Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Leiðin að hamingju og langlífi Leiðin að langlífi felst í að verða hamingjusamur, samkvæmt rann- sókn Harvard-háskóla Árið 1940 tóku vísindamenn viðtöl við 200 unga og heilbrigða karlmenn. Þeir athuguðu þá á tveggja ára fresti og komust að því að lífshamingja sem fékkst frá hjónabandi, því að eiga hvolp og góða vini, hefur meiri áhrif en fjölmargt annað þegar kemur að langlífi. Af þeim 200 sem voru rannsakaður var 31 einhleypur, aðeins fjórir þeirra eru á lífi í dag. Þriðjungur er í góðum sambönd- um og heilsa þeirra hvað sterkust. Þeir sem eru ógiftir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur, þeir sem giftast seint á lífsleiðinni njóta meiri hamingju samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar. Nýtt internet í geiminn Ný gerð af interneti – DTN – hefur verið prófuð af evrópsku og bandarísku geimferðarstofnunum ESA og NASA. Geimfari í alþjóð- legu geimstöðinni, sem er nú á sporbaug um jörðu, gaf vélmenni á jörðu niðri skipanir með góðum árangri í lok október. Hið hefðbundna internet er ekki vel til þess fallið að flytja upp- lýsingar í geimnum eða yfir gífur- lega langar vegalengdir – það er ekki hannað til þess. Upplýsingar geta tapast ef þær eru of lengi á leiðinni. Einnig geta sólstormar sett strik í reikninginn þegar netið er notað í geimnum. DTN-netið nýtist við tengipunkta til þess að styrkja kerfið og gera flæði upplýs- inga tryggara. Gúrglaðu til að skerpa hugann Þær eru misfurðulegar kannanir vísindamanna. Ein þeirra snýr að gúrgli á sykurvatni sem nú þykir sannað að auki einbeitni. Ertu að reyna að ljúka verkefni og finnur einbeitinguna fjara út? Reyndu að gúrgla svolítið af sykurvatni. Vís- indamenn við háskólann í Georg- íu rannsökuðu áhrif þess að láta sykurvatn leika um munninn og komust að því að það þarf ekki að innbyrða sykur til að örva hugann til skamms tíma. Það er nóg að gúrgla! Fáðu omega-3, A- og D-vítamín úr fæðunni n Nokkur meinholl matvæli og fáeinar gómsætar uppskriftir Hollur matur Það má fá flest næringarefni úr fæðunni. Mynd PHotos F jölbreytt og hollt mataræði veitir manni flest þau nær- ingarefni og vítamín sem fólk þarfnast til að halda góðri heilsu. Íslendingar hafa lengi bætt lýsi við mataræðið en það hefur jafnan verið talið allra meina bót þar sem það veitir okkur nægilegt magn af nauðsynlegum A- og D- vítamínum, auk omega-3 fitusýrum. omega-3 pillur hafa verið ræddar vegna danskrar könnunar og hefur DV tekið saman hvaða matvæli eru rík af vítamínum og fitusýrunum hollu og auk þess fundið uppskriftir sem innihalda matvælin. D-vítamín Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt. Sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni en einnig fáum við D-vítamín með fæðunni. Alvarlegur D-vítamínskortur veldur beinkröm hjá börn- um og beinmeyru hjá fullorðn- um. Vægur D-vítamínskortur er þó einnig áhyggjuefni því hann veldur sjaldan einkennum eða óþægindum. Slíkur skortur gæti aukið hættu á krabbameinum í ristli, brjóstum, eggjastokkum, blöðruhálskirtli og sortuæxli. Hann getur einnig stuðlað að hjarta- og æðasjúkdómum, trufl- unum á ónæmiskerfinu og bein- þynningu. Á Vísindavefnum segir að þetta séu þó enn sem komið er aðeins vísbendingar og ekkert af þessu geti talist fullsannað. Matvæli sem innihalda d-vítamín Feitur fiskur svo sem lax, silungur, lúða, makríll, sardínur og síld. D- vítamínbættar mjólkurvörur eins og Fjörmjólk og Stoðmjólk. Einnig D- vítamínbætt smjörlíki og töluvert er af D-vítamíni í eggjarauðum. Lúðuuppskrift n D-vítamín n 1 kíló lúða n Sítrónupipar n Rækjur n ½ púrrulaukur n Græn og rauð paprika n 1 box sveppir n 3 gulrætur, sneiddar n 1 ½ askja paprikusmurostur n 1 peli rjómi n 2 tsk. paprikuduft n Salt n Karrí n 2 teningar nautakraftur n 3–4 msk. ananaskurl - vefuppskriftir.com A-vítamín A-vítamín hefur áhrif á fósturþroska og vöxt og stjórnar gerð og sérhæf- ingu fruma í húð og slímhúð. Það tekur þátt í stjórnun einstakra erfða- vísa, er nauðsynlegt fyrir sjónina og fyrir starfsemi ónæmiskerfisins. Skortur á A-vítamíni getur lýst sér sem þurrkur í slímhúð, augnþurrkur, náttblinda og hornhimna augans verður hörð en það getur leitt til blindu. Matvæli sem innihalda A-vítamín Sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A- vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjörlíki en í það síðastnefnda er vítamíninu bætt í við vinnslu. Í þessum vörum er A-vítamínið á formi retínóls. Í litsterku grænmeti og ávöxtum, t.d. gulrótum, papriku, apríkósum, grænkáli og spergilkáli, er mikið af beta-karótíni sem um- breytist í A-vítamín í líkamanum. Gulrótarbuff n 500 gr gulrætur, skrældar og rifnar frekar fínt n 2 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt n 2 vorlaukar (eða hálfur blaðlaukur) n 60 gr grænar, frosnar baunir (e. peas) n 50 spelti n 50 gr spelt hrökkbrauð (eða spelt brauðrasp) n 2 egg n 2 eggjahvítur n ½ tsk. karrí n ½ tsk. salt (Himalaya eða sjávarsalt) n 1 tsk. pipar n Smá klípa chilipipar - cafesigrun.com Omega-3 Omega-fitusýrurnar eru taldar lífs- nauðsynlegar heilsu fólks til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarf- semi. Einkenni omega-3 fitusýruskorts eru þreyta, þurrk- ur og kláði í húð, viðkvæmt hár og neglur, hægðatregða, kvef, þunglyndi, léleg ein- beiting, þrekleysi og liðverkir. Omega -3 má helst finna í hörfræj- um, chia-fræjum, valhnetum, laxi, sardínum, sojabaunum, lúðu, hörpuskel, rækjum, tofu og túnfiski. Valhnetu- og mórberjakúlur n 1 ½ dl valhnetur n 1 ½ dl furuhnetur n 1 dl mórber n 2 msk. lucuma-duft n 1 msk. mesquite-duft n 1 tsk. maca-duft n ½ tsk. vanilluduft n ¼ tsk. kanilduft n 1/8 tsk. Himalaya-salt n 1 ¼ dl döðlumauk n 2 msk. hunang - Eftirréttir Sollu, bls. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.