Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Léleg mæting þingmanna: Áhugalausir um eigin siðareglur Mikil fjarvera fjölda þingmanna undanfarið hefur valið talsverðum erfiðleikum í störfum þingsins. Í síðustu viku gekk erfiðlega að manna atkvæðagreiðslur um þing- mál og dæmi um að það hafi rétt náðst, með herkjum, að tryggja lágmarksfjölda þingmanna til að greiða atkvæði en minnst 32 þarf til. Hafa ber í huga að þingmenn á Alþingi Íslendinga eru 63. DV hefur heimildir fyrir því að fjarveru stórs hluta þingmanna undanfarið megi rekja til þess að þeir hafi verið uppteknir við að tryggja eigin framtíð og endurkjör í íslenskum stjórnmálum í ýmist prófkjörs- eða forvalsprófkjörs- baráttu. Þingmenn eru því margir á ferðalagi um kjördæmi sitt meðan þingstörf þeirra sitja á hakanum. Þingmaður sem DV ræddi við kvaðst hreinlega hneykslaður á kollegum sínum. „Þeir eru í vinnutímanum um allar trissur að reyna að stuðla að eigin endur- kjöri á fullum launum.“ Hann bendir á að þetta gæfi þar að auki þingmönnum sem berðust um sæti á lista flokka ósanngjarnt forskot á mótfram- bjóðendur sem ekki gætu leyft sér að ferðast um í baráttunni á full- um launum. Sjaldan hefur mætingin verið jafn döpur og í síðustu viku þegar ákveðið var, á fyrirframgefnum nefndarfundartíma í þinginu, að slá öllum þeim fundum saman í einn stóran fund um siðareglur þingmanna. Ekki fór betur en svo að á fund- inn vantaði 40 af 63 þingmönnum. DV bar málið undir Helga Bern- ódusson, skrifstofustjóra Alþingis. Helgi segir í skriflegu svari til DV að það sé grundvallarmisskilning- ur að vinnustaður alþingis manna sé bara Alþingishúsið. „Hann er líka meðal kjósenda, í kjördæmi og nánast um allt land. Þannig er það líka í öllum þjóð- þingum þar sem ég þekki til,“ segir Helgi. „Vissulega eiga þingmenn að sækja þingfundi; það segja þing- sköp. En það getur enginn ætlast til þess að allir þingmenn (og ráð- herrar) sitji prúðir í fasi frá upp- hafi þingfunda til loka þeirra. Þeir verða að forgangsraða. Og það stendur yfirleitt ekki upp á þá þegar mikilvægustu atkvæða- greiðslurnar fara fram.“ Um lélega mætingu á nefndar- fundi segir Helgi það vissulega bagalegt þegar þingmenn sæki þá ekki en þeir geti gripið til vara- manna eða staðgengla ef þarf. „Að því er varðar fund um siðareglur þingmanna þá var þar engin skyldumæting; það var hvers og eins þingmanns að meta hvort hann teldi gagn að því að mæta þar, en reglurnar munu auðvitað koma til afgreiðslu á þingi og í nefnd þegar þar að kemur.“ BREGÐA FÆTI FYRIR RAMMAÁÆTLUNINA n Fjórir Samfylkingarþingmenn draga lappir n Sundrung innan flokksins „Hann er á góðum degi alveg grænn, en maður veit aldrei alveg hvar maður hefur hann. F jórir þingmenn Samfylkingar- innar hafa ekki lýst yfir ein- dregnum stuðningi við rammaáætlun ríkisstjórnar- innar um vernd og orkunýt- ingu landsvæða. Samkvæmt heim- ildum DV eru þetta þeir Árni Páll Árnason, Björgvin G. Sigurðsson, Kristján Möller og Sigmundur Ern- ir Rúnarsson en aðrir þingmenn stjórnar flokkanna styðja tillöguna óbreytta. Græna netið, félag jafnað- armanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, sendi út ályktun í vik- unni þar sem skorað er á þingmenn Samfylkingarinnar að gefa upp af- stöðu sína til málsins. Þar kemur fram að vissir þingmenn hafi haft uppi orð um fyrirvara, hjásetu og jafnvel mót- atkvæði. Þingmenn þegja Stefnt er að því að rætt verði um mál- ið á þinginu í næstu viku. „Ég hef kallað eftir því á vettvangi míns eigin flokks að menn geri upp hug sinn en það hafa ekki allir greint frá afstöðu sinni,“ segir Mörður Árnason, fram- sögumaður tillögunnar. „Við erum ekki alveg búin að ganga frá þessu en ég tel líklegast að við mælum fyrir samþykkt tillögunnar óbreyttrar. Ég er nokkuð viss um meirihluta í málinu en ég veit ekki nákvæmlega hvernig hann verður,“ segir Mörður. „Rammaáætlunin er ekki kom- in út úr þingnefnd svo ég viti,“ segir Björgvin G. „Menn bara taka afstöðu til þingmála þegar þau koma inn í þingflokkinn. Ég hef alltaf verið mik- ill stuðningsmaður rammaferilsins.“ Samkvæmt heimildum DV ríkir nokkur óánægja innan flokksins vegna þessarar óvissu. Rætt var um rammaáætlun á flokksstjórnarfundi flokksins þann 17. nóvember og sagði þá Mörður Árnason flokkssystkinum sínum frá því að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hefðu ekki sagt hug sinn. Hann nefndi engin nöfn en hvatti þó viðkomandi þingmenn til að gera flokksmönnum grein fyrir af- stöðu sinni. Enginn þeirra tók til máls. „Ég hef ekki sveiflast neitt“ Þremur dögum síðar, þann 20. október, talaði Björgvin G. Sigurðsson tæpitungulaust um viðhorf sín til virkjanamála á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hellu. Lýsti hann því yfir að hann væri virkj- anasinni og ósáttur við rammaáætl- un ríkisstjórnarinnar. Björgvin hvatti til þess að ráðist yrði í virkjanafram- kvæmdir á Suðurlandi og nefndi Hagavatnsvirkjun í Bláskógabyggð og Hólmsárvirkjun í Skaftárhreppi auk Hvammsvirkjunar og Holtavirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Athyglisvert er að rifja upp að sum- arið 2008 lýsti Björgvin yfir eindreg- inni andstöðu við virkjanir í Þjórsá og sagðist hvergi mundu hvika frá þeirri afstöðu. „Svo sannarlega er ég á móti þessum áformum eins og oft hefur fram komið,“ skrifaði hann á vefsíðu sína. „Við þessi viðhorf mín hef ég staðið og mun standa.“ Þegar Björgvin var spurður hvort hann hefði sveiflast í afstöðu sinni til virkjana í Þjórsá hafnaði hann því al- farið. „Ég hef ekki sveiflast neitt í sjálfu sér. Ég er náttúrulega sammála því að klárað sé að rannsaka öll álitaefni áður en tekin verður ákvörðun um þetta, en það liggur bara ekki fyrir nein niður- staða í málinu,“ segir hann. „Þetta er ekki svona svart og hvítt. Ég talaði til dæmis fyrir því að Urriðafoss yrði settur í nefnd en ekki nýtingu. Ég var líka sáttur við þau rök sem komu fram í vor, að rannsaka þyrfti betur fiski- stofna í ánni áður en hún yrði virkjuð.“ Árni Páll krafinn svara Árið 2007 gagnrýndi Árni Páll Árna- son stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokks- ins harkalega og sagði flokkinn standa vörð um „sovéskt efnahagskerfi í stór- iðjusölu“. Því vekur athygli að Árni sé á meðal þeirra fjögurra þingmanna sem hér er rætt um. Dofri Hermanns- son, varaborgarfulltrúi Samfylkingar- innar og formaður Græna netsins, skrifaði harðorðan pistil á Smuguna á dögunum þar sem hann krafðist þess að Árni Páll gerði grein fyrir afstöðu sinni til rammaáætlunar. „Það sem ég á erfitt með að þola er að menn sem vilja leiða flokkinn skuli láta sér detta það í hug að leggjast gegn einu helsta stefnumáli hans,“ sagði Dofri í samtali við DV stuttu eftir að grein hans birt- ist. Árni Páll svaraði Dofra á Face- book á fimmtudaginn og sagði með- al annars: „Ég hlakka til afgreiðslu hennar [rammaáætlunar, innskot blaðamanns] og bíð eftir að hún verði afgreidd úr nefnd. Þá sjáum við óbreyttir þingmenn hvernig okkar fólk í nefndunum sem um málið fjall- ar leggur málið upp, hvort gerðar verði breytingar og hvernig rökstuðn- ingur verður settur fram.“ Dofri virðist ekki vera eini um- hverfisverndarsinninn innan Sam- fylkingarinnar sem hefur efasemdir um afstöðu Árna Páls. Einn af heim- ildarmönnum DV innan flokksins sem ekki vildi láta nafns síns getið hafði þetta að segja um formanns- frambjóðandann: „Hann er á góðum degi alveg grænn, en maður veit aldrei alveg hvar maður hefur hann.“ Svik við stefnu flokksins Umsögnum átti að skila fyrir 1. nóv- ember en að sögn Marðar Árnason- ar hefur umsögn atvinnuveganefndar ekki enn borist. Dofri Hermanns- son hefur hneykslast á þessu. Á vef- síðu sinni varar hann við hvers kyns „tafataktík“ og veltir því fyrir sér hvort orðið hafi meirihlutaskipti í atvinnu- veganefnd Alþingis. Í samtali við DV bendir Dofri á að yfirlýst stefna Samfylkingarinn- ar í umhverfismálum byggist á yfir- lýsingunni Fagra Ísland sem flokk- urinn lagði fram árið 2006. Þar er lögð sérstök áhersla á svokallaða var- úðarreglu í ákvarðanatöku en flokk- urinn hvikaði að nokkru leyti frá þessari stefnu í ríkisstjórnarsamstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn. „Núna erum við hins vegar í stjórnarsam- starfi með Vinstri-grænum og við getum ekki kennt þeim um neinar málamiðlanir,“ segir Dofri. „Við eigum að standa við stefnumál flokksins. Við verðskuldum skort á trúverðugleika eftir Kárahnjúka en við höfum verið að taka okkur á. Og þegar brugðið er fæti fyrir svona mál þá dregur það mjög úr þeim trúverðugleika sem við erum að reyna að byggja upp að verð- leikum.“ Niðurstöður flokksvals Samfylk- ingarinnar í Norðausturkjördæmi benda til þess að þar eigi stóriðju- stefnan fylgi að fagna. Kristján L. Möller, einn helsti talsmaður stóriðju- stefnu innan flokksins, leiðir listann og í öðru sæti er Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa í Reyðarfirði. Sigmundur með fyrirvara „Ég hef verið með fyrirvara á málinu,“ segir Sigmundur Ernir og bætir við: „Ég var óánægður með að ramma- áætlunin skyldi tekin út úr atvinnu- veganefnd og færð yfir í umhverfis- og samgöngunefnd. Ég vil að sem flestir séu ánægðir með rammaáætlun og er þess vegna ekki sérlega ánægður með síðari tíma inngrip.“ Eins eru þing- menn Sjálfstæðisflokksins óánægðir með þann farveg sem málið er í og í samtali við Ríkisútvarpið harmaði Birgir Ármannsson að málið færi úr þingnefndinni í sama ágreiningi og það hefði komið inn í þingið. Ekki náðist í Kristján L. Möller við vinnslu fréttarinnar. n Þegja um afstöðu sína Þessir fjórir þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki lýst yfir stuðningi við rammaáætlun ríkisstjórnarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Dofri Hermannsson Formaður Græna netsins og varaborgarfulltrúi Samfylkingar- innar sakar þingmennina um að vinna gegn stefnu flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.