Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 35
Menning 35Helgarblað 28.–30. september 2012 „Ásgeir Trausti er ekta eintak af tónlistarmanni.“ „Nístandi fegurð“ Dýrð í dauðaþögn Ásgeir Trausti Kona Tígursins Téa Obrecht „Djúpið er hjartnæmt, ljóðrænt og tæknilega fullkomið verk.“ Djúpið Baltasar Kormákur leggur í ákveðna vinnu og undirbún- ing auk þess sem reynslan hjálpar en í lok dags skiptir mestu máli að vera tilbúinn og að vera í góðu formi þann daginn. Það er hægt að eiga vondan dag og detta út og oft hefur það ekk- ert með það að gera hvort þú eigir minna skilið að verða leikari en ann- ar sem kemst inn. Það er oft sagt við fólk í leiklist að það sé ekkert betra en síðasta verk- ið sem það lék í segir til um. Því mið- ur er það oft þannig. Oftar en ekki gleymist fljótt þegar vel er gert en menn muna lengur það sem illa er gert. Sem er ekkert skrítið og ég er sammála Hávari Sigurjónssyni sem benti á það að þegar menn eru að vinna í atvinnuleikhúsum á að gera kröfu um að menn geri vel. Það á ekki að þykja eftirtektarvert að gera vel heldur þegar menn gera hluti frá- bærlega, já eða ömurlega. Þannig finnst mér að þetta eigi að vera.“ Miðjumoð freistar ekki Ólafur Darri er af mörgum talinn einn af bestu leikurum landsins. Þótt hann hafi útskrifast fyrir 15 árum úr Leiklistarskólanum varð hann ekki áberandi að viti fyrr en síðustu ár. Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið að vaxa og þroskast sem lista- maður áður en hann fór að vekja athygli. „Ég fékk frið til að verða betri í því sem ég geri og naut til þess leið- sögn frábærs fólks sem hjálpaði mér að læra á bransann. Ég hef ver- ið heppinn. Fékk strax nokkur kvik- myndahlutverk eftir útskrift en svo gerðist ekkert í þeim efnum í fimm, sex ár. Þess í stað fór ég að vinna mik- ið í leikhúsinu. Svo langaði mig aft- ur í bíó og fór í rauninni bara og gekk sjálfur í málið; vakti athygli á mér, fór í prufur og fékk nokkur hlutverk. Þannig hefur þetta byggt utan á sig. Það er mjög gott fólk sem hefur sýnt mér tryggð og trúnað þegar kem- ur að vinnu, sem vill vinna með mér eins og ég vil vinna með því,“ segir hann og nefnir sem dæmi Baltasar Kormák, Ragnar Bragason, Óskar Jónasson og Martein Þórsson. Sjálfur segist hann kröfuharðari á sjálfan sig eftir því sem hann eld- ist. „Mér finnst ekki taka því að gera hlutina nema gefa sig alla í þá; nota alla sína orku. Miðjumoð freistar mín ekki. Eftir því sem betur geng- ur getur maður auðvitað frekar valið og hafnað hlutverkum og kannski er tíminn dýrmætari þegar maður eld- ist. Mér finnst ég að miklu leyti búinn að standa mína plikt, það er að segja, búinn að leika mikið og í mörgu. Bú- inn að gera 40 verk á sviði, fyrir utan allt annað.“ Aukahlutverkin skemmtilegri Það eru bara þrjú ár síðan hann fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í bíómynd. „Nú hef ég leikið þrjú aðalhlutverk og langar að fara lengra með það. Samt sem áður stend ég fastur á því að það er skemmtilegra að leika aukahlutverk. Aðal persónan þarf yf- irleitt að fylgja frekar „normal“ línu. Það er gaman að þurfa ekki að vera normal,“ segir Ólafur Darri sem hef- ur leikið víkinga og vonda gæja og allt þar á milli. „Ég hef verið svo ótrú- lega heppinn að ákveðið fólk hef- ur litið fram hjá því hvernig ég lít út. Viðar Eggertsson var fyrsti maðurinn sem gaf mér séns á að leika eitthvað annað en líkaminn eða röddin segir til um og í seinni tíð hefur Baltasar sýnt mér mjög mikið traust,“ segir hann og bætir aðspurður við að lík- lega hafi vaxtarlagið bæði hamlað og hjálpað honum að fá hlutverk. „Sum hlutverk krefjast stórra leikara og svo hef ég örugglega ekki fengið önnur út af því hversu stór ég er. Annars hef ég reynt eins og ég get að skoða ekki viðfangsefnin út frá því hversu vel þau henta mér, hvort ég henti sem aðalleikari. Mín afstaða til listarinnar er sú að ég reyni að þjóna henni. Það eru ákveðnar sögur sem þarf að segja, sem eru mikilvægar fyrir okkur öll. Í þeim sögum er hlut- verk fyrir mig eða ekki. Það breytir því ekki hversu mikilvægt það er að segja þær sögur, ég vil ekki takmarka viðhorf mín að því leyti. Ég er búin að semja um réttinn á Sandárbókinni eftir Gyrði Elíasson sem mig langar til að koma á hvíta tjaldið ásamt fleiri sögum sem ég hef augastað á. Þegar þar að kemur finnst mér litlu skipta hvort ég leiki í þeim myndum, fram- leiði eða leikstýri eða allt þar á milli. Kannski sé ég bara um að elda ofan í liðið, ég er nefnilega ágætur í því.“ Er engan veginn einstakur Hollywoodstjarnan, leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller hefur nú bæst í hóp aðdáenda Ólafs Darra en Stiller birti mynd af leikaran- um á instagram-síðu sinni þar sem hann dásamaði leiklistarhæfileika Ólafs Darra sem leikur hlutverk í kvikmynd Stiller, The Secret Life of Walter Mitty. Hann lék einnig í Hollywood-kvikmyndinni Contra- band undir leikstjórn Baltasar Kormáks. Þrátt fyrir að hafa fengið nasaþef af því hvernig málunum er háttað í kvikmyndaborginni vill Ólaf- ur Darri hvergi vera nema á Íslandi. „Hæfileikarnir hér heima eru á sama leveli og í Hollywood. Það er engin spurning. Við eigum fáránlega mikið af mjög góðum leikunum og starfs- fólkið í kringum myndirnar jafnast á við það besta annars staðar. Það held ég að sé að mörgu leyti vegna smæð- ar þjóðarinnar. Að sjálfsögðu fá ekki allir leikar- ar vinnu en sumir vinna mjög mik- ið. Þeir sem eru heppnir eins og ég. Á þeim 15 árum sem ég hef verið að, hef ég leikið í rúmlega 40 leikritum á sviði og 20 bíómyndum. Ég er sko engan veginn einstakur í þeim efn- um. Við vinnum svo mikið og svo ólík verkefni á stuttum tíma. Úti í Bretlandi eru menn kannski að leika í ákveðnu leikriti í heilt ár eða jafn- vel tvö. Og gera ekkert annað á með- an. Hér leikum við í tveimur og upp í fimm sýningum, bíómynd og tök- um þátt í áramótaskaupinu. Hér er unnið hratt og reynslan sem skil- ar sér er svo dýrmæt að það jafnast ekkert á við hana. Svo er listrænn standard verkefna hér mjög mikill og jafnast á við standardinn á flestum þeim stöðum sem ég hef heimsótt.“ Hollywood freistar ekki „Það freistar mín í rauninni ekkert að fara til Hollywood. Það eina væru þá launin. Peningarnir væru líklega það eina sem gæti fengið mig til þess að reyna fyrir mér í Hollywood. Svo má ekki gleyma því að Hollywood- stjörnur eru bara fólk eins og ég og þú. Eini munurinn er launaseðillinn. Mér finnst ekkert rosalega spenn- andi að vera frægur á Íslandi en sem betur fer eru Íslendingar frábærir hvað þetta varðar. Þeir eru alls ekk- ert óþolandi eða þá ég bara ekki það frægur að það sé verið að angra mig,“ segir hann og bætir við að með Fangavaktinni hafi athyglin sem að honum beindist tekið stakkaskipt- um. „Þetta breyttist á einni nóttu. Allt í einu varð ég frægur. Fyrir þættina kannaðist fólk kannski við mig en núna var ég allt í einu orðinn einhver sem fólki þótti vænt um. „Loðfíllinn“ eins og persónan var kölluð í þáttun- um. Athyglin sem beindist að mér var gífurleg. Ekki að ég upplifi mig svo frægan að ég geti ekki farið í sund eða út í búð en ég finn fyrir ákveðinni athygli. En yfirleitt er hún bara góð. Fólk þakkar manni fyrir og krakkar vilja láta taka mynd af sér með mér. Mér finnst það bara sjálfsagt mál. Annars virðist mér einhvern veginn samfé- lag okkar á Vesturlöndum og kannski bara út um allan heim snúast allt of mikið um frægð. Og við þurfum að passa uppá, sérstaklega unga fólkið okkar í þeim efnum, að það geri sér grein fyrir því að frægð í sjálfu sér er merkingarlaus, það sem skiptir máli er fyrir hvað þú ert frægur. En þetta er skrítið, maður er í þannig starfi sem flestir myndu halda að maður væri algjörlega athygl- issjúkur og vildi helst alltaf vera í sviðsljósinu. Þannig er það ekki og mér finnst athyglin oftast óþægileg og einkalíf mitt er eitthvað sem mér finnst að eigi að vera einka.“ Þakklátur fyrir Lovísu Unnusta Ólafs Darra er dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir en parið á dóttur sem kom í heiminn árið 2010. Eins og áður segir er honum mikið í mun að halda einkalífinu út af fyrir sig en féllst þó á að segja frá því hvernig þau Lovísa kynnt- ust. „Ég hitti hana í Ostabúðinni á Skólavörðustígnum. Hún afgreiddi mig og við áttum saman spjall í gegn- um það. Viku síðar hafði hún ekki farið úr huga mér. Hún hafði heillaði mig algjörlega. Loksins hafði ég mig upp í að hringja í stelpu sem þekkti til henn- ar því ég vildi fá númerið hennar og vildi vita hvort hún ætti kærasta. Ostabúðin spilar því stóran sess í okkar lífi. Þangað förum við ef við viljum gera vel við okkur,“ segir hann og tekur hlæjandi undir að saman minni þau eflaust á Fríðu og dýrið. „Algjörlega. Það er rétt lýsing á okkur. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir Lovísu. Fyrir utan að vera frábær dans ari og mikill listamaður þá er hún bara frábær, yndisleg manneskja og svo góð mamma, eins og ég vissi,“ segir hann og þvertekur fyrir að egó tveggja listamanna rekist illa saman í sambandi. „Alls ekki. Lovísa er jarð- tengingin mín. Ekki það að hún hafi ekki sitt egó og sitt stolt sem lista- maður og allt það. En það eru engir árekstrar okkar á milli. Kannski af því að okkar svið liggja saman en eru samt svo ólík. Við getum stutt hvort annað í okkar listsköpun og það er notalegt að vera með manneskju sem hefur skilning á því að stundum þarf maður að vera í burtu frá fjöl- skyldunni vegna verkefna. Hún þarf að gera það sjálf því hún ferðast mik- ið um heiminn til að sýna. Ég er mjög stoltur af henni.“ Elskar rok og rigningu Ólafur Darri varð að koma sér í form til að leika í Djúpinu. Nú hefur hann misst formið niður en segist alltaf á leiðinni í ræktina. „Ég vil vera í góðu formi því þótt maður sé að gera myndir sem reyna ekki á mann lík- amlega þá þýðir það fjarveru frá heimilislífinu í einn og hálfan til tvo mánuði og það reynir á. Bæði líkam- lega og andlega. Mér finnst skemmti- legt að hreyfa mig og er hjá mínum einkaþjálfara í Laugum og svo ætla ég mér að byrja aftur á að boxa,“ seg- ir hann en bætir við að hann hafi lítið æft íþróttir sem barn. „Ég var eitt- hvað í handbolta og gekk ágætlega. Málið er að ég er í eðli mínu haugur. Er frekar latur og nennti lítið að leggja á mig í skóla. Mesta púðrið fór í fé- lagslífið. En ég sé ekkert eftir því,“ seg- ir hann og bætir við að hann geti vel hugsað sér að hvetja sín börn að feta listabrautina. „Fyrst og fremst mun ég hvetja börnin til að hlusta á sjálf- ið, vera skapandi og listræn. Hreyf- ing er öllum mikilvæg en það að vera skapandi er ekki síður mikilvægt. Mér finnst að það ætti að vera lögð miklu meiri áhersla á sköpun í skólakerfinu.“ Aðspurður um kosti og galla seg- ist hann stundum latur. „Ég er samt ágætur í heimilisverkunum. Ég er heppinn því mamma og pabbi lögðu þar strax línurnar. Ég þríf klósett, vaska upp og þvæ þvotta en finnst leiðinlegt að skúra. Kannski er ég ekkert svo latur. Það er bara eitthvað sem mig langar að vera. Svo get ég líka verið hégómlegur. Það getur ver- ið jafn erfitt að upplifa mikið hrós og upplifa lítið hrós. Maður verður að passa að velgengnin stígi sér ekki til höfuðs. Ég er orðinn betri í þessu. Í dag á ég auðveldara með að viður- kenna þegar ég geri vel og eins þegar hlutirnir eru ekki nógu vel gerðir. Annars held ég að ég sé bara frekar góð manneskja. Í seinni tíð hef ég lagt meiri áherslu á það. Ég reyni að vera jákvæður, segi frá þegar menn gera vel, þakka fyrir mig og býð góðan dag. Ég vil að fólki líði vel í kringum mig. Best líður mér í rign- ingu í fallegu haustveðri. Það finnst mér notalegt. Líka rok og rigning og snjóstormur. Þá getur verið gott að vera bara inni en einnig að klæða sig vel og fara út og vera bara í rugl- inu,“ segir Ólafur Darri og játar því að hann sé mikill Íslendingur. „Þetta er landið mitt og hér líður mér vel. Þetta er líka stórkostlegt land. Einn erlendur félagi minni sagði við mig um daginn að amma hans, sem ekki væri nú þekkt fyrir kvik- myndagerð, gæti tekið kvikmynd hér á landi bara með því að beina kamer- unni eitthvað. Ramminn yrði alltaf fallegur. Það er svolítið til í því.“ n Hollywood heillar ekki Ólafur Darri hefur fengið nasaþef af glamúrnum í kvikmynda- borginni en hann hefur leikið í tveimur Hollywood- myndum. Hann segir peningana það eina sem freisti, hann hafi engan áhuga á heimsfrægð. Darri Ólafur Darri gengur undir nafninu Darri. Hann útskrifaðist sem leikari fyrir 15 árum og er ánægður með að hafa lengi vel fengið að stunda sína list í friði. MynDir EyÞór ÁrnAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.