Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 54
„Ég er svo meðfærilegur“ Borgarstjóri biðst afsökunar n Vill að atriði með Georg Bjarnfreðarsyni á hjóli verði klippt út J ón Gnarr bað hjólreiðamenn opinberlega afsökunar á þeirri listrænu framsetningu sem fram kom í þáttaröðinni Næt- urvaktinni. Ástæða afsökunar- beiðninnar var sú að í þáttunum var Jón í hlutverki hins sérstaka Ge- orgs Bjarnfreðarsonar og til þess að undirstrika andfélagslega stöðu Georgs í þáttunum var hann látinn koma til vinnu sinnar á reiðhjóli.  Þetta kom fram í setningarræðu borgarstjórans við ráðstefnuna Hjólum til framtíðar 2012 – rann- sóknir og reynsla, sem fram fór þann 21. september. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar þakkaði borgarstjóri fyrir að hafa fengið þessa ábendingu frá hjól- reiðamönnum um þá ímyndarvinnu sem íslenskur afþreyingariðnaður hefur unnið með hjólreiðar. Hann sagðist jafnframt ætla að beita sér fyrir því að öll myndbrot þar sem Georg á hjóli kemur fyrir, verði klippt út úr þáttunum. Fjallað eru um þetta á vef Vísis. Ráðstefnan sem haldin var í annað sinn hér á landi var sam- vinnuverkefni fjölmargra aðila en það voru Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna sem skipulögðu hana í samvinnu við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Landlæknisembættið, Háskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík, Ferða- málastofu og fleiri. gunnhildur@dv.is 54 Fólk 28.–30. september 2012 Helgarblað n Egill Helgason lét undan þrýstingi RÚV n Lék óða Godzillu í bókaborg N ý auglýsing markaðsdeildar RÚV þar sem fjölmiðlamaður- inn þjóðþekkti Egill Helgason er í aðalhlutverki hefur vakið mikla athygli. Í auglýsingunni fer Egill um stafla bóka eins og Godzilla í bóka- borg. „Ég átti ekki hugmyndina að þessu, kynningardeildin á heiðurinn af hugmyndavinnunni og ég lék bara með,“ segir Egill um nýju auglýsinga- herferðina og hvernig hún kom til. „Ég reyni bara alltaf að hlýða því sem mér er sagt og fór bara í myndverið og lét bara öllum illum látum,“ bætir hann við og hlær. Blíður og góður Egill býr sig undir kosningavetur og bókajól og þáttur hans verður fjölskip- aðri en áður. „Ég verð með sex gagn- rýnendur sem skiptast á að rýna í bæk- ur vetrarins,“ segir hann. „Ég er bara blíður og góður, það er engin innibyrgð reiði í mér,“ segir hann og lofar því að vel verði tekið á móti fólki í þáttunum. Beint úr blogginu í þingheim Hann óttast fremur að viðmælendur hans í Silfri Egils láti öllum illum látum. „Ég vona bara að fólk gangi ekki af göfl- unum,“ segir Egill hugsi um komandi kosningavetur. „Ég hef alltaf litið svo á að það verði að vera einhver skammtur af þrasi í þáttunum en mikilvægara finnst mér að huga að efni með einhverju inntaki. Ég held að við þurfum til dæmis upp- byggilega umræðu í kringum stjórn- lagakosningarnar. Það er eins og þing- mennskan laði að sér æsingamenn og upphlaupsfólk.Þetta er viss þróun og stundum finnst mér eins og menn labbi beint úr blogginu yfir í þingheim. Við þurfum hins vegar kannski fólk sem sér víðar yfir, maður saknar þess að fólk búi ekki yfir rósemd hugans,“ segir hann. n kristjana@dv.is Kilju-Kong Egill Godzilla, eða Kilju Kong, fer um bókaborg. „Ég fór bara í myndverið og lét bara öllum illum látum Hugmyndavinnan Kynningardeild RÚV kom með hugmyndina að nýju herferðinni. Georg Bjarnfreðarson Hinn andfélagslegi Georg ferð- ast um á hjóli í Næturvaktinni. Keypti menn.is Rithöfundurinn og ritstjórinn Helgi Jean Claessen hefur fest kaup á vefnum menn.is, sem til- heyrt hefur Pressunni. Helgi hef- ur ritstýrt vefnum um árabil og hyggst nú aðskilja hann frá Press- unni. Það var Séð og heyrt sem greindi frá þessu. Hann segist ætla færa síðuna á annað stig og gera hana meira „alvöru“. Aðstoðar- ritstjóri verður Hjálmar Örn Jó- hannsson. Þeir ætla svo að fá til liðs við sig gott fólk til að halda úti síðunni og segir Helgi að jafn- vel megi búast við því að óvæntir gestir birtist þar reglulega. Nýtt par Leikarinn Damon Younger og Katrín Johnson dansari eru nýtt par samkvæmt nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Damon og Katrín mættu saman á fögnuð Jóns Gunnars Geirdal í Sjóminjasafn- inu á Granda og virtust afar sæl saman. Hneykslaður á fjölmiðlum Heitar umræður sköpuðust á fésbókarsíðu Andrésar Jóns- sonar almannatengils eftir að hann birti færslu á veggnum hjá sér um brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra úr stjórnmálum: „Stop the presses! Jóhanna er hætt!“ skrifaði almanntengillinn. Þor- finnur Ómarsson fjölmiðla- maður var með þeim fyrstu sem tjáðu sig við færsluna og fullyrti að Jóhanna hefði löngu verið búin að að taka þessa ákvörðun og tilkynna sínum nánustu. Hann sagðist hafa frétt það til Brussel fyrir tveim- ur mánuðum og hneykslaðist á því að enginn fjölmiðill hefði sagt frá málinu fyrr. Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamað- ur á Fréttablaðinu, benti í hins vegar á að Jóhanna hefði ekk- ert viljað gefa upp opinber- lega hingað til og því hefði ver- ið erfitt að segja fréttir þvert á það. Karpið á milli þeirra tveggja hélt áfram í nokkrum tugum athugasemda, þar sem þeir sökuðu hvor annan reglu- lega um að vera í fýlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.