Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 44
Sjóðheitir Sóknarmenn 44 Sport 28.–30. september 2012 Helgarblað Þ eir Björn Bergmann Sigurðar- son, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jó- hansson eiga það ekki aðeins sam- eiginlegt að hafa íslenskt ríkisfang heldur hafa þeir allir verið iðn- ir við kolann fyrir framan markið. Saman hafa þeir skorað 66 mörk á þessu ári. DV hefur tekið saman töl- fræði um þessa marksæknu ungu knattspyrnumenn. baldur@dv.is n Hafa skorað 66 mörk á árinu n Tveimur þeirra líkt við Zlatan Ibrahimovic Alfreð Finnbogason Aldur: 23 ára Uppeldisfélag á Íslandi: Fjölnir/Breiðablik Félagslið: Heerenveen í Hollandi Mörk með félagsliði á árinu: 22 Alfreð var á mála hjá Lokeren í Belgíu og hafði skorað þrjú mörk fyrir félagið í upphafi árs þegar hann var lánaður til Helsingborgar í Sví- þjóð. Lánssamningurinn var til sex mánaða. Alfreð var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins þann tíma og skoraði 12 mörk í 17 leikj- um í deildinni, auk þess sem hann skoraði eitt í Evrópukeppninni. Hann vakti athygli erlendra liða með frammistöðu sinni en fór að lokum til Heerenveen í Hollandi. Í vikunni gerði hann sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum. Hann hefur spilað fimm leiki með Heerenvenn og skorað í þeim sex mörk. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur líkt Alfreði við sænsku goðsögnina Henrik Larsson: „Vinnusemin, hreyfanleikinn, og öll hlaupin, bæði fyrir sjálfan sig og liðið.“ Björn Bergmann Sigurðsson Aldur: 21 árs Uppeldisfélag á Íslandi: ÍA Félagslið: Wolves í Englandi Mörk með félagsliði á árinu: 13 Björn gekk í raðir Lilleström árið 2009, aðeins 18 ára gamall. Hann spilaði sig fljótlega inn í byrjunarliðið og stóð sig vel. Það var þó ekki fyrr en á nýyfirstöðnu keppnistímabili í Noregi sem hann sló rækilega í gegn. Hann skoraði 12 mörk í 17 leikjum og var lýst sem yfirburðar- manni í norsku deildinni. Magnus Haslun, þjálfari Björns hjá Lilleström, gekk svo langt að líkja honum við Zlatan Ibrahimovic. „Þegar Zlatan var á sama aldri var hann með mikla líkamlega yfirburði líkt og Björn. Hann er fljótur, sterkur og með góða tækni. Hann er einnig jafnvígur á báða fætur og góður skotmaður,“ sagði hann. Björn gekk í raðir Wolves í sumar og hefur þar skorað eitt mark í fimm leikjum. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 22 ára Uppeldisfélag á Íslandi: Víkingur/HK Félagslið: Ajax í Hollandi Mörk með félagsliði á árinu: 8 Kolbeinn Sigþórsson á aðeins fimm meistaraflokksleiki á Íslandi að baki með HK því hann fór ungur að árum til AZ Alkmaar í Hollandi. Á fyrsta tímabili sínu í aðalliði félagsins gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 18 mörk í 43 leikjum. Þessi frammistaða hans vakti risana í Ajax af værum blundi og hann gekk til liðs við hollenska stórveldið fyrir síðasta keppnistímabil. Hann skoraði 7 mörk í 17 leikjum á síðari helmingi keppn- istímabilsins en ökklabrot settu stórt strik í reikning þessa efnilega framherja í fyrra. Nú er hann meiddur á öxl og hefur lítið spilað. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur, eins og fleiri, miklar mætur á Kolbeini og hann hefur líkt honum við Zlatan Ibrahimovic. „Þú sérð það á tölfræði hans að hann er frábær markaskorari. Ef hann er ekki með þá er það eins og að Svíþjóð væri án Zlatan, það er eins. Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 23 ára Uppeldisfélag á Íslandi: FH/Breiðablik Félagslið: Tottenham í Englandi Mörk með félagsliði á árinu: 8 Gylfa Þór Sigurðsson þarf vart að kynna enda hefur hann slegið í gegn hvar sem hann hefur komið. Hann fór ungur til Reading í Englandi þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu. Hann varð fyrirliði liðsins og kom að 30 mörkum í 40 leikjum á sínu síðasta heila tímabili fyrir liðið; skoraði 21 mark og lagði upp 9. Hann var seldur til Hoffenheim í Þýska- landi fyrir metfé og skoraði 9 mörk í 29 leikjum. Tækifærin voru þó að skornum skammti á öðru keppn- istímabilinu og svo fór að hann var lánaður til úrvalsdeildarliðsins Swansea. Þar skoraði hann sjö mörk og lagði upp þrjú í 18 leikjum og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Í sumar var hann svo seldur til Tottenham þar sem samkeppnin er gríðarleg. Hann hefur ekki skorað í fyrstu deildarleikjunum en skoraði eitt og lagði upp annað mark í bikarleik núna í vikunni. Aron Jóhannsson Aldur: 21 árs Uppeldisfélag á Íslandi: Fjölnir Félagslið: AGF Aarhus í Danmörku Mörk með félagsliði á árinu: 15 Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson vakti athygli hér heima árið 2010 þegar hann skoraði 17 mörk í 26 leikjum í deild og bikar. Liðið lék þá í fyrstu deildinni. Hann gekk eftir tímabilið til liðs við AGF í Aarhus en hafði hægt um sig í markaskorun. Á síðasta keppnistímabili skoraði þessi efnilegi piltur 8 mörk í 32 leikjum. Hann hefur greinilega borðað vítamínin sín í sumar því eftir tíu deilarleiki er pilturinn búinn að skora tíu mörk. Hann setti met á dögunum þegar hann skoraði þrjú mörk á tæpum fjórum mínútum. Alls skoraði hann fjögur mörk á 16 mínútna kafla í einum og sama leiknum - en hann skoraði öll mörk liðsins. Landsliðsþjálfarar Íslands geta illa horft fram hjá Aroni mikið lengur því hann hefur leikið á alls oddi í deildinni þar sem hann er markahæstur. m y n d a g f. d k m y n d r eu te r s m y n d r eu te r s m y n d w o lv es .c o .u k m y n d s c- H ee r en v ee n .n l 22 mörk 15 mörk 13 mörk 8 mörk 8 mörk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.