Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 23
Takk samt fyrir Hún hjálpaði mér Magnús Kristinsson svarar ekki spurningum DV. – DVSnjólaug Ósk Björnsdóttir segir grunnskólakennara sinn hafa bjargað sér. – DV Baráttan við börnin Spurningin „Já, hann kom í ágúst.“ Þórir Bogason 29 ára tónlistarmaður „Já, fyrir mér er þetta vetur.“ Maxim Deruga 26 ára í atvinnuleit „Nei, en haustið er svo sannar- lega komið.“ Davíð R. Gunnarsson 30 ára nemi „Já.“ Anný Björk 15 ára nemi „Já, hann er kominn.“ Jasmin Rexhepi 28 ára kvikmyndagerðarmaður Er veturinn kominn? 1 Bræðurnir Ormsson gjaldþrota Verslunin verður rekin áfram á nýrri kennitölu. 2 Nýtti kaupréttinn á Bergi og seldi svo Magnús Kristinsson nýtti sér kauprétt í Bergi-Hugin nokkru áður en hann seldi hlutaféð til Síldarvinnslunnar. 3 „Í rauninni er hún að segja: Látið mig vera, ég er eins og ég er“ Móðir Snjólaugar Óskar sem steig fram og sagðist vera búin að fá nóg af einelti. 4 Doktor Dauði úrskurðaður látinn Nasistinn Aribert Heim, al- ræmdur stríðsglæpamaður, var úrskurð- aður látinn af dómstól í Þýskalandi. 5 Höskuldur hjólar í Hrólf og vill að hann íhugi afsögn Höskuldur Þór Þórhallsson fer fram á að framkvæmdastjóri Framsóknar íhugi afsögn. 6 Myrti konuna sína þegar hann komst að því að hún væri transkona Breskur kaupsýslumaður barði og kæfði rússneska eiginkonu sína. 7 „Gróflega vegið að mannorði mínu“ Róbert Wessman er ósáttur við umfjöllun Morgunblaðsins. Mest lesið á DV.is Hin réttu andlit S kömmu eftir Ránið (sem sum­ ir kalla hrun), ákvað Alþingi að efna til þjóðfundar og eitt af því sem þjóðfundurinn ákvað, var að þjóðin þyrfti nýja stjórnarskrá. Í téðri samþykkt Alþingis tóku þátt menn einsog Bjarni Ben, þessi með gullskeiðina og vafningana. Þá var með í liðinu Sigmundur Davíð Oddsson, formaður glæpafélags Framsóknar. En hann er sonur manns sem nýverið var dæmdur til að viðurkenna, að það sem hann kallaði meiðyrði er ekkert annað en sannleikur. Núna koma himpigimpi Framsókn­ ar og Sjálfstæðisflokks úr skápnum og segjast ætla að svara spurningunni neitandi, þegar þeim verður boðið að samþykkja nýja stjórnarskrá. Meira að segja gáfaðasti framsóknarmaður allra tíma, Vigdís Haugsdóttir, segir að það sé óþarfi að þiggja nýja stjórnarskrá, þar eð sú gamla sé fullkomlega boðleg þjóð sem leyfir stjórnmálamönnum að stela, ljúga og svíkja. Að vísu vill Vigdís þessi ekki hafa gamlingja á þingi, en það er nú önnur saga. Hin réttu and­ lit blasa nú við; siðblindingjarnir eru hættir við að vera góðu gæjarnir. Þeir vilja bara hafa þetta einsog það var fyr­ ir Ránið. Geir Haarde gerði samning við Skýrr, svona einkavinavæðingarsamn­ ing, sem átti að kosta ríkissjóð hundr­ að milljónir en hefur nú þegar kost­ að 4 milljarða. Við köllum þetta bara týpíska spillingu, á meðan við bíðum þess að íslenska mafían fái dóm. En núna vill fólk trúa á réttlæti og hafna innantómu þvaðri um ágæti peningaaflanna. Siðblindan má aldrei aftur ná tökum á okkar ágæta samfé­ lagi. Við verðum að útiloka glæpaklík­ urnar sem vilja ná hér völdum. Já, ég er að tala um þá menn sem eru skaðleg­ ir samfélaginu; menn sem vilja aldrei skipta neinu jafnt ... nema ábyrgð samfélagsins þegar kemur að því að greiða fyrir spillinguna. Aðferð mafí­ unnar er fyrirséð, alltaf eins, nefni­ lega að ráðast á einstaklinginn og gera hann ótrúverðugan. Aðferðin lýsir því vel hverskonar ómerkingar þetta eru. Og frakkalaf hvítflibbanna er enn­ þá að koma uppúr drullunni. Siðleys­ ið og spillingin sem fór á stall í Valhöll á meðan Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson féllust þar í faðma, er enn þann dag í dag að skila okkur skelf­ ingu. Og áfram munu hinir siðblindu reyna að spilla öllum góðum verkum; öllu sem getur tryggt okkur betra sam­ félag, þar sem komið verður í veg fyrir spillingarsmit í stjórnsýslunni. Auðvitað verða alltaf til beturvitar sem þykjast geta skákað færustu sér­ fræðingum. Þetta sannast enn og aftur í umræðunni sem á sér stað í dag. Nú hafa allt í einu allir heimskir stjórn­ málamenn vit á stjórnarskrá. Vafn­ ingamenn og synir þjófa, þykjast í dag hafa meira vit en hópur sérfræðinga. En staðreynd dagsins er þó sú, að nýja stjórnarskráin okkar, er samin af færasta fólki sem hugsanlega var hægt að fá til starfsins og það sem meira er, þessi stjórnarskrá sækir allt það besta í stjórnarskrár þeirra lýðræðisríkja sem við viljum helst fá að líkjast. Af þess­ um sökum ætti okkur að vera ljóst, að fylgispekt við siðleysingja er ávísun á fávisku. Af siðleysi fá sumir fró, þeir sagðir eru blindir en heimskingjarnir hafa þó heldur fleiri syndir. Þ ið vitið það kannski ekki en Svarthöfði er fjölskyldumaður. Börnin eignaðist hann með hefðardömu í fjarlægri framtíð fyrir langa löngu. Sökum anna í vinnu var Svarthöfða ekki stætt á að vera við­ staddur fæðingu barna sinna en fékk fréttir af henni síðar. Þær voru miður fallegar. Barnsmóðir Svarthöfða lést við barnsburð og eftir stóð Svarthöfði með tvíbura, son og dóttur. Svarthöfða var engan veginn stætt á að hugsa um börnin sem voru send í fóstur. Svartnættið lagðist yfir og var sorginni drekkt í vinnu fyrir hið mikla stórveldi sem Svarthöfði hafði yfirum­ sjón með. Meðal stærri verkefna var bygging höfuðstöðva veldisins sem voru manngert tungl sem bjó yfir þeim eiginleikum að geta þurrkað út heilu pláneturnar. Það báru langflestir ótta­ blendna virðingu fyrir Svarthöfða og þorðu fáir að setja sig upp á móti hon­ um. Um þetta leyti virtist Svarthöfði hafa náð ró en hann vissi ávallt af til­ vist barna sinna, sem vissu þó ekki af honum. En það virðist enginn geta flúið örlögin sín. Börnin sóttu til föður síns, enda áberandi persóna í vetrar­ brautinni. Þau gengu til liðs við óvini Svarthöfða, uppreisnarseggi sem vildu losna undan kerfinu sem hafði fært þeim svo mikið. Sonurinn hafði leit­ að á náðir gamalla lærimeistara föður síns og réri að því öllum árum að steypa Svarthöfða af stóli. Svarthöfði ákvað að nálgast týnda soninn og fá hann í lið með sér. Sonurinn þakkaði fyrir sig með því að reyna að drepa sinn eigin föður. Það gekk nú ekki betur en svo að Svarthöfði hjó af honum höndina í refs­ ingarskyni og tjáði honum að hann væri faðir hans, enda kominn tími til. Dreng­ urinn hafði kysst systur sína (Svarthöfði gefur syninum þó það að hann vissi ekki að hún væri systir hans), en hætt við frekari blóðskömm. Eftir baráttu við börnin varð Svarthöfða þó ljóst að hann hafði ekki þrek til að leiða íbúa vetrarbrautar­ innar að eilífu. Árin farin að segja til sín og líkaminn orðinn þreyttur og stirður, engan veginn í sama formi og áður fyrr, þrátt fyrir miklar framfar­ ir í læknavísindunum sem höfðu áður komið honum til góðs. Svarthöfði fórn­ aði sér að lokum til að vernda það sem hann unni mest. Svarthöfði skilur því vel ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttir um að láta af formennsku í Samfylkingunni, enda arftakarnir í flokknum orðnir hungrað­ ir eftir frama. Hundarnir viðraðir Það var fallegt veður á Selfossi á þriðjudag þegar ljósmyndari átti leið um bæinn. Margir viðruðu sig og sumir tóku hundana með sér. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Umræða 23Helgarblað 28.–30. september 2012 Ég er í góðum gír Gunnar Nelson mætir reynsluboltanum Johnson á laugardag. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.