Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 28.–30. september 2012 Helgarblað inni niðri og Sigríður Rut uppi á lofti. „Þetta var svolítið sérstakt og það var mjög skemmtileg stemning þarna. Þetta var frábært fólk sem bjó þarna, við vorum öll ungt fólk sem var að koma undir sig fótunum, þetta var bara eins og vera í Friends-þætti. Það var gaman að upplifa það.“ Og hún á mikið af góðum sög- um frá þessum tíma – það er verst að engin þeirra er birtingarhæf, segir hún og hlær. En þeir taka víst undir það, vinirnir. En aftur að afmælisveislunni. „Þau bökuðu köku og biðu svo ásamt okk- ar nánustu vinum eftir því að ég kæmi heim. En ég kom aldrei heim,“ seg- ir Sigríður Rut sem var að vinna við málverkunarfölsunarmálið og var svo niðursokkin í undirbúninginn að hún vann alla daga fram á kvöld. „Fyrst var einn úr hópnum sendur til að tékka á því hvar ég væri og hvort ég færi nú ekki að koma heim. Ég sagði bara nei, ég gæti ekki komið heim. Þá ákváðu þau að færa veisluna niður á skrif- stofu til mín og komu með kökuna. Við settumst niður saman og átum köku og svo rak ég þau aftur út,“ segir hún hlæjandi. „En ég held reyndar að þegar fólk er með verkefni á borðinu, þá gerir það bara það sem þarf til að klára þau.“ Stofnaði stofu 27 ára Þetta var 28 ára afmælið hennar og hún var orðin hluthafi í stofunni, en þau Ragnar Aðalsteinsson stofn- uðu saman stofu þegar hún var 27 ára og hafa starfað saman síðan. Þau kynntust í gegnum mál er varðaði heimildarmyndina í Skóm drekans, mynd sem fjallaði um þátttöku sögu- manns í fegurðarsamkeppninni Ung- frú Ísland.is og var tekin án vitneskju annarra keppenda eða aðstandanda hennar. Þegar upp komst var farið fram á lögbann. „Málið varðaði annars vegar keppnina sjálfa og stelpurnar sem tóku þátt í henni. Við Ragnar unn- um fyrir þau og unnum þetta saman, skiptum verkum á milli okkar og gerðum sameiginlegar greinargerðir. Þannig hófst okkar samstarf. Hinum megin við borðið var svo heimildar- gerðarmaðurinn.“ Ragnar var þá með eigin rekstur en Rut kom síðan til samstarfs við hann. „Þegar við vorum að hefja okkar sam- starf kom fólk ekki á stofuna út á mitt orðspor heldur vegna hans, enda var ég ung og átti ekki langan feril að baki sem lögmaður. Enn í dag, tíu árum seinna, er ómetanlegt að geta rætt lögfræði við hann. Hann er Sókrates íslenskrar lög- fræði. Við erum miklir vinir og góðir vinnufélagar.“ Má ýkja, sjokkera og móðga Tjáningarfrelsið er henni sérstaklega hugleikið, enda lögfræðilega áhuga- vert að hennar mati. Í málum er varða tjáningarfrelsið takast yfirleitt á tveir pólar, friðhelgi einkalífsins og tján- ingarfrelsið. Á sínum tíma fékk Sigríður Rut blaðamann dæmdan fyrir fyrirsögn- ina „Bubbi fallinn“ en nýlega sagði hún í Silfri Egils að það mætti móðga og það væri stundum beinlínis nauðsynlegt til að umræðan í landinu gæti þroskast og þróast með eðlileg- um hætti. Það er skilyrði að tjáningin sé sett fram í góðri trú. Hún segir að það sé lykilatriði í þessum málum að meta hvað eigi er- indi til almennings. „Mannréttinda- dómstóllinn hefur gefið skýr fyrir- mæli um að tilteknar upplýsingar um viðkvæm einkalífsatriði fræga fólks- ins sem varða engan annan eiga ekki erindi til almennings. Það er mín skoðun að það betrumbæti ekki þjóð- félagið að ræða um eða upplýsa um slík viðkvæm einkalífsatriði. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir samfélagið að fá upplýsingar um til dæmis siðferði og viðskipti sem tengj- ast stjórnmálum eða það hvort stjórn- málamenn eða embættismenn séu hæfir til að gegna störfum sínum. Þannig stuðla upplýsingar og umræða að bættu samfélagi, umræðan skil- ar okkur á betri stað þegar hún hef- ur átt sér stað því við hljótum að geta horfst í augu við það sem fór úrskeið- is og jafnvel lært af því. Í mínum huga er því nánast ómögulegt og beinlín- is óheimilt að takmarka eða þagga slíka umræðu. Hún á að vera óheft, sérstaklega ef fólk er að lýsa skoðun- um sínum og það má ýkja, sjokkera og móðga. Blaðamönnum ber skylda til að miðla upplýsingum til almenn- ings og almenningur á rétt á að fá slík- ar upplýsingar.“ Dómstólar fóru út af sporinu Hún bendir á tvo dóma gegn ís- lenska ríkinu frá Mannréttindadóm- stól Evrópu frá því í sumar. Íslenskir blaðamenn voru dæmdir af Hæsta- rétti annars vegar og í héraðsdómi hins vegar fyrir umfjöllun sem tengd- ist nektardansstöðum og ummæli sem höfð voru eftir viðmælendum blaðamannanna. Mannréttinda- dómstóllinn dæmdi íslenska rík- ið til að greiða þeim bætur fyrir brot gegn tjáningarfrelsi þeirra. „Þarna er verið að skoða þessi fræði í kring- um tjáningarfrelsið, sem mér þykja svo skemmtileg, þetta mat og þess- ar kenningar sem við erum að vinna með. Mannréttindadómstóllinn seg- ir að dómari eigi að stilla upp sviðs- mynd þar sem ummælin eru skoðuð í samhengi við umræðuna í þjóðfé- laginu. Dómarinn átti að skoða þetta allt þegar hann lagði mat á það hvort ummælin ættu erindi til almennings eða ekki. Af því að það var ekki að sjá að það hefði verið gert var talið brot- ið gegn tjáningarfrelsinu. Ég vona að þessi niðurstaða muni breyta verk- laginu í meiðyrðamálum og að dóm- arar fari að huga að þessu ferli sem fylgja skal við uppkvaðningu dóma í málum sem varða tjáningarfrels- ið og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Af því að það er augljós- lega búið að skera úr um það að þarna fóru íslenskir dómstólar út af sporinu í þessum málum frá því í sumar.“ Umtöluð mál Nú síðast varði hún Teit Atlason, bloggara á DV, fyrir dómi en Gunn- laugur Sigmundsson fór í meið- yrðamál við hann vegna upprifjun- ar á Kögunarmálinu. Málinu var að meginstefnu vísað frá og Gunnlaugi gert að greiða málskostnað. Næst á dagskrá er annað mál er varðar einnig tjáningarfrelsið, en þar ver Sigríður Rut Þorvald Gylfason, hagfræðing í meiðyrðamáli sem Jón Steinar Gunn- laugsson höfðaði gegn honum. Í gegnum tíðina hefur hún oft ver- ið með mál sem hafa vakið mikla athygli og umræðu. Í skóm drekans, meiðyrðamál sem Jón Ólafsson höfð- aði á hendur Davíð Oddssyni vegna uppmæla þess síðarnefnda um við- skipti Jóns og málverkunarfölsunar- málið eru þeirra á meðal. Aðspurð hvort hún verði einhvern tímann smeyk við athyglina sem fylgi þessum málum spyr hún ískalt á móti: „Væri ungur maður spurður að þessu? Ég hef aldrei vitað til þess að kona hlaup- ist undan merkjum eða treysti sér ekki í eitthvað af því að hún er kona. Ég hef aldrei upplifað það.“ Ég spyr þá hvort hún mæti öðru- vísi viðhorfi vegna þess að hún er kona. Hún hristir hausinn og telur svo ekki vera. En segir að þessi kven- frelsisumræða sé svo mikið úti um allt. „Hún á fyllilega rétt á sér en það er stundum snúið út úr henni. Það sem er verst þegar verið er að ræða réttindi kvenna er þegar það dúkkar upp einhver karl sem snýr út úr öllu sem er sagt. Þetta snýst ekki um að ganga á réttindi karla heldur rétta hlut kvenna til jafns við þá. Við ættum að geta sammælst um það málefni, bæði kynin. Fyrst og fremst er ég einstaklings- miðuð, ég trúi á einstaklinginn og þá skiptir engu hvort um konu er að ræða eða karl. Fyrir mér er það auka- atriði. Fyrst og síðast kemur einstak- lingurinn.“ Enginn sérstakur töffari Henni hefur til dæmis aldrei dottið til hugar að hún sé að ryðja brautina fyr- ir aðrar konur á uppleið. „Mér finnst ég enginn sérstakur töffari. Ég hef aldrei hugsað þannig um sjálfa mig. Ég hugsa bara um mig sem einstak- ling og vinn mína vinnu sem einstak- lingur. Ég er ekki að ryðja brautina fyrir konur. Mér finnst aftur á móti mikilvægt að ef ég hef á annað borð einhverju að miðla þá miðli ég því til einstaklingsins sem er fyrir framan mig, hvort sem það er kona eða karl.“ En til að svara spurningunni varð- andi það hvort svona „high profile“ mál taki á, þá er svarið nei. „Það tekur ekki á taugarnar enda undirbý ég mig alltaf vel fyrir öll mál sem ég tek að mér. Kannski er það minn kostur að ég leita alltaf af mér allan grun. Það er tímafrekt og útheimtir vinnu en það er það sem ég geri alltaf. Þegar ég hef gert það þá er ég örugg með það sem ég er með í höndunum.“ Framhaldsnám í Stanford Það var svo árið 2007 sem Sigríður Rut ákvað að stimpla sig út og fara til Bandaríkjanna með fjölskylduna. Eiginmaðurinn fór í sérnám í bráða- lækningum og eftir þriggja ára dvöl í Virginíu fóru þau til Kaliforníu þar sem hún fór í framhaldsnám í Stan- ford. „Ég fór ekki út til að ná mér í ein- hverja prófgráðu sem ég gæti flaggað hér heima,“ útskýrir hún. „Ég hafði alltaf ætlað mér í framhaldsnám en það tafðist af því að ég stofnaði stof- una og vildi ekki hlaupa frá henni. En ég mæli með þessu, ég lærði að hugsa upp á nýtt. Það er mjög gefandi að læra meira í fagi sem þú hefur áhuga á og kannt. En það breytir engu fyrir mig hér heima, þannig séð. Ég er enn eigandi að sömu stofu og er í sama starfi og áður, þannig að þannig séð hefur ekkert breyst.“ Undarleg tenging Bandarískur kúltúr átti vel við Sigríði Rut sem veit fátt skemmtilegra en að fylgjast með bandarískum dægur- málum. Þegar hún er ekki að vinna eða sinna fjölskyldunni hreiðrar hún um sig í gráa hornsófanum í sjón- varpsholinu uppi, með rauðvínsglas sér við hlið – ok, kannski ekki alltaf en stundum, þegar sérstaklega vel ligg- ur á henni, og með tölvuna í fanginu eða fjarstýringuna í hendinni. Þessa dagana eru það forsetakosningarnar sem eiga hug hennar allan. „Nú eru repúblikanar harðlega gagnrýndir fyrir það hvernig þeir hafa stuðlað að félagslegum órétti í þeim fylkjum þar sem þeir hafa löggjafavaldið, bæði hvað varðar rétt kvenna og þá aðgang að getnaðarvörnum og fóstureyðing- um og eins varðandi hjónabönd samkynhneigðra. Það er rosalega sárt að horfa upp á það hvernig þessi öfga hægriarmur bandarískra stjórnvalda er að fara með landið. Mér finnst það hrikalegt. Mér þykir líka merkilegt að ís- lenski Sjálfstæðisflokkurinn hafi áhuga á að láta tengja sig við lands- fund repúblikana með því að senda þangað erindreka til að halda tölu um meintar ógnir evrópska heil- brigðiskerfisins. Í mínum huga eiga stefnumál repúblikana fátt skylt við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sum- ir myndu segja sjálfstæðisstefnuna eins og sósíalisma í samanburði. Það er skrítið ef Sjálfstæðisflokkurinn vill láta tengja sig við repúblikana sem berjast fyrir því að lækka skatta á auðmenn, takmarka félagslegt frelsi kvenna, afnema rétt samkynhneigðra til að gifta sig og reka svo sérstaka kosningabaráttu fyrir Guð almátt- ugan, helst til höfuðs þróunarkenn- ingunni. Á meðan þeir tala fyrir frelsi í viðskiptum tala þeir fyrir félagslegu helsi. Þeir vilja afnema reglur um fjár- mál en setja reglur um hvað þú gerir í svefnherberginu og með hverjum.“ Lífsstíllinn breyttist Eftir fjögurra ára dvöl erlendis var erfitt að koma heim. „Við vorum alltaf ákveðin í að koma aftur heim, aðal- lega af því að hér beið mín stofan mín og ég vildi alltaf fara aftur þangað. En það var auðvitað erfitt að koma aftur. Ég held að það sé alltaf þannig þegar þú hefur búið nokkur ár erlend- is að það er sama hvað þú gerir, það er alltaf erfitt. Ef við hefðum ákveðið að vera áfram úti hefði ég alltaf sakn- að Íslands og væri stöðugt að velta því fyrir mér hvernig lífið hefði orðið ef ég hefði farið aftur heim. Þegar ég flyt heim þá gerist það sama, nema ég hugsa út.“ Á móti kemur að hún byrjaði strax aftur að vinna og gat tekið upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Hér eru líka fjölskylda, vinir og vinnufélagar. „Það er eitthvað sem maður hefur ekki sama aðgang að úti í Bandaríkj- unum.“ Rut heldur áfram og segir: „Áður en við fórum út vorum við fjögurra manna fjölskylda á tveimur bílum. Nú erum við sex á einum bíl. Það eru svona hlutir sem breyttust, lífstíll- inn var annar þegar við komum aft- ur heim.“ Núna tekur hún helst strætó í vinnuna. „Ég vinn í miðbænum og mér finnst ekkert sérstaklega gam- an að keyra þangað. Þá tek ég frekar strætó. En þegar ég flutti heim aftur hafði ég ekki tekið strætó á Íslandi í áratugi. Úti í Bandaríkjunum lærði ég að kunna að meta almenningssam- göngur.“ Litlir sigrar Áður en við kveðjumst spyr ég út í framtíðardraumana. Hún hefur ekki háleitar hugmyndir um ferilinn og framtíðina, er frekar niðri á jörðinni. Næst á dagskrá er að kaupa stofuborð en í stofunni stendur svartur leður- sófi, búið er að hengja upp myndir og raða kertum í arinstæðið en að öðru leyti er stofan ófrágengin. „Svona hlutir sitja á hakanum. Það er búið að vera svo mikið að gera að við höfum ekki náð að klára þetta. Ég var einmitt að tala um það í gær hvenær ég ætti að finna tíma til að kaupa stofuborð,“ segir hún og hlær. Enda eru það ekki veraldlegir hlutir sem færa henni hamingju eða gleði, heldur litlir einfaldir og hvers- dagslegir hlutir. Og þegar hún er spurð út í framtíðardraumana segir hún bara: „Ég veit ekki hvað það ætti að vera. Mig langaði í lögmennsku þegar ég útskrifaðist og hugsaði ekki lengra en það. Seinna gældi ég við þann draum um að fara í framhalds- nám. Eftir því sem tíminn líður fer þetta að snúast minna um persónulega sigra, hversu ung ég get verið þegar ég stofna stofu eða hversu stór stofan getur orðið. Í dag og það hefur reynd- ar mjög lengi verið þannig að mínir sigrar eru í hversdagsleikanum. Þær áætlanir sem ég geri eru bara varð- andi hvert mál fyrir sig. Ég tek eitt mál fyrir í einu og þar liggja þeir, litlu sigr- arnir, mínir sigrar.“ n „Ég var krakki og vön því að þekkja allt og alla og hafa mömmu hjá mér. En þarna var ég á nýjum stað og allt í einu var hún fjar- verandi í marga mánuði. „Ef ég trúi á eitthvað þá verð ég að segja það upphátt því það getur verið óréttlátt að þegja. Uppreisnargjörn Ef of miklum áhrifum er otað að Rut fer hún ósjálfrátt í hina áttina. Hún lætur engan segja sér hvernig hún á að hugsa, enda með sterkar skoðanir á flestum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.