Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 34
34 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Egill Skalla-Grímsson
fær greiningu
Ó
ttar Guðmundsson geð
læknir hefur skrifað læsi
lega og áhugaverða bók um
geðraskanir í Íslendinga
sögunum. Hún kom út
fyrr á þessu árið og heitir Hetjur
og hugarvíl. Í þessu riti beitir Óttar
læknisþekkingu sinni til að greina
þá skapbresti og geðveilur sem hann
telur að hafi hrjáð forfeður okkar
marga hverja, eftir því sem þeim er
lýst í Íslendingasögunum.
Þessa dagana er hann einnig
með uppistand, frásagnarkvöld eða
hvað við viljum kalla það, í Land
námssetrinu hjá þeim Sigríði Mar
gréti Guðmundsdóttur og Kjartani
Ragnarssyni. Þar beinir hann sjón
um einkum að Agli SkallaGrímssyni
og fólki hans. Aðferð Óttars í bók
inni er einhvers konar sambland af
hefðbundinni sálgreiningu, viðtals
og fjölskyldumeðferð, því að hann
tekur fólk eins og Hallgerði langbrók,
Gunnar og Njál, og Guðrúnu Ósvífurs
ekki aðeins á bekkinn hjá sér, heldur
kallar hann einnig í suma nána að
standendur þeirra og rekur úr þeim
garnir. Líklega verða þessi viðtöl þó
að teljast heldur í styttri kantinum.
En geðlækninum hafa eðlilega verið
settar skorður af rithöfundinum sem
aftur varð að hlusta á útgefandann
sem skiljanlega vildi ekki ofbjóða
markaðinum með miklu þykkildi
um svo nýstárlegt og – fljótt á litið –
tormelt efni. Ég efa þó ekki að doktor
Óttari hefði verið í lófa lagið að fara
miklu lengra með þessa gömlu vini
okkar og kunningja. Hver veit nema
hann geri það í næstu bók.
Ég hafði mjög gaman af því að
lesa bók Óttars og enn skemmtilegra
fannst mér að hlusta á hann sjálfan
þarna á Söguloftinu. Sem fyrr eru þau
Kjartan og Sigríður Margrét nösk að
finna gott efni og góða leikendur í því
Leikhúsi hins lifandi orðs sem þau
halda úti af eljusemi og snilld þarna
í Borgarnesinu. Einn aðalkostur bók
arinnar finnst mér sá að hún vekur
hjá mér áhuga og löngun til að rifja
upp kynnin af því fólki sem þar er
fjallað um. Ég held líka að hún geti
vel hentað sem inngangur að heimi
sagnanna fyrir lesendur, flesta vænti
ég af yngri kynslóð, sem hafa ekki
haft miklar spurnir af þeim fyrr, því
að Óttar dregur saman á skýran og
greinargóðan hátt meginefni stórra
og flókinna sagna, drepur á mikil
væg atriði í hugmyndalífi þeirra og
er ófeiminn við að slá fram listrænu
mati. Í leiðinni fáum við svo ofurlitla
nasasjón af nútímasálvísindum,
framreiddum á alþýðlegan hátt. Mér
finnst honum hafa tekist þetta allt
með ágætum.
Var Hallgerður klikkuð?
Hitt er svo vitaskuld annað mál hvort
okkur finnst við vera miklu nær, þó
að við fáum að vita að sennilega
hafi Hallgerður og Guðrún báðar
þjáðst af Hambrigðapersónuröskun
(Borderline personality disorder),
Gunnar bóndi af Sjálfsdýrkunar
persónuröskun (Narcissistic per
sonality disorder) og Hæðis
persónuleikaröskun (Dependent
personality disorder) eða Gísli Súrs
son af Andfélagslegri persónuröskun,
blandinni Kvíða og geðlægðarrösk
un. Óttar er sem sé að hætti ýmissa
kollega sinna óspar á greiningarnar,
Grettir fær einar fimm og Egill Skalla
Grímsson sömuleiðis, telst mér til.
Þar við bætist að Egill var alki, eins
og öllum er löngu ljóst, og sogaði til
sín alls kyns meðvirkla, eins og það
heitir í fræðunum.
Eitt þótti mér reyndar athygl
isvert, þegar ég var að blaða í bók
Óttars, og það er að hann hleyp
ir Agli sjálfum ekki inn í læknastof
una til sín, heldur lætur sér nægja
að taka viðtöl við Beru, móður hans,
Arinbjörn, vin hans (bæði þrælmeð
virk) og aðra í fjölskyldunni. Þar er
ég hræddur um að geðlæknirinn
hafi misst af góðum feng; ef ég væri
geðlæknir myndi ég vart geta hugsað
mér öllu forvitnilegra viðfangsefni
en þetta skrautlega ofstopamenni
sem drap mann og annan eins og
ekkert væri, frá blautu barnsbeini, en
var þó um leið svo heillandi mann
legur að íslenska þjóðin hefur elsk
að hann í þessar átta aldir sem liðnar
eru frá því að sagan var skráð – og vís
ast raunar löngu fyrir þann tíma! Og
ég er ekki viss um að ég sé með öllu
sammála Óttari – hafi ég skilið hann
rétt – að skýringanna muni helst að
leita í meðvirkni Egluhöfundar eða
bara íslensku þjóðarinnar í heild. Eg
ill var vanmáttugur gegn öflunum
í lund sinni, eins og við erum svo
mörg á erfiðum tímum, en hann
seiglaðist í gegnum stormana og
veitti þeim útrás í voldugasta skáld
skap sem ortur hefur verið á íslensku.
Það er það sem skiptir OKKUR máli,
ekki það hversu breyskur og brotleg
ur hann var sem maður. Þess vegna
finnst okkur öll óhæfuverkin sem
hann framdi aukaatriði – án þess að
við gerumst með því á nokkurn hátt
sek um að samþykkja siðblindu hans
og hugaróra. Og þannig höfum við
getað samsamað okkur honum sem
einstaklingi, litið á hann sem vissa
fyrirmynd og leiðarljós í hamförum
tilverunnar, um leið og við höfum
glaðst yfir því sem hann gaf okkur
sem meistari orðsins.
Þegar Freud verður gleymdur …
Óttar Guðmundsson gerir sér að
sjálfsögðu grein fyrir annmörkum
þess vísindalega tækjabanka sem
hann sækir í. Hann hefur fullan
húmor fyrir þessum læknisfræð
um sem að vonum mátti skynja tals
vert miklu betur þegar á hann sjálf
an var hlýtt, en við lestur bókarinnar,
svo ágæt sem hún nú er. Í bókartext
anum slær hann alla eðlilega var
nagla; hann veit að eftir fimmtíu ár
verða komnar allt aðrar greiningar
og metóður og að fólk mun laðast
að Hallgerði og Skarphéðni og Gretti
löngu eftir að allir slíkir skólar eru
orðnir hlægilegir, jafnvel Freud sjálf
ur fallinn í gleymsku og dá. Og ekki
þarf heldur að segja honum hversu
varasamt er að taka aðferðir, sem eru
hugsaðar til að skilja og aðstoða lif
andi einstaklinga í vanda sínum, og
yfirfæra þær á skáldaðar persónur,
fígúrur sem oftar en ekki eiga ræt
ur í gömlum klisjum eldri skáld
skapar allt annarrar tegundar: þjóð
sögum, dæmisögum, ævintýrum,
goðsögnum.
Það fór líka svo að þegar hann
sjálfur stóð upp og gaf sig á vald frá
sögninni þarna í nánd Söguloftsins,
lagði hann hinn fræðilega apparatúr
þegjandi og hljóðalaust til hliðar
(nema þá í mesta lagi til að skopast
að honum) og játaði Agli elsku sína
(eins og það hefði heitið að fornu)
fyrirvaralaust. Sem myndi tæpast
vera talin góð latína á geðspítal
anum. En þegar þar var komið var
doktorinn á hvíta sloppnum horf
inn veg allrar veraldar og ég held að
enginn hafi saknað hans sérstaklega.
Eftir stóð lítill strákur sem leyfði sér
meira að segja – við góðar undir
tektir áheyrenda sem voru fullkom
lega með á nótunum – að kalla Egil
„afa sinn“. Ástæðurnar ætla ég ekki
að koma upp um hér, þið getið farið
sjálf í Borgarnes og heyrt Óttar skýra
þær í eigin persónu. Þetta varð eitt af
mörgum góðum kvöldum sem við
höfum átt á Söguloftinu og á skilið að
lifa lengi. n
Jón Viðar Jónsson
leikminjasafn@akademia.is
Leikrit
Geðveiki í Egilssögu
Uppistand með Óttari Guðmundssyni
Sýnt í Landnámssetrinu í Borgarnesi
„Þegar þar var komið var doktorinn á hvíta
sloppnum horfinn veg allrar veraldar og ég
held að enginn hafi saknað hans sérstaklega.„Þetta varð eitt af
mörgum góðum
kvöldum sem við höfum
átt á Söguloftinu og á
skilið að lifa lengi.
Á Söguloftinu „Ég hafði mjög gam-
an af því að lesa bók Óttars og enn
skemmtilegra fannst mér að hlusta á
hann sjálfan þarna á Söguloftinu.“
„Flutningurinn
var frábær“
Sigur Rós
Laugardalshöll
„Frjálsleg uppskrift
í réttum hlutföllum“
Astralterta
Stuðmenn/Ágúst Guðm.