Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 28.–30. september 2012 Helgarblað Þ egar hún mætir í dómssal í röndóttum sokkabuxum, bomsum og dúnúlpu þá kann hún að virðast meinlaus. Síð- an opnar hún munninn og hríðskotabyssan fer af stað. Það eiga fáir roð í hana. Þá skiptir engu máli hvorum megin hún er við borðið, hún hefur fengið blaðamenn dæmda fyr- ir orð sín og hún hefur gerst málsvari tjáningarfrelsis þar sem meginstefið er að það megi ekki bara móðga held- ur sé það jafnvel bráðnauðsynlegt til að umræðan í samfélaginu þroskist og þróist með eðlilegum hætti. Skaddað lið sem faðmast Sigríður Rut Júlíusdóttir tekur á móti mér á heimili sínu í Háaleitishverf- inu. Hárið er blautt, hún hefur verið að þvo það. Áður hefur hún samt farið í bakarí og þegar við setjumst til borðs inni í borðstofunni býður hún upp á bakkelsi, gróft brauð og hvítmygluost og heimagerðar sultur sem vinir hafa komið með færandi hendi, og sæta- brauð. Með þessu býður hún upp á kaffi en snarar sér inn í eldhús og býr til sódavatn með sódastream-tækinu þegar ég afþakka kaffið. Á meðan virði ég umhverfið fyr- ir mér. Við borðstofuborðið komast tíu manns í sæti og þar er úr dökkum við, þykkum og þungum. Yfir borðinu hanga koparljós og á veggjunum hanga málverk. Eitt er eftir ömmu eig- inmannsins, fallega bleik abstrakt- mynd og önnur eftir Svölu Þorsteins- dóttur. Hér eru líka tvær myndir eftir Hallgrím Helgason, sem er í miklum metum á þessu heimili, þau hjón- in lesa bækurnar hans alltaf korteri eftir að þær koma út. Önnur er stór eftirprentun af Grim í ísklifri und- ir textanum „Ready for Love“. Hin er af sýningu Hallgríms frá því í sumar, Island of the Exes þar sem tvær furðu- verur fallast í faðma. Þegar Sigríður Rut kemur fram úr eldhúsinu spyr ég hvort og þá hvern- ig hún tengi við þessa mynd en hún skellir bara upp úr. „Ég tengi hana nú ekki beint við sjálfa mig – að ég sé svona blá gúmmímanneskja,“ seg- ir hún hlæjandi og bætir því við að það sé húmor í myndinni og textinn sé flottur. „Þarna er eitthvert skadd- að lið að faðmast og það er einhver saga á bak við það. Ég horfi á myndina og velti því fyrir mér hvað er að ger- ast. Allajafna er ég hrifnari af svona fígúratífum myndum og myndirnar hans Hallgríms segja alltaf einhverja klikkaða sögu.“ Þegir ekki yfir óréttlæti Sigríður Rut og eiginmaður henn- ar eiga saman fjórar dætur, tveggja og hálfs árs tvíbura, fimm ára og sjö ára. En hún er ekki týpan til þess að ræða fjölskyldulífið, hjónabandið eða ástina, segir hún. „Ég er ekki rétta manneskjan til að spyrja um ráð varð- andi uppeldið. Ég vona bara að börnin mín séu nógu vel af guði gerð til að lifa uppeldið af,“ segir hún og hlær glettn- islega. „Það er annar tíðarandi í dag en þegar ég var að alast upp og mamma var heima á meðan pabbi vann myrkranna á milli. Nú vinna langflest- ir foreldrar úti og fullan vinnudag. En við gerum okkar besta og vonum það besta.“ Það er svona ýmislegt sem hún leggur áherslu á, en fyrst og fremst það að stelpurnar verði réttsýnar og sanngjarnar. „Mér finnst það skipta miklu máli. Eins að þær séu tilbúnar til að berjast fyrir því sem þeim þyk- ir rétt og tala fyrir því. Velja sér síðan áhugamál og starfsvettvang og gera sitt besta þar.“ Að sama skapi er það kannski þetta sem drífur Rut áfram. „Réttlætis- kenndin kemur mér á milli staða, það að hafa skoðanir á því sem er rétt og rangt og vera svolítið æst yfir því. Ef mér finnst eitthvað rétt þá á ég að segja það og berjast fyrir því, það skiptir mig mjög miklu máli að gera það. Ef ég trúi á eitthvað þá verð ég að segja það upphátt því það getur verið óréttlátt að þegja.“ Hún var sjálf svolítið Sigríður Rut Júlíusdóttir var orðin meðeignadi að lögfræðistofu þegar hún var 27 ára gömul. Í gegnum tíðina hefur hún vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu í umdeildum málum, en tjáningarfrelsið er henni sérstaklega hugleikið. Hún segir einnig frá uppvextinum á Grundarfirði, skrýtna árinu á Vogum á Vatnsleysuströnd og bóhemlífinu á Laugaveginum. Þá segir hún einnig frá óþrjótandi áhuga sínum á bandarískum kúltúr og hversu sorglegt það sé að sjá hvernig repúblikanarnir fara með þjóðina og hversu óskiljanlegt það sé að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nudda sér upp við slíkt afl. Má ýkja, sjokkera og Móðga Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.