Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 42
Þ að verður að viðurkenn- ast að undirritaður var í nokkrum vafa þegar ljóst var að Apple fyrirhugaði að setja á markað einhvers konar smærri útgáfu af hinum frá- bæra iPad. Markaðurinn fyrir smærri spjald- tölvur virtist þegar vera mettaður, bæði Nexus 7 frá Google og Kindle Fire frá Amazon hafa fengið góða dóma og eru ódýrari eða á álíka verði ef miðað er við byrjunarútgáfu iPad Mini með 16GB geymslurými og WiFi. Þessi útgáfa er seld hér á landi á um 60.000 kr. sem í samanburði við iPad 4 með Retina-skjá á um 90.000 (16GB/WiFi) virðist nokkuð hátt. Vel að merkja, iPad Mini er ekki með Retina-skjá heldur 1024x768 eða 163ppi í upplausn. Ef eingöngu er horft í tækniupplýsingar og skjáir Nexus 7, Kindle Fire og iPad Mini bornir saman virðist skynsamlegast að fjárfesta frekar í Nexus 7 eða Kindle Fire. En að sjá með eigin augum er ann- ar hlutur. Apple er einfaldlega eitt besta vélbúnaðarfyrirtæki í heim- inum á sviði tölvubúnaðar og gæði skjásins bera vitni um það. Birta, litir, skerpa og hvernig texti kemur út, til dæmis á vefsíðum er allt 100 prósent. Ef áfram er haldið að bera þessar þrjár tölvur saman kemur í ljós atriði sem sýnir enn frekar að Apple stendur framar keppinautum sínum í hönnun vélbúnaðar. Tölvurnar eru nánast af sömu stærð, iPad Mini; 199 mm x 133 mm, Nexus 7; 198,5 mm x 120 mm og Kindle Fire; 193 mm x 137 mm. Nexus og Kindle tölvurnar eru með 7 tommu skjá en iPad Mini er með 7,85 tommu skjá. Þetta næst með snilldarhönnun Apple sem hefur tekist að minnka rammann á langhliðinni töluvert. Þetta er breyting frá hinum hefð- bundna iPad, Mini-útgáfan er ekki smækkuð útgáfa af iPad heldur ný hönnun, meðfærileg spjaldtölva sem hægt er að smeygja í utaná vasann á úlpunni. Þyngdin er einungis 308 grömm, tæplega helmingur af þyngd hins hefðbundna iPad, og samfara stærðinni gerir þetta að verkum að einstaklega auðvelt er að halda á Mini í annarri hendi og lesa bók, fletta með þumlinum – í raun er þetta upplifun sem næst kemst því að halda á raunverulegri kilju. Upplifun og stærð Fyrir þá sem eiga þegar borðtölvu og eru að huga að fartölvukaupum er vert að skoða hvort að spjaldtölva henti jafnvel betur. Skjár iPad Mini er rétt tæplega átta tommur og er alveg nógu stór til að rápa á vefnum, spila leiki, horfa á kvikmyndir eða lesa bækur. Það er einstaklega þægilegt að sitja með þessa tölvu í stofusófan- um eða liggja með hana uppi í rúmi og lesa, hún er það þunn og létt að hún virðist nánast þyngdarlaus. Líftími rafhlöðu Ending hleðslunnar í rafhlöðu iPad Mini virðist vera í kringum níu tím- ana, það veltur alltaf á hvort verið sé að horfa á kvikmyndir, spila leiki, rápa á vefnum eða gera eitthvað ann- að, hvað rafhlaðan dugir lengi. Hleðslutækið afkastar miklu og hratt, hálftími í hleðslu virðist skila um tveimur tímum í notkun. Lyklaborð Eitt af því sem hentar þessari skjá- stærð mjög vel er lyklaborðið, það er mun auðveldara að nota lyklaborðið á Mini en á hinum hefðbundna iPad. Ekki skemmir fyrir að nú er komið al- mennilegt íslenskt lyklaborð í iOS- stýrikerfið. Niðurstaða Þessi stærð af spjaldtölvu á eftir að verða mun vinsælli kostur fyrir marga, frekar en hin hefðbundna fartölva. Eftir að undirritaður hafði verið með þessa tölvu á heimilinu í um það bil viku var ljóst að ekki yrðu keyptar fleiri fartölvur í fram- tíðinni, sú gamla sem bilaði fyrir nokkrum vikum verður ekki send í viðgerð eða endurnýjuð. Nýja kombóið, öflug borðtölva og iPad Mini sem fylginautur, virkar með endemum vel. n palli@dv.is 42 Lífsstíll 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað „Fyrir þá sem eiga þegar borðtölvu og eru að huga að far- tölvukaupum er vert að skoða hvort að spjald- tölva henti jafnvel betur. er Snilldin ein n iPad Mini-spjaldtölvan er ekki smækkuð útgáfa af iPad heldur ný hönnun Sama stærð – minni skjár Kindle Fire er nánast alveg jafn stór og iPad Mini en er samt með minni skjá. Sömu sögu er að segja um Nexus 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.