Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Qupperneq 6
Kæra lögð fram út af bóKhaldsKerfinu Rannsóknin hófst í maí n Hópur Íslendinga handtekinn í Danmörku vegna dópsmygls D eild innan dönsku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæp- astarfssemi hóf að rannsaka um- fangsmikið smyglmál sem teygir anga sína til Íslands í lok maí á þessu ári. Rannsóknin var unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld á Íslandi og í Nor- egi en grunur lék á að hópur Íslendinga væri ítrekað að smygla eiturlyfjum inn til Norðurlandanna. „Rannsóknin leiddi fljótt í ljós að höfuðpaurinn í málinu er 38 gamall Íslendingur sem býr á Spáni, “ segir Steffen Thaaning Steffensen, yfirmað- ur í deild sem rannsakar skipulagða glæpi innan dönsku lögreglunnar. Um 16. ágúst síðastliðinn kom í ljós að nokkrir aðilar innan smygl- hringsins höfðu farið til Hollands til að undirbúa eiturlyfjasmygl. Þegar þeir lentu í Danmörku var burðardýrið, 54 ára karlmaður frá Chile með franskan ríkisborgararétt, veitt eftirför og í kjöl- farið handtekinn. Í bifreið hans fundust 12 kíló af am- fetamíni í 1 kílóa pakkningum sem geymdar voru undir sæti bifreiðarinn- ar. Í byrjun september kom í ljós að fleiri aðilar sem tengjast málinu hefðu aftur farið til Hollands og þann 13. september voru tveir ungir Íslendingar handteknir er þeir keyrðu yfir landa- mæri til Haslev á Sjálandi. Þar fundust 22 kíló af amfetamíni og 0,6 kíló af e- töflum. Hinn meinti höfuðpaur, Guð- mundur Ingi Þóroddson var handtek- inn í kjölfarið ásamt Íslendingum á aldrinum 28–34 ára. Auk eiturlyfjanna var lagt hald á 9 mm skammbyssu. n 6 Fréttir Fíkniefni Hluti eiturlyfjanna sem fundust falin í bifreið Íslendinganna. Róbert Wessman fjárfestir: „Hef engar afskriftir fengið“ Róbert Wessman hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöll- unar Morgunblaðsins um um- talsverðar afskriftir hans hjá ís- lenskum fjármálastofnunum. Í yfirlýsingu Róberts kem- ur fram að Morgunblaðið greini frá því að íslenskir fjárfestar eigi umtalsverða fjármuni er- lendis og hafi flutt þá til lands- ins með afslætti í gegnum fjár- festingaleið Seðlabankans. Vill Róbert meina að þar sé gefið til kynna að hann eigi þar í hlut. Í yfirlýsingunni fullyrðir Róbert að hann hafi engar af- skriftir fengið hjá íslenskum fjármálastofnunum. Jafnframt að hann hafi ekki flutt fjármuni til landsins eins og greint er frá í umfjöllun blaðsins. Róbert segist hafa farið þess á leit við ábyrgðarmenn frétt- arinnar að leiðrétta hana og jafnframt biðjast afsökunar á umræddri umfjöllun en við því hafi ekki verið orðið. Með rang- zfærslum Morgunblaðsins hafi gróflega verið vegið að mann- orði hans. „Ég staðfesti hér með að ég hef engar afskriftir fengið hjá íslenskum fjármálastofnunum. Jafnframt hef ég ekki flutt fjár- muni til landsins eins og greint er frá í umfjöllun blaðsins. Lyfja- fyrirtækið Alvogen, sem ég veiti forstöðu og tengd félög hafa hins vegar flutt fjármuni til Ís- lands í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa þeir fjármunir verið nýttir til upp- byggingar félagsins á Íslandi. Í því samhengi má benda á að frá því Alvogen hóf starfsemi sína hér á landi hafa skapast um 20 ný störf. Með rangfærsl- um Morgunblaðsins er gróf- lega vegið að mannorði mínu. Ég hef í dag ítrekað óskað eftir leiðréttingu blaðsins og frétta- vefs þess, mbl.is, en við því hef- ur ekki verið orðið,“ segir meðal annars í tilkynningunni. K æra hefur verið lögð fram hjá sérstökum saksóknara og embætti ríkislögreglustjóra á hendur Ríkisféhirði, Fjár- sýslu ríkisins og Ríkisendur- skoðun vegna gruns um lögbrot við notkun á fjárhags- og mannauðskerf- inu Oracle. Kæran snýst um meint brot á lögum 145/1994 um bókhald og óréttmæta áritun ársreiknings Framkvæmdasýslu ríkisins. Kastljós- ið hefur síðustu daga fjallað ítarlega um kerfið og kostnað skattgreiðenda af því sem fór langt fram úr áætlun- um. Kæra barst embættunum tveim- ur síðdegis í gær. DV hefur ekki heim- ildir fyrir því hver lagði kæruna fram. Inntakið í kærunni er að bók- haldsupplýsingar í Oracle-kerfinu – sem kallaði er Orri í daglegu tali – stemmi ekki við opinbert bókhald Framkvæmdasýslu ríkisins, nán- ar tiltekið ársreikning ársins 2009. „Kæra á hendur Ríkisféhirði, Fjár- sýslunni og Ríkisendurskoðun vegna gruns um brot á lögum nr. 145/1994 um bókhald og óréttmæta áritun ársreiknings Framkvæmdasýslu. […] Meðfylgjandi gögn eru tilvísun til fylgiskjala sem stemma ekki við bókhald Framkvæmdasýslu ríkisins vegna þess að færslunum í grunnin- um sjálfum hefur verið breytt. Um er að ræða bókhaldsgögn í Oracle- kerfi ríkisins, þ.e. fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins í umsjá Fjár- sýslunnar.“ DV ræddi á fimmtudag við yfir- mann hjá einni af stofnunum sem kærðar eru en hann sagði stofnun- ina ekki hafa neina vitneskju um kæruna. Viðskipti upp á hundruð milljóna króna Með kærunni eru tilgreindar bók- haldsfærslur upp á mörg hundr- uð milljónir króna þar sem engin skönnuð skjöl eru sögð vera til í Oracle-kerfinu til að bakka viðkom- andi færslur upp. Um er að ræða færslur vegna greiddra reikninga hjá hinu opinbera, meðal annars greiðslu á lögfræðikostnaði, símakostnaði, lyfj um og öðru í þeim dúr. Hæsta færsl an, sem engin skönnuð fylgiskjöl eru sögð vera fyrir, er 380 milljóna færsla vegna lögfræðikostnaðar. Kærandinn í málinu telur að þetta sé lögbrot: „Ofangreind hátt- semi er hér með tilkynnt til embætt- is sérstaks saksóknara og ríkislög- reglustjóra og þess óskað að fram fari rannsókn þegar í stað. Bent skal á að til þess að afla sönnunargagna þarf að sannreyna log-skrár Oracle-hug- búnaðarins og skoða beint meðfylgj- andi tilvísanir. Til að tryggja rann- sóknarhagsmuni er áríðandi að ekki verði gefinn tími til yfirhylminga eða breytingartilrauna.“ Í kærunni er ekki útskýrt sérstak- lega af hverju líklegt sé að ekki séu til nein skönnuð fylgiskjöl með færsl- unum í Oracle-bókhaldskerfinu. Hið meinta lögbrot er því ekki útskýrt ná- kvæmlega. Staðfesting frá Ríkisendurskoðun Með kærunni fylgdi einnig tölvu- póstur frá starfsmanni Ríkisendur- skoðunar, sem unnið hefur skýrslu um Oracle-kerfið á síðastliðnum árum, líkt og kom fram í Kastljósi, þar sem hann segir að umrædd fylgi- skjöl vanti í bókhaldskerfið. Skortur- inn á umræddum skjölum er líklega umfjöllunarefni í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Oracle-kerfið. „Meðf. listi yfir vöntun á skönnuðum skjöl- um skv. úttekt,“ segir í tölvupóstinum sem er frá 2. desember 2010. Fyrirvari við ársreikning Þar sem kæran beinist gegn meint- um brotum í ársreikningi Fram- kvæmdasýslu ríkisins árið 2009 ber að nefna að í þeim reikningi er að finna fyrirvara við reikninginn vegna þess að skipt hafi verið um bókhaldskerfi á árinu. Þar kemur fram að afstemmingar á milli nýja Oracle-kerfisins og gamla Navision- bókhaldskerfisins hafi reynst mikl- ar: „Eins og fram kom í inngangi að þessari ársskýrslu skipti Fram- kvæmdasýslan á árinu úr Navision bókhaldskerfinu yfir í bókhaldskerfi ríkisins, sem ber nafnið Oracle – eða Orri í daglegu máli. Þrátt fyrir vand- aðan undirbúning í samvinnu við Skýrr og Fjársýslu ríkisins reyndist þessi innleiðing á Oracle til muna erfiðari en ráð hafði verið fyrir gert og hafa vandkvæði við afstemm- ingar milli kerfanna tveggja verið gríðarlega mikil.“ Þessi staðreynd gæti skýrt vöntunina á skönnuð- um fylgiskjölum með færslunum í Oracle-kerfinu. Af þessum sökum var ársreikn- ingur fyrir árið 2009 ekki gefinn formlega út þar sem Ríkisendur- skoðun náði ekki að endurskoða bókhald Framkvæmdasýslunnar og því þarf að skoða reikninginn með fyrirvara um þetta: „Vegna framan- greindra vandkvæða við afstemm- ingar hafði Ríkisendurskoðun ekki tök á að ljúka endurskoðun á bók- haldi Framkvæmdasýslunnar fyrir árin 2009 og 2010 fyrr en í ársbyrj- un 2012 og í ljósi þessara miklu tafa tók Ríkisendurskoðun ákvörðun um að gefa ekki formlega út ársreikning fyrir Framkvæmdasýsluna fyrir árið 2009.“ Þessi staðreynd kann að skipta máli við meðferð kærunnar hjá sér- stökum saksóknara og embætti ríkis- lögreglustjóra. n n Fylgiskjöl sögð vanta til að útskýra hundraða milljóna viðskipti Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ofangreind hátt- semi er hér með tilkynnt til embættis sér- staks saksóknara og rík- islögreglustjóra og þess óskað að fram fari rann- sókn þegar í stað. Ríkisendurskoðun kærð Ríkisendurskoðun, sem Sveinn Arason stýrir, er einn af þeim aðilum sem kæran beinist að. Kæran var ekki lögð fram undir nafni. 28.–30. september 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.