Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 16
„Þú átt að Þola Þetta“ 16 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað U ndanfarið hefur verið mik- ið rætt um áhrif kláms og klámvæðingar á ungt fólk. Hér á landi var haldin ráð- stefna um klám þar sem breskur prófessor, starfandi í Banda- ríkjunum, varaði við þessari þróun. Í kjölfarið sagði saksóknari að greini- legra áhrifa gætti í kynferðisbrot- um, inn á borð lögreglunnar kæmu tilfelli þar sem hugmyndir, aðferð- ir og orðanotkun væri augljóslega sótt í klám. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars hjúkrunarfræðingur á Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Okkur lék hins vegar forvitni á að vita hvað ungt fólk hefði til mál- anna að leggja og inni á nemenda- félagsskrifstofunni í norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð hittum við hóp ungmenna og rædd- um við þau um klám og klámvæð- ingu, kynlíf og kynhlutverk, á opin- skáan og hispurslausan hátt, enda margt sem þeim lá á hjarta. Mismunandi reynsluheimur Við sitjum við hringborð með Hjalta Vigfússyni, 19 ára, Vigdísi Perlu Maack, 19 ára, Salvöru Gullbrá Þórar- insdóttur, 20 ára, Steinari Ingólfssyni, 19 ára, og Ester Auðunsdóttur, 20 ára. Með í för er einnig Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari en hann tók einnig þátt í viðtalinu við Gail Dines. Krakkarnir mæna forvitnir á okkur og bíða spenntir eftir því að mega hefja máls og þegar ég spyr hvort þeir hafi fylgst eitthvað með þessari umræðu um klám, klámvæðingu og áhrif kláms á ungt fólk játa allir í kór og segja að það sé erfitt að láta það fram hjá sér fara. Hjalti: „Í raun er það ótrúlega skuggalegt hvað það er viðurkennt að horfa á klám. Þú sérð hvergi illa talað um klám í kvikmyndum eða bíómyndum. Alls staðar fáum við skilaboð um að það sé í lagi að horfa á klám. Fólk talar um það eins og það sé minnsta mál í heimi. Ég held að það hafi jafnvel orðið verra síð- an við vorum börn og að krakkar séu að komast í tæri við þetta enn yngri en við vorum. Ég var í efstu bekkjum grunnskóla þegar ég sá fyrst klám en nú eru strákar farnir að horfa á klám ellefu eða tólf ára gamlir. Þá halda þeir að þetta sé kynlíf. Á meðan eru stelpur á sama aldri að horfa á Disn- ey-myndir og One Tree Hill.“ Salvör: „Ef ég hefði séð klám- mynd þegar ég var tólf ára þá hefði ég farið að gráta.“ Hjalti: „Nákvæmlega, stelpur eru bara að horfa á myndir með Hillary Duff þar sem allt er frábært og yndis- legt. Svo mætast þessir tveir heimar og þá verður einhver sprengja, þar sem stelpurnar verða augljóslega undir.“ Salvör: „Ég held að það sé ekki bara klámið sem hefur þessi áhrif. Það eru líka bíómyndir, tónlistar- myndbönd og auglýsingar. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er líka eðlilegt að klámnotkun sé meiri núna þegar krakkar hafa meiri aðgang að internetinu. Þetta hefur breyst svo hratt. Þegar ég var tíu ára var ég ekki á netinu, ég komst kannski á leikjanet í skólanum einu sinni í viku.“ Steinar: „Við áttum ekki fartölvu.“ Salvör: „Nú hafa allir aðgang að tölvu og það er svo auðvelt að fara inn á klámsíður, viljandi eða óviljandi.“ Vigdís Perla: „Já, einmitt. Það er svo auðvelt að nálgast þetta.“ Klám og fræðsla Salvör: „Það var líka tímabil þar sem ég var sextán ára og sá ekk- ert athugavert við að allir horfðu á klám. Það gerðu það allir. Mér fannst það bara fyndið. Seinna sá ég hvað klám er óskylt kynlífi, alla- vega fyrir mér. Klám snýst um niður- lægingu en ekki kynlíf.“ Steinarr: „Ég man að það voru alltaf einn eða tveir bekkjarfélagar sem héldu þessu að manni. Kannski af því að þeir áttu erfitt uppdráttar og voru kannski agressífari en aðrir.“ Salvör: „Þeim fannst þetta bara töff.“ Steinarr: „Þetta var líka forvitni.“ Vigdís Perla: „Ég gæti alveg trúað því að krakkar séu líka að leita sér að fræðslu. Við vissum ekkert. Það var ekki farið að tala um þetta við okkur, en við höfðum heyrt um þetta og vorum forvitin.“ Hjalti: „Mér finnst að það verði að tala um klám í kynfræðslu, eða við krakka. Það verður líka að koma frá foreldrum, þeir verða að gera krökk- um grein fyrir því að þeir eiga ekki að sækja sér fræðslu í klámið. Klám er allt annað en kynlíf.“ Ester: „Mér finnst að það ætti ekkert endilega heima í kynfræðslu. Kynfræðsla má vera um kynlíf en það er hægt að taka klám út fyrir og ræða sérstaklega um það svo það sé á hreinu að það eigi ekkert skylt við kynlíf. En það þarf að koma því á framfæri að það sé ekki rétta leiðin til þess að afla sér upplýsinga. Það má kannski ræða það í kynjafræði.“ Steinarr: „Það þyrfti að vera kynjafræði í grunnskóla.“ Ester: „Eða bara á öllum skóla- stigum.“ Salvör: „Það má allavega vera opnari umræða um að kynlíf sé ekki svona. Mér finnst ekkert endilega að það eigi að koma frá kennaranum. Ég vil fá að heyra þetta frá einhverj- um sem ég get rætt opinskátt við, einhverjum sem ég þekki og treysti.“ Steinarr: „Stundum er talað um klám sem kynfræðsluefni. En klám er gert fyrir karla. Þannig að það er alveg sama hver er að horfa, þetta kemur alltaf illa út fyrir konuna. Það er samt erfitt að taka þessa umræðu innan fjölskyldunnar. Ég man að þegar ég var í 8. bekk þá kom einhver kynja- fræðingur að ræða um þessi mál og foreldrarnir áttu að fylgja með. Þá fann ég alveg að það var mjög gott að þarna væri einhver sem vissi hvað hann var að gera og hafði kontról yfir umræðunum.“ Mótandi áhrif Ester tekur undir það og segir að það sé engin kynfræðsla í klámi, það eigi lítið skylt við kynlíf. Salvör: „Málið er samt að klám hefur brenglandi áhrif því strákar sem sjá þetta halda að svona eigi að gera þetta. Þegar hann getur ekki upp- fyllt þær kröfur sem klámið gerir til hans þá hefur það slæm áhrif á sjálfs- traustið og sjálfsímyndina. Klámið gerir svo óraunhæfar kröfur til allra. Auðvitað er erfitt að segja það beint en margir lenda í slæmri kynlífsreynslu á unglingsárunum og ég held að það sé meðal annars vegna kláms, þó að það sé kannski ekki bein tenging þar á milli.“ Ester: „Kannski eru það aukaáhrif af því að í klámi eru konurnar undir- gefnar, þær ráða engu, segja ekkert og eru aldrei að segja til um hvað þeim n Menntaskólanemar ræða klám og klámvæðingu n Tengja neikvæða reynslu af kynlífi við klámið n „Þetta er bara kúltúrinn“ „Ég fann það líka bara að þetta höfðaði ekki til mín. Ég get ekki fengið neitt út úr því sem er svona niðrandi fyrir alla sem taka þátt í þessu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.