Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Ný heilsubúð í Smáralind - Mikið úrval - frábær gæði - betri verð www.hollandandbarrett.is Lukkuleg hjón sóttu milljónirnar Það voru lukkuleg hjón á besta aldri sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða upp á rúmar 28 milljónir. Að vonum voru þau í skýjunum með vinn­ inginn að því er segir í tilkynn­ ingu frá Íslenskri getspá. Miðinn var keyptur í Aðal­ braut í Grindavík og er annar af tveimur vinningsmiðum sem fyrsti vinningur kom á síðasta laugardag. Þau segja vinninginn koma sér einstaklega vel fyrir jólin og bara lífið sjálft þar sem þau hafa búið við lök lífskjör, en hjónin eru bæði öryrkjar og hafa þurft að berjast í bökkum. Konan hefur spilað í tvö ár með sömu tölurnar og hún taldi það einungis tímaspursmál hvenær stóri vinningurinn kæmi. Þau geta því andað léttar og notið frelsisins sem fylgir vinningnum. Í tilkynningunni óskar Ís­ lensk getspá vinningshöfunum innilega til hamingju með vinn­ inginn. Búseti skuldar nærri 2 milljarða Skuldir húsnæðissamvinnu­ félagsins Búseta á Norðurlandi námu 7,3 milljörðum króna í lok síðasta árs. Eignir félagsins voru hins vegar samtals um 5,5 millj­ arðar króna og var bókfært eigið því því neikvætt um tæpa tvo milljarða króna. Frá þessu greindi héraðsfréttamiðillinn Vikudagur á Akureyri á fimmtudag. Í samtali við Vikudag segir Benedikt Sigurðarson, fram­ kvæmdastjóri Búseta, að unnið hafi verið að endurskipulagningu á skuldum félagsins. „Það ligg­ ur fyrir samkomulag um skuldir félagsins við okkar lánardrottna, Íbúðalánasjóð og Íslandsbanka. Á þessari stundu er ekki hægt að greina nákvæmlega frá þessum samningum, það verður vonandi hægt að gera á næstu vikum.“ Afskriftakóngur byggir glæsihús 3 Gylfi Ómar Héðinsson múrarameistari er að byggja sér nærri 500 fermetra glæsi­ höll í Kópavogi um þessar mundir. Eins og kunnugt er á hann Byggingarfé­ lag Gunnars og Gylfa, BYGG, ásamt Gunnari Þorlákssyni, byggingameist­ ara. DV hefur áður greint frá því að félög tengd þeim Gylfa og Gunnari hafi fengið um 100 milljarða króna afskrifaða vegna lána sem tekin voru hjá stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun. Samkvæmt veð­ bandayfirliti er ekkert áhvílandi á húsinu. Gylfi vildi ekki tjá sig um nýja húsið í samtali við DV. Flutti hundruð milljóna úr landi 2 Jón Þorsteinn Jónsson, fyrr­ verandi stjórnarfor­ maður Byrs og einn af erfingjum versl­ anakeðjunnar Nóa­ túns á sínum tíma, hefur flutt mörg hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta. DV greindi frá málinu síðastliðinn mánudag. Í tilfelli hans hafa fjármagnsflutningarnir yfirleitt farið fram í evrum. Flutningurinn á fjármagninu fer gegn gjaldeyris­ höftunum sem sett voru hér á landi í kjölfar íslenska efnahagshrunsins. Jón Þorsteinn hóf nýverið afplánun fangelsisdóms á Kvíabryggju vegna Exeter­málsins. Spánarför fyrir dóttur Sigurðar 1 Séra Sigurður Helgi Guð­ mundsson, þá­ verandi fram­ kvæmdastjóri Eirar, lét hjúkrunarheimil­ ið greiða fyrir utan­ landsferð dóttur sinnar Vilborgar og fjölskyldu hennar í ágúst 2011. Reikn­ ingurinn nam 200 þúsund krón­ um. Vilborg fór þá með Icelandair til Alicante á Spáni og var þar í tvær vikur ásamt eiginmanni sínum og börnum. Þetta kom fram í miðvikudagsblaði DV. Ferðalagið stóð yfir frá 10. ágúst til þess 24. Í samtali við DV sagði Magn­ ús L. Sveinsson, stjórnarformaður Eirar, að rannsókn á greiðslunni væri komin til Ríkisendurskoðunar. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Búa í einbýlishúsi með gufubaði n Jón Þorsteinn og Ragnar Z. Guðjónsson búa út af fyrir sig á Kvíabryggju J ón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson, sem nýverið hófu afplánun á Kvíabryggju á Snæfellsnesi, búa í einbýlis­ húsi með gufubaði á fangelsi­ slóðinni. Húsið, sem er 180 fermetr­ ar, var upphaflega byggt sem heimili fyrir forstöðumann Kvíabryggju en því var breytt í vistarverur fyrir fanga fyrir nokkrum árum. Í húsinu er full­ búið eldhús, sem íbúar hússins hafa aðgang að, auk þess sem þeir hafa að­ gang að internetinu og farsímum sín­ um allan sólarhringinn. Þrjú einstakl­ ingsherbergi eru í húsinu og deila þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. því með öðrum fanga, Jóni Sverri Bragasyni, sem dæmdur var fyrir barnaníð gegn einhverfum dreng árið 2010. Afplána 14 til 16 mánuði Þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. voru í sumar dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter Holdings­málinu svokallaða. Um­ boðssvikadómurinn byggir á því að þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. hafi, sem stjórnarformaður og forstjóri Byrs, misnotað aðstöðu sína þegar þeir létu sparisjóðinn lána einka­ hlutafélaginu Exeter Holdings millj­ arða króna til uppkaupa á verðlitl­ um stofnfjárbréfum í Byr sem meðal annars voru í eigu þeirra sjálfra. Millj­ arðurinn rann frá Byr til MP Banka sem hafði lánað þeim fyrir kaupum á stofnfjárbréfunum en bankinn hafði hótað að hemja innheimtuaðgerðir gegn þeim ef lánin yrðu ekki greidd. Af þessum fjórum árum er lík­ legt að þeir þurfi að afplána um tvö ár. Líklegt má telja að þeir þurfi að dvelja á Kvíabryggju í fjórtán til sextán mánuði áður en þeir fara á Vernd í Reykjavík, í átta til tíu mánuði. Á Vernd geta þeir stundað launavinnu á daginn og unnið að því að gerast þátttakendur í samfélaginu á nýjan leik eftir betrunarvistina. DV flutti á mánudaginn frétt af því að Jón Þorsteinn Jónsson hefði á síð­ asta ári og þessu staðið í stórfelldum fjármagnsflutningum með erlendan gjaldeyri frá Íslandi. Flutningarnir voru látnir líta út sem um eðlileg lánaviðskipti hefði verið að ræða. Þetta var gert vegna gjaldeyrishafta­ laganna sem verið hafa í gildi á Ís­ landi frá hruninu 2008. Ólíkar aðstæður Á Kvíabryggju eru vistaðir 23 fangar en hinir 20 fangarnir búa í stóru húsi sem er staðsett um 200 metra frá ein­ býlishúsinu. Þeir fangar búa í einstak­ lingsherbergjum og hafa ekki aðgang að sömu aðstöðu: fullbúnu eld­ húsi, internetinu allan sólarhringinn eða farsímum sínum – klukkan ell­ efu að kvöldi er slökkt á internetinu í stóra húsinu og klukkan níu þurfa fangarnir að afhenda farsímana sína yfir nóttina. Aðbúnaður þeirra þriggja manna sem búa í einbýlishúsinu er því nokkuð betri en aðbúnaður hinna tuttugu fanganna. Sú staðreynd að þeir Jón Þor­ steinn og Ragnar Z. búa í þessu húsi þýðir að þeir geta í reynd verið nokkuð út af fyrir sig, kjósi þeir svo, meðal annars geta þeir eldað og etið þar í einrúmi. Þá er gufubaðið, sem upphaflega var byggt fyrir forstöðu­ mann fangelsisins og tekur fjóra til sex baðgesti í einu, ekki ætlað öðrum föngum en þeim sem búa í húsinu hverju sinni. Þar að auki er enginn fangavörður sem gætir íbúanna þriggja, sem búa í einbýlishúsinu, yfir nóttina, líkt og í tilfelli hinna tuttugu – einn fanga­ vörður gætir fanganna tuttugu á nótt­ unni. Einungis ein öryggismyndavél er við einn aðalinnganginn af þremur á húsinu. Því er ljóst að föngunum á Kvíabryggju þykir keppikefli að fá að búa í einbýlishúsinu þar sem aðbún­ aðurinn þar er betri. ,,Ætlað betri mönnum“ Heimildarmaður DV, sem þekkir vel til á Kvíabryggju, segir að í hús­ inu fái yfirleitt að búa menn sem eru „betri menn“: „Þetta er ætlað svona betri mönnum. Þetta er bara klíka hverjir eru vistaðir hverju sinni þarna upp frá . Forstöðumaðurinn ræður þessu,“ segir heimildarmað­ ur DV. Heimildarmaður DV vildi ekki fara nánar út í það hvað hann ætti við með betri mönnum en ýjaði að því að stéttaskipting og bakgrunnur manna gæti einnig skipti máli innan veggja fangelsa, opinna eða lokaðra. Af einhverjum ástæðum, sem eru DV ókunnar, fengu þeir Jón Þor­ steinn og Ragnar Z. að flytja beint inn í áðurnefnt einbýlishús, jafnvel þó að fyrir á Kvíabryggju hafi verið aðrir fangar sem horfðu löngunar­ augum á það aukna frelsi og þá bættu aðstöðu sem búseta í því hefði falið í sér fyrir þá. n „Þetta er ætlað svona betri mönnum. Betri aðstaða Þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. þurfa ekki að búa í stóra húsinu á myndinnni með hinum föngunum tuttugu. Þeir búa út af fyrir sig í einbýlishúsi með fullbúnu eldhúsi og gufubaði. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.