Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 28.–30. september 2012 Helgarblað
Unglingarnir
dópa minna
3 Verulega hef-ur dregið úr
áfengis-, vímuefna-
og tóbaksneyslu
efstu þriggja bekkja
grunnskóla undan-
farin 15 ár. Í ítarlegri
úttekt Rannsókn-
ar og greiningar,
sem ber heitið
Ungt fólk 2012 – Menntun, menn-
ing, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan
nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunn-
skóla, kemur fram að neyslan sé að-
eins brot af því sem var fyrir fáeinum
árum.„Minnkunin í vímuefnaneyslu
er afgerandi mest og jöfnust á Ís-
landi,“ sagði Jón Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknar og grein-
ingar, í DV á mánudag.
Berst gegn
eineltinu
2 Snjólaug Ósk Björnsdóttir,
15 ára, vill fá að
vera eins og hún er
– í friði. Hún birti á
dögunum mynd af
sér á Facebook þar
sem hún biðlaði
til fólks að hætta að leggja sig í ein-
elti. Þó hún væri „feit og ljót“ gæti
hún ekkert gert í því. Snjólaug sagði
sögu sína í DV á miðvikudag. Í mörg
ár hefur hún þurft að þola níðglós-
ur skólafélaga sinna um útlit sitt og
persónu. Eineltið byrjaði fljótlega
eftir að hún flutti með fjölskyldu
sinni frá Húsavík til Egilsstaða. Hún
segir það ömurlega tilfinningu að
þurfa stanslaust að sitja undir því að
mega ekki vera hún sjálf.
Blekking
Björgólfs
1 Fyrrver-andi hlut-
hafi í Landsbank-
anum krefst þess
að 17 fyrrverandi
eigendur og starfs-
menn Landsbank-
ans og viðskiptafélagar þeirra beri
vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
vegna skaðabótamáls sem 350 fyrr-
verandi hluthafar íhuga nú að höfða
gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni,
aðaleiganda bankans. Hluthafinn
sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarna-
son, lektor við Háskóla Íslands. Frá
þessu var greint í DV á mánudag.
Beiðni Vilhjálms byggir á því að
Björgólfur hafi beitt blekkingum til
að leyna raunverulegu eignarhaldi
sínu í Landsbankanum fyrir hrun.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Uppsagnir í
Straumsvík
Þrettán starfsmönnum Rio Tinto
Alcan í Straumsvík var sagt upp á
á þriðjudag, en alls verður stöðu-
gildum fækkað um 27.
Einn þeirra sem sagt var upp
hafði unnið hjá fyrirtækinu í 35 ár.
Gylfi Ingvarsson, trúnaðar-
maður starfsmanna, segir ástæðu
uppsagnanna vera niðurskurð hjá
fyrirtækinu. „Þetta er niðurskurð-
ur hjá fyrirtækinu út af tapi bæði
hérna hjá fyrirtækinu og hjá sam-
steypunni. Það var rétt að þessum
uppsögnum staðið en menn hefðu
viljað sjá aðra nálgun í því. Það var
ekki farið eftir starfsaldri, heldur
völdu stjórnendur þá starfsmenn
sem voru látnir hætta.“
Ólafur Teitur Guðnason, upp-
lýsingafulltrúi Alcan, segir hafa
verið nauðsynlegt að grípa til
niðurskurðaraðgerða vegna mikils
taprekstrar fyrirtækisins undan-
farið. „Það er erfitt að þurfa að
standa í svona aðgerðum og er
ekki gert nema að mjög vel athug-
uðu máli. Við höfum sem betur
fer komist í gegnum fjögur ár frá
hruni án þess að þurfa að grípa til
svona aðgerða, en þar sem tapið
var komið yfir 20 milljónir á dag
í ágúst, þá var ekki um annað að
ræða en að skoða alla möguleika.“
Ólafur Teitur segir að ekki
standi til að fækka fólki frekar á
næstunni.
Villtur
Svisslendingur
Svisslendingur nokkur hafði sam-
band við Neyðarlínuna á fimmtu-
dag þegar hann taldi sig vera
villtan á Kili. Eftir að maðurinn
hafði samband við Neyðarlínuna
afboðuðu björgunarsveitir leit
að manninum sem sagðist hafa
fundið bíl sinn og hugðist aka til
byggða. Höfðu þá allar björgunar-
sveitir á Suðurlandi hafið leit að
tveimur mönnum sem voru sagð-
ir villtir á Kili. Reyndist maðurinn
vera á einn á ferð því ferðafélagi
hans fór ekki með honum á Kjöl.
É
g vona að sú stjórn sem verð-
ur kosin muni standa sig vel,“
segir Ásgerður Jóna Flosadótt-
ir, nýr meðlimur Neytenda-
samtakanna. Ársþing samtak-
anna fer fram um helgina. Þingið,
sem haldið er á tveggja ára fresti, er
yfirleitt átakalítið en fyrirséð er að nú
verði breyting á. Síðustu tvo dagana
áður en frestur til að ganga í samtök-
in, og öðlast þannig þátttökurétt á
ársþinginu rann út, gengu á bilinu 50
og 60 nýir meðlimir í samtökin.
Alls eru 146 manns skráðir á þing-
ið en á meðal þeirra sem gengu í
samtökin á síðustu stundu eru auk
Ásgerðar Jónu, verkalýðsforkólfur-
inn Vilhjálmur Birgisson, stjórnmála-
maðurinn Guðmundur Franklín
Jónsson og baráttu- og útvarpsmað-
urinn Eiríkur Stefánsson.
Hjá Neytendasamtökunum fékkst
staðfest að óvenju margar nýskrán-
ingar í samtökin hafi verið á fimmtu-
dag og föstudag í síðustu viku.
Áhugi á neytendamálum
Samkvæmt heimildum DV fara Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, kennd við
Fjölskylduhjálp Íslands, og útvarps-
og baráttumaðurinn Eiríkur Stef-
ánsson fyrir hópi þeirra sem gekk í
samtökin á síðasta degi. DV hefur
rætt við einstaklinga sem fengu sím-
töl þar sem þeir voru beðnir um að
taka þátt. Í samtali við DV hafnar Ás-
gerður Jóna því alfarið og segir ein-
faldlega að neytendamál séu henni
afar hjartfólgin. „Ástæðan fyrir því að
ég skrái mig er að mig langar að sjá
hvað fer fram þarna og hver árangur
síðastliðins árs hefur verið.“ Hún seg-
ist ekki kannast við neina smölun og
segir fólk úr ólíkum áttum hafi skráð
sig. „Ætli þetta séu ekki bara nokkrir
hópar. Ég vil helst túlka það þannig.“
Samkvæmt heimildum DV er þó
staðreynd að hópur fólks vilji láta
til sín taka á þinginu. „Þetta er ekk-
ert annað en óvinveitt yfirtaka,“ sagði
einstaklingur sem fékk símtal þar
sem hann var beðinn að slást í för og
safna fleirum. Hann lýsti þessu sem
yfirvofandi hallarbyltingu.
Nokkur ólga er innan núverandi
stjórnar vegna hræringanna.
Hluti stjórnarmanna
vill breytingar
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna síðan árið
1984, að tveimur árum undanskild-
um, fagnar í samtali við DV auknum
áhuga á neytendamálum. „Ég vænti
þess að þetta fólk gangi af heilum
hug í Neytendasamtökin,“ segir hann.
Samkvæmt heimildum DV ríkir al-
menn sátt um Jóhannes sem formann
á meðal 20 manna stjórnar samtak-
anna. Heimildir blaðsins herma að
hann hafi nokkuð marga ótvíræða
stuðningsmenn í stjórninni, líklega
hátt í helming stjórnarmeðlima. Hinn
helmingurinn væri hins vegar til í að
sjá breytingar. Enda þótt Jóhannes sé
margreyndur og nokkuð óumdeildur
vill hluti stjórnarinnar formann sem
lætur meira til sín taka og sé ótengdari
stjórnsýslunni, eins og það var orðað
í eyru blaðamanns. Jóhannes njóti
þó virðingar fyrir sitt framlag til neyt-
endamála.
Þess má geta að í vor var Jóhannes
endurkjörinn sem formaður til tveggja
ára án mótframboðs. Á þinginu, sem
haldið er annað hvert ár, er ekki kos-
ið um formann heldur aðeins um
það hverjir myndi stjórn. Hefð er fyr-
ir því að lagður sé fram listi með nöfn-
um sem alla jafna er samþykktur án
mótbára. Á laugardag kann annað að
verða uppi á teningunum.
Tekið skal fram að stjórnarseta í
samtökunum er ólaunuð en í starfinu
felst nokkur vinna. Aðeins staða for-
manns er launuð en auk hans eru sex
starfsmenn á skrifstofu samtakanna.
Verðtryggingin spilar inn í
Þegar DV náði tali af Eiríki Stefáns-
syni vildi hann ekkert um það segja
hvort hann hafi tekið þátt í smöl-
un fyrir þingið. Hann sagðist hafa
áhuga á „neytendamálum og verð-
tryggingu“, eins og hann orðaði það
en vildi ekkert gefa upp um það
hvort hann myndi sækjast eftir því að
komast í stjórn. „Allir þeir 140 sem
mæta eru gjaldgengir í stjórn,“ sagði
hann en vildi að öðu leyti lítið tjá sig.
Hann sagði þó aðspurður að hon-
um fyndist Neytendasamtökin ekki
hafa staðið sig þegar kemur að verð-
tryggingunni.
Heimildir DV herma að það sé
einmitt mál tengt verðtryggingunni
sem knýr hópinn áfram. Kveikjuna
að málinu megi rekja til þess að Neyt-
endasamtökin hafi hafnað því að
leggja til hálfa milljón króna vegna
málsóknar sem Hagsmunasamtök
heimilanna undirbúa vegna verð-
tryggingar húsnæðislána. Hópurinn
vilji að samtökin beiti sér með öflug-
um hætti gegn verðtryggingunni.
Jóhannes Gunnarsson sagði í
samtali við DV að reglur samtakanna
séu skýrar þegar kemur að þátttöku í
dómsmálum. Skilyrði væri að sam-
tökin væru með frá upphafi og að
ef af málinu yrði og málskostnað-
ur yrði greiddur fengju samtökin sitt
til baka. Það hafi ekki staðið til og
því hafi verið samþykkt að samtök-
in yrðu ekki með í málsókninni. „Við
höfum heldur aldrei styrkt félaga-
samtök vegna málaferla.“ n
„Ég vænti þess að
þetta fólk gangi af
heilum hug í Neytenda-
samtökin
Hallarbylting?
Þau eru á meðal
þeirra sem skráðu
sig í samtökin
síðastliðinn
föstudag.
Vilhjálmur
Birgisson
Guðmundur
Franklín Jónsson
Eiríkur
Stefánsson
n Hópur baráttufólks vill hallarbyltingu í Neytendasamtökunum
„EkkErt
annað En
óvinvEitt
yfirtaka“
Formaður síðan 1984 Jóhannes
Gunnars son fagnar auknum áhuga á neyt-
endamálum.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Ásgerður Jóna
Flosadóttir