Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 28.–30. september 2012
uppátækjasöm sem krakki og það
sem verra var, það var eiginlega ekki
hægt að skamma hana. „Ég var alltaf
með svör á reiðum höndum – svona
hnyttin tilsvör þannig að mér skilst
að það hafi verið mjög erfitt að halda
andliti og fara ekki að hlæja.“
Hún hefur alltaf haft munninn fyr-
ir neðan nefið og segir að það hafi svo
sem oft komið henni í koll líka. „Ég veit
heldur ekki hvort einhver hnyttin til-
svör fylgi mér enn. Ég er orðin gömul
og hætt að vera fyndin,“ segir hún næst-
um sannfærandi á meðan hún smyr
brauðið með sultu, sneiðir ostinn, rað-
ar honum ofan á og fær sér bita.
Frelsið í Grundarfirði
Hún ólst upp í Grundarfirði þar faðir
hennar stofnaði frystihúsið Sæfang og
börnin bjuggu við næsta takmarka-
laust frelsi. Þar læsti enginn hurðum
og Sigríður Rut gat þess vegna skilið
hjólið sitt eftir niðri í bæ og sótt það
næsta dag eða eftir viku ef svo bar
undir, fullkomlega örugg um að því
yrði ekki stolið. „Ég fékk frelsi til þess
að gera það sem ég vildi – í leik alla-
vega, ég fór bara út að leika mér og
það var alltaf fjör hjá okkur krökk-
unum. Við fórum niður á bryggju að
dorga, bjuggum bara til búðir uppi í
fjallshlíðinni og smíðuðum fleka. En
við vorum í raun ósköp góð, við vor-
um venjulegir krakkar að leika okkur
úti í móa. En þetta var öðruvísi en að
alast upp í borginni, ég gæti ekki leyft
börnunum mínum að fara út á fleka
án þess að hjartað tæki nokkur auka-
slög.“
Kannski mótaði frelsið hana að
einhverju leyti en mamma mótaði
hana meira. „Mamma var mestmegn-
is heimavinnandi og sá um uppeldið
á börnunum á meðan pabbi vann.
Hún er góður uppalandi og ég sé það
best á því hvernig hún er við mínar
stelpur. Ég held að það sé það sem ég
kem með úr æsku. Hún hefur einstakt
lag á að miðla lexíum þannig að ég
upplifi það eins og það sé mín eigin
uppgötvun en ekki eitthvað sem mér
er sagt. Hún hefur alltaf verið mjög
hvetjandi en hún gerði líka kröfur,
hún náði þessu jafnvægi hvað varðar
hvatningu, leiðbeiningu og kannski
dass af fyrirskipunum. Hún er frábær
mamma.“
Skrýtið ár
Hún var ellefu ára þegar fjölskyldan
flutti frá Grundarfirði og kom sér fyr-
ir í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þetta
var svolítið skrýtið ár í lífi Sigríðar
Rutar, ekki nóg með að það væri allt
nýtt fyrir henni heldur lenti mamma
hennar líka í bílslysi og slasaðist illa.
„Þetta var ekki besta árið mitt,“ seg-
ir hún og útskýrir af hverju: „Ég var
krakki og vön því að þekkja allt og alla
og hafa mömmu hjá mér. En þarna
var ég á nýjum stað og allt í einu var
hún fjarverandi í marga mánuði, ég
held að hún hafi verið á spítala í hálft
ár. Hrönn systir kom þá til bjargar og
flutti inn á heimilið.“
Hún á fimm systkini, þrjú hálf-
systkini sem eru henni samfeðra og
tvö alsystkini, en hún er langyngst.
Mamma hennar var orðin 37 ára göm-
ul þegar hún fæddist og faðir hennar
46 ára. Hrönn er þrettán árum eldri og
„... kom og sá um þetta allt þrátt fyrir
að vera í háskóla og með sitt eigið líf.
Enda er hún líka eins og mamma mín
númer tvö, ég á tvær mömmur.
Hún er bara þessi ábyrðgarfulla
týpa sem fannst að hún ætti líka að
taka ábyrgð á uppeldi litlu systur
sinnar. Hún hefur gert það síðan og er
enn að,“ segir Sigríður Rut og glottir.
„Sem betur fer. Hún er alveg einstök.“
Eftir ár í Vogum á Vatnsleysuströnd
flutti fjölskyldan í bæinn. „Þetta er
beisik saga fólks sem býr úti á landi.
Annaðhvort þurfti fólk að senda
börnin burt þegar þau urðu sextán
ára og byrjuðu í framhaldsskóla eða
fara með þeim. Foreldrar mínir lögðu
alltaf mikla áherslu á að við mynd-
um sækja okkur menntun og gera það
besta úr okkar tækifærum. Það kem-
ur ekki síst frá mömmu. Hún ýtti mér
áfram og hvatti mig til dáða.“
Er engin klappstýra
Lögfræðingur úr Versló „… það hlýtur
að vera stórfurðulegt að ég kjósi ekki
Sjálfstæðisflokkinn og stefni á póli-
tík. Það hafa margir sjálfstæðismenn
farið þessa leið og þetta er kannski
svolítið hægristefnu umhverfi. En ég
er svo uppreisnargjörn að ef of mikl-
um áhrifum er otað að mér fer ég í
ósjálfrátt í hina áttina og ég hef aldrei
kosið Sjálfstæðisflokkinn, ekki Fram-
sókn heldur. Ég sé ekki fyrir mér að ég
eigi nokkurn tímann eftir að gera það.
Allavega ekki eins og staðan er í dag
og ekki ef fram heldur sem horfir.“
Það skal þó enginn halda að hún
sé einhver klappstýra fyrir aðra flokka.
„Ég hef eina reglu, ég kýs aldrei sama
flokkinn tvisvar í röð. Mér finnst ekki
í lagi að vera einhver grúppía hjá ein-
hverju stjórnmálaafli. Ég kýs út frá
málefnum og veiti sjálfri mér aðhald
með þessum hætti, einhvern veginn
meikar það sens fyrir mér. Það getur
svo sem verið að ég muni seinna líta
til baka án þess að botna neitt í sjálfri
mér.“
Sandkassalæti í stjórnmálum
Hún fær sér góðan sopa af vatninu og
heldur áfram: „Það er bara svo leiðin-
legt að fylgjast með umræðu um ein-
hver pólitísk málefni og af því að
maður veit að viðkomandi aðhyllist
einhvern flokk þá veit maður fyrirfram
hvað hann ætlar að segja. Ég velti því
fyrir mér af hverju viðkomandi hefur
þessar skoðun á málum, er það af því
að hún er raunverulega hans eða af
því að honum er sagt að hafa hana. Ég
vil ekki láta segja mér hvaða skoðan-
ir ég á að hafa, ég hef mínar skoðan-
ir,“ segir Sigríður Rut sem hefur reynd-
ar skoðanir á flestöllu. „En mér finnst
líka allt í lagi að skipta um skoðun. En
mér finnst ekki í lagi að taka einhverja
línu frá einhverju kennivaldi, hvort
sem það eru foreldrar þínir, kennarar
eða stjórnmálaleiðtogar. Gagnrýnin
hugsun á að vera lykilatriði.“
Hún kann heldur ekki við það
hvernig sumir stjórnmálamenn tala.
„Ef það er ekki gripið til sjóaramáls-
hátta um að það gefi á bátinn þá er
verið að grípa til talsmáta úr hand-
bolta um vörn eða sókn og einhvern
liðsanda. Mér finnst þetta yfirmáta
hallærislegt. „Við framsóknarmenn
…“ Ég hugsa alltaf: Já, en hvað finnst
þér?
Ég held að það skipti sérstaklega
miklu máli fyrir stjórnmálamenn í
dag að gæta að talsmáta sínum vegna
þess að virðing almennings á stjórn-
málamönnum er í algjöru lágmarki.
Gjamm og sandkassalæti auka ekki á
virðinguna og handboltatal í stjórn-
málaumræðu er nánast eins og að
tala við kjósendur eins og þeir séu
börn.“
Ekki pastellituð dragtarskóla-
stefna í Versló
Hún naut sín engu að síður í Versló.
Þar eignaðist hún vini sem eru eins
ólíkir og þeir eru margir og vill blása
á mýtur um ákveðnar steríótýpur.
„Þetta var ekki einsleitur hópur. Ég
var ekki týpan sem var í Versló og
klæddist dragt. Þannig að ég sjálf er
strax sönnun þess að í Versló er ekki
rekin einhver pastellituð dragtar-
skólastefna. Ekki nema ég sé undan-
tekningin sem sannar regluna.“
Hún er ekki þessi hefðbundni lög-
fræðingur þegar kemur að klæðavali.
„En það er ekki sett út á það hvernig
ég klæði mig, aldrei nokkurn tímann.
Enda held ég að maður þurfi ekki að
klæða sig á einhvern máta til að það
sé tekið mark á manni. Ég fer ekki í
einhverja dragt til þess að fólk hlusti
á það sem ég hef að segja, ég opna
frekar á mér kjaftinn.“
Það er náttúrulega partur af
vinnunni að koma fram með ákveðn-
um hætti og huga að framkomunni –
það er eðli lögmennskunnar að flytja
mál og fara með ákveðin sjónarmið.
„En ég hef aldrei rekið mig á að út-
lit mitt skipti einhvern máli eða það
hvernig ég klæði mig.“
Snerist hugur á síðustu stundu
Á endanum skráði hún sig í sagnfræði
í Háskóla Íslands og stefndi að því allt
sumarið að hefja nám um haustið,
keypti bækurnar og allt. Námið átti að
hefjast þann 4. september og Sigríð-
ur Rut vaknaði, tók bækurnar og lagði
af stað í skólann. „Ég var á leið í sögu
en fann að það var eitthvað rangt við
þetta. Þetta var ekki rétt. Þannig að í
stað þess að fara í tímann fór ég yfir í
nemendaskrá og færði mig yfir í lög-
fræði. Stundum gantast ég með að
það hafi bara verið til þess að geta sof-
ið út aðeins oftar, lögfræðin byrjaði
ekki fyrr en tveimur dögum seinna.“
Ekki það, þetta var svo sem engin
skyndihugdetta. Á tímabilum hafði
hún ætlað í lögfræðina, og örugg-
lega oftar en ekki. En stundum sér
hún svolítið eftir þessum snúningi
á háskólaganginum, þótt það risti
aldrei djúpt. „Ég held að ég hefði
orðið ógeðslega góð í sagnfræði. Það
er margt sem hefði verið gaman að
leggja fyrir sig. Eins og læknisfræðina,
ég held að það sé mjög gaman að vera
læknir. En það hvarflaði aldrei að mér,
aldrei nokkurn tímann. En þú veist
hvernig þetta er, þetta spilast bara,
maður endar í einhverju fagi og ef
maður stendur sig ágætlega fer bolt-
inn að rúlla.“
Fór ung að heiman
Háskólaárin voru ekkert til að tala
um, segir hún. Hún lærði og djamm-
aði eins og flestir gera á þessum árum.
Reyndar fór hún kannski óvenju ung
að heiman fyrir borgarbarn, og var
farin að búa niðri í bæ þegar hún
var tvítug. Foreldrar hennar bjuggu
í lítilli íbúð í Smáíbúðahverfinu en
höfðu innréttað bílskúrinn fyrir Sig-
ríði Rut. „Þá varð aðeins rýmra um
fjölskylduna. Nema hvað ég held að
pabbi hafi alltaf séð eftir bílskúrn-
um. Hann er rafvirki og býr til mót-
ora og sá bílskúrinn í hyllingum. Hon-
um fannst dálítið dapurlegt að hann
væri undirlagður fyrir einhvern ung-
ling. Þannig að þegar ég var búin með
menntaskólann og gat farið á náms-
lán þá hvatti hann mig til þess að fara
að heiman, sem ég gerði. Og um leið
og ég var farin var hann búinn að
setja upp verkstæði. Það fer enn vel
um hann þar. Hann er meira að segja
ennþá með gamla Alice in Chains
málverkið mitt uppi á vegg inni í skúr.
Það er alltaf svolítið rokk í honum
pabba, líka á níræðisaldri.“
Á námsárunum lifði hún á náms-
lánum líkt og almennt gengur og ger-
ist og þá kom sér vel að vera aurapúki.
Hún hefur sjálf líkt sér við Jóakim
Aðalönd og segist alltaf hafa ver-
ið sparsöm. „Ég eyði peningum ekki
í óþarfa og þess vegna heldur fólk
kannski að ég fari vel með peninga, af
því að ég er svo sparsöm. Ég var bara
alin upp við að sóa ekki peningum,
passa upp á símareikninginn og allt
það. Seinna varð ég umhverfissinni
og það hentar nirflinum rosalega vel,
að vísu er lífrænt grænmeti dýrara en
annað, en að öðru leyti passar það
eins og flís við rass.“
Fluttu veisluna á skrifstofuna
Hún er reyndar þekkt fyrir það að vera
algjör þjarkur og vinir hennar gleyma
því seint þegar þeir ætluðu að halda
„surprise“ afmælisveislu fyrir hana.
Hún bjó þá í leigusambýli með
vinum sínum og talar alltaf um
þennan tíma sem bóhemárin á
Laugaveginum. Þau voru þarna fimm
saman, fjögur sem deildu íbúð-
„Ég fer ekki í ein-
hverja dragt til þess
að fólk hlusti á það sem
ég hef að segja, ég opna
frekar á mér kjaftinn.
„Þau bökuðu köku
og biðu svo ásamt
okkar nánustu vinum eftir
því að ég kæmi heim. En
ég kom aldrei heim.
m
y
n
d
ir
E
y
þ
ó
r
á
r
n
a
S
o
n