Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 4
Eiður og félagar stEfna í gjaldþrot Á rúmar 1.800 milljónir n Sjávarsýn Bjarna tapaði lítillega í fyrra B jarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi bankastjóri Glitnis, á rúmlega 1.800 milljónir króna inni í eignarhaldsfélagi sínu Sjávarsýn. Félagið á eignir upp á rúm­ lega 2.700 milljónir króna en skuld­ ar tæplega 900 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ríkisskattstjóra þann 18. september síðastliðinn. Félagið tapaði tæplega 4 millj­ ónum króna í fyrra. Stærstu eignir Sjávarsýnar eru skuldabréf og aðrar langtímakröfur, samkvæmt ársreikn­ ingnum, en þessar eignir félagsins jukust um rúmlega 750 milljónir á milli ára. Af ársreikningnum að dæma er ekki að sjá að Bjarni hafi tekið arð út úr félaginu á síðasta ári. Tekið skal fram að ársreikningurinn er óendur­ skoðaður. Bjarni Ármannsson hætti sem kunnugt er sem forstjóri Glitnis í lok apríl 2007 og seldi þá hlutabréf í bankanum á yfirverði fyrir um 7 millj­ arða króna – verðið sem Bjarni seldi á var hærra en markaðsgengi bréfanna. Eftir hrun bankans endurgreiddi Bjarni þrotabúi hans yfirverðið sem hann hafði fengið fyrir bréfin. Bjarni hefur verið yfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara vegna viðskipta Glitnis fyrir hrunið. Hann sinnir ýmis konar fjárfestingum í dag, bæði hér á landi og erlendis. DV greindi frá því ágúst að Bjarni væri fluttur til Kaup­ mannahafnar. ingi@dv.is 4 Fréttir 28.–30. september 2012 Helgarblað E ignarhaldsfélagið Knatt­ spyrnu akademía Íslands stefnir í gjaldþrot komi ekki til aukið hlutafé inn í rekstur þess. Eigið fé félagsins er neikvætt um rúmlega 308 milljónir króna – félagið á einungis rúmlega 69 milljóna króna eignir en skuld­ ar tæplega 379 milljónir. Þetta kem­ ur fram í ársreikningi Knattspyrnu­ akademíu Íslands fyrir árið 2011 sem skilað var til ríkisskattstjóra þann 14. september síðastliðinn. Knattspyrnuakademía Íslands er eignarhaldsfélag í eigu Arnórs Guðjohnsen, sonar hans Eiðs Smára, Guðna Bergssonar, Ásgeirs Sigur­ vinssonar og Loga Ólafssonar. Félag­ ið gerði samstarfssamning við Kópa­ vogsbæ árið 2005 sem fólst í því að akademían byggði íþróttaaðstöðu í Vallakór í Kópavogi og leigði bæn­ um síðan afnot af henni. Meðal þess sem gert var ráð fyrir að eigendur Knattspyrnuakademíunnar myndu byggja á svæðinu var íþróttahús, sundlaug, fjölnota knattspyrnu­ og sýningarhús þar sem átti að vera keppnisaðstaða fyrir knattspyrnu auk þriggja fótboltavalla utandyra. Bærinn ætlaði að leigja íþróttaað­ stöðuna til 25 ára samkvæmt upp­ runalega samkomulaginu. Forsvars­ menn Kópavogsbæjar töldu að hagstæðara væri fyrir bæinn að gera slíkan samning við Knattspyrnu­ akademíuna frekar en að byggja íþróttamannvirkin sjálfir og eiga þau til framtíðar. Kópavogsbær kaupir Efnahagshrunið árið 2008 setti strik í reikninginn og eigendur Knattspyrnuakademíunnar stóðu frammi fyrir því að lenda í greiðslu­ erfiðleikum við viðskiptabanka sinn, Landsbankann, út af fjárfestingunni og uppbyggingu á svæðinu. Heildar­ skuldir eignarhaldsfélagsins Knatt­ spyrnuakademíu Íslands ehf. námu 1.700 milljónum króna í árslok 2009 og var eigið fé félagsins neikvætt um 135 milljónir króna. Tap hafði orðið á rekstrinum á árinu upp á tæpar 100 milljónir króna og lá fyrir að félag­ ið myndi eiga í erfiðleikum með að standa í skilum. Viðskiptablaðið greindi svo frá því í apríl 2010 að Kópavogs­ bær þyrfti að greiða 1.600 millj­ ónir króna fyrir íþróttaaðstöðuna í Vallakór þar sem kreppti að hjá eigendum Knattspyrnuakademí­ unnar. Heildarskuldbindingar bæj­ arins vegna íþróttamannvirkjanna fóru með þessu frá því að vera á bil­ inu 700 til 800 milljónir króna upp í á þriðja milljarð króna. Þá hefur DV greint frá því að eigendur akadem­ íunnar hafi verið í sjálfsskuldará­ byrgðum vegna lánanna sem félagið tók og því hafi það verið þeim mik­ ið hagsmunamál að losna undan skuldunum við Landsbankann. Seldu til Kópavogsbæjar á 1.650 milljónir Í ársreikningi Knattspyrnuakadem­ íunnar fyrir árið 2010 kemur reynd­ ar fram að söluverð mannvirkjanna til Kópavogsbæjar hafi numið 1.650 milljónum króna en ekki 1.600, líkt og fram hefur komið í umræðunni um málið hingað til. Þá kemur fram að félagið hafi á árinu 2010, eftir að gengið var frá sölunni á mannvirkjunum til Kópa­ vogsbæjar, greitt upp lán fyrir nærri 1.300 milljónir króna. Bæði var um að ræða skammtíma­ og langtíma­ lán. Eigendur félagsins hafa því reynt hvað þeir geta að greiða skuldir þess. Eftir standa hins vegar skuldir upp á tæplega 380 milljónir króna sem vandséð er að félagið geti greitt þar sem eignastaða þess er ekki góð. Félagið getur þó grynnkað á skuld­ um sínum með tæplega 68 millj­ óna bankainnistæðu. Líklega munu kröfuhafar félagsins þurfa að af­ skrifa eftirstöðvar skuldanna, komi ekki til hlutafjáraukningar hjá fé­ laginu það er að segja. n „Eigið fé félags- ins er neikvætt um rúmlega 308 milljónir króna. n Kópavogur greiddi 1.650 milljónir króna fyrir mannvirkin Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Frá undirritun til greiðsluerfiðleika Eigendur Knattspyrnuakademíunnar undirrituðu samstarfs- samning við Kópavogsbæ árið 2005. Þeir sjást hér ásamt Gunnari Birgissyni, þáverandi bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Félagið stefnir nú í gjaldþrot. Ormsson gjaldþrota Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson ehf. hefur verið tekið til gjald­ þrotaskipta. Nafni félagsins var breytt í Rekstur 90 ehf. áður en félagið var tekið til gjaldþrota­ skipta en það var gert 20. sept­ ember síðastliðinn. Gefin hef­ ur verið út innköllun á kröfur í bú félagsins. Raftækjaverslanir undir sama nafni eru hins vegar enn í rekstri en 11. september var var nýtt félag stofnað undir nafninu Ormsson verslunarinn­ ar ehf. Það félag er í eigu Stór­ hyls ehf., sem svo aftur er í eigu Magnúsar J. Magnússonar. Í stofngögnum félagsins í fyrirtækjaskrá kemur fram að eigendur Ormsson, Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslananna, og Einar Þór Magnússon, hafi samþykkt að nýja félagið beri nafnið Orms­ son. Búast má því við því að verslunin verði áfram rekin undir sömu formerkjum og áður og haldi áfram sölu á heimilis­ tækjum og innréttingum. Fyrirtækið á sér langa sögu, en það hefur starfað undir nokkrum nöfnum síðan 1922 en ávallt selt raftæki og heimil­ istæki. Það rekur fjórar versl­ anir á Íslandi; tvær í Reykja­ vík, þá þriðju í Reykjanesbæ og fjórðu á Akureyri. Á vef fyrirtæk­ isins kemur fram að það hef­ ur meira og minna verið í eigu fjölskyldunnar sem stofnaði það fyrir 80 árum. Tap Ormsson ehf. nam 26,63 milljónum króna fyrir árið 2010, en ársreikningur fyrir árið 2011 liggur ekki fyrir. Skuldir í lok árs 2010 voru samtals 914,69 millj­ ónir króna en þær lækkuðu á milli ára úr 1.409,63 milljónum. Athygli vekur í ársreikningn­ um að viðskiptavild er langverð­ mætasta eign fyrirtækisins. Viðskiptavildin var í ársreikn­ ingnum metin á 298,96 millj­ ónir króna, sem er 75 prósent af öllum fastafjármunum félagsins. Þá vekur einnig athygli að félag­ ið, Rekstur 90, er skráð fyrir íbúð við Flatahraun í Hafnarfirði sem Landsbankinn á 100 milljóna króna veðrétt í. Seldu á 1.650 milljónir Félag Eiðs Smára og viðskiptafélaga hans stendur höllum fæti þrátt fyrir 1.650 milljóna við- skipti við Kópavogsbæ árið 2010. Stendur vel Félag Bjarna, Sjávar- sýn, stendur vel og er með eigið fé upp á rúmlega 1.800 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.