Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 8
Þ ingið hafði ekki upplýsingar um að fjársýslu- og starfs- mannakerfi ríkisins yrði dýrara en 160 milljónir króna í innkaupum. Engar slíkar upplýsingar komu fram áður en fjár- lagafrumvarp ársins 2001 var sam- þykkt. Í drögum Ríkisendurskoðunar að skýrslu um málið kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá starfs- manni fjárlaganefndar Alþingis hafi engar aðrar upplýsingar legið fyrir en þær sem komu fram í fjárlagafrum- varpinu. Var þingið blekkt? Fjársýslustjóri ríkisins, Gunnar H. Hall, sagði í viðtali við Kastljós á miðvikudag að þær 160 milljónir sem Geir Hilmar Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, hafi farið fram á í fjárlögum fyrir árið 2001 hafi einung- is verið undirbúningskostnaður við útboð kerfisins. Sé hinsvegar litið til þess sem fram kom í fjárlagafrum- varpinu sem lagt var fyrir Alþingi kemur ekkert slíkt fram. Felst þá í orðum fjársýslustjórans að þingið hafi verið blekkt af fjármálaráðherra. Í frumvarpinu segir orðrétt að „gert er ráð fyrir 160 m.kr. framlagi til kaupa og aðlögunar á nýju bókhalds- og starfsmannakerfi fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins“. Þetta kerfi sem þar er lýst var síðar boðið út árið 2001 og gengið til samninga við Skýrr, sem í dag heitir Advania. Sá samningur hljóðaði upp á margfalt hærri upp- hæð. Stangast á við frumvarpið Í tilkynningu sem Fjársýsla ríkisins sendi frá sér vegna umfjöllunar Kast- ljóss frá því á mánudag um kaup rík- isins á kerfinu frá Skýrr sagði að árið 2000 hefði stofnunin farið fram á að fá 160 milljónir til að standa straum af þarfagreiningu og gerð útboðs- gagna. „Upphæðin var eingöngu ætl- uð til undirbúnings á fyrsta hluta verksins,“ segir í yfirlýsingunni sem send var fjölmiðlum. Það stangast á við það sem fram kemur í frum- varpinu líkt og orð fjársýslustjórans í Kastljósi á miðvikudag. Vildi ekki gefa of miklar upplýsingar Í svari Geirs við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi þing- manns og núverandi forsætisráð- herra, um kostnað ríkisins við kaup á kerfinu kemur fram að ástæða þess að ekki var farið fram á hærri kostn- að vegna kaupa á kerfinu hafi verið til að útboðsaðilar tækju ekki mið af þeirri áætlun við gerð tilboða. „Sem fyrr segir var erfitt að áætla stofn- kostnaðinn í upphafi og að auki þótti rétt að hafa fjárheimildir í fjárlögum þannig að væntanlegir bjóðendur gætu ekki notað fjárlögin sem viðmið í tilboðum sínum. Þegar samningur var gerður við Skýrr fékk Fjársýslan 350 millj. kr. á fjáraukalögum 2001 til samræmis við samninginn,“ sagði Geir í svarinu. Þetta rennir ákveðn- um stoðum undir að peningarnir hafi átt að nýtast í undirbúning en af þeim gögnum sem lágu fyrir þegar fjárlögin voru samþykkt var það ekki ástæðan sem Alþingi var gefin. Fleiri ummæli vekja athygli Ljóst er að annað hvort er fullyrðing Gunnars ekki í samræmi við það sem raunverulega var eða að þingið hafi verið blekkt við afgreiðslu fjárlag- anna. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvort ummæli Gunnars um fjár- veitinguna séu réttar. Önnur ummæli Gunnars í við- talinu í Kastljósi á miðvikudag eru villandi eða ekki alveg í samræmi við sannleikann. Til að mynda að rekstrarkostnaður vegna kerfis- ins nemi um 400 milljónum á ári. Samkvæmt fjárlögum síðustu ára kemur hinsvegar skýrt fram að rekstrarkostnaður fjársýslu- og starfsmannakerfisins er nær 500 milljónum en 400. n Fjársýslustjórinn á svig við sannleikann 28.–30. september 2012 Helgarblað8 Fréttir „Í dag er hann um 400 milljónir Það sem kom fram í fjárlagfrumvarpinu „Á þennan fjárlagalið eru færð framlög til reksturs, viðhalds og smíði á tölvukerfum fyrir fjármálakerfi ríkisins. Heildarfjárveiting liðarins hækkar um 135,8 m.kr. en nokkrar breytingar verða á framlögum til einstakra kerfa, bæði til hækkunar og lækkunar. Helsta breytingin frá fjárlögum þessa árs er sú, að gert er ráð fyrir 160 m.kr. framlagi til kaupa og aðlögunar á nýju bókhalds- og starfsmannakerfi fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins. Núverandi fjárhagsbókhaldskerfi og launakerfi voru sérsmíðuðu fyrir 15–20 árum og eru orðin tæknilega úrelt miðað við þá framþróun sem síðan hefur orðið í upplýsingatækni. Ekki er fyrirhugað að láta smíða nýtt bókhaldskerfi sérstaklega fyrir ríkisreksturinn heldur verður leitað eftir stöðluðum kerfum sem þegar eru fyrir hendi, ásamt viðeigandi aðlögun, í útboði á verkefninu.“ n Fjögur atriði í máli Gunnars Hall villandi „Ég tel það vera,“ sagði Gunnar aðspurður hvort besta kerfið hafi verið valið. Starfshópur sem valdi kerfið var sammála um að kerfi Nýherja væri betra en kerfi Skýrr sem var keypt þar sem það var þrjátíu prósentum ódýrara, samkvæmt tilboði. Óumdeilt er því að kerfi Skýrr hafi raunverulega ekki verið besta kerfið. Villandi ummæli „Enda gerir það það,“ sagði Gunnar aðspurður hvort kerfið ætti ekki að virka eftir meira en áratug. Fram hefur komið bæði í fjölmiðlum og í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar að kerfið hafi aldrei verið innleitt að fullu og hafi því ekki þá virkni sem það átti að hafa samkvæmt útboði. Ósannindi „Í dag er hann um 400 milljónir,“ sagði Gunnar um rekstrarkostnað kerfisins. Síð- ar í viðtalinu í Kastljósi viðurkenndi hann að rekstrarkostnaður einstaka stofnana vegna sérlausna inn í kerfinu sé ekki talinn með í sínum tölum. Samkvæmt fjárlögum ársins 2012 er rekstrarkostnaðurinn 477 milljónir, eða 77 milljónum meira en Gunn- ar talaði um í viðtalinu. Miðað við fjárlög þarf að leita aftur til ársins 2006 til að sjá rekstrarkostnaðinn undir 400 milljónum. Ósannindi „Ég held að það komi nú eitthvað fleira fram þarna,“ sagði Gunnar um orðalag fjárlagafrumvarpsins fyrir 2001 um kostnað við kaup og innleiðingu kerfisins. Við lestur frumvarpsins kemur fram að ekkert meira kemur fram. Því verður þó ekki haldið fram að Gunnar hafi raunverulega ekki haldið að frekari upplýsingar kæmu fram en ummælin teljast þó villandi. Villandi ummæli Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Reka kerfið Fjársýsla ríkisins sér um rekstur fjársýslu- og starfs- mannakerfis ríkisins. Kerfið kostaði umtalsvert meira en heimild hafði verið veitt í fjárlögum ársins 2001. Mynd JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.