Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 44
Sjóðheitir Sóknarmenn 44 Sport 28.–30. september 2012 Helgarblað Þ eir Björn Bergmann Sigurðar- son, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jó- hansson eiga það ekki aðeins sam- eiginlegt að hafa íslenskt ríkisfang heldur hafa þeir allir verið iðn- ir við kolann fyrir framan markið. Saman hafa þeir skorað 66 mörk á þessu ári. DV hefur tekið saman töl- fræði um þessa marksæknu ungu knattspyrnumenn. baldur@dv.is n Hafa skorað 66 mörk á árinu n Tveimur þeirra líkt við Zlatan Ibrahimovic Alfreð Finnbogason Aldur: 23 ára Uppeldisfélag á Íslandi: Fjölnir/Breiðablik Félagslið: Heerenveen í Hollandi Mörk með félagsliði á árinu: 22 Alfreð var á mála hjá Lokeren í Belgíu og hafði skorað þrjú mörk fyrir félagið í upphafi árs þegar hann var lánaður til Helsingborgar í Sví- þjóð. Lánssamningurinn var til sex mánaða. Alfreð var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins þann tíma og skoraði 12 mörk í 17 leikj- um í deildinni, auk þess sem hann skoraði eitt í Evrópukeppninni. Hann vakti athygli erlendra liða með frammistöðu sinni en fór að lokum til Heerenveen í Hollandi. Í vikunni gerði hann sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum. Hann hefur spilað fimm leiki með Heerenvenn og skorað í þeim sex mörk. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur líkt Alfreði við sænsku goðsögnina Henrik Larsson: „Vinnusemin, hreyfanleikinn, og öll hlaupin, bæði fyrir sjálfan sig og liðið.“ Björn Bergmann Sigurðsson Aldur: 21 árs Uppeldisfélag á Íslandi: ÍA Félagslið: Wolves í Englandi Mörk með félagsliði á árinu: 13 Björn gekk í raðir Lilleström árið 2009, aðeins 18 ára gamall. Hann spilaði sig fljótlega inn í byrjunarliðið og stóð sig vel. Það var þó ekki fyrr en á nýyfirstöðnu keppnistímabili í Noregi sem hann sló rækilega í gegn. Hann skoraði 12 mörk í 17 leikjum og var lýst sem yfirburðar- manni í norsku deildinni. Magnus Haslun, þjálfari Björns hjá Lilleström, gekk svo langt að líkja honum við Zlatan Ibrahimovic. „Þegar Zlatan var á sama aldri var hann með mikla líkamlega yfirburði líkt og Björn. Hann er fljótur, sterkur og með góða tækni. Hann er einnig jafnvígur á báða fætur og góður skotmaður,“ sagði hann. Björn gekk í raðir Wolves í sumar og hefur þar skorað eitt mark í fimm leikjum. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 22 ára Uppeldisfélag á Íslandi: Víkingur/HK Félagslið: Ajax í Hollandi Mörk með félagsliði á árinu: 8 Kolbeinn Sigþórsson á aðeins fimm meistaraflokksleiki á Íslandi að baki með HK því hann fór ungur að árum til AZ Alkmaar í Hollandi. Á fyrsta tímabili sínu í aðalliði félagsins gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 18 mörk í 43 leikjum. Þessi frammistaða hans vakti risana í Ajax af værum blundi og hann gekk til liðs við hollenska stórveldið fyrir síðasta keppnistímabil. Hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum á síðari helmingi keppn- istímabilsins en ökklabrot settu stórt strik í reikning þessa efnilega framherja í fyrra. Nú er hann meiddur á öxl og hefur lítið spilað. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur, eins og fleiri, miklar mætur á Kolbeini og hann hefur líkt honum við Zlatan Ibrahimovic. „Þú sérð það á tölfræði hans að hann er frábær markaskorari. Ef hann er ekki með þá er það eins og að Svíþjóð væri án Zlatan, það er eins. Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 23 ára Uppeldisfélag á Íslandi: FH/Breiðablik Félagslið: Tottenham í Englandi Mörk með félagsliði á árinu: 8 Gylfa Þór Sigurðsson þarf vart að kynna enda hefur hann slegið í gegn hvar sem hann hefur komið. Hann fór ungur til Reading í Englandi þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu. Hann varð fyrirliði liðsins og kom að 30 mörkum í 40 leikjum á sínu síðasta heila tímabili fyrir liðið; skoraði 21 mark og lagði upp 9. Hann var seldur til Hoffenheim í Þýska- landi fyrir metfé og skoraði 9 mörk í 29 leikjum. Tækifærin voru þó að skornum skammti á öðru keppn- istímabilinu og svo fór að hann var lánaður til úrvalsdeildarliðsins Swansea. Þar skoraði hann sjö mörk og lagði upp þrjú í 18 leikjum og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Í sumar var hann svo seldur til Tottenham þar sem samkeppnin er gríðarleg. Hann hefur ekki skorað í fyrstu deildarleikjunum en skoraði eitt og lagði upp annað mark í bikarleik núna í vikunni. Aron Jóhannsson Aldur: 21 árs Uppeldisfélag á Íslandi: Fjölnir Félagslið: AGF Aarhus í Danmörku Mörk með félagsliði á árinu: 15 Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson vakti athygli hér heima árið 2010 þegar hann skoraði 17 mörk í 26 leikjum í deild og bikar. Liðið lék þá í fyrstu deildinni. Hann gekk eftir tímabilið til liðs við AGF í Aarhus en hafði hægt um sig í markaskorun. Á síðasta keppnistímabili skoraði þessi efnilegi piltur 8 mörk í 32 leikjum. Hann hefur greinilega borðað vítamínin sín í sumar því eftir tíu deilarleiki er pilturinn búinn að skora tíu mörk. Hann setti met á dögunum þegar hann skoraði þrjú mörk á tæpum fjórum mínútum. Alls skoraði hann fjögur mörk á 16 mínútna kafla í einum og sama leiknum - en hann skoraði öll mörk liðsins. Landsliðsþjálfarar Íslands geta illa horft fram hjá Aroni mikið lengur því hann hefur leikið á alls oddi í deildinni þar sem hann er markahæstur. m y n d a g f. d k m y n d r eu te r s m y n d r eu te r s m y n d w o lv es .c o .u k m y n d s c- H ee r en v ee n .n l 22 mörk 15 mörk 13 mörk 8 mörk 8 mörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.