Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Fyrir dóm í byrjun desember n Grunaður morðingi Kristjáns Hinriks er enn í haldi lögreglu J ermaine Jackson, maðurinn sem var handtekinn í septem­ ber, vegna morðanna á Kristjáni Hinriki Þórssyni og John White í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjun­ um, mætir fyrir dómara 3. desember. Þetta segir Tim Harris, saksóknari hjá saksóknaraembættinu í Tulsa, í svari við fyrirspurn DV. Jackson, sem er 19 ára, var hand­ tekinn þann 12. september í Ark­ ansas en hann er grunaður um að hafa skotið Kristján Hinrik og John White á bílastæði við bensínstöð í Tulsa þann 8. september. Báðir létust þeir af sárum sínum. Að sögn Tims mun Jackson mæta í sérstakt þinghald þann 3. desember þar sem dómari mun ákveða hvort tilefni sé til að gefa út ákæru í mál­ inu eða ekki. Um er að ræða stjórnar­ skrárbundinn rétt sakborninga í sakamálum vestanhafs. Ef dómari samþykkir beiðni saksóknara er ákæra gefin út og málið fer fyrir kvið­ dóm. „Við munum færa fram sannan­ ir þess efnis að glæpurinn hafi verið framinn og að líkur bendi til þess sak­ borningurinn hafi framið morðin,“ segir Tim og bætir við að Jackson hafi neitað sök í málinu. Hann er – og verður – hins vegar í haldi á meðan málið fer sína leið í kerfinu. Aðspurð­ ur segir Tim að saksóknaraembættið muni ákveða hvaða refsingu verður farið fram á eftir þinghaldið þann 3. desember. Saksóknarar gætu farið fram á dauðarefsingu yfir Jackson en aðeins í Texas og Virginíu eru fleiri fangar teknir af lífi en í Oklahoma. Frá ár­ inu 1976 hefur hundrað og einn fangi verið tekinn af lífi í Oklahoma, þar af fimm á þessu ári. n einar@dv.is n Verktakinn sem vann fyrir Eir byggði hús Sigurðar Helga Guðmundssonar E f ég vann eitthvað fyrir hann persónulega þá varð ég alltaf að skrifa reikninginn á hann en ekki á Eir. Ég var aldrei nokkurn tímann beðinn um það. Þegar ég spurði hann hvort ætti að skrifa þessa vinnu á Eir sagði hann: „Ertu frá þér, maður. Þetta skrifast á mig.“ Hann varð bara foj. Ég hélt að hann væri næstur Guði að heiðarleika, seg­ ir Pétur Jökull Hákonarson, eigandi verktakafyrirtækisins Hákon og Pétur ehf. aðspurður um störf verktakafyrir­ tækisins fyrir hjúkrunarheimilið Eir í framkvæmdastjóratíð Sigurðar Helga Guðmundssonar. Eitt af þeim atriðum sem til skoðunar eru í bókhaldi Eirar eru við­ skipti Sigurðar Helga við ýmis fyrir­ tæki sem seldu þjónustu til hjúkr­ unarheimilisins og hann skipti við. Hann skipti til að mynda nær ein­ göngu við Hákon og Pétur ehf. um langt árabil. Fyrirtækið sá um viðhalds­ og viðgerðarvinnu fyrir Eir. Verktakavinna á vegum Eirar fór því ekki í útboð. „Ætli við höfum ekki byrjað að vinna fyrir Eir fyrir svona tíu til fimmtán árum. Við vorum hins vegar aldrei með nein stór verkefni fyrir þá,“ segir Pétur. Eir er tæknilega gjaldþrota um þess­ ar mundir og vinna KPMG og Lex nú að fjárhagslegri endurskipulagningu hjúkrunarheimilisins með stjórnend­ um þess. Heimilið er sjálfseignarstofn­ un sem er fjármögnuð með almanna­ fé að stóru leyti, um 1.500 milljónum króna ári. Rekstrarerfiðleikar byrjuðu að steðja að Eir fyrir nokkrum árum, allt frá árinu 2008, þegar félagið byrj­ aði að tapa hundruðum milljóna á ári. Aðalástæða tapsins er að stóru leyti að Eir hóf að byggja íbúðir fyrir eldri borg­ arar sem ekki náðist að selja. Sigurður Helgi var framkvæmdastjóri Eirar þar til í maí í fyrra. Ríkisendurskoðun rannsakar DV greindi frá því á miðvikudaginn að Sigurður Helgi hefði látið Eir greiða fyrir 200 þúsund króna gjafakort frá Icelandair sem Vilborg dóttir hans fékk sumarið 2011. Ríkisendurskoðun rannsakar nú kaup Eirar á gjafa­ kortinu. Sigurður Helgi sagði að kaup­ in á gjafakortinu hefðu verið greiðsla vegna lögmannsþjónustu sem eig­ inmaður Vilborgar, Jóhannes Rúnar Jóhannesson, hefði veitt Eir. Á reikn­ inginn frá Icelandair, sem finna má í bókhaldi Eirar, hafði Sigurður Helgi skrifað: „Vegna lögfræðiþjónustu. Greiðist úr þróunarsjóði. SHG.“ Stjórn Eirar ætlar auk þess að láta gera heildstæða úttekt á fram­ kvæmdastjóratíð Sigurðar Helga hjá Eir. Frænd- og vinahygli Þá greindi DV frá því að auk starfa Jóhannesar Rúnars fyrir Eir hefðu eig­ inkona og dóttir Sigurðar Helga, áður­ nefnd Vilborg, starfað hjá Eir í fram­ kvæmdastjóratíð hans. Svo virðist því sem frænd­ og vinahygli hafi ver­ ið talsverð í framkvæmdastjóratíð hans. Bæði eiginkona Sigurðar Helga og dóttir hans létu af störfum hjá Eir þegar hann lét af störfum fram­ kvæmdastjóra í fyrra. Pétur Jökull segir að hann hafi þekkt Sigurð Helga í meira en þrjátíu ár. „Ég hef þekkt Sigurð í 35 ár. Við erum búnir að þekkjast síðan hann var prestur í Víðistaðasókn; ég byggði húsið hans í Hafnarfirði fyrir ábyggi­ lega 35 eða 40 árum síðan. Ég hef verið kunningi hans og vinur síðan. Svo kom hann að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki sinna viðhaldi hjá Eir,“ segir Pétur Jökull. Opinberar stofnanir og einkafyrirtæki Því virðist sem Sigurður Helgi hafi leit­ að í talsverðum mæli til ættingja sinna – eiginkonu, dóttur og tengdasonar – og einnig vina sinna og kunningja vegna vinnu fyrir Eir. Slík frænd­ og vinahygli er vitanlega ekki ólögleg en hún er eitt af einkennum spillingar þar sem fjölskyldutengsl, ekki hlutlægar ástæður eins og mannkostir einstakl­ inga, færni þeirra eða hæfni, eru látn­ ar ráða því hvort fólk fær tiltekin störf eða gæði. Erfiðara er að fetta fingur út í slíka frænd­ og vinahygli hjá einka­ fyrirtækjum en hjá opinberum stofn­ unum eða sjálfseignarstofnunum sem fjármagnaðar eru með almannafé líkt og Eir. Stjórnendur opinberra stofnana eiga ekki þær stofnanir, líkt og hlut­ hafar einkafyrirtækja eiga fyrirtækin, og eiga því ekki að stjórna þessum fyrir tækjum eins og þeir eigi þau með því að leyfa sér að hygla sér og sínum. Slíkir stjórnunarhættir virðast hafa orðið ofan hjá Sigurði Helga meðan hann stýrði Eir. n 35 ára tengsl Verk- takinn sem vann fyrir Eir hefur þekkt Sigurð Helga Guðmundsson í 35 ár. Hann segist ekki trúa neinu slæmu upp á hann. „Næstur Guði að heiðarleika“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Dögg Páls gjaldþrota Lögfræðingurinn Dögg Pálsdóttir hefur verð úrskurðuð gjaldþrota. Gjaldþrotið má meðal annars rekja til viðskipta sem hún átti við verktakafyrirtækið Saga verktakar en það höfðaði mál á hendur Dögg vegna vangoldinna reikninga fyrir niðurrif og endur byggingu tveggja íbúða. Var Dögg dæmd í Hæstarétti til að greiða verktökunum rúmar þrjátíu milljónir króna. Viðskiptablaðið greindi frá gjaldþrotinu á fimmtudag. Fréttatíminn greindi frá því í fyrra að Saga verktakar hefðu gripið í tómt þegar það reyndi að innheimta skuld Daggar. Þegar ljóst var að Dögg ætti ekki fyrir skuldunum skilaði hún inn mál­ flutningsréttindum sínum en sam­ kvæmt lögum missir lögmaður réttindi sín sé hann úrskurðaður gjaldþrota. Samkvæmt Viðskipta­ blaðinu var Dögg svo úrskurðuð gjaldþrota þann 31. október. Hún hafði þá leitað til umboðsmanns skuldara og óskað eftir að fá greiðsluaðlögun. Ekki þykir líklegt að Saga verktakar fái kröfu sína greidda. Svavar dæmdur „Ég er fyrst og fremst undrandi á þessum dómi,“ segir Svavar Halldórsson, fréttamaður RÚV, en hann var á fimmtu­ dag dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannssyni 300 þús­ und krónur í miskabætur, auk milljónar í málskostnað, vegna ummæla um Jón Ásgeir. Hér­ aðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað Svavar í málinu og dæmt Jón Ásgeir til að greiða honum milljón vegna málsins sem snerist um fréttaflutning af Panama­fléttunni svoköll­ uðu. Þar var fjallað um lána­ viðskipti Fons sem átti að hafa veitt þriggja milljarða lán til fyrirtækisins Pace Associates í Panama. Um hafi verið að ræða skipulagða viðskiptafléttu sem snúið hafi að því að koma pen­ ingunum út til Panama og þeir hafi síðan með krókaleiðum endað í vasa þremenninganna. Svavar segir að hann hefði ekki getað upplýst hvaðan hann hefði upplýsingarnar nema vísa á heimildarmenn sína. „Ég lít á þetta sem fórnarkostnað heiðarlegs blaðamanns við að halda hlífiskildi yfir heimildar­ mönnum. Ég myndi gera það nákvæmlega eins aftur.“ Enn í haldi Jackson mætir fyrir dómara þann 3. desember þar sem ákvörðun verður tekin um hvort tilefni sé til að gefa út ákæru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.