Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 38
Þ
eir sem ástunda fjallgöngur
og lengri útivistarferðir kom-
ast fljótt að því að allt önnur
lögmál gilda þar en í þéttbýl-
inu. Fólk þarf að yfirvinna ákveðn-
ar hindranir varðandi það að gera
þarfir sínar. Á Esjunni
og Hvannadals-
hnjúk eru nefni-
lega engin salerni.
Sjálfur er ég
mjög háður því að
gera þarfir mínar
einn og í friði. Þetta er
eitt viðkvæmasta einkamál hvers
og eins. Það er þó sjálfsagðara hjá
karlmönnum en konum að kasta
af sér vatni á almannafæri. Hjá
konum er aðgerðin flóknari. Þar
þurfa að opinbera mun stærra
hluta af viðkvæmum líkamssvæð-
um við þá einföldu aðgerð að
kasta af sér vatni. Karlar eru með
þannig útbúnað að einungis örlitið
brot líkamans er berað við þvaglát.
E
in mesta martröð mín í gegn-
um tíðina hefur verið sú að
verða brátt í brók í fjallgöngu.
Á tæplega tveimur árum hef
ég farið í rúmlega 600 fjallgöng-
ur. Einungis þrisvar hef ég þurft að
svara kalli náttúrunnar með þeim
hætti að þurfa beinlínis að hafa
hægðir. Ennþá man ég hve vand-
ræðalegt það var í hlíðum Úlfars-
fells á sólríkum vetrardegi þegar
kallið kom. Ég hafði látið ofan í
mig dálítið af kæstum hákarli og
skötu kvöldið áður. Grandalaus
hélt ég á fjallið án þess að reyna
að kreista úr mér áður. Á versta
stað hófst síðan útvíkkun með
tilheyrandi herkjum. Það var að-
eins tvennt í spilunum. Annað-
hvort myndi ég gera í buxurn-
ar eða hafa hægðir á staðnum.
Þennan dag voru tugir göngu-
manna á Úlfarsfelli. Það var nokk-
uð ljóst að hvergi myndi ég finna
öruggan stað. Með lagni tókst mér
þó að komast í hvarf þannig að í
sjónlínu voru ekki nema um 10
manns. Í ofboði krafsaði ég holu
í snjóinn og síðan var látið gossa.
Auðvitað var ég ekki með klósett-
pappír eða annan pappír með
mér. það var því ekki annað að
gera en að fórna nærbuxunum.
Löngu seinna sagði vinnufélagi
minn, sem er mikill útivistarmað-
ur, að aðstæður sem þessar væru
algengar. Þetta væri kallað fórnar-
brók.
Í
marga
mánuði
skammaðist
ég mín fyrir
atvikið. Síðan
hefur hispurs-
leysið tekið yfir og
mér er nokkuð sama. Í annað sinn
sem svipað tilvik kom upp var ég á
göngu með siðprúðum félaga sem
má ekki vamm sitt vita. Þrýstingur
óx og ég varð að grípa til aðgerða.
Ég skaust á bak við klett og gerði
það sem þurfti. Þegar ég kom til
baka horfði félaginn á mig með
svip sem ég nenni ekki að skil-
greina: „Varstu að skíta, maður?“
spurði hann.
E
ftir að ég náði að yfirstíga
hömlurnar hef ég rætt við
fróða menn um hægðir á fjöll-
um. Þekktur stjórnmálamað-
ur sagði mér frá því þegar hann
gerði í buxurnar á einu hæsta fjalli
heims. Annar lýsti því þegar mara-
þonhlauparar lenda í sömu að-
stæðum og skjótast inn í runna til
að sinna þörfum sínum. Þá sagði
hann vera dæmi um að kappsam-
ir hlauparar gerðu í buxurnar.
Skömm mín hefur vikið fyrir þeirri
staðreynd að ég er ekki einn um
að lenda í þessum aðstæðum.
n Hver er þinn stíll?
Á
vefsíðu tímaritsins Style-
athome eru myndir af tíu fjöl-
breyttum stofum sem eru hver
annarri fallegri. Stofan skipar
afar mikilvægan sess hjá okkur flest-
um. Það er sama hvort við slöppum
af eftir efiðan dag í vinnu eða bjóð-
um vinum heim í mat og drykk; oft-
ast er það stofan sem verður fyrir
valinu. Setustofa þarfnast ekki heim-
ilistækja og því fer útlit rýmisins al-
gjörlega eftir þeim hlutum sem þar
eru valdir. Hér eru fjórar stofur sem
okkur finnast fallegastar.
38 Lífsstíll 28.–30. september 2012 Helgarblað
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Fórnarbrók
Dramatík í Hollywood Svart/hvít setu-
stofa sem minnir á gamaldags Hollywood-
glamúr.
Litrík og listræn Þessi skemmtilega
stofa afsannar þá kenningu að litlum rým-
um fari best litleysi og munsturlaus efni.
Innanhússarkitektinn Lindsay Mens Craig á
heiðurinn af þessari stofu.
Fjórar glæsilegar stofur
Stofa djarfa piparsveinsins Hér er
ekkert til sparað. Orð eins og hefðbundin
og karlmannleg koma upp í hugann. Það
verður líklega ekki karlmannlegra en gylltur
byssulampi Phillipe Starck.
Stelpuglamúr Þessi glæsilega stofa
er ævintýri út af fyrir sig. Stíll eigand-
ans fær svo sannarlega að njóta sín.
N
iðurstöður nýrrar ástr-
alskrar rannsóknar sem
birtust í Chemosensory
Perception sýna fram á
að slæmt lyktarskyn get-
ur verið eitt einkenni siðblindu. 79
einstaklingar með hreint sakavott-
orð tóku þátt í rannsókninni og vís-
indamenn komust að þeirri niður-
stöðu að þeir sem sýndu einkenni
siðblindu á einhvern hátt áttu í erf-
iðleikum bæði með að þekkja lykt
og greina á milli mismunandi lykt-
ar.
Í yfirlýsingu frá höfundi rann-
sóknarinnar segir: „Niðurstöður okk-
ar styðja þær kenningar að lítil virkni í
framheila geti verið einkennandi fyr-
ir siðblinda einstaklinga sem eru þó
ekki glæpamenn.“
Skortur á virkni í framheila
Siðblinda er vítt hugtak sem notað er
yfir ýmiss konar persónuleikatruflan-
ir sem einkennast af tilfinningadoða,
stjórnunaráráttu, ásókn í æsing og
andfélagslegri hegðun. Heiðvirðir
borgarar sem og harðsvíraðir glæpa-
menn geta sýnt þessi einkenni.
Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á
að einstaklingar sem sýna þessi ein-
kenni hafa litla virkni í framheila sem
er það svæði heilans sem stýrir áætl-
anagerð, skyndiákvörðunum og getu
til að fara eftir reglum samfélagsins.
Skortur á virkni á þessu svæði í fram-
heila veldur einnig því að lyktarskynið
virkar ekki sem skyldi.
„Mælingar á lyktarskyni geta hugs-
anlega komið sér vel í að greina sið-
blindu í ljósi þess að einstaklingar
eiga erfiðara með að stýra niður-
stöðunum með því að breyta hegð-
un sinni,“ bentu vísindamenn á þegar
niðurstöðurnar voru kunngjörðar.
Ýmislegt fleira koma í ljós við rann-
sóknina, til dæmis hvernig lykt getur
haft áhrif á getu okkar til ýmissa verka
og jafnvel dregið úr mígreniköstum.
Kleinuhringir og kynhvöt
Lykt af nýbakaðri graskersböku,
lavender, kanil og nýbökuðum kleinu-
hringjum getur örvað kynhvötina hjá
körlum, samkvæmt vísindamönnum.
Ef karlmenn þefa af einhverju fram-
antöldu eykst blóðflæðið til getnað-
arlimsins um allt að 40 prósent.
Epli og mígreni
50 einstaklingar sem þjáðust af
svæsnum mígreniköstum sögðu að
eftir að þeir fóru að lykta reglulega af
grænum eplum hefði það dregið úr
köstunum til muna.
Jasmína og viðbragðsflýtir
Vísindamenn komust einnig að því
að lykt af jasmínu getur aukið við-
bragðsflýti einstaklinga og snerpu, til
að mynda við að grípa eitthvað sem
dettur. Í ljós kom hins vegar að lykt
af grilluðu kjöti getur dregið úr við-
bragðsflýti.
Kaffi og tímaskyn
Lykt af nýmöluðu kaffi virðist bæta
tímaskyn ef marka má niðurstöður
eldri rannsóknar. Tuttugu einstak-
lingar tóku þátt í rannsókninni,
sem fór fram í klukkulausu her-
bergi, og tímaskyn þeirra allra virt-
ist verða nákvæmara eftir að hafa
þefað af kaffinu. n
Siðblindir hafa
verra lyktarskyn
n Lykt af kleinuhringjum örvar kynhvöt n Kaffi getur bætt tímaskynið
Bætir tíma-
skyn Margir
kunna að fagna
þeirri staðreynd
að kaffi bætir
tímaskyn.