Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 28.–30. september 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 28.–30. september Föstudagur28 sep Laugardagur29 sep Sunnudagur30 sep Þýskt uppistand Uppistandarinn Freddie Rutz hefur komið fram um allan heim sem grínisti, töframaður og dansari og flytur atriði sín bæði á ensku, þýsku og frönsku. Nú mun hann halda fyrsta uppistand á þýsku á Íslandi en íslenski grínistinn Rökkvi Vésteinsson kemur fram með Rutz. Uppistandið er hluti af Iceland Comedy Festival 2012. Kareoke Sportbar 20.00 Á sama tíma að ári Á föstudag fer fram frum- sýning á þessu vinsæla gamanleikriti. Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarnason áttu ógleymanlegan leik þegar verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1978. Tveimur áratugum síðar, árið 1996, léku þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson sama leikinn. Nú eru það svo Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir sem takast á við þessi skemmtilegu hlutverk. Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu 20.00 Kira Kira í Kaldalóni Útgáfutónleikar Kira Kira vegna plötunn- ar Feathermagnetik verða haldnir á laugardaginn og eru hluti af kvikmynda- hátíðinni RIFF. Þar mun hljómsveitin leika ásamt Skúla Sverrissyni bassaleikara, Úlfi Hanssyni og Pétri Hallgrímssyni kjöltustálgítarleikara við animasjónir Söru Gunnarsdóttur. Úlfur kemur einnig fram á tónleikunum með eigin tónlist ásamt stórri hljómsveit, en Arnljótur Sigurðsson sér um sjónrænt undirspil. Miðaverðið er 1.990 krónur. Kaldalón í Hörpu 21.00 Plánetur Holst í Eldborg Ungsveit Sinfóníu- hljómsveitar Íslands flytur Pláneturnar eftir Gustav Holst en þar er sjö reikistjörnum lýst í áhrifamiklu tónmáli, allt frá upp- hafsþættinum Stríðsboðanum Mars til lokaþáttarins, Hins dulræna Neptúnusar, þar sem raddir Stúlknakórs Reykjavíkur óma eins og úr órafjarlægð. Tónlistin hefur hljómað í mörgum kvikmyndum og verið innblástur fyrir fjölda tónskálda. Holst var áhugasamur um stjörnufræði og þannig fæddist hugmynd að verki sem byggði á reikistjörnunum sjö. Eldborg í Hörpu 14.00 Trúðleikur í Gaflarahúsinu Frystiklefinn, litla leikhúsið á Rifi á Snæfellsnesi, í samvinnu við Gaflaraleikhúsið, sýnir á höfuðborgarsvæðinu hinn sprellfjöruga og hjartnæma gamanleik Trúðleik eftir Hallgrím Helga Helgason sem sló í gegn í sumar. Leikarar eru Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson. Aðeins verða nokkrar sýningar. Miðaverð er 2.500 krónur. Gaflaraleikhúsið 14.00 G estir voru prúðbúnir á setn- ingu Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Há- tíðin var formlega sett og kynnir var Ari Eldjárn sem sló á létta strengi. Í kjölfar setningarinnar var svo sýnd opnunarmynd hátíðarinnar, Drottningin af Montreuil/Queen of Montreuil, eftir Sólveigu Anspach. Að sýningu lokinni stefndu gest- ir til opnunarhófs á Slippbarnum, Reykjavík Marina og stóð gleðin langt fram á nótt við gleði og glaum. @..hofundarmerking:<B>-KG<P> Frumsýningarpartí Johnny Naz E rpur Eyvindarson forsýndi á miðviku- dagskvöldið fyrsta þáttinn í splunku- nýrri þáttaröð um Johnny Naz. Partíið fór fram á Úrillu górillunni í Austur- stræti þar sem skálað var fyrir nýjum þætti. Erkitýpa Johnny Naz ávarpaði gesti staðarins í gegnum Skype. Vel mætt á forsýningu Starfslið Skjás eins mætti og fagnaði. Með fögrum fljóðum Erpur fagnaði ásamt góðum vinkonum. Félagar Árni Sveinsson leikstjóri og félagar mættu að sjálfsögðu. Lét sig ekki vanta Sölvi Tryggvason lét sig ekki vanta í partíið. MYNDIR PRessPHotos.bIz n Ávarpaði gesti frá Ibiza í gegnum Skype Prúðbúnir gestir á kvikmyndahátíð n Ari Eldjárn sló á létta strengi n Gleðin stóð langt fram á nótt Reynslubankinn Margrét María Páls- dóttir, Ari Kristinsson og Þorsteinn J. Í góðu skapi Helgi Björnsson brosti sínu blíðasta. skál! Hrafn Gunnlaugsson og Ottó Tynes. borgarstjórinn Jón Gnarr sem Obi-Wan Ken- obi og S. Björn Blöndal. MYNDIR: PRessPHotos Leikstjórinn og leikarinn Benedikt Erlingsson lét sig ekki vanta. sló í gegn Grínistinn Ari Eldjárn kom fólki til að hlæja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.