Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Jón Gerald bendir á að það hafi ekki einungis verið ráðamenn sem tóku þátt í partíinu, heldur hafi stór hluti þjóðarinnar gert það líka. Með­ virknin var svo gífurleg. „Það var talað um að Ísland væri nafli al­ heimsins og það lýsir okkur. Það var ekki hægt að lenda einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á tímabili því þær voru svo margar af þeim þar fyrir að það komust ekki fleiri að. Þetta var náttúrulega bara galið, að það skyldi enginn hafa sagt neitt eða gert neitt. Það átti að gera Ísland að hinu nýja Wall Street. Það má eiginlega segja að þessir einstaklingar hafi rænt inn­ eigninni fyrir íslensku krónunni og þess vegna er krónan eins og hún er í dag. Þeir bara rændu henni, það er bara ekkert flókið,“ segir Jón Gerald ákveðinn. Urðu „kolvitlausir“ með víni Aðspurður hvort hann hafi reynt að tjónka eitthvað við „viðskipta­ snillingana“ sem voru tíðir gestir á Víkingnum og benda þeim á hvað þetta væri allt saman galið, svarar hann neitandi. „Ég gerði það ekki. Ég skipti mér mest lítið af því hvað þeir voru að bardúsa. Ég bjó bara í Ameríku og ég vissi í fyrstu í raun ekki hverjir margir af þessum mönn­ um voru.“ Það var ekki fyrr en síðar þegar Jón Gerald fór að gera sér betur grein grein fyrir því hvaða við­ skiptaflétta var í gangi að það fóru að renna á hann tvær grímur. Í kjölfarið setti hann sig í samband við íslensk stjórnvöld, með litlum árangri, eins og áður sagði. Þrátt fyrir að Jón Gerald hafi lítið verið inni í ráðabruggi gestanna á skemmtibátnum, þá komst hann ekki hjá því verða vitni að hegðun þeirra og hvernig þeir breyttust eftir því sem vínglösunum fjölgaði. „Ég var einn af þeim fáu sem upp­ lifðu flestalla þessa einstaklinga í annarlegu ástandi. Það vill nú vera þannig að þegar fólk er undir áhrif­ um þá breytist oft og tíðum karakter þess. Og það má eiginlega segja að flestallir af þeim eigi það eitt sam­ eiginlegt þegar þeir eru komnir í glas eða undir áhrif áfengis þá umturn­ ast þeir. Og það verður til svona mik­ ilmennskubrjálæði. Það var mjög athyglisvert hvað þeir breyttust úr því að vera fínir herramenn með bindi í jakkafötum í það að verða eigin lega kolvitlausir. Það var þó einn aðili sem skar sig úr og átti ekki alveg heima í hópnum og það var Sigurður Einars­ son. Hann var svona léttur og róleg­ ur þegar hann var kominn í glas. En hinir, Jón og Hreiðar og hvað þeir heita allir, þeir urðu kolvitlausir.“ Komu úr skammdeginu og misstu sig Aðspurður hvort einungis hafi verið boðið upp á áfengi í veislunum eða hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, segist Jón Gerald ekki hafa orðið neitt sérstaklega var við fíkniefni. Fyrst við erum komin inn á þessa braut er ekki úr vegi að spyrja út í sögusagnir um vændiskonur um borð í Thee Viking. En Jón Gerald hefur áður greint frá því, meðal annars við réttar höld í Baugsmálinu, að Jón Ásgeir hafi greitt stórfé fyrir fylgdarþjónustu til að skemmta gestum um borð í bátn­ um. Hann hikar og fær sér sopa af kaffi. „Það gekk á ýmsu, en ég sos­ um nenni ekki sérstaklega að tala í neinum smáatriðum um það mál. En ég meina jú, það gekk á ýmsu og menn verða bara að eiga það við sig. Þegar þú kemur úr skammdeg­ inu á Íslandi, roki, rigningu og miklu álagi, og dettur inn á South Beach í pálmatrén, sólina og pina colada, þá ætti ekki að koma neinum á óvart að menn eiga það til að missa sig. Það er bara svoleiðis. Það veit enginn hver þú ert og það er enginn að skipta sér af þér. Þú hagar þér eins og þú vilt.“ En hvarflaði aldrei að Jóni Ger­ ald að taka þátt í viðskiptafléttum ís­ lensku útrásarvíkinganna sem hann var að skemmta sér með? „Nei, aldrei nokkurn tímann. Ég bjó náttúrulega í Flórída og þetta var svo fjarlægt mér. Það er svo misjafnt hvað einstakling­ um finnst þeir þurfa og hverjar þarf­ irnar eru. Ég er frekar íhaldssamur og er búinn að búa í sama húsi í tutt­ ugu ár. Ég þarf ekkert stærra hús. Ég hugsaði bara um börnin mín, að þau gengju í góða skóla og hefðu það gott. Þú þarft ekki að eiga allt og gleypa allt.“ Jón Gerald segist eiga mikið af vinum sem eru gríðarlega efnaðir og verður ekki var við að þeir séu eitt­ hvað hamingjusamari, nema síður sé. Það er frekar að fólk öfundi fjöl­ skyldu hans af því hvað hún er sam­ heldin og niðri á jörðinni. „Þetta var gömul ástarþrá“ Í framhaldi af umræðu um útrásarvík­ ingana og partíin á skemmtibátnum er ekki annað hægt en að minnast aðeins á Baugsmálið svokallaða, sem Jón Gerald í raun kom af stað með því að leggja fram gögn sem áttu að sýna fram á ýmislegt misjafnt í bók­ haldi Baugs. Málið veltist um íslenskt réttarkerfi í tæp sex ár og endaði með því að hann var sjálfur fundinn sekur um hlutdeild í bókhaldsbroti á veg­ um nokkurra starfsmanna Baugs og hlaut þriggja mánaða skilorðsbund­ inn dóm fyrir vikið. Var dómurinn jafn þungur og Jón Ásgeir, stjórnar­ formaður Baugs og fyrrverandi félagi hans, hlaut í málinu. „Við fengum sama dóm, ég og Jón Ásgeir, pældu í því. Þetta var með ólíkindum og auð­ vitað var ég ekki sáttur við það, en ég tók því bara.“ Málið hófst í ágúst árið 2002 þegar Jón Steinar Gunnlaugsson, þá starf­ andi lögmaður, kom á fund Jóns H. B. Snorrasonar, þáverandi saksóknara við efnahagsbrotadeild ríkis lög­ reglustjóra. Sá fyrrnefndi sagð­ ist hafa ákveðin gögn undir undir höndum og vildi fyrir hönd Jóns Ger­ alds leggja fram kæru, meðal annars á hendur Jóni Ásgeiri, stjórnarfor­ manni Baugs, sem og Tryggva Jóns­ syni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra. Málið vatt upp á sig og gefin var út ákæra í 40 liðum á hendur sex aðil­ um. Jón Gerald var þó ekki þeirra á meðal. Það var ekki fyrr en endur­ ákært var í málinu að hann varð að sakborningi. Þá var vitnisburður hans úr fyrra málinu notaður gegn honum. Ákæruliðirnir lutu að meint­ um ólöglegum lánveitingum Baugs til tengdra aðila, bókhaldsbrotum og fjárdrætti meðal annars í tengslum við skemmtibátinn Thee Viking. Jón Ásgeir og Tryggvi héldu því báðir fram fyrir dómi að Baugsmálið ætti rætur að rekja til kvennamála. Jón Gerald segir það hins vegar að­ eins hafa gert útslagið. „Hann virti ekki einu sinni hjónabandið mitt,“ segir Jón Gerald og á þar við nafna sinn. „Þetta var einhver gömul ást­ arþrá. Þau voru saman í skóla úti á Nesi. Og það má kannski segja að það hafi verið kornið sem fyllti mæl­ inn í lokin. Framkoma þeirra gagn­ vart mér var alveg með ólíkindum,“ segir hann og á þá við forsvarsmenn Baugs. „Og ég sagði bara hingað og ekki lengra og vildi sækja minn rétt. Þeir skulduðu mér peninga og við vorum með samkomulag sem þeir brutu. Þeir ætluðu bara að valta yfir mig eins og þeir völtuðu yfir alla á Ís­ landi. Þeir fóru í gagnsókn gegn mér í Bandaríkjunum þar sem þeir töpuðu öllum þeim málum sem þeir reyndu að höfða gegn mér. Þetta voru allt saman blekkingar og lygi og það stóð ekki steinn yfir steini. Það sama gerð­ ist hérna heima en íslenskir dóm­ stólar stóðu ekki í lappirnar, það var ekkert öðruvísi.“ Jón Gerald segir það ekki hafa verið markmið með upphaflegu kærunni að reyna að koma höggi á Jón Ásgeir. Hann hafi eingöngu viljað gera upp skuldirnar og fá það sem hann átti inni hjá þeim. Það tókst hins vegar ekki. Er í „Skype-búð“ með konunni Þrátt fyrir að þau hjónin haldi heim­ ili í Flórída í Bandaríkjunum er Jón Gerald alltaf með annan fótinn á Ís­ landi til að sinna Kosti. Þau eru því í hálfgerðri fjarbúð, eða „Skype­ búð“ eins og hann orðar það sjálfur. „Fyrstu tvö árin þegar við vorum að koma búðinni upp þá var ég mikið hér og lítið úti. Við vorum eins og sjó­ mannsfjölskylda. Þetta voru langir túrar í burtu. Það er gríðarleg vinna að setja svona búð saman og maður var náttúrulega létt klikkaður að fara af stað í hruninu. Þetta er alveg tólf, fjórtán, sextán tímar á dag, sjö daga vikunnar.“ Jóhanna, kona Jóns Ger­ alds, sinnir versluninni líka en henn­ ar starf felst aðallega í því að finna góðar vörur úti sem hægt er að flytja inn og selja í Kosti. „Konur eru bestu „shopperarnir“ í bænum, þær kunna að versla,“ segir Jón Gerald og bros­ ir. Hann er augljóslega þakklátur fyrir að hafa Jóhönnu sér við hlið í versl­ unarrekstrinum. „Er ekki alveg komið nóg?” Þegar Jón Gerald fór að skoða mat­ vörumarkaðinn hér heima áttaði hann sig á því hversu einhæfur hann væri. „Það skiptir ekki máli hvort þú ferð í Krónuna, Bónus, Hagkaup eða Víði, það eru allir að selja sömu vör­ una. Og að tveir aðilar stjórni um 85 prósentum af markaðnum er náttúru­ lega alveg galið.“ Jón Gerald segist ekki skilja hvers vegna stjórnvöld láta þetta viðgangast og bendir á að í hruninu þá hafi verið tilvalið tækifæri til að taka á málunum. Hann telur þó að það hafi einfaldlega ekki verið áhugi fyrir því. „Hagsmunirnir voru ekki fyrir ís­ lenska neytendur heldur voru þeir fyrir bankanna og þá fáu útvöldu sem fengu þetta upp í hendurnar á spottprís á kostnað almennings. Það vita allir að þeir stjórna smásölu­ markaðnum hér heima með 65 pró­ senta markaðshlutdeild, samt fá þeir leyfi til að halda áfram og opna fleiri verslanir,“ segir Jón Gerald og bendir í því samhengi á nýja Bónusverslun á Nýbýlavegi. „Og við skulum ekki gleyma þeim hundruðum milljarða sem voru afskrifuð eftir hrun á Baugi Group sem áttu og ráku Haga. Við megum ekki gleyma því að Baugur byggði upp þetta batterí. Maður spyr sig, er ekki alveg komið nóg? Það er mjög erfitt fyrir nýja að­ ila að koma inn á markaðinn nema þeir hafi aðgang að erlendum birgj­ um og þekkinguna.“ Og þar hefur Jón Gerald vissulega ákveðið forskot fram yfir marga aðra. „Það er það sem hefur bjargað okkur vegna þess að ég er búinn að búa úti í 24 ár og búinn að vera í þessum bransa allan þennan tíma. Ég veit því nokkurn veginn hvar ég á að leita að þeim birgjum sem geta gefið okkur góðar vörur á góðu verði.“ Viðskiptakerfi Kosts er tölu­ vert frábrugðið stóru keðjunum þar sem Kostur er ekki með dreifimið­ stöð sem dreifir vörunum í búðirnar. Kostur kaupir beint inn í verslunina og vill Jón Gerald meina að þannig sé hægt að spara og fyrir vikið flytja inn gæðavörur á góðu verði. „Það er grunnurinn þess sem við erum að gera hérna.“ Hann tekur sem dæmi innflutning á fersku grænmeti og ávöxtum. „Okkur fannst gæðin á grænmetinu á Íslandi ekki vera nógu góð og eftir eina heimsókn inn í Whole Foods þá spurði ég mig af hverju við gætum ekki selt svona gott grænmeti? Við ákváðum í fram­ haldinu að við gætum bara gert það og fórum í að finna birgja í New York og fljúgum nú daglega með grænmeti og ávexti heim til Íslands. Gæðin eru frábær. Við erum að panta í dag og á morgun er varan tekin saman og sett í flug. Hinn daginn er hún svo kom­ in til okkar í hús í sölu. Þetta er allt hægt en það krefst vinnu,“ segir Jón Gerald og beinir umræðunni aftur að íslenska matvörumarkaðnum. Fagna þriggja ára afmæli „Það er ekki sanngirni á markaðnum. Við þurfum að kaupa vörur af inn­ lendum birgjum og oft og tíðum eru okkur boðnar þær vörur á dýrari en við erum að sjá á útsöluverði hjá samkeppnisaðilanum.“ Jón Gerald tekur sem dæmi að það sé hagstæðara fyrir hann að kaupa gosdrykk í Miami og flytja hingað til lands, fyrst með vöruflutningum á landi og síðan á sjó með tilheyrandi tollum og gjöldum en að kaupa sama gosdrykkinn á Íslandi. „Þarna sérðu hvað þetta er galið.“ Jón Gerald segir þetta fyrirkomulag ýta enn frekar undir fábreytni í vöru úrvali og að lokum sé það hinn íslenski neyt­ andi sem tapi. „Hinn endinn á þessu eru þessi innflutningsgjöld og tollar sem lagðir eru á íslenska neytendur. Gott dæmi um þetta er skattur á til dæmis bleiur, bæði vaskurinn og vörugjöld, og á tannkremi. Það var settur á einhver sykurskattur en mað­ ur spyr sig hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að lækka frekar tollinn og vaskinn á tannkremi og tannburst­ um því að 50 prósent af verðinu á vör­ unum eru opinber gjöld.“ Að mati Jóns Geralds eru margar þær ákvarðanir sem íslenskir ráðamenn taka í þess­ um efnum bókstaflega skaðlegar ís­ lenskum neytendum. Þá er hann al­ farið á móti því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið og telur Ísland ekki eiga samleið með þeim þjóðum sem þar eru fyrir. Þrátt fyrir allar þær hindranir sem Jón Gerald vill meina að hann reki sig á í verslunarrekstrinum, þá hefur verslunin Kostur lifað, og fagnar nú um helgina þriggja ára afmæli sínu með tilheyrandi afmælishátíð. „Við erum komin með mikið af föstum kúnnum og hann er alltaf að stækka sá hópur þannig að við teljum okkur vera að gera hlutina rétt.“ Kostur er sannkallað fjölskyldu­ fyrirtæki, en fyrir utan konu hans sem sér mikið um innkaupin, þá starfa bæði móðir hans og sonur í versluninni, sem og frændur konu hans. „Þetta er samheldinn hópur hérna og allt gengur mjög vel. Ég vil bara þakka frábæru starfsfólki og viðskiptavinum okkar fyrir mik­ inn stuðning,“ segir Jón Gerald og að þeim orðum sögðum snýr hann sér aftur að verslunarrekstrinum. n Kostur 3 ára Jón Gerald segist hafa verið létt klikkaður að fara út í verslunarrekstur í hruninu. Thee Viking Séð og heyrt greindi frá sölunni á skemmtibátnum árið 2006. Áður hafði Thee Viking komist á forsíðu tímaritsins árið 2002 þegar það greindi fyrst frá því að báturinn væri í eigu Bónusfeðga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.