en við því hef- ur ekki verið orðið,“ segir meðal annars í tilkynningunni. K æra hefur verið lögð fram hjá sérstökum saksóknara og embætti ríkislögreglustjóra á hendur Ríkisféhirði, Fjár- sýslu ríkisins og Ríkisendur- skoðun vegna gruns um lögbrot við notkun á fjárhags- og mannauðskerf- inu Oracle. Kæran snýst um meint brot á lögum 145/1994 um bókhald og óréttmæta áritun ársreiknings Framkvæmdasýslu ríkisins. Kastljós- ið hefur síðustu daga fjallað ítarlega um kerfið og kostnað skattgreiðenda af því sem fór langt fram úr áætlun- um. Kæra barst embættunum tveim- ur síðdegis í gær. DV hefur ekki heim- ildir fyrir því hver lagði kæruna fram. Inntakið í kærunni er að bók- haldsupplýsingar í Oracle-kerfinu – sem kallaði er Orri í daglegu tali – stemmi ekki við opinbert bókhald Framkvæmdasýslu ríkisins, nán- ar tiltekið ársreikning ársins 2009. „Kæra á hendur Ríkisféhirði, Fjár- sýslunni og Ríkisendurskoðun vegna gruns um brot á lögum nr. 145/1994 um bókhald og óréttmæta áritun ársreiknings Framkvæmdasýslu. […] Meðfylgjandi gögn eru tilvísun til fylgiskjala sem stemma ekki við bókhald Framkvæmdasýslu ríkisins vegna þess að færslunum í grunnin- um sjálfum hefur verið breytt. Um er að ræða bókhaldsgögn í Oracle- kerfi ríkisins, þ.e. fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins í umsjá Fjár- sýslunnar.“ DV ræddi á fimmtudag við yfir- mann hjá einni af stofnunum sem kærðar eru en hann sagði stofnun- ina ekki hafa neina vitneskju um kæruna. Viðskipti upp á hundruð milljóna króna Með kærunni eru tilgreindar bók- haldsfærslur upp á mörg hundr- uð milljónir króna þar sem engin skönnuð skjöl eru sögð vera til í Oracle-kerfinu til að bakka viðkom- andi færslur upp. Um er að ræða færslur vegna greiddra reikninga hjá hinu opinbera, meðal annars greiðslu á lögfræðikostnaði, símakostnaði, lyfj um og öðru í þeim dúr. Hæsta færsl an, sem engin skönnuð fylgiskjöl eru sögð vera fyrir, er 380 milljóna færsla vegna lögfræðikostnaðar. Kærandinn í málinu telur að þetta sé lögbrot: „Ofangreind hátt- semi er hér með tilkynnt til embætt- is sérstaks saksóknara og ríkislög- reglustjóra og þess óskað að fram fari rannsókn þegar í stað. Bent skal á að til þess að afla sönnunargagna þarf að sannreyna log-skrár Oracle-hug- búnaðarins og skoða beint meðfylgj- andi tilvísanir. Til að tryggja rann- sóknarhagsmuni er áríðandi að ekki verði gefinn tími til yfirhylminga eða breytingartilrauna.“ Í kærunni er ekki útskýrt sérstak- lega af hverju líklegt sé að ekki séu til nein skönnuð fylgiskjöl með færsl- unum í Oracle-bókhaldskerfinu. Hið meinta lögbrot er því ekki útskýrt ná- kvæmlega. Staðfesting frá Ríkisendurskoðun Með kærunni fylgdi einnig tölvu- póstur frá starfsmanni Ríkisendur- skoðunar, sem unnið hefur skýrslu um Oracle-kerfið á síðastliðnum árum, líkt og kom fram í Kastljósi, þar sem hann segir að umrædd fylgi- skjöl vanti í bókhaldskerfið. Skortur- inn á umræddum skjölum er líklega umfjöllunarefni í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Oracle-kerfið. „Meðf. listi yfir vöntun á skönnuðum skjöl- um skv. úttekt,“ segir í tölvupóstinum sem er frá 2. desember 2010. Fyrirvari við ársreikning Þar sem kæran beinist gegn meint- um brotum í ársreikningi Fram- kvæmdasýslu ríkisins árið 2009 ber að nefna að í þeim reikningi er að finna fyrirvara við reikninginn vegna þess að skipt hafi verið um bókhaldskerfi á árinu. Þar kemur fram að afstemmingar á milli nýja Oracle-kerfisins og gamla Navision- bókhaldskerfisins hafi reynst mikl- ar: „Eins og fram kom í inngangi að þessari ársskýrslu skipti Fram- kvæmdasýslan á árinu úr Navision bókhaldskerfinu yfir í bókhaldskerfi ríkisins, sem ber nafnið Oracle – eða Orri í daglegu máli. Þrátt fyrir vand- aðan undirbúning í samvinnu við Skýrr og Fjársýslu ríkisins reyndist þessi innleiðing á Oracle til muna erfiðari en ráð hafði verið fyrir gert og hafa vandkvæði við afstemm- ingar milli kerfanna tveggja verið gríðarlega mikil.“ Þessi staðreynd gæti skýrt vöntunina á skönnuð- um fylgiskjölum með færslunum í Oracle-kerfinu. Af þessum sökum var ársreikn- ingur fyrir árið 2009 ekki gefinn formlega út þar sem Ríkisendur- skoðun náði ekki að endurskoða bókhald Framkvæmdasýslunnar og því þarf að skoða reikninginn með fyrirvara um þetta: „Vegna framan- greindra vandkvæða við afstemm- ingar hafði Ríkisendurskoðun ekki tök á að ljúka endurskoðun á bók- haldi Framkvæmdasýslunnar fyrir árin 2009 og 2010 fyrr en í ársbyrj- un 2012 og í ljósi þessara miklu tafa tók Ríkisendurskoðun ákvörðun um að gefa ekki formlega út ársreikning fyrir Framkvæmdasýsluna fyrir árið 2009.“ Þessi staðreynd kann að skipta máli við meðferð kærunnar hjá sér- stökum saksóknara og embætti ríkis- lögreglustjóra. n n Fylgiskjöl sögð vanta til að útskýra hundraða milljóna viðskipti Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ofangreind hátt- semi er hér með tilkynnt til embættis sér- staks saksóknara og rík- islögreglustjóra og þess óskað að fram fari rann- sókn þegar í stað. Ríkisendurskoðun kærð Ríkisendurskoðun, sem Sveinn Arason stýrir, er einn af þeim aðilum sem kæran beinist að. Kæran var ekki lögð fram undir nafni. 28.–30. september 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.