Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 16.–18. nóvember 2012
framhjáhald Petraeus. Í kjölfarið
ákvað Clapper að hringja í Petraeus
og þrýsta á hann að segja af sér. Það
sem hefur verið gagnrýnt í málinu í
fjölmiðlum vestanhafs er hversu seint
Barack Obama var látinn vita af því.
Það gerðist fyrst þann 7. nóvember,
eða daginn eftir forsetakosningarn-
ar og sama dag og Petraeus fagnaði
sextugsafmæli sínu, sem Hvíta húsið
fékk vitneskju um málið. Daginn eftir,
þann 8. nóvember, var Barack Obama
látinn vita af málinu og í kjölfarið var
boðað til fundar þeirra á milli. Fund-
urinn fór fram í Hvíta húsinu og þar
baðst Petraeus lausnar frá embætti
vegna málsins. Obama féllst þó ekki
strax á afsögn hans en hafði samband
daginn eftir og féllst á að samþykkja
afsagnarbeiðni Petraeus.
Spurningum ósvarað
Upphaf rannsóknar FBI má rekja
til þess að þar á bæ óttuðust menn
að Broadwell hefði fengið aðgang
að ýmsum trúnaðargögnum leyni-
þjónustunnar og þar með væri
þjóðaröryggi Bandaríkjanna stefnt
í hættu. FBI hefur þegar gefið það
út að málið sé ekki svo alvarlegt að
það varði þjóðaröryggi. Þó svo að
málinu sé formlega lokið standa þó
enn eftir áhugaverðar spurningar
sem enn er ósvarað. Því hefur ver-
ið haldið fram að Petraeus hafi haft
samband við Broadwell í gegnum
Gmail-aðgang sem hann setti upp
undir dulnefni. Hvernig gat yfir-
maður leyniþjónustunnar haldið
að erfitt væri að rekja netfangið til
hans? Hvað var það í tölvupósti frá
Broadwell sem gerði það að verk-
um að Kelley ákvað að tilkynna þá
til FBI? Hvers vegna var Hvíta húsið
ekki upplýst um stöðu mála þó svo
að FBI og einstaka þingmenn hafi
haft vitneskju um málið?
Nokkrir hafa verið nefndir til
sögunnar sem hugsanlegir eftir-
menn Petraeus hjá CIA. Meðal
þeirra má nefna Michael Morell, full-
trúa CIA, sem átti sinn þátt í að finna
Osama bin Laden, og John Brennan,
ráðgjafa Bandaríkjaforseta í hryðju-
verkamálum og fyrrverandi starfs-
mann CIA. Hvað sem öllum vanga-
veltum líður er Petraeus nú horfinn á
braut sem æðsti yfirmaður CIA og lif-
andi sönnun þess að hver hefur sinn
djöful að draga. n
n David Petraeus er sannur föðurlandsvinur n Hélt framhjá með ævisagnaritaranum n Orðaður við forsetaframboð
Skandallinn Sem felldi
flekklauSa foringjann
Með forsetanum David Petraeus heldur hér erindi með Barack Obama Bandaríkja-
forseta í apríl 2011. Þá hafði Obama tilnefnt Leon Panetta sem varnarmálaráðherra og
Petraeus sem næsta forstjóra CIA. Mynd ReuteRS
Þ
að var hörmuleg sjón sem
blasti við slökkviliðsmönnum
sem ruddu sér leið inn í bíl-
skúr fyrir utan heimili hjón-
anna Sandy og Randy Ford
í Toledo í Ohio, í vikunni. Bílskúrs-
hurðin hafði verið tekin úr sambandi
og neglt fyrir gluggana. Þegar inn
var komið voru fimm dánir inni í bíl
sem var þar inni; þrjú börn, amma
þeirra og móðurbróðir. Fljótlega kom
í ljós að amman og frændinn höfðu
skipulagt morðin á börnunum og
drepið sig í leiðinni. Fréttastöðin Fox
News greinir frá þessu.
Afinn fann sjálfsmorðsbréfin
Það var afi barnanna sem hringdi á
lögregluna eftir að hann fann sjálfs-
morðbréf sem þau höfðu skilið eftir
og komst ekki inn í bílskúrinn. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
þá gefa bréfin í skyn að amman og
frændinn hafi undirbúið ódæðið
mjög vel. Þau sóttu börnin í skólann
fyrr um morguninn, stuttu eftir að
móðir þeirra hafði keyrt þau þang-
að. Þau höfðu einnig lokað fyrir að-
gengi að bílskúrnum, tekið bílskúrs-
hurðina úr sambandi og neglt fyrir
glugga. Þegar líkin fundust voru þau
öll inni í bílnum og dóu vegna koltví-
sýringseitrunar, en tvær slöngur
höfðu verið leiddar inn í bílinn.
Vildi ekki að þau flyttu heim
Börnin þrjú, Madalyn, 5 ára, Logan,
6 ára, og 10 ára systir þeirra, Paige,
höfðu búið hjá ömmu sinni og afa;
Sandy og Randy Ford, síðastliðin
þrjú ár. Móðir barnanna hafði beðið
foreldra sína um að hjálpa sér með
börnin vegna þess að fjórða barn
hennar, níu ára drengur, átti við mik-
ið hegðunarvandamál að stríða.
Börnin fluttu því til ömmu sinnar og
afa að ósk móðurinnar og höfðu búið
þar í þrjú ár þangað til þau fluttu aft-
ur heim til foreldra sinna um síð-
ustu. Meðan þau bjuggu hjá ömmu
sinni og afa þá hittu þau foreldra sína
nánast daglega. „Móðir þeirra var
bara að vernda þau,“ segir Cammie
Turner, vinur fjölskyldunnar, um það
að móðir barnanna hafi beðið for-
eldra sína að leyfa börnum að búa
hjá þeim. „Börnin þeirra skiptu þau
öllu máli,“ segir Cammie um foreldra
barnanna.
Algjörlega glórulaust
Amma barnanna var mjög ósátt við
að börnin væru að flytja aftur heim
til foreldra sinna og samkvæmt yfir-
völdum á staðnum þá höfðu barna-
verndaryfirvöld þurft að skipta sér af
málum fjölskyldunnar. „Eina sem við
vitum er að það gengu margar ásak-
anir fram og til baka milli þeirra,“
segir Dean Sparks, fulltrúi barna-
verndarnefndar í bænum. Börnin
fluttu aftur inn til foreldra sinna í síð-
ustu viku og amma þeirra mun hafa
tekið það mjög nærri sér. „Mandy
var ekki að taka börnin endanlega
frá henni. Hún vildi bara fá þau
heim. Það var ekki eins og hún væri
að taka þau og amma þeirra myndi
aldrei sjá þau aftur.“ Cammie segir
Mandy hafa treyst sér fyrir því að
móðir hennar væri stjórnsöm en hún
hafi ekki haft miklar áhyggjur af því.
„Þetta er algjörlega glórulaust. Ég get
ekki ímyndað mér hvernig það er að
láta mömmu þína …,“ sagði Mandy
í samtali við Fox News en gat ekki
klárað setninguna. n
„Þetta er
algjörlega
glórulaust.
drap þrjú
barnabörn
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
n Vildi ekki að barnabörnin flyttu aftur til móður sinnar
Mikil sorg
Syrgjendur
hafa sett
bangsa fyrir
utan húsið þar
sem börnin,
amma þeirra
og frændi
fundust dáin.