Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 53
Fólk 53Helgarblað 28.–30. september 2012
A
fmælisdeginum varði ég
mikið til á minni tíu tíma
spítalavakt en þar sem eig-
inkonan er gengin 40 vikur
vék afmælisspenningurinn fyrir
barneignaspenningi,“ segir Sigurð-
ur Harðarson, Siggi pönk, sem varð
45 ára á miðvikudaginn. Sigurð-
ur er sonur hjónanna Harðar Sig-
urgrímssonar og Önnu Guðrún-
ar Bjarnardóttur. Hann er yngstur
fimm systkina og ólst upp í Holti í
Stokkseyrarhreppi.
Hanner menntaður í búfræði
frá Bændaskólanum á Hvanneyri
en ákvað síðar að verða hjúkr-
unarfræðingur í stað þess að
verða bóndi. Eftir níu ár á Slysa-
og bráðamóttöku Landspítalans í
Fossvogi flutti hann með eiginkonu
sinni til Englands og starfar nú á
vöknunardeild héraðsspítalans í
East Sussex, Brighton.
Eiginkona hans er Manon
Laméris sem hann kynntist fyrir
tíu árum er hún átti tveggja daga
millilendingu á Íslandi á leið sinni
frá Hollandi til Bandaríkjanna. Auk
þess á hann 16 ára dóttur, Hjördísi
Björgu Viðjudóttur, sem ætlar að
heimsækja þau til Englands þegar
litli bróðir hennar fæðist.
Aðspurður um þá tilfinningu
að vera orðinn 45 ára segist hann
ekki hafa persónulega skilgreiningu
á því hvað sé að verða fullorðinn.
„Kannski vegna þess að ég man vel
hversu vitlaus ég var fyrir 25 árum
og reikna með að geta horft til baka
eftir 20 ár í viðbót og munað hversu
mikið barn ég er í dag.“
Siggi er söngvari í hljóm-
sveitinni Forgarði helvítis sem er
með hálfkláraða breiðskífu í smíð-
um og var einnig í pönksveitin Dys
sem fékk hægt andlát þrátt fyrir ít-
rekaðar endurlífgunartilraunir. Auk
þess vinnur hann með raftónlist-
armanninum Jóhanni Eiríkssyni í
hljómsveitinni Gjöll. „Fjórða breið-
skífa okkar er í vinnslu og mun
koma út hjá þýsku Ant-Zen útgáf-
unni eins og hinar þrjár plöturnar.
Annars fer mikið af mínum sköp-
unarkrafti í útgáfu anarkistarita
og rekstur anarkistabókasafnsins
í Reykjavíkurakademíunni,“ segir
afmælisbarnið og anarkistinn að
lokum.
N
ýtt Líf fagnar 35 ára afmæli í
ár og heldur upp á áfangann
með pompi og prakt í kvöld,
föstudagskvöld, á Slippbarn-
um.
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri
blaðsins, segir núverandi ritstjórn
um leið fagna ársafmæli sínu. Á
því ári sem hún hefur haldið um
stjórnartaumana hefur blaðið oft-
sinnis verið á allra vörum. Í einu
tölublaði Nýs Lífs voru birt kyn-
ferðisleg bréf Jóns Baldvins til ung-
lingsstúlku og seldist það upp á
nokkrum klukkustundum. Forsíðu-
mynd af Þóru Arnórsdóttur vakti
mikla athygli og birtist í stærstu
fréttamiðlum heims. Þá var umdeilt
septembertölublað Nýs Lífs með
Bjarna Benediktsson á forsíðunni.
„Bjarni Ben er maður sem all-
ir hafa skoðun á. Við vildum setja
hann fram á okkar hátt,“ segir Þóra í
samtali við DV.
Sterkar kvenfyrirmyndir
„Það er ár síðan ég tók við blaðinu
og við höfum leynt og ljóst verið
að taka það í gegn og breyta eftir
okkar höfði. Við höfum einnig tek-
ið á stórum málum og þá höfum
við komið fréttaskýringum í blað-
ið. Við höfum haft margar sterkar
kvenfyrirmyndir á forsíðu blaðsins
á árinu, hina kynleiðréttu Hrafn-
hildi Guðmundsdóttur, Sigríði
Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri
á Suðurnesjum, var umdeild og
sömuleiðis Þorgerður Katrín.“
Blöskrar heimskuvæðingin
Þóra er stolt af áfanganum, fáir ís-
lenskir fjölmiðlar hafa náð því að
lifa í 35 ár. „Blaðið er á mikilli sigl-
ingu og við höfum fengið meðbyr
til að gera á því breytingar. Núna
felst stefna blaðsins helst í fjöl-
breytni og vönduðum efnistökum.
Mér blöskrar stundum á hversu
lágu plani lífsstíls- og kvennaaf-
þreying er í stærstu fjölmiðlum
landsins, þar ríkir heimskuvæðing
með ofuráherslu á holdafar. Nýtt
Líf er annar valkostur. Það fjall-
ar um tísku, útlit, hár og förðun
í bland við þyngri mál en ger-
ir sér grein fyrir því að konur eru
allavega vaxnar og á öllum aldri.
Umfjöllun um tísku og útlit er fyr-
ir allar konur á öllum aldri og við
viljum ekki stuðla að óheilbrigðri
útlitsdýrkun.“
Sonurinn
væntanlegur
Nýtt Líf 35 ára
Siggi pönk, 45 ára þann 26. september
Þóru blöskrar heimskuvæðing annarra miðla
F
ramsóknarmennirnir Sig-
mundur Davíð Gunn-
laugsson, Ásmundur Ein-
ar Daðason, Gunnar Bragi
Sveinsson lyftu sér upp
ásamt fríðu föruneyti á Íslenska
barnum síðastliðið þriðjudags-
kvöld, samkvæmt heimildum
DV. Hópurinn var þó ansi seint á
ferðinni og við lá að þeir kæmust
ekki inn á staðinn. Dyravörður
benti þeim kurteislega á að búið
að væri að loka þegar þá bar að
garði eftir miðnætti. Einn úr hópn-
um tók það ekki gilt og sagði eitt-
hvað á þá leið: „Það er ekki búið
að loka fyrir okkur,“ og í kjölfarið
smeygði hópurinn sér inn á stað-
inn fram hjá dyraverðinum sem
vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Fyrir rétt rúmu ári tilkynnti Sig-
mundur Davíð, formaður Fram-
sóknarflokksins, það formlega á
heimasíðu sinni að hann ætlaði að
byrja af alvöru á megrunarkúr sem
hann kallaði íslenska kúrinn. Fól
kúrinn í sér að borða eingöngu ís-
lenskan mat. Sagðist formaðurinn
hafa hitt meltingarlækni sem tjáði
honum að íslenskur matur væri sá
hollasti í heimi. Þá benti Sigmund-
ur Davíð á að eingöngu helming-
ur þeirrar fæðu sem neytt væri á
Íslandi væri framleidd hér, þannig
að ef maður borðaði bara íslensk-
an mat þá borðaði maður í raun
helmingi minna en áður. „Með
því að auka svo neyslu á íslenska
matnum um 50% endar maður í
75% af fyrri neyslu,“ benti hann
spekingslega á.
Íslenski barinn er þekktur fyrir
að bjóða upp á íslenskar afurðir af
ýmsu tagi og þar á meðal íslensk-
an mjöð. Það er spurning hvort
Sigmundur Davíð sé enn á um-
ræddum kúr og hvort ákefðin við
að komast inn á Íslenskan barinn
hafi tengst einlægum áhuga hans
á íslenskri fæðu.
Samkvæmt heimildum létu
framsóknarmennirnir þó íslenska
matar- og drykkjumenningu
sér ekki nægja því eftir að hafa
staldrað við á Íslenska barnum í
skamma stund var förinni heitið á
The English pub þar sem gleðinni
var haldið áfram.
Framsóknarmenn
á Íslenska barnum
n Rúmt ár síðan Sigmundur Davíð fór á íslenska kúrinn„Það er ekki
búið að
loka fyrir okkur
n Ásdís Rán ánægð með Gussa
B
altasar Kormákur er á forsíðu
Grapewine. Hann er mynd-
aður þar sem hann gengur
hægt upp úr sjónum með bera
bringu. Myndinni mætti líkja við þá
frægu senu kvikmyndanna þegar Bo
Derek baðar sig aðdáun á ströndu í
myndinni 10.
Á sama tíma situr leikarinn Gunn-
ar Jónsson, Gussi, fyrir á forsíðu
sunnudagsmoggans. Segist alltaf hafa
dreymt um að sitja fyrir í svipuðum
stellingum og Ásdís Rán í Playboy.
Á septemberhefti Nýs Lífs sat for-
maður Sjálfstæðisflokksins fyrir á for-
síðu. Að vísu í öllum fötunum, enginn
vindur í hárinu. Mögulega er vottur af
glossi á vörum.
Viðbrögð karla við myndunum
hafa verið á ýmsa vegu. „Viðbjóðslegt.
Ég myndi kæra þetta ef annar hvor
þeirra væri opinmynntur,“ segir
Trausti Salvar Kristjánsson og gerir að
gamni sínu um forsíður Grapewine
og Morgunblaðsins á Facebook.
„Djöfull er verið að hlutgera þá,“
segir Svavar Knútur tónlistarmaður.
Ásdís Rán er hins vegar afar
ánægð með forsíðumynd Morgun-
blaðsins. „Ég þakka Gussa fyrir að
minna svona fallega á myndirn-
ar mínar í Morgunblaðinu í gær, al-
gjör snilld! Þó hann hafi ekki sömu
„natural born“ hæfileika eins og ég þá
fær hann 10 stig fyrir að reyna,“ segir
Ásdís Rán á Facebook-síðu sinni.
Karlar
fæKKa
fötum
Fáklæddur Gssi stælir myndir af Ásdísi
Rán úr Playboy. SkjáSkot aF morgunBlaðinu
ánægð með
gussa
Fær 10 stig fyrir
að reyna, segir
Framsóknarmenn lyftu sér upp Sigmundur Davíð
formaður, Gunnar Bragi þingflokksformaður og Ásmund-
ur Einar lyftu sér upp á Íslenska barnum í góðra vina hópi.
nýtt líf er annar valkostur
Blaðið hefur gengið í gegnum
breytingar á afmælisárinu.