Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 16
Auðæfin, ástin og átökin
16 Fréttir 28.–30. september 2012 Helgarblað
Þ
egar hann hóf afskipti af
stjórnmálum var hann kall-
aður maður framtíðarinn-
ar. Hann var sagður Obama
okkar Íslendinga, maður
fólksins, sátta og samlyndis. Og líkt
og Obama gaf hann loforð um það
fyrsta sem hann myndi gera kæm-
ist hann til valda – að kaupa hund
handa konunni. „Hvað þetta varðar
eru allavega líkindi með okkur,“ sagði
hann og hló.
Mánuður leið frá því að Sigmund-
ur Davíð skráði sig í flokkinn og þar
til hann varð formaður, en hann var
þekkt andlit af skjánum og var árið
2004 kjörinn þriðji kynþokkafyllsti
maður landsins af hlustendum Rás-
ar tvö. En Sigmundur Davíð býr ekki
aðeins við þau forréttindi að vera for-
maður stjórnmálaafls, vel menntað-
ur, þekktur og hafa þótt kynþokka-
fullur, allavega á einhverju æviskeiði
lífsins, heldur er hann einnig langrík-
asti þingmaður landsins. Samkvæmt
upplýsingum um opinber gjöld
nemur hrein eign hans sex hundruð
milljónum króna en samanlagt eiga
þau hjónin um 1.200 milljónir króna.
Milljarðarnir
Eiginkonan, Anna Sigurlaug, er
á meðal ríkustu Reykvíkinganna
og yngsti milljarðamæringurinn í
borginni. Auðæfi hennar eru komin
frá föður hennar, Páli Samúelssyni,
sem hagnaðist verulega þegar hann
seldi Magnúsi Kristinssyni, útgerðar-
manni í Vestmannaeyjum, Toyota-
umboðið árið 2005 en fyrir það fékk
hann um sjö milljarða.
Ýmsir sem þekkja til fjölskyldu
Páls heyrðu af hörðum deilum innan
fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum.
Deilurnar munu að mestu hafa
snúist um peningana sem fjölskyld-
an fékk þegar Toyota-umboðið var
selt og voru ansi sárar fyrir alla sem
áttu hlut að máli.
Umsvif bróðurins
Bróðir Önnu Sigurlaugar, Bogi, er
tólf árum eldri en hún og hafði verið
stórtækur á hlutabréfamarkaðnum á
Íslandi um árabil. Áður en P. Samú-
elsson, fjölskyldufyrirtækið sem hélt
utan um Toyota-umboðið, var selt
var hann forstjóri þess í mörg ár og
sat um tíma í stjórn Vátryggingafé-
lags Íslands. Hann átti í svefnrann-
sóknarfélaginu Flögu Group á árun-
um fyrir hrun og í byrjun árs 2007
keyptu Bogi og fjölskylda hans hluta-
bréf í Exista fyrir 4,8 milljarða króna
í gegnum eignarhaldsfélagið Stofn.
Eftir það átti hann 1,7 prósenta hlut
í félaginu og sat í stjórn Exista þar til
eftir hrun 2008.
Í dag á Bogi ríflega 1.700 millj-
ónir króna inni í eignarhaldsfé-
laginu Stofni en önnur félög hon-
um tengd eru ekki í eins góðri stöðu,
annað félag í hans eigu, BOP ehf. er
með neikvætt eigið fé upp á nærri
1.300 milljónir króna. Í ársreikning-
um félaganna kemur fram að ein af
helstu eignum Stofns sé 1.800 millj-
óna krafa á hendur BOP en „óvíst“ sé
með innheimtu hennar þó ekki hafi
hún verið „færð niður“. Umsvif Boga
í íslensku viðskiptalífi voru því veru-
leg og fjármögnuð með fjölskyldu-
auðnum.
Deilurnar
Sagan, sem hefur verið opinbert
leyndarmál um árabil hjá þeim sem
þekkja til fjölskyldunnar, segir að
Anna Sigurlaug hafi fundist hún vera
sniðgengin og að hún hafi átt erfitt
með að horfa á bróður sinn fá traust
og tækifæri og hagnast verulega á
meðan hún sat sjálf hjá. Hún hafi vilj-
að fá persónulega hlutdeild í auðæf-
unum sem bróðir hennar hafði að-
gang að um árabil.
Bogi var tiltölulega ungur að árum
þegar hann varð forstjóri P. Samú-
elssonar og hætti sem forstjóri árið
2003 og einbeitti sér í kjölfarið að
fjárfestingum. Hann hafði því ung-
ur komist í ábyrgðarstöðu innan fjöl-
skyldufyrirtækisins og átti þátt í að
ávaxta eignir fjölskyldunnar vel á ár-
unum eftir einkavæðingu bankanna.
Strax árið 2003 keypti tryggingafé-
lagið Sjóvá 24 prósenta hlut í móð-
urfélagi P. Samúelssonar sem var þá
sagt metið á 2,2 til 3 milljarða króna.
Hluturinn hafði verið í persónu-
legri eigu Boga sem svo seldi hann
til föður síns sem svo seldi hlutinn
til Sjóvár. Bogi gerði því vel fyrir fjöl-
skylduna og stýrði eignum hennar
í rétta átt. Stóra salan kom svo árið
2005 þegar P. Samúelsson var selt til
Magnúsar Kristinssonar og fjölskyld-
an átti allt í einu milljarða.
Sagður hafa beitt sér
Deilurnar um auðævin voru harðar
og reyndu mjög á fjölskylduna. Anna
Sigurlaug hefur sjálfsagt talið að hún
ætti réttmætt tilkall til þessara pen-
inga eins og bróðir sinn, sem hafði
notið góðs af fjölskylduauðnum um
langt skeið. Sigmundur Davíð er
sagður hafa beitt sér mjög fyrir því
að Anna sæti við sama borð og bróð-
ir hennar. Eitthvað stóð þó á því að
Anna Sigurlaug fengi peningana sem
hún taldi sína, þó það hafi gengið eft-
ir á endanum. Eins og fyrr segir eru
Anna Sigurlaug og Sigmundur Dav-
íð skráð fyrir eignum er nema 1.200
milljónum króna.
Engu að síður virðist vera gróið
um heilt eftir deilurnar um auðinn
og þau hjónin eru sögð í nánum
tengslum við foreldra Önnu Sigur-
laugar. Þau bjuggu meðal annars hjá
þeim í nokkrar vikur í vetur á með-
an þau biðu eftir því að fá nýja húsið
afhent og voru þar enn þegar frum-
burður þeirra fæddist.
Sigmundur opnar sig
Fyrir skömmu tjáði Sigmundur Dav-
íð sig um þessi auðæfi í viðtali við DV,
þar sem hann sagðist vissulega vera
hluti af íslenskri elítu. ,,Ég er líka í
þeirri stöðu að þurfa ekki dagsdag-
lega að hafa áhyggjur af afkomunni,“
sagði hann. „Bæði er ég með þokka-
leg laun sem þingmaður og eins og
frægt er þá er konan mín úr mjög
vel stæðri fjölskyldu. Það hefur ekki
áhrif dagsdaglega, þetta er bara eitt-
hvað sem hún lítur á sem framtíðar-
arf. Þó verður maður að viðurkenna
að það veitir manni ákveðið öryggi.
Kosturinn er sá að maður þarf ekki
að hafa áhyggjur af því þótt maður
segi það sem manni finnst. Ekki að
hafa áhyggjur af því að það geti leitt
til tekjumissis.“
Sigmundur Davíð lét það þó liggja
á milli hluta á hvaða forsendum
„framtíðararfurinn“ fékkst fyrir það
fyrsta og ræddi enn síður óánægju
Önnu Sigurlaugar með að bróðir
hennar hefði haft betra aðgengi að
fjölskylduauðnum en hún.
Elítan
Áður hafði Sigmundur Davíð skrif-
að grein þar sem hann sagði merki-
legt að helstu talsmenn kröfugerðar
Breta og Hollendinga í Icesave-mál-
inu, kæmu flestir úr þeim hópi fólks
sem skilgreindur er sem „elítan“ í
þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndun-
um: „Embættis- og stjórnmála-
menn, háskólamenn (fastráðnir hjá
ríkinu), fjölmiðlamenn með köll-
un, bankastjórar, forstjórar og for-
sprakkar „aðila vinnumarkaðarins“.
Einkum þó þeir úr þessum hópi sem
eru meira með hugann við útlönd
en Ísland (hópurinn á sér sögulega
skírskotun þótt hann skrifi ekki leng-
ur í kansellístíl),“ sagði Sigmundur
Davíð.
Sjálfur var hann mikill and-
stæðingur Icesave-samninganna og
var í forsvari fyrir InDefence-hópinn
áður en hann tók sæti á þingi. Fyr-
ir vikið naut hans stuðnings Davíðs
Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins
og fyrrverandi formanns Sjálfstæðis-
flokksins, í formannsslagnum.
Í ofangreindu viðtali var hann því
spurður hvort hann skilgreindi sjálf-
an sig sem hluta af elítunni og svarið
var einfalt: „algjörlega,“ sagði hann.
„Á sínum tíma skilgreindi ég hvað ég
átti við. Það fór ekkert á milli mála að
ég skilgreindi sjálfan mig sem hluta
af elítunni.“
Sagðist hann sjálfkrafa vera í betri
stöðu en aðrir til að hafa áhrif þar
sem hann ætti sæti á þingi. „Ég var
að tala um þann hóp sem stýrir um-
ræðunni í samfélaginu. Stjórnmála-
menn, háskólafólk og þá sérstaklega
þeir sem eru í hópi álitsgjafa, fjöl-
miðlamenn og forystumenn í hreyf-
ingum atvinnulífs, hvort sem um er
að ræða atvinnurekendur eða verka-
lýðsfélög.“
Föðurarfurinn
Sigmundur Davíð er sjálfur af sterk-
efnuðu fólki kominn. Hann er elstur
þriggja systkina en móðir hans er
Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, líf-
eindafræðingur og skrifstofustjóri
og faðir hans er Gunnlaugur M. Sig-
mundsson, fyrrverandi alþingismað-
ur Framsóknarflokksins.
Gunnlaugur varð einn auðug-
asti maður landsins í gegnum fyrir-
tækið Kögun sem hann var í forsvari
fyrir lengst af. Fyrirtækið var stofn-
að fyrir tilstilli utanríkisráðuneytis-
ins í tengslum við uppbyggingu ís-
lenska loftvarnarkerfisins, öðru nafni
IADS-ratsjárkerfið, sem byggt var
upp á vegum Atlantshafsbandalags-
ins. Kögun sá um viðhald og þróun á
kerfinu sem er rekið af Ratsjárstofn-
un, sem síðar fór undir Varnarmála-
stofnun sem nú hefur verið leyst upp.
Árið 1996 var fyrirtækið skráð
á opna tilboðsmarkaðinn og árið
2000 voru hlutabréf þess skráð á
Verðbréfaþingi Íslands. Fyrstu fjóra
mánuði ársins 1997 hækkaði gengi
hlutabréfa í félaginu um 277 prósent
og hafði þá hækkað um 400 prósent
frá fyrstu skráningu.
Gunnlaugur eignaðist fyrirtæk-
ið á síðasta áratug síðustu aldar en
hann hafði þá farið með stjórnar-
tauma í því frá stofnun. Ári áður en
félagið var skráð á verðbréfaþingið
áttu Gunnlaugur og eiginkona hans
27 prósenta hlut í félaginu.
Árið 2010 kom fram að Gunn-
laugur ætti um 370 milljónir í hreinni
eign, þannig að hann er hvergi á
flæðiskeri staddur.
Tengslin við Bjarna
Gunnlaugur sat einnig í þing-
mannanefnd EFTA/EES, var fulltrúi
í Þingmannasamtökum Norður-Atl-
antshafsríkjanna og sat í fjölmörg-
um opinberum nefndum og stjórn-
um fyrirtækja. Hann var til að mynda
forstjóri Framkvæmdastofnunar rík-
isins, forstjóri Þróunarfélags Íslands
og framkvæmdastjóri Máttar.
Reyndar sátu þeir saman í stjórn
Máttar, sem í dag er gjaldþrota, þeir
Gunnlaugur og Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir
hrun 2008.
Feður þeirra Sigmundar Dav-
íðs og Bjarna hafa verið viðskipta-
félagar og hafa fjárfest saman í mis-
munandi fyrirtækjum um nokkurt
skeið. Þekktust eru viðskipti þeirra í
Icelandair, Mætti og BNT, móðurfé-
lagi olíufélagsins N1.
Stundum hefur verið haft á orði
að þessi viðskiptatengsl fjölskyldna
þeirra Bjarna og Sigmundar Davíðs
kynnu að koma sér vel í framtíðinni
við myndun ríkisstjórna eftir kosn-
ingar og að þeir ættu auðvelt með að
komast að samkomulagi um sam-
starf.
Misvísandi upplýsingar
Sigmundur Davíð er einnig vel
menntaður og var í stjórn Oxford-
Cambridge-félagsins. Þó ríkti nokk-
ur óvissa um menntun hans þegar
hann var að stíga sín fyrstu skref sem
stjórnmálamaður.
Sjálfur titlaði hann sig sem
skipulagshagfræðing en fjölmiðl-
ar bentu á ákveðið misræmi í þeim
upplýsingum sem gefnar voru um
menntun hans. Fréttatíminn birti
frétt um að Sigmundur Davíð hefði
orðið fjórsaga um menntun sína, í
viðtali við Morgunblaðið hefði hann
sagst vera búinn að skrifa doktorsrit-
gerð sína í skipulagshagfræði en ætti
eftir að verja hana við Oxford-há-
skóla. Á vef Alþingis var sagt að hann
hefði lokið framhaldsnámi í hag-
fræði og stjórnmálafræði við Oxford-
háskóla. Á tengslanetinu Linked-in
var hann skráður sem „independent
Architecture and Planning Profes-
sional“ sem menntaði sig í Oxford-
háskóla á árunum 1995–2007. Á
Facebook-síðu sinni titlaði hann sig
svo sem skipulagshagfræðing.
Aðstoðarmaður hans var inntur
svara og sagði hann að Sigmundur
Davíð hefði ákveðið að nota starfs-
heitið skipulagshagfræðingur til að
einfalda fjölþættan námsferil. Hér
á landi er hagfræðingur hins vegar
lögverndað starfsheiti og þeir sem
ekki hafa leyfi til að kalla sig hag-
fræðing geta sætt sektum ef þeir gera
svo. Í umfjöllun fjölmiðla um málið
kom svo fram að aðstoðarmaður Sig-
mundar Davíðs taldi þá mega nota
starfsheitið vegna BS-gráðu hans í
viðskiptafræði en efnahags- og við-
skiptaráðuneytið leit ekki svo á og
sagði BS-próf í viðskiptafræði aðeins
gefa mönnum rétt til að kalla sig við-
skiptafræðinga.
Fréttunum svarað
Sigmundur svaraði skrifum Frétta-
tímans og sagði: „Því miður eru
vinnubrögð blaðamanns Fréttatím-
ans í þessu tilfelli ekki til þess fallin að
vekja traust milli miðilsins og þeirra
sem fjallað er um. „Frétt“ Fréttatím-
ans og undirbúningur hennar er öll
á þann veg að tilgangurinn virðist
vera að koma höggi á mig fremur en
að upplýsa lesendur. Það rifjast upp
í þessu samhengi að ritstjóri Frétta-
tímans hefur í útvarpsviðtali lýst yfir
mikilli andúð á mér.“
Til að skýra málið rakti hann
námsferil sinn, en hann er stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík og
sagðist hafa lokið námi frá Viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands
með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Það var árið 2005. Sagðist hann síð-
an hafa stundað nám í hagfræði og
hagþróun Austur-Evrópu við Plek-
hanov-háskólann í Moskvu í hálft
ár og verið tvö ár í skiptinámi við
stjórnmálafræðideild Kaupmanna-
hafnarháskóla, einkum í greinum
sem heyra undir alþjóðasamskipti
og opinbera stjórnsýslu. Við Oxford-
háskólann hefði hann lagt stund á
tveggja ára þverfaglegt meistara-
nám, einkum í hagfræðideild og
stjórnmálafræðideild. Hann hefði
síðan framlengt námið og stund-
að rannsóknir á hagrænum áhrifum
skipulagsmála. „Ég var í alls fimm
ár í Oxford en hef ekki lokið dokt-
orsgráðu enda hefur lítill tími gefist
til fræðistarfa síðan ég hóf afskipti
af stjórnmálum,“ sagði Sigmundur
Davíð í svari sínu.
Hann sagðist jafnframt hafa hug
á að ljúka náminu einhvern tímann
í framtíðinni en sæi ekki fram á að ná
því á næstu árum. Á námsárunum
hefði hann einnig unnið, þar á með-
al sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu,
en hann á að baki feril sem blaða-
maður, fréttamaður og þáttastjórn-
andi.
Gamall skólafélagi Sigmundar
Davíðs úr Oxford skilur ekki þessa
umræðu um námsferil hans. Hann
segir að hún sé helst til þess fall-
in að draga úr trúverðugleika hans
og snúist fyrst og fremst um tækni-
leg atriði en ekki efnisleg. Það skipti
meira máli hvernig hann stendur sig
í stykkinu sem stjórnmálamaður en
hvað hann gerði áður en hann tók
við því hlutverki.
Prinsar og prinsessur
Í samtali við Sigmund Davíð sagði
Saga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er ævintýraleg. Hann er fæddur
inn í fjölskyldu sem á milljónir og kvæntur inn í fjölskyldu sem á milljarða. Sjálfur
á hann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, rúman milljarð en hún
lítur á auðæfi foreldranna sem sinn framtíðararf og barðist fyrir því að hún fengi
sinn hlut eins og bróðir hennar. Lífsstíll þeirra er samt sagður hófsamur og þau
leyfa sér minna en margir – þótt Sigmundur Davíð aki reyndar um á Toyota Land
Cruiser-jeppa og hafi fest kaup á 270 fermetra einbýlishúsi í fyrra, en þar er alla-
vega ekki heitur pottur.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal „Eins og frægt er
þá er konan mín
úr mjög vel stæðri fjöl-
skyldu. Það hefur ekki
áhrif dagsdaglega, þetta
er bara eitthvað sem hún
lítur á sem framtíðararf.