Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 35
Menning 35Helgarblað 16.–18. nóvember 2012 Þ eir eru hressir fjórmenn- ingarnir úr hljómsveitinni Hröfnum sem heiðruðu blaðamann DV með heim- sókn sinni síðla á haust- mánuðum. Það sem átti að verða stutt spjall í tilefni útgáfu nýrrar plötu sveitarinnar, Krunk, breyttist innan tíðar í einkatónleika því félagarnir Georg Óskar Ólafsson, Vignir Ólafsson, Hlöðver Guðna- son og Hermann Ingi Hermannsson höfðu ekki komið tómhentir, eins og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Lagið sem þeir töldu í var hið forn- fræga Rolling Stones-lag You Better Move On í vægast sagt nýstárlegri og hressandi útgáfu. Að flutningi lagsins loknum tylltu drengirnir sér niður enda búið að skenkja þeim kaffi í ósamstæða fanta og spjallið gat hafist. „Forsagan er sú að við erum allir frá Vestmannaeyjum og höfum þekkst frá blautu barnsbeini. Við spiluðum saman í kjallaranum hjá mömmu – trommurnar voru í upp- hafi hinar klassísku Macintosh-dós- ir. Einu sinni greip pabbi til þess ráðs að taka rafmagnið af, en þá vorum við búnir að spila Creedence Clear- water-lagið Down on the Corner sjö- tíu sinnum,“ segir Georg og félagarn- ir brosa í kampinn að þessari gömlu minningu. „Á ákveðnum tímapunkti fórum við hver í sína hljómsveitina en runn- um endrum og sinnum saman í hin- um og þessum sveitum en enduðum þegar upp var staðið í Hröfnunum, sem við fjórir stofnuðum til árið 2008 þegar Paparnir tóku sér einhvers konar hvíld,“ segir Georg. „Fyrst um sinn hittumst við eigin- lega bara til að halda okkur við, það var rólegt í bransanum á þeim tíma,“ segir Vignir um þann grunn sem síð- ar varð að Hröfnum. En áður en Hrafnar urðu til kenndi ýmissa grasa hvað varðar hljómsveitir; Logar – ein þekktasta Eyjasveitin –, Sjöund, Tilfinning og Papar, svo nokkrar séu nefndar. „Vignir og Hlöbbi voru saman í Sjöund, en ég var í Logum, síðan voru Hlöbbi og Georg saman í Tilfinn- ingu og þetta endaði þvers og kruss,“ hnykkir Hermann Ingi á. Upphaflegu Paparnir Tveir Hrafnar, Georg og Hermann Ingi voru fyrr meir stofnmeðlimir hljómsveitarinnar Papa, árið 1986, og innan tíðar bættist Vignir í þann hóp og lögðu þeir grunninn að því sem síðar varð, en sú sveit naut mikilla vinsælda á sínum tíma. En nú er hún Snorrabúð stekkur því aðeins einn upprunalegur Papi, Páll Eyjólfs son, er í þeirri sveit. Hermann Ingi er aldursforseti Hrafnanna og var á sínum tíma með- al annars í Logum. „Hermann Ingi var svona eins og „idol“ í augum okk- ar sem yngri vorum, sem og reyndar hljómsveitin Logar eins og hún lagði sig,“ segir Georg, og Vignir og Hlöðver taka undir. „Þeir voru svo stórir á þessum tíma, fóru upp á land að spila, voru orðnir frægir og voru með nýjustu lögin.“ Þeir félagar muna enn eftir stór- kostlegri vegtyllu sem þeim hlotnað- ist, ungum Eyjapeyjum, fyrir margt löngu: „Það var „kúlið“ þegar við fengum að hita upp fyrir Loga á árs- hátíð 1. desember í gagganum. Meiri heiður var vart hægt að hugsa sér og hvað við vorum stressaðir.“ En lífið á það til að fara sínar eig- in leiðir og um tíu ára skeið og rúm- lega það lét Georg tónlistina eiga sig en tónlistin vildi greinilega ekki láta Georg í friði. „Þannig var að á mið- vikudegi hafði samband við mig vinur úr hljómsveitinni Q Men 7 og spurði hvort ég væri ekki til í að spila á bassa á balli næsta laugardagskvöld og ég ákvað að slá til,“ segir Georg. „Og það kvöld spilaði Georg í fyrsta skipti á ba- ssa,“ hnykkir Hlöðver á. Kristinn R. og R. Burns Það er deginum ljósara að af minn- ingum eiga piltarnir nóg en vert að snúa sér aðeins að Krunki, nýjum disk þessara síungu Eyjapeyja. „Þó að við höfum alltaf haldið tryggð við írska tónlist þá höfum við leyft okkur að stelast hingað og þang- að upp á síðkastið,“ segir Vignir. „Kannski er réttast að segja að við höfum haldið okkur við þjóðlaga- geirann,“ skýtur Georg inn í, „ekkert endilega írsku lögin – við förum út um allar trissur.“ Aðspurðir um diskinn segja fjór- menningarnir nánast einum rómi: „Hann er geðveikur!“ og hlæja mikið, enda ljóst að það er grunnt á glens- inu hjá þeim. Á disknum er meðal annarra laga að finna mexíkóska lagið Canción del Mariachi sem Antonio Band- eras gerði frægt á sínum tíma. Í út- gáfu Hrafna heitir lagið Harður hestamaður. „Kristinn R. Ólafsson, sá mæti maður, var búinn að setja saman íslenskan texta við Canción del Mariachi og skoraði á okkur að taka lagið upp á okkar arma. Það lá nánast beint við að taka þeirri áskor- un því hann er Eyjamaður eins og við,“ segir Georg. „Kristinn fór í viðtal á einhverja spænska útvarpsstöð með Harðan hestamann í farteskinu og þar fékk lagið ágætis spilun,“ segir Hermann Ingi. Þjóðarréttur Skota, hið skoska slátur „haggis“, fær sinn sess á Krunki Hrafna, en Einar Sigurjónsson hér- aðsdómslögmaður hljóp undir bagga með Hröfnum og snéri ljóði skoska ljóðskáldsins Roberts Burns, Address to Haggis, yfir á íslensku en ljóð Burns er óður til skoska slát- ursins. Lagið heitir Haggis og hefst á orðunum: „Ó, þú glaðlegi grútar- keppur, foringi allra góðra keppa, efst þar er þitt sæti, magi, garnir, þarmar ... En allt tekur enda, einnig þetta stutta spjall við Hrafnana sem kveðja, taka saman sitt hafurtask og hverfa út i rigninguna. Georg Óskar getur ekki stillt sig og segir: „Það rignir, Vignir,“ og uppsker hlátur. n Víðfleygir Hrafnar Þjóðlagahljómsveitin Hrafnar sendi nýlega frá sér diskinn Krunk. Blaða- maður DV bauð þeim upp á kaffi og spjall Hrafnar í góðum gír Hlöðver, Hermann Ingi, Georg og Vignir taka You Better Move On í eigin útgáfu. mynd sigtRyggUR aRi Hrafnarnir krunka H ressleiki og vönduð spila- mennska. Þetta er eitthvað sem mætti nota til að lýsa tónlistarflutningi hljóm- sveitarinnar Hrafna sem hefur gefið út hina réttnefndu plötu, í ljósi hljómsveitarnafnsins, Krunk. Á plötunni leika þeir sér að ýmiss konar tónlistarstefnum og þarf engan að undra þó að þeim takist best upp í írsku þjóðlögunum. In The Rare Old Times verður að hinu dásamlega lagi Ragga, Fríða og Rósa þar sem sungið er um gamla tíma í Reykjavíkurborg. Þá verður The Night Pat Murphy Died að hinu stórskemmtilega lagi Karlinn er dauður þar sem textabrot- um úr Minningu um mann er flettað laglega inn í lagið. Harður hestamaður er svo mexíkóskt þjóðlag sem einhverjir kannast við í flutningi Los Lobos og nefnist Canción Del Mariachi. Það er hinn skeleggi fréttamaður Rík- isútvarpsins, Kristinn R. Ólafsson, sem semur textann við það lag og er útkoman hin ágætasta. Það verð- ur þó að segjast að ég á erfitt með að hugsa ekki um leikarann Anton- io Banderas flytja lagið í hinni eit- ursvölu kvikmynd Desperado þar sem hann rotaði mann með gítarn- um á meðan hann snaraði fram eit- ursvölu sólói. Það er ósanngjarn samanburður að bera Hrafna saman við Banderas í þessu lagi en ég kemst ekki hjá því. Það er aldrei að vita nema Hrafnarnir taki upp á því að bjarga konum í nauð með gítar- sólói á næstu tónleikum, ef það ger- ist þá verða þeir umsvifalaust svölu- stu menn Íslandssögunnar. Þá er einnig lagið Velkomin á bís- ann að finna plötunni en það er eft- ir Bjartmar Guðlaugsson sem mun- ar ekkert um að flytja það hreinlega sjálfur á plötu Hrafna. Frábært lag sem hefur, ásamt Röggu Fríðu og Rósu og Karlinn er dauður, fengið að hljóma í útvarpinu undanfarið en loksins komið hér á fast form í faðmi annarra laga. Þá er Stígðu ekki á strikið skemmtilega flutt af Hröfnunum og verður ekki hjá því komist hér í þess- um dómi að minnast á hið dýrslega lag Hrafninn sem með réttu ætti að fá að hljóma daglega í útvarpi allra landsmanna. Þessari plötu Hrafna er vel hægt að mæla með fyrir aðdáendur írskr- ar þjóðlagatónlistar sem ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöl- breytileikinn er þó meiri en svo og gera Hrafnar hreinlega mjög gott mót með þessari plötu sinni. n Tónlist Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Krunk Flytjandi: Hrafnar Útgefandi: Geimsteinn „Segir allt sem segja þarf“ Hrafnhildur Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir „Skemmtanagildið í fyrirrúmi“ „Hröð, skelfileg og grípandi“ nBa 2K12 PS3 Eldvitnið Lars Kepler Kolbeinn Þorsteinssson kolbeinn@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.