Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 56
Gott dæmi um verðsamanburð Íslendingar eiga ekki bara að versla heima á Íslandi af góðmennsku við kaupmenn heldur eiga þeir að hugsa um budduna og versla þar sem það er hagstæðast fyrir þá. SPORTS DIRECT Á ÍSLANDI - SMÁRATORGI 1 - KÓPAVOGI WWW.FACEBOOK.COM/SPORTSDIRECTISLAND Með því að vera hluti af stærstu íþróttaverslunarkeðju Bretlands getur Sports Direct boðið samkeppnishæf verð á heimsmarkaði – hér á Smáratorgi! Þess vegna er Sports Direct ódýrast – gerið samanburð! Gátu þau ekki snúið Illuga til vinstri? Mötuneyti þingmanna n Veitingastaðurinn Bergs­ son er orðinn eins konar ann­ að mötuneyti þingmanna. Veitingastaðurinn er við hlið þinghússins, í Templarasundi, og eru þingmenn algengir með­ al gesta staðarins í hádeginu. Á fimmtudag voru til að mynda þingmennirnir Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir á staðnum og gæddu sér á góðum mat. Matsölustaðurinn virðist því þverpólitískur. Reynar má við þetta bæta að fjárfestirinn Heiðar Már Guðjóns- son er reglulegur gestur á Bergs­ son en þar er boðið upp á dýr­ indis rétti sem flestir eiga það sameiginlegt að vera meinholl­ ir. Harpa yrði að tollhúsi n „Ef skemmtiferðaskipalægi yrði fundinn staður við Skúla­ götu mætti hugsa sér að Harpa gæti nýst sem glæsilegt aðkomu hús eða terminal,“ segir Björn Jón Bragason í yfirlýsingu sem send er í nafni Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, en hann er fram­ kvæmdastjóri samtakanna. Lagt er til að tollskoðun fari fram í tónlistar­ og ráðstefnuhúsinu. Björn Jón bendir á að „vart er til svo fátækt ríki í Karabíska hafinu að þar sé ekki skemmtiferða­ skipalægi alveg við miðbæi viðkom­ andi höfuðstaða“. Nú er bara að bíða og sjá hvern­ ig borgaryfirvöld taka í hugmyndina um að gera Hörpu að tollhúsi. Sylvía í Games of Thrones n Tökulið á vegum ævintýra­ þáttanna vinsælu Games of Thrones er væntanlegt til landsins en þriðja þáttaröðin verður tekin upp að hluta hér á landi líkt og önnur þáttaröðin. Fjölmargir Íslendingar munu koma að vinnslu þáttanna að þessu sinni, eins og raunar síðast. Þeirra á meðal er listakonan Sylvía Dögg Halldórs- dóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu Lovetank, sem er að fara að vinna við búningagerð fyrir þættina. Þættirnir, sem eru á meðal þeirra allra vinsælu­ stu vestanhafs um þessar mundir og því gæti verið um töluvert uppgrip að ræða fyrir Sylvíu og kollega hennar enda er í þáttunum mik­ ið lagt upp úr búninga­ hönnun. F réttamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson þykir hinn mesti hrekkjalómur og hafa ófá­ ir orðið fyrir barðinu á hon­ um. Í vikunni kom út bók eftir Loga, Handbók hrekkjalómsins, þar sem hann segir frá reynslu sinni og leggur öðrum hrekkjalómum lífsreglurnar. Meðal fórnarlamba Loga eru þjóðþekktir einstaklingar á borð við Gísla Martein Baldursson, Hemma Gunn, Elínu Hirst og Sölva Tryggva­ son. Þá segir frá því í bókinni hvern­ ig Logi og Svanhildur kona hans um­ byltu heimili vinafólks síns, þeirra Illuga Gunnarssonar þingmanns og Brynhildar Einarsdóttur eigin­ konu hans. Eitt sinn ætluðu Logi og frú að heimsækja þau, en enginn var heima og íbúðin ólæst. „Og þá varð ekki aftur snúið: Við tókum alla stof­ una þeirra og snerum henni við. Við lögðum mikið upp úr því að ná full­ kominni speglun, þannig að sófa­ settið, sem var vinstra megin, fór í hinn enda stofunnar,“ segir Logi í bókinni. „Það sama gerðist með sófaborðið, borðstofuborðið, nokkra stóla, sjónvarpið og allt sem var hreinlega ekki naglfast. Svo fórum við,“ viðurkennir hann. Seint um kvöld sama dag hringdi Brynhildur og var henni mikið niðri fyrir. Kom í ljós að Illugi hafði verið í útlöndum en Brynhildur ein heima. Hún hafði hringt í bróður sinn sem velti því fyrir sér hvort hér hefði ef til vill Vala Matt, þáttastjórnandi Innlits/útlits, verið að verki. Í bókinni segir einnig frá hrekkj­ um sem aðrir en Logi eiga heiður­ inn af. Þá má nefna það þegar Helgi Seljan fréttamaður breytti afmælis­ deginum hennar Þóru Arnórs­ dóttur, samstarfskonu sinnar, á Face­ book og gerði stöðuuppfærsluna „er ammalideppa“ í hennar nafni. n Stofu þingmannsins snúið við n Logi Bergmann og frú hrekktu Illuga Gunnarsson þingmann og eiginkonu hans Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 16.–18. nóvEMBER 2012 133. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Hrekkti þingmann Logi Bergmann og Svanhildur eiginkona hans fífluðust inni á heimili Illuga og Brynhildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.