Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 17
Auðæfin, ástin og átökin Fréttir 17Helgarblað 28.–30. september 2012 hann að hann hefði hafið nám í Ox- ford árið 2002. Eins og kom fram var hann alls fimm ár í Oxford en hann útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 2005. Hann hafði að mestu lokið náminu áður en hann fór út þó hann hafi ekki klárað ritgerð og útskrifast fyrr en árið 2005. Árið 2004 voru til dæmis sagðar fréttir af því að hann væri á leið úr Kastljósinu og hefði tekið stefnuna á Oxford með styrk frá breska utan- ríkisráðuneytinu í vasanum og ætl- aði að dvelja þar næstu tvö til þrjú árin. „Síðast þegar ég var þarna við nám bjó ég á heimavist og geri ráð fyrir að gera það aftur. Þetta er ekki eins og það var. Nú er búið að opna heimavistirnar fyrir stúlkum,“ sagði hann og bætti því við að hann hlakk- aði mikið til, skólinn væri góður og þar væri mikið af skemmtilegu fólki. Benti hann einnig á að þar sem breskir skólar væru ekki jafn dýrir og bandarískir væru margir kanar við skólann. „Oftar en ekki eru það syn- ir og dætur bandarískra auðkýfinga. Þá eru þarna prinsar og prinsessur frá Afríku og kóngafólk úr ýmsum áttum. Svo ekki sé minnst á alla Kín- verjana,“ sagði hann. Ástin Önnu Sigurlaugu kynntist Sigmund- ur Davíð árið 2002. Um þeirra fyrstu kynni hefur hann sagt: „Við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan.“ Þá bætti hann því við hálf- skömmustulegur að það stæði til að biðja hennar. „Við förum ekki í fjöl- skylduboð án þess að frænkurn- ar bendi okkur á þá staðreynd að við séum enn barnlaus. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði hann. Það var svo þann 10. október 2010 að hann gekk að eiga Önnu Sigur- laugu Pálsdóttir í fallegri athöfn í Dómkirkjunni. Hamingjan skein úr andliti brúðhjónanna og aðstand- enda þeirra og dagurinn virtist full- kominn í hlýrri haustsólinni og logn- inu í miðborginni. Þau hjónin stóðu í stórræðum á fleiri vígstöðum en þegar þeim varð ljóst að hún bæri barn undir belti ákváðu þau að selja einbýlishúsið sem þau áttu á Lokastígnum, stækka við sig og færa sig um set. Fjölskyld- an kom sér fyrir á æskuslóðum Sig- mundar Davíðs í Breiðholtinu og festi kaup á 270 fermetra einbýlis- húsi í Ystaselinu, í næsta nágreni við Ástþór Magnússon. „Við vorum í frekar óbarnvænu húsi,“ sagði Sig- mundur Davíð. Húsið er sagt látlaust, þar er enginn heitur pottur og þar er enginn íburður, í mesta lagi kamína. Enda eru þau hjónin sögð lifa ansi hófsömu lífi og margir sem hefðu minna á milli handanna myndu leyfa sér meira en þau gera. Það er ekki í þeirra karakter að eyða í pen- ingum í óþarfa, það er ekki þeirra stíll. Reyndar ekur Sigmundur Davíð um á Toyota-Land Cruiser en það er víst þeirra mesti munaður. Föðurhlutverkið Í byrjun árs varð hann faðir þegar kona hans ól honum dóttur. Sú stutta fékk nafnið Sigríður Elín og hafði mikil áhrif á Sigmund Davíð eins og kom fram í viðtali við DV um föður- hlutverkið, ástina og lífið. Fyrstu vikurnar í hennar lífi var hann nánast svefnlaus og var víst sjálfum kennt um. „Mér er kennt um þetta – að þetta séu genin úr mér. Ég á nefnilega til að vaka og vinna á næt- urnar. Það er kannski full snemmt að segja til um hvort þetta verði svona hjá henni áfram. Að mestu leyti gengur þetta vel. Hún er dugleg að drekka mjólkina sína og skila henni aftur.“ Hann hafði helst áhyggjur af því að verða linur í pólitíkinni. „Ég ótt- aðist að þegar ég myndi eignast barn yrði mér sama um allt annað – að drifkrafturinn myndi hverfa hvað varðar aðra hluti – en að verða pabbi hafði þveröfug áhrif. Nú er mér enn meira í mun að breyta hlutunum og láta gott af mér leiða svo barnið mitt og öll önnur börn geti búið við betri aðstæður í framtíðinni,“ sagði hann. „Ég hélt kannski að ég yrði of mjúk- ur eftir þessa reynslu og vissulega hefur dóttirin haft þau áhrif. Manni finnst ekki beint passa að fara frá því að halda á nýfæddu barni yfir á þing að rífast við menn um hörðu málin.“ Annars hefur hann látið hafa það eftir sér að hlutverk hans innan veggja heimilisins sé ansi takmark- að. „Ég get engan veginn bjargað mér út úr þessu. Ég er lítið heima og hef því lítinn tíma til að sinna heimil- inu eða eldamennsku. Það eru svona ákveðnir hlutir sem ég sé um, eins og að hella upp á kaffi, en þessum hlut- um er ég stöðugt að vinna í að fjölga.“ Vinur hans segir að Sigmund- ur Davíð sé íhaldssamur hvað varð- ar hefðbundin gildi en framsækinn að öðru leyti. Þó mætti hann kannski gefa fjölskyldunni meiri tíma. Engu að síður séu þau hjónin afar náin og Sigmundi Davíð sé afar umhug- að um að gera vel við sitt fólk. Hann sé að þessu leyti mjög hlýr maður. „Ég vil að minnsta kosti vera róm- antískur og gera eitthvað óvænt og skemmtilegt þótt reyndin sé ekki „ Konunni minni finnst þessi söfn- unarárátta fullmikið af því góða Leiðtoginn Sigmundur Davíð hafði eingöngu verið skráður í Framsóknarflokkinn þegar hann varð formaður hans. Hans helsti keppinautur var Höskuldur Þórhallsson en nú takast þeir aftur á en þeir sækjast báðir eftir oddvitasæti í sama kjördæminu. „Við hittumst í ára- mótaboði, smull- um vel saman og höfum verið saman síðan. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.