Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 24
Sigurður Sigurðsson Nú um
helgina kusu 2.728
Sjálf stæðismenn í
SV-kjördæmi Bjarna Benediktsson í
efsta sæti framboðslistans. Þessir
stuðningsmenn hans eru rúmlega 1,1%
af kjósendum á kjörskrá fyrir
alþingiskosningarnar í vor. Mér þætti
fróðlegt að sjá réttlætingu á svona
kerfi þar sem lítill sérhagsmunahópur
getur tryggt sínum manni öruggt
þingsæti og jafnvel forsætisráð-
herraembætti í leiðinni. Er þetta
ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokk-
urinn styður ekki aukið persónukjör
sem 78,4% þjóðarinnar hafa kallað
eftir?
Illugi Gunnarsson Flokkarnir hafa
mismunandi aðferðir við að stilla
upp á lista sína. Prófkjör eru að
mínu mati ágæt, en ekki gallalaus,
leið til að stilla upp á lista. Þar með
fá þeir sem styðja viðkomandi
stjórnmálaflokk tækifæri til að
segja sína skoðun. Ég hef ekki
sannfæringu fyrir því að persón-
ukjör leiði til betri stjórnmála á
Íslandi, held að persónuvæðing
stjórnmála sé ekki það sem við
þurfum helst á að halda. Mál-
efnin eiga að vera í forgrunni ekki
einstaklingar.
Bryndís Jónatansdóttir Ert
þú sammála hugmyndum SUS
um stórfelldan niðurskurð á
útgjöldum til menningar og lista,
fæðingarorlofssjóðs o.s.frv.? Í öðrum
orðum: Trúir Sjálfstæðisflokkurinn ekki
á 1) óbein efnahagsáhrif stofnana og
atvinnugreina, og 2) efnahagsáhrif
greina sem ekki eru innan framleiðslu?
Illugi Gunnarsson Ég er ekki sam-
mála vinum mínum í SUS í þessu
máli. En ég er ánægður með að SUS
setji fram þessar hugmyndir, þær
neyða okkur til að spyrja spurninga
um opinberan rekstur, við þurfum
að réttlæta hvernig við verjum
skattfé og þar er vanahugsun
hættuleg. Efnahagsleg áhrif
opinbers rekstrar eru flókið mál og
miklu skiptir hvaða aðstæður eru
uppi í hagkerfinu á hverjum tíma
þegar svona hlutir eru metnir.
Fmly Ólafsson Sæll Illugi.
Langar að spyrja hver afstaða
þín er til inngripa ríkisjóðs í
einkafyrirtækjum og sjóðum þ.e. t.d. að
setja fé almennings inn í Sjóð 9, Sjóvá
og fleiri?
Illugi Gunnarsson Fé almennings
var ekki sett inn í þennan sjóð. Það
var meðal annars staðfest í svari
þáverandi fjármálaráðherra Stein-
gríms J. um þetta mál. Í því svari
kom skýrt fram að engir fjármunir
runnu úr ríkissjóði vegna þessa
sjóðs. En ég tel að ríkið eigi ekki að
setja peninga skattborgaranna inn
í einkafyrirtæki.
Björn Gunnarsson Sæll. Telur
þú að fortíð Bjarna
Benedikts sonar úr viðskiptum
skaði flokkinn á einhvern hátt?
Illugi Gunnarsson Það hefur
mikið verið reynt að koma höggi á
Bjarna Benediktsson vegna starfa
hans í viðskiptalífinu. Það var líka
reynt gagnvart Ólafi Thors vegna
Kveldúlfs. Ég tel að það sé jákvætt
að forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafi bakgrunn og reynslu úr
viðskiptalífinu. Ekkert hefur komið
fram sem bendir til þess að Bjarni
hafi gert nokkuð rangt. Landsfund-
ur Sjálfstæðisflokksins hefur kosið
Bjarna formann og ég vil ekki að
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
ráði því hver er formaður okkar
flokks.
Þorsteinn Halldórsson
Verðtrygging? Já eða nei.
Illugi Gunnarsson
Verðtrygging? Já og nei. Ég vil ekki
banna hana, en ég vil draga úr
notkun hennar.
Helgi Eyjólfsson Sæll, Illugi.
Hefur þú einhvern tímann
stolið?
Illugi Gunnarsson Nei.
Guðjón Sigurðsson Sjóður 9
hjá Glitni fór illa með marga.
Þar á meðal líknarfélög sem
höfðu verið göbbuð til að setja sína
aumu sjóði þar inn. Eru stjórnarmenn á
launum með öllu ábyrgðarlausir?
Illugi Gunnarsson Þeir eru ekki
ábyrgðarlausir, menn bera ábyrgð
skv. lögum og rétti. Útgreiðsluhlut-
fallið úr þessum sjóð var um 80%.
Auðvitað harma ég þá fjármuni
sem töpuðust í hruninu en hrunið
kom auðvitað illa við peninga-
markaðssjóði, bæði hér á Íslandi
sem og annars staðar.
Sema Serdar Vilt þú að Ísland
gangi í Evrópusambandið?
Illugi Gunnarsson Nei.
Guðmundur Guðmundsson
Sæll Illugi. Hvernig vilt þú
draga úr verðtryggingu?
Illugi Gunnarsson Þar skipta máli
t.d. þeir lánamöguleikar sem til
boða standa. Bankarnir hafa t.d.
verið að auka óverðtryggð lán sín.
En ég vil vara við því að halda að
allt sé unnið með því að afnema
verðtrygginguna. Breytilegir vextir
geta rokið upp með litlum fyrirvara
og þá getur staða skuldugs fólks
með litlar tekjur orðið skelfileg.
Aðalatriðið er að koma í veg fyrir
verðbólguna. En það eru engar
patent, töfralausnir í þessu. Þeir
sem segja það eru að plata.
Theodor Marrow Gæti þú
lifað af 150 þúsundum á
mánuði eins og alltof margir
aldraðir verða að gera?
Illugi Gunnarsson Nei, ég var að
eignast barn og ég á fullt í fangi
með að borga af íbúðinni minni.
Það er ekkert eftir um mánaða-
mótin hjá mér og stundum minna
en ekkert, þannig að 150 þúsund
myndu ekki duga.
Víðir Benediktsson Finnst
þér ekki nokkuð bratt að líta
ekki til þeirra sem greiddu ekki
atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins? Hvernig túlkar þú dræma kjörsókn,
ekki síst þar sem formaðurinn á í hlut?
Illugi Gunnarsson Það er grund-
vallarmunur á þjóðaratkvæða-
greiðslum og prófkjörum flokka,
þeim er ekki saman að jafna. Ég hef
áhyggjur af lítilli kjörsókn, bæði hjá
okkur og Samfylkingunni. Ég tengi
þetta m.a. við lítið traust á Alþingi
og á stjórnmálunum. Við verðum
að reyna allt okkar til að breyta
þessu því þetta er mjög óæskileg
þróun.
Arnór Bjarki Blomsterberg
Sæll og blessaður. Til
hamingju með að vera orðinn
faðir :) Reynir þú að koma þér undan því
að skipta á kúkableium?
Illugi Gunnarsson Takk fyrir það.
Nei, þvert á móti ég hef barist með
kjafti og klóm fyrir því að fá að
skipta um helst allar bleiur. Mér
finnst að ég sé að gera eitthvert
gagn þegar ég geri það. Svo eru
þessar kúkableiur svo ósköp penar.
Stefán Jonsson Sæll Illugi.
Árið 2003 var kosningaloforð
Sjálfstæðismanna m.a.
stöðugleiki í ríkisfjármálum. Hvernig
fannst þér til takast frá stjórnarmynd-
un 2003 þangað til flokkurinn fór úr
ríkisstjórn rúmum 5 árum síðar?
Illugi Gunnarsson Það þarf ekki
að deila um það að ýmislegt fór
úrskeiðis á þessum árum. Sumt
hefði mátt koma í veg fyrir, annað
á upptök sín í þeim hildarleik sem
skók fjármálakerfi Bandaríkjanna
og Evrópu niður í kjarna. Ég tel að á
þessum árum hafi m.a. þau mistök
verið gerð að láta útgjöld hins
opinbera vaxa um of. En ég tel jafn-
framt að þau grundvallargildi sem
standa að baki stefnu Sjálfstæðis-
flokksins hafi ekki brugðist.
Guðjón Sigurðsson Hvert
geta þá líknarfélög sótt
skaðann vegna stjórnleysis í
Sjóð 9?
Illugi Gunnarsson Eins og ég
sagði áðan þá var útgreiðslan
um 80%. Það töpuðust fjármunir
í hruni bankakerfisins, bæði í
peningamarkaðssjóðum, lífeyr-
issjóðum og annars staðar. Það
er auðvitað hörmulegt, en ekki
hægt að komast hjá því þegar heilt
bankakerfi hrynur með brauki og
bramli og myntin þar á eftir
Guðmundur Guðmundsson
Já, gott og vel. En hvað á fólk
til bragðs að taka sem hefur
ekki tekið sér erlend lán, heldur
verðtryggt íbúðalán hjá Íbúðalána-
sjóði, fyrir t.d. 19 millj. árið 2007 og svo
stendur lánið í 29 millj. í dag? Það er
grátlegt að sjá lagfæringu á erlendum
lánum, en ekki verðtryggðum lánum.
Illugi Gunnarsson Það er grátlegt
já. Vandinn er sá að ef við ætlum
að færa niður verðtryggðu lánin
sem Íbúðalánasjóður hefur veitt
þá þurfum við að fjármagna þá
niðurfærslu með peningum úr
ríkissjóði. Ríkissjóður borgar nú
þegar 80 milljarða í vexti á ári
og er mjög illa staddur. Ég mun
ekki lofa því að hægt sé að taka
peninga úr ríkissjóði þegar þeir eru
ekki til. En ég tel að það verði ekki
hjá því komist að grípa til aðgerða
gagnvart þeim hópi sem er í raun
og veru orðinn gjaldþrota.
Hjörvar Pétursson Hvers vegna þarfnast þú femínisma?
Illugi Gunnarsson Ég ætla að
svara þessu svona: Ég er nýbúinn
að eignast dóttur. Ég vil og vona
að þegar hún vex úr grasi hafi hún
sannfæringu fyrir því að hún eigi
nákvæmlega sömu möguleika í
lífinu og strákar. Við þörfnumst því
jafnréttis í reynd, það er okkar allra
hagur.
Björn Gunnarsson Af hverju
sast þú í stjórn Sjóðs 9 í
einkabanka? Eru þingstörfin
ekki nógu krefjandi?
Illugi Gunnarsson Mér var
boðið að taka sæti í stjórninni
áður en ég varð þingmaður. Ég
er hagfræðingur að mennt og
með MBA-gráðu og með ágæta
þekkingu á efnahagsmálum. Tel
reyndar að það sé ekki gott ef
þingmenn geta ekki verið í neinum
tengslum við atvinnurekstur. Bendi
jafnframt á það að þingmenn
sátu m.a. í stjórnum lífeyrissjóða
á þessum tíma. Aðalatriðið er að
þingmenn geri skilmerkilega grein
fyrir öllum sínum hagsmunum. Þar
hefur þingið gert bragarbót á með
hagsmunaskráningu.
Baldur Helgason Ég man
fyrst eftir því að hafa tekið
eftir þér þegar þú skrifaðir
margar greinar í blöðin um umhverfis-
mál og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn
ætti að leiða þann málaflokk. Minna
hefur borið á þeim málaflokki hjá þér
upp á síðkastið. Hvernig sérðu fyrir þér
að Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið
forystu í umhverfismálum og hvernig
samrýmist það mikilli áherslu
flokksmanna þinna á að „drífa sig í
næsta álver“?
Illugi Gunnarsson Já, ég setti
fram hugtakið Hægri Grænn, sem
ég sé að Guðmundur Franklín hefur
gert að heiti síns flokks sem er hið
besta mál. Ég tel mestu skipta að
finna jafnvægi á milli nýtingar og
verndar og eitt af því sem ég vakti
athygli á er að ríkið er gjarnan helsti
mengunarvaldurinn og að lausnir
á ýmsum umhverfisvandamálum
má laða fram í gegnum markaðinn.
Ég tók þátt í og flutti á þingi tillögur
um græna hagkerfið. Að baki þeim
tillögum var mikil vinna, ég studdi
ekki allar, en margt er gagnlegt þar.
Þórhallur Arason Sýnist þér
kvótakerfið vera að virka fyrir
almenning á Vestfjörðum sem
byggir tilveru sína á veiðum og vinnslu
sjávarfangs?
Illugi Gunnarsson Eins og ég
sagði áðan þá er kvótakerfið ekki
gallalaust. Það höfum við t.d.
séð á Flateyri. Við þurfum t.d. að
endurskoða byggðakvótakerfið,
það þarf að vera hægt að grípa
betur inn í þegar tilfærslur á kvóta
verða svo miklar að þær ógni allri
byggðinni. Margt í sögu kvóta-
kerfisins hefur reynst Vestfjörðum
erfitt, en einkum fór það illa með
þorpin þegar þorskkvótinn var
skorinn niður upp úr 1990 í kjölfarið
á kolröngu gengi sem hafði dregið
mátt úr byggðunum. Sem sagt,
ekki eitt svar við þessu.
Halla Þorsteinsdóttir Ef
Sjálfstæðisflokkurinn kemst
til valda munt þú þá fara að
kröfum LÍÚ og fella niður veiðigjaldið?
Illugi Gunnarsson Nei. En ég tel
að gjaldið sé of hátt. Það mun
m.a. leiða til meiri samþjöppunar
í greininni og veikja sjávarbyggð-
irnar. Undirbúningur málsins á
þingi var herfilegur og í skötulíki,
forsendur og gögn sem áttu að
liggja til grundvallar gjaldinu voru
röng, sérfræðingar treystu sér ekki
til að leggja mat á afleiðingarnar
vegna þess hversu óljóst málið
var allt saman o.s.frv. En það er
langt síðan samþykkt var að leggja
á auðlindagjald, það má bara
ekki vera svo hátt að það valdi
stórskaða.
Elliði Vignisson Sæll Illugi.
Telur þú koma til greina að
leggja aukna áherslu á að
kanna til þrauta þann möguleika að
skipta út ísl. kr. fyrir t.d. Kanadadollar?
(eða jafnvel að taka upp Herjólfsdalinn
;) Einnig leikur mér forvitni á því að vita
hvaða augum þú lítur stöðu
Orkuveitunnar sem nú skuldar um 240
milljarða í erlendum myntum og þá
sérstaklega hvort þú óttist að
kostnaðnum við „endurreisn“ verði
dreift á landsmenn alla í gegnum ríkið?
Illugi Gunnarsson Ég tel að
einhliða upptaka sé sístur af þeim
kostum sem standa okkur til boða,
en ég skal spá í Herjólfsdalinn,
þorsk- og loðnumynt þar á ferð. Ég
hef miklar áhyggjur af stöðu Orku-
veitunnar, hún hefur farið úr því að
vera stolt okkar höfuðborgarbúa
yfir í að vera þjóðhagslegt vanda-
mál. Óumflýjanlega hefur sú staða
áhrif á alla landsmenn, því miður,
skuldirnar hafa m.a. áhrif á gengi
krónunnar. Það hvílir því mjög á
stjórnendum borgarinnar, sama
hvar í flokki þeir standa að taka
fast á vandanum.
Jóhann Hauksson Þú segir
nei við aðild að ESB. Vilt þú
sem sagt slíta aðildar-
viðræðum?
Illugi Gunnarsson Niðurstaða
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
var sú að gera hlé á viðræðunum
og hefja þær ekki aftur nema að
undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu. M.a. í ljósi þeirrar stöðu
sem upp er komin í Evrópu held ég
að allir ættu að geta sameinast
um þessa stefnu, núverandi
staða mála er ómöguleg fyrir
okkur. Ríkisstjórnin er klofin niður
í rót í málinu, þjóðin er á móti og
þetta mál allt saman er komið í
öngstræti.
Grímur Sæmundsson Þú
segist eiga erfitt með að ná
endum saman með rúmar
600 þúsund krónur á mánuði. Ég skil
það vel, enda í svipaðri stöðu sjálfur.
Hins vegar hafa margir miklu minna á
milli handanna. Hver finnst þér
lágmarkslaun eigi að vera? Værir þú
tilleiðanlegur til að beita þér fyrir
lagasetningu til að tryggja öllum
Íslendingum lágmarksframfærslu?
Illugi Gunnarsson Lágmarks-
laun hafa kosti og galla. Ég
get ekki sagt til um þá tölu
sem er eitthvert lágmark fyrir
okkur til að lifa á. En ég bendi
á t.d. framfærslukannanir sem
eru til. Aðalatriðið er að auka
framleiðsluna í landinu, það sem
til skipta er og síðan að gæta þess
að þeir fái aðstoð sem þess þurfa
– hagvöxtur skiptir sem sagt máli.
Kristín Þórarinsdóttir
Finnst þér að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi eitthvert
erindi í ríkisstjórn eftir að hafa átt
ríkan þátt í að láta allt hrynja yfir
okkur?
Illugi Gunnarsson Já. Sjálf-
stæðisflokkurinn á mikið erindi
í ríkisstjórn. Stefna Sjálfstæðis-
flokksins sem grundvölluð er á
frelsi og ábyrgð á fullt erindi við
þjóðina. Vitanlega fór ýmislegt
úrskeiðis hér í hagstjórn ásamt
því að yfir hinn vestræna heim
gekk ein versta fjármálakreppa
sögunnar. Í næstu kosningum
fær þjóðin tækifæri til að velja á
milli þess að núverandi ríkisstjórn
sitji í 4 ár í viðbót með sína stefnu
eða að Sjálfstæðisflokkurinn taki
sæti í ríkisstjórn. Þjóðin svarar því
þessari spurningu.
Hallur Guðmundsson Mér
skilst að þú sért lunkinn
organisti. Værir þú
kirkjuorganisti ef þú værir ekki á
þingi?
Illugi Gunnarsson Held að ég
yrði fljótt hungurmorða ef ég ætti
að vinna fyrir mér með tónlist.
Arnór Bjarki Blomsterberg
Hvað finnst þér um að
Samfylkingin hafi tekið
ábyrgð á veru sinni í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum frá 2007–2009
með því að segja sig úr samstarfinu og
taka forystu í nýrri ríkisstjórn? Hroki?
Illugi Gunnarsson Sá flokkur
verður að svara fyrir sig. En mér
finnst oft eins og þar á bæ láti
menn eins og þeir hafi ekki verið í
ríkisstjórninni frá 2007 til 2009.
Ragnar Rögnvaldsson Er
prófkjör ykkar í Kraganum
tap Bjarna fyrir aðildarsinn-
um að ESB? Eða bara áfellisdómur yfir
hans störfum?
Illugi Gunnarsson Nei, hvorugt.
Ég tel eins og flestir aðrir að
þátttakan hafi verið of lítil og
það sé áhyggjuefni fyrir okkur
öll. Eins hefði ég viljað að Bjarni
hefði fengið betra fylgi, að mínu
mati átti hann það skilið. Enginn
formaður í sögu Sjálfstæðis-
flokksins hefur fengið jafn erfitt
verkefni eins og Bjarni og undir
forystu hans og Ólafar Nordal
hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð
að snúa vörn í sókn.
24 Umræða 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
Vildi að Bjarni fengi meira fylgi
Illugi Gunnarsson þingmaður vill draga úr verðtryggingu og segist sjálfur varla ná endum saman.
Nafn: Illugi Gunnarsson
Starf: Þingmaður
Sjálfstæðisflokksins
Menntun: MBA-gráða
í hagfræði
Aldur: 45 ára
M
y
N
d
IR
P
R
ES
SP
H
o
To
.B
Iz
„Takk Marinó fyrir
að deila þessari lífs-
reynslu með okkur.
Það er mikilvægt að
við vinnum bug á þessum
fordómum og ekki bara
kennarar og uppalendur
heldur allt samfélagið.“
Helga Þórðardóttir þakkaði
Marinó G. Njálssyni fyrir frásögn
sína en hann greindi á bloggsíðu
frá einelti sem hann sætti lengi vegna
gormælgi.
„Held að enginn
geti kommentað á
hversu móðgandi
þetta sé nema Asíubúar
sjálfir. Toshiki er einn helsti
talsmaður þeirra á landinu.
Þarna hafið þið svarið. Þið
getið hætt að rífast um
þetta núna.“
Brynjólfur Erlingsson telur
óþarft að ræða frekar málið
um Pétur Jóhann Sigfússon og
karakterinn Tong Monitor.
„Nú er það orðið
þannig á Íslandi að
eini hópurinn sem
má gera grín að er hvítur
heilbrigður karlmaður á aldr-
inum 20–35 ára, allt annað
er rasismi eða kvenfyrir-
litning eða eitthvað slíkt.
Eftir nokkur ár verður líklega
alveg bannað að grínast.“
Kjartan orri Sigurðsson
um umræðuna um
Tong Monitor í túlkun
Péturs Jóhanns Sigfússonar.
„Flottur karlinn
og vinnur af al-
hug í anda Sjálf-
stæðisflokksins. Það er
ekki hægt annað en bera
djúpa virðingu fyrir eld-
klerkum, sem ganga fram
í Guði, eins og síra Sigurði
Helga Guðjónssyni; þeir
eru hverja stund fleytifullir
af heilögum anda, gera
alltaf allt rétt og „þola ei
órétt“ eins og þeir segja í
Sjálfstæðisflokknum.“
Jóhannes Ragnarsson um
forsíðufrétt DV um Sigurð
Helga Guðmundsson sem
lét hjúkrunar heimilið Eir borga fyrir
Spánarferð dóttur sinnar.
„Alveg sama hver
fíknin er - þá er hún
vondur, skelfilegur
og andstyggilegur húsbóndi
sem enga miskun sýnir! Það
er örugglega hræðilegt að
glíma við þessa fíkn (sem
og aðrar) og óskandi væri
að til væri einföld lausn á
fíkn, hvort sem það er vegna
áfengi, vímuefna, spilafíkn
eða hvað annað. Baráttan
er örugglega alveg nógu
erfið fyrir þá sem glíma
við fíkn - þó við sem ekki
þekkjum fíknina - séum að
kalla þá sem glíma við hana
„heimska“ eða „aula“ eða
álíka. Sýnum smá virðingu
og óskum þeim frekar góðs
bata!“
Leifi Vest hafði lög að mæla við
frétt DV um spilafíkn.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
18
90
49
14
6